Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLABjO Pimmludagur 15. jání 1944» Myndlistin | og 75 iisfaverk effir ipdhöggvara Sýning opnul á morgun skálanum. í Listamanna- A Ð TILHLUTUN þjóðhátíðarnefndar, efnir Félag ís- 'X* lenzkra myndlistarmanna til stórfenglegrar listsýningar í Listamannaskálanum, um þjóðhátíðina. Verða þar til sýnis 75 listaverk eftir 28 málara og myndhöggvara, eru það 46 olíumálverk, 14 vatnslitamyndir og teikningar og 15 mynd- höggvaraverk. Sýningin verður hátíðlega opnuð á morgun kl. 1.30 fyrir boðsgesti og mun Mafthías Þórðarson þjóðminjavörður opna sýninguna. Síðan mun sýningin verða opnuð fyrir almenning kl. 3 s. d. sama dag, og verður opin eftir það daglega frá kl. 10—10 til 24. þessa mánaðar. Er fróðlegt að skoða þessa sýningu, sem saman stendur af verkum eftir flesta núlifandi myndlistamenn landsins, og fá þannig yfirlit yfir hina íslenzku myndlist á þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. Vegleg iþróttasýning á Þingvelli Flmleikasýningair úrvaismaBina. Örslita- keppni í glimu og fleira. FORSETI íþróttasambands íslands Ben. G. Waage ræddi við blaðamenn í gær um fyrirkomulag íþróttasýninga — og íþróttakeppnum á Þingvelli næskomandi laugardag. Ennfremur ræddi hann við blaðamennina um ýms áhugamál íþróttasambandsins. Fer frásögn forsetans hér á eftir: íslandsgiíman: Þrír jainir í gærkveldl Glímt verður til úr- slita á Þingvelli 17. júní. D YRRI HLUTI Íslandsglím- unnar var háður í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar ,og var húsið þéttskipað ■ áhorfendum. Tólf keppendur frá fimm félög- nm þreyta glímuna, en úrslit hennar verða á Þingvelli hinn 17. júní á lýðveldishátíðinni. í gærkvöldi þreytti hver kepp- andi átta glímur, en á þrjár eft ir. Að loknum fyrra hluta glím- unnar voru þeir Guðmundur Ágústsson frá Ármanni og Guð- mundur Guðmundsson frá ung- menfélaginu Trausta, efstir með átta glímur hvor og höfðu enga byltu hlotið. Finnbogi Sigurðs- son frá K.R., hafði hlotið sjö vinn inga. Hafði hann og enga byltu hlotið, en glíma milli hans og Sigurðar Hallbjörnssonar er óút- kljáð, vegna þess, að Sigurður hlaut smávægileg meiðsli. Næst ir að vinningafjölda eru: Krist- inn Sigurjónsson frá K.R., með fimm vinninga og Davíð Hálf- danarson frá K.R. og Einar Ingi- mundarson frá ungmennafélag- inu Vöku, með fjóra vinninga hvor. Úrslitakeppnin á Þingvelli verður því milli þeirra þremenn- inganna: Guðmundar Ágústsson- ar, Guðmundar Guðmundssonar og Finnboga Sigurðssoiiar, en þeir eiga allir óglímt sín í mill- um. ► • „Snemma í vetur tók stjórn I. S. í., að ræða um væntanleg- ar íþróttasýningar á Þingvelli 17. júní 1944. Á hvern hátt heppi- legast væri að haga þeim, og hvaða íþróttagreinir ætti að sýna. Til mála kom að hafa. fimleika- hópsýningar, kvenna og karla; Islandsglímuna og boðhlaup frá Rvík til Þingvalla. Eftir að við vorum búnir aö ræða þetta væki- lega, barst okkur bréf frá íþrótta- kennarafélagi íslands, er óskaði að hafa samvinnu um þessar íþróttasýningar, einkum fimleika- sýningarnar. Var því mjög vel tekið og fór stjórn sambandsins á fund íþróttakennaranna, þar sem ákveðið var að kjósa sérstaka framkvæmdanefnd, til að koma fyrirhuguðum fimleikasýningum í framkvæmd (hópsýningunum). Stjórn I. S. í. tilnefndi 3 menn, Iþróttakennarafél. 2 menn, en sjálfkjörnir í nefndina voru: Iþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson ,og íþróttaráðunautur Rvíkurborgar, — Benedikt Jak- obsson. Formaður nefndarinnar var kjörinn Ben. G. Waage. Nefndin tók þegar til starfa, og lét semja fimleikastundskrár (tímaseðla) fyrir konur og karla, fyrir væntanlegar hópsýningar. Þá var og samið umburðarbréf til allra íþróttafélaga og skóla, er höfðu fimleika á stefnuskrá sinni; jafnframt var U. M. F. í. boðið að hafa 3 menn í framkvæmdanefnd- inni. Voru þá nefndarmenn 11 að tölu. Umburðarbréfið var sent um allt land, og byrjuðp mörg fé- lög að æfa fimleikastundskrána. Skömmu eftir að þjóðhátíðar- nefndin hafði verið skipuð, var henni sent bréf og beiðni um að leyfa fimleikahópsýningar á Þingvelli og -Íslandsglíitiuna, 17. júní n.k. Þjóðhátíðarnefndin kvaddi stjórn í. S. í. á sinn fund, og óskaði að fyrir utan íslands- glímuna yrði á Þingvelli sýnd- Fik.ál. Hinn nýi sendiherra Bandaríkj- i hjá ríkissffjóra í gær Frá i þjóðhátíóarnef nd: Breyflng á dag- skránni. FærÓi honym embættisskilríki sín og árn- aðaréskir Roosevelts forseta og Banda- ríkjaþjóðarinnar. —««•»—• - — SENDIHERRA Bandaríkjanna, Louis G. Dreyfus, gekk í gær á fund ríkisstjóra og afhenti honum embættisskil- ríki sín, segir í opinberri tilkynningu, sem gefin var út af utanríkismálaráðuneytinu síðdegis í gær. Ennfremur afhenti hann ríkisstjóra skilríki fyrir því, að hann verði sérstakur fulltrúi Bandaríkjaforseta, sem ambassador ad hoc á lýðveld- ishátíðinni. í fylgd með sendiherranum voru þeir Benjamin Hulley og Francis Spalding, sendisveitarritarar, en ásamt ríkisstjóra voru Vilhjálmur Þór utanríkismálaráðherra og Pétur Eggerz ríkis- itjóraritari viðstaddir. Ávarp sendiborraÐS. Við þetta tækifæri sagði sendi- herrann: „Það er mér mikill heiður, að hafa verið útnefndur af hálfu forseta Bandaríkjanna til að leysa af hendi þetta virðulega starf í þann mund, er komið verð- ur á lýðveldi á íslandi, en það er mikill viðburður og þáttaskipti í sögu íslands. Milli Islands og Bandaríkjanna hefir verið vaXandi og söguleg samúð, sem hófst með samningn- um 7. júlí 1941, og hefir örfazt af sameiginlegum hagsmunum og gagnkvæmum ávinning. Hefir þetta orðið til þess að koma sam- skiptum þjóða okkar á grund- völl hinnar mestu vináttu og traústs og knýtf fastar og fastar bönd samvinnu og samúðar milli þjóðanna. Hinn einlægi áhugi, sem forseti Bandaríkjanna hefir sýnt þessum samningi, er mér hvöt til að beita mér eins og ég framast get, að því verkefni, að auka enn á vinsamleg og innileg samskipti, sem þegar eru orðin milli þjóð- anna beggja. Ég vona, að ég megi í því starfi mínu njóta hjálpar og aðstoðar yðar, herra ríkisstjóri, og ríkisstjórnarinnar íslenzku. Ég átti tal við Roosevelt for- seta, áður en ég fór frá Banda- ríkiunum, og fól hann mér sér- staklega að færa yður, herra rík- isstjóri, beztu árnaðaróskir sínar og amerísku þjóðarinnar. Oskaði hann íslandi gengis og yður per- sónulega gæfu, og leyfi ég mér að bæta mínum eigin óskum við óskir forseta.“ fiwas* s*S6íssst|ós»asis* er komið. Skjöldur úr brendu silfri meö fána- litunum. Sala þess byrjar í dag. MERKI það sem hátíðanefnd hefir látið gera í tilefni þjóðhátíðarinnar er nú komið til landsins og verður hafinn sala á því kl. 9 árdegis í dag. Lúðvík Hjálmtýisson, sem er starfsmaður nefndarinnar mnn sjá um dreifingu og sölu merk- isins. Merki þetta er brenndur silf- urskjöldur með nælu. Á skild- inn er þjóðfáninn gleyptur, en fyrir otfan fánann stendur „17. júná 1'944“ ;með upphleyptum stöfum, en út frá þessum stöf um stafar eins og geislum eða upprennandi sól. O FTIRFARANDI breyt- ingar á dagskrá hátíða- haldanna 17. og 18. júní hafa verið gerðar: Fánahylling fer fram kl. 4.30 á íþróttapallinum, en ekki á Lögbergi eins og gert hafði verið ráð fyrir. Forseti íslands tekur á móti gestum í Hátíðasal Háskólans sunnudaginn 18. júní kl. 4— 5, og er öllum heimilt að ganga á hans fund, er þess óska. Landsfundur kvenna í Reykjavfk verður seftur 19. júní. ÞANN 19. JÚNÍ verður lands- fundur kvenna settur í Reykjavík. Á fundinum mæta fulltrúar víðsvegar að af landinu. Landsfundurinn mun hafa skrif- stofu í Þingholtsstræti 18 og er hún opin daglega kl. 5—7. Þeir, sem fundinn ætla að sitja, eiga að láta innrita sig á skrifstofunni og vitja þangað aðgöngumiða sinna. Ríkisstjóri þakkaði sendiherr- anum og kvað sér ánægju að veita embættisskjölum hans við- töku. Hann fór einnig viðurkenn- ingarorðum um fyrrverandi sendi herra Bandaríkjanna, herra Le- land Morris, sem kvaddur hefir verið til arínars embættis, og kvað ríkisstjóri hann eiga marga góða vini á íslandi og væri hann sjálfur einn í þeirra hópi.“ „Mér er það sérstaklega mikil ánægja“, hélt ríkisstjóri; áfram, „að þér skulið einnig vera hing- að kominn sem sérstakur fullt'rúi hins virðulega forseta Bandaríkj- anna, til þess að vera staðg'engill hans við hátíðahöldin í tilefni af endurreisn'Jýðveldisins á íslandi. Sú sérstaka vinsemd, sem forset- inn hefir þannig sýnt oss á þess- um merku tímamótum, hefir •snert hjarta hvers einasta Islend- ings, og um leið verið íslending- um hin þýðingarmesta hvöt. Síðan 7. júlí 1941 hafa sam- göngur og sambúð milli íslend- inga og Bandaríkjamanna aukizt mjög mikið eins pg .kunnugt er. Því er mér það sérstok gleði, að m. é 7. HæsfðréHardémur kveðinn upp í gær á sykurfölsunannálinu Undirréitardémur siaöfestur, nema HvaS refsing Adeiphs Bergssonar er lækkuð. H ÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm í hinu kunna sykurseðlafölsunarmáli. Var dóm- ur undirréttar staðfestur að öllu leyti, nema hvað Adolph Bergs- son var sýknaður af einu ákæru- atriðinu og dregið úr refsingar- dómi hans. Niðurstöður og dómur Hæsta- réttar eru svohjóðandi: „Ár 1944, miðvikudaginn 14. júní, var í hæstarétti í málinu nr. 42/1944. Réttvísin og valdstjórn- in gegn Adolph Bergssyni Frið- jóni Bjarnasyni og Guðmiandi Ragnari Guðmundssyni, upp- kveðinn svohljóðandi dómur: Héraðsdómi hefur verið áfrýj- að að því er varðar ákærðu: Adolph Bergsson, Friðjón Bjarna son og Guðmund Ragnar Guð- mundsson. Það þykir viðurhlutamikið að telja sannað, að ákærði Adolph Bergsson hafi verið ^hlutdeildar- maður að stuldi ákærða Guð- mundar R. Guðmundssónar á skömmtunarseðlum. Ber því að sýkna ákærða Adolph af þessu ákæruatriði. Að öðru leyti eru brot ákærða, sem rétt er lýst í héraðsdómi, réttilega heimfærð þar til refsiákvæða. Þykir refs- ing ákærða Adolphs Bergssonar, hæfilega ákveðin 14 mánaða fangelsi. Með þessum breytingum þykir mega slaðfesta héraðs- dóminn, að því leyti sem honum er áfrýjað. Ákærði, Adolph Bergsson, greiði málflutningslaun skipaðs verjanda síns fyrir hæstarétti, kr. 1200.00. Ákærði Friðjón Bjarnason, greiði málflutnings- laun skipaðs verjanda síns fyrir hæstarétti kr. 1000.00. Ákærði, Guðmundur Ragnar Guðmunds- son, greiði málflutningslaun skip- aðs verjanda síns fyrir hæsta- rétti kr. 1000.00. Allur annar áfrýjunarkostnaður sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, kr. 14.00, greiðist af hinum á- kærða in solidum. Því dæmist rétt vera: Ákærði Adolph Bergsson sæti fangelsi 14 mánuði. Að öðru leyti á hinn áfrýjaði dómur að vera óraskaður. Ákærði Adolph Bergsson greiði málflutningslaun skipaðs verj- anda síns fyrir hæstarétti, Theó- dórs B. Líndals hæstaréttarlög- manns, kr. 1200.00. Ákærði Friðjón Bjarnason greiði málflutningslaun skipaðs verjanda síns fyrir hæstarétti, Egils Sigurgeirssonar hæstarétt- ,arlögmanns,'kr. 1000.00. Ákærði Guðmundur Ragnar Guðmundsson greiði málflutnings láun skipaðs verjánda síns fyrir Frh. á 7. MBu I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.