Alþýðublaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. júní 1944. ALPYÐUBLA&SB 5 / Ræða, sem ég vildi hafa haldið á Þingvelli 17. júní — Burt með styrbusaháttinn. — Gleðin skal taka völdin. EG BÝST ekki við því, að ég fái orðið á Þingvelli á laugardag- inn kemur. Ég er úrkula vonar nm það, að dr. Alexander og Gísli | Sveinsson hafi tekið mig með í dagskrána. Ég held að það sé því bezt að ég haldi þá ræðu núna, sem ég hefði gjarnan viljað flytja þar til ykkar. Það gerir ekkert til, þó að hún sé dálítið á undan tíman- um, þið getið þá bara hugsað um „efni hennar meðan þið bíðið eftir því að geta keypt farseðil austur, meðan þið eruð að útbúa tjaldið og smyrja í nestið. Kæðan er svona: ÞAÐ ER ENGIN iþjóðhátíð, þeg- ar þúsundir sitja þögular, niðurlút- ar, gjótandi augum, hlusta á fáa tala, syngja og leika lög. Það er smalamennska, hjörð af hímandi fénaði, og fáir fjárgæzlumenn, sem öllu 'stjórna. Það er raunverulega engin hátíð. Með slíku þokast menn ekki saman, skapast ekki gleði, myndasit ekki fjöldahrifning. Með því fjarlægjast menn hvern annan enn meir og það færist •drungi yfir gráan fjöldann og há- tíðin hnýtir fjötra. ÉG HEFI SÉÐ rúmlega milljón æskumanna fara syngjandi um breiðar götur með blys í höndum. Við ráðum ekki yfir tneinni milljón, en syngjandi 25 þúsundir á Þing- velli, með undirleik hamraveggj- anna í Almannagjá og fjallanna í kring mun ekki reynast tilkomu- minna. Það myndi verða ógleym- anileg stund. Það myndi þoka okk- ur saman, skapa ógleymanlegan svip og hátíðinni aukið gildi, sem ekki yrði aðeins okkur ógleyman- leg heldur og afkomendum okkar, því að minningar okkar munu lifa í þeim. Þ JÓÐHÁTÍ ÐIN næstkomandi laugardag á að verða í bezta skiln- ingi orðsins hátíð okkar allra. Þetta er á okkar valdi, þín og mín. Það er ekki á valdi neinnar nefndar eða forustumanna, þó að mér sé kunnugt um það, að þeir aðilar, sem hafa undirbúið hátíðina, óski einskis frekar en að hátíðin verði j einmitt þannig. VIÐ ERUM dálítið stirðir ís- lendingar. Oft á hátíðum erum við eins og klæddir í fangaskyrtu. Við erum alvarlegir og spekingslegir, brúnaþungir og merkilegir. Slítum af okkur fjötrana! Lítum upp! Sýn- um andlitið! Við erum yfirleitt fallegir! Berum höfuðið hátt! Lít- um beint í augu hvers annars — brosum! Hjálpum hvert öðru! Syngjum saman og höldum hátíð saman! ÞJÓÐHÁTÍÐIN á Þingvelli verð ur að bera svip frjálsræðis og fagn- aðar, saklaus, kurteislegs, næf- gætnislegs fagnaðar okkar allra, sem þar mætumst. Engin þvingun, engin einangrun má finnast þar. Við munum ganga þar um grænar grundir, grjót og gróður, sem við eigum 'sjálf. ein og enginn annar. Og við verðum á þeirri grund að skapa okkur stjórnskipulag, sem á að færa niðjum okkar og allri framtíðinni gæfu og gleði. Eigum við ekki að gera það upplitsdjörf, brosandi og glöð? Jú sannarlega. Þannig viljum við að framtíðin verði, og þannig skulum við líka sjálf verða á þessari stund. SÖNGFLOKKAR syngja á þjóð- hátíðinni og við skulum sannarlega taka undir og láta hamraveggina bergmála söng okkar vítt um vell- ina. Við skulum yfirleitt vera frjáls Jeg og glaðleg og hjálpsöm hvert við annað, eins og ein stór fjöl- skylda. Við skulum vera vinir, én ekki stirðbusalegir ókunnir menn! Gleði og hrifning verður að ríkja á Þingvelli, þannig gerum við þjóð hátíðina að reglulegri þjóðhátíð. ÞETTA ER NÚ ræða* mín. Hún er ekki lengri. Ég vona að þið at- ! hugið þetta þangað til að hátíðin hefst. i Hannes á horninu. Tilkynning írá ríkgssfjórnintti Til þess að gera sem flestum fært að búa sig undir þátttöku í lýðveldishátíðahöldunum, vill ríkisstjórnin beina því til stofnana og atvinnu- rekenda um land allt, að vinnu verði hætt eigi síðar en kl. 3 e. h. næstkomandi föstudag og að öll vinna hvervetna á landinu liggi niðri laug- ardaginn 17. júní FÖRSÆTISRÁÐHERRANN, 11. júní 1944 AUGLÝSIÐÍ ALÞÝMBLAÐINU Á mynd þessari sést hið fræga leynivopn Breta „lifandi tundurskeytið.“ Stjórna því tveir menn í kafarabúningi. Þegar (það kemur í námunda við skotmark það, sem því er ætlað að hæfa, setja þeir sprengjuefnið í samband við bveikjarann. Skiptist skeytið í tvennt. Ann- ar hluti þess hæfir í mark, en mennirnir hafast við í hinum. .iLifandi tundurskeyfið" Hvað ætlast Bandarikin fyrir eftir striðið? HERNAÐARAÐSTAÐAN á sjó og í lofti í heimi verð- andinnar mótar mjög hina op- inberu afstöðu ríkisstjórnar Bandaríkjanna varðandi bæki- stöðvar á ýmsum mikilvægum stöðvum um víða veröld eftir stríð. Roosevelt forseti telur það mestu skipta að tryggt sé, að Bandaríkin fái haldið hinum mikilvægu stöðvum, er tengja saman varnir landsins. Til þess að unnt verði að tryggja þetta verða Bandaríkin að hafa veru- leg ítök um stjórn mikilvægra útvirkja, sem stórveldin nú ráða yfir. Roosevelt forseti og ráðgjaf- ar háns munu vart hafa gleymt því, að Frakkar létu Japönum í té hina mikilvægu frönsku flotastöð að Saigon í Indokína, án þess að til orrustu kæmi. En þetta varð til þess að Japanir átt þess kost að koma Bretum í Singapore i opna skjöldu og veikja varnir Bandaríkjanna að miklum mun. Forsetinn mun og minnast þess, að þegar kafbáta- hernaður Þjóðverja olli Banda- ríkjunum mestum vanda, var franska eyjan Martinique eins konar rýtingur, sem beint var að baki hinna mikilvægu varna Bandaríkjanna á Karabiska haf inu. Roosevelt hefir og látið þau ummæli falla, að því verði eigi unað, að stjórn franska Dakar verði í höndum aðila, sem af stafi hætta fyrir Vesturheim og hagsmuni hans. Forsetanum verður efalaust einnig hugsað um Madagascar, Nýja-Kaledóníu, frönsku Guiana og eyjarnar Miquelon og St. Pierre. Hann krefst þess, að ör- yggi Bandarikjanna verði jafn- fram tryggt, ef Frakkland eigi að verða stórveldi í líkingu við það, sem það -áður var. Hins vegar krefst de Gaulle hers- höfðingi þess, að Frakkland verði endurreist sem sjálfstætt stórveldi. Hann gerir skilyrðis- REIN ÞESSI, sem hér er Þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest, fjallar um það, livers Bandaríkin muni krefjast eftir stríðið. Leggur greinarhöfundur áherzlu á það, að Bandaríkin muni krefjast þess, að staðir, sem skipta miklu máli fyrir vam- ir lands þeirra, verði faldir umráðum þeirra aðila, er þeir geti treyst, og að hlutur Bandaríkjanna verði hvergi fyrir borð borinn........: . laust tilkall til allra franskra landa. Sagt er, að hin ósveigj- anlega afstáða de Gaulle varð- andi lönd þessi sé hin raunveru lega skýring á því, að Roose- velt hafi hikað við að viður- kenna stjórn hans sem hlutgeng an aðila. Á opinberum stöðum í Wash- ington er sagt, að Bandaríkin vilji skilyrðislaust hafa hönd í bagga með þvi, hvérnig ráðstafa fikuli nýlenduríki ítala. Nokkur hluti þess er við bæjardyr Saudi-Arabíu, en það land er nú að verða næsta mikilvægt hags munasvæði Bandaríkjanna. Það er almannarómur, að Italir muni ekki endurheimta Afríkunýlendur sinar. Bretar. og Frakkar mundu fegnir taka við þeim, annað hvort sem „verndarríkjum, eða nýlendum. Komið hefir fram tillaga um, að þær verði settar undir stjórn hinna sameinuðu þjóða. Hvern- ig sem fer, hafa Bandaríkin í hyggju að krefjast þess að hafa aðgang að flota- og flugstöðv- um þeim, sem þau hafa þaff nú. Það er áreiðanlegt, að Bánda- ríkin munu halda áfram að hafa hagsmuna að gæta í bækistöðv- unum á Nýfundnalandi, Ber- mudáeyjum, Vestur-Indíum og brezku Guiana, sem þau nú hafa á leigu 'hjá Bretum. Styrjöldin hefir einnig leitt það í ljós, að Hong Kong, Singapore og Burma eru jafnnauðsynleg öryggi Bandaríkjanna og hin- um fjarlægari Austurlöndum og Breta. Þvi ber að komast að einhverju samkomulagi, þar sem þessir hagsmunir Bandaríkj- anna eru viðurkenndir. Bandaríkin vernda raunveru lega Ástralíu og Nýja-Sjáland, og þau hafa ábyrgzt landvarnir Kanada. Þessi brezku samveld- islönd vænta nú meiri hernað- araðstoðar frá Bandaríkjunum en móðurlandinu.. Grænland og ísland, sem eru háð Danmörku, eru nauðsynleg ir hlekkir í varnarkeðju Banda- ríkjanna og Breta á Norður- Atlantshafi í þessari styrjöld. Þá hafa Azoreyjar, sem Portú- galar eiga, en Bretar hafa her- numið, mikla hernaðarlega býð- ingu að því er varðar samgöngu leiðir Bandaríkjanna um Atlants haf. Undanfarna mánuði virðast Bretar hafa stefnt að því að treysta vald sitt sem mótvægi gegn Rússum annars vegar og Bandaríkjamönnum hins vegar. Sumir brezkir áhrifamenn hafa látið sér tíðrætt um samband Véestur-Evrópuríkja, sem Bret- land, Frakkland, Belgía Hol- land, Portúgal, Danmörk og Noregur yrðu aðilar að. Þeir gera einnig ráð fyrir. að sam- veldislönd Breta myrrau gerast aðilar að þessu sambandi og vera jafnrétthá Bretlandi, þegar um væri að ræða að marka stefnu Breta í utanríkismáluin. Þessir áhrifamenn óttast það, að án slíks sambands mundi Bretland verða úr sögunni sem stórveldi. Roosevelt forseti og Hull ut- anríkisráðherra munu vinna Fifi. á 8. síðu. f i Jt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.