Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 8
ALÞYQUBLAÐSP Fimmtudagur 15. júní 1944. rss TiARNARBlðS: Undir döpn | (Edge ot Darkness) Stórfengleg mynd um bar-|| áttu norsku þjóðarinnar: ™ Errol Flynn Ann Sheridan Walter Huston Nancy Coleman Bönnuð börnum innan 16 árai Sýning kl. 4, 6,30 og 9 i Sala aðgöngum. hefst kl. 111 MMwwi>3B^agBaas!ag»aBgigi|qg^v^i NÝI TÍMINN KENNARINN: „Hver var Kristín drottning?“ María litla: „Greta Garbo.“ * * * FAÐIRINN (öskuvondur): „Ég skal kenna yður að biðla til hennar dóttur minnar, karl minn.“ Ungi maðurinn: „Það vildi ég að þér gerðuð það. Mér gengur ekki svo vel að koma henni til!“ * * — ÞOLINMÆÐI er sú list að vera vongóður. Vauvenargues. * * « TUMI er að tala við afa sinn, sem er sköllóttur: „Afi, hvernig ferðu að vita, hve langt þú þarft upp á höf- uðið, þegar þú ert að þvo þér í framan?“ * * * FJÓRTÁN ÁRA gömul stúlka í Þýzkalandi, hafði orðið harns- hafandi. Faðir hennar ávítaði hana harðlega fyrir þetta at- hæfi, en þegar hann loks þagn- aði, mælti stúlkan með miklum þjóðemis-jafnaðarmennskusvip: „Hvemig dirfist þú að tala í þessum tón við þýzka móður?“ * * * ÓVILJAVERK DÓMARINN: „Þér brutuð þessa skál með því að henda henni í höfuðið á konunni yðar.“ „Já, en ég gerði það óvilj- andi.“ „Nú, ætluðuð þér ekki að henda í höfuðið á henni?“ „Jú, en ég ætlaði ekki að brjóta skálina.“ „Þetta er stórborg“, sagði hann. ,,Þú hlýtur að fá atvinnu eftir nokkra daga. Allir fá eitt- hvað að gera.“ Það var talið sjálfsagt án þess að um það væri talað að Carrie ætti að fá sér vinnu og borga uppi'hald sitt. Hann var einhliða og sparsamur að eðlisfari og hafði nú í marga mánuði borgað vissa upphæð inn á tvær lóðir vestast í borginni. Takmark hans var að geta með tíð og tíma byggt þar hús. Meðan verið var að útbúa matinn fékk Carrie tima tií að skoða sig um í íbúðinni. Hún var nokkuð athugul og var í rík- um mæli gædd hæfileika, sem kemur í ljós hjá flestum konum — eðlishvöt. Hún fann hversu lamandi á- hrif það hafði að lifa við svona slæm kjör. Veggirnir voru þakt- ir smekklausu veggfóðri. Á gólf unum voru simiámottur og á ganginum var gamall, slitinn renningur. Húsgögnin höfðu verið tínd saman úr öllum átt- um, þau voru illa smíðuð og vafalaust keypt með afborgun. Hún sat í eldhúsinu hjá Minnu og hélt á barninu, þang- að til það byrjaði að gráta. Þá stóð hún upp og söng til að þagga niður í því, en það trufl- aði Hanson í lestrinum, svo að hann kom og tók það sjálfur. Nú kom í ljós skemmtileg hlið í lunderni hans. Hann var þol- inmóður. Það var auðséð, að hann hafði miklar mætur á af- kvæmi sínu. „Svona, svona“, sagði hann og gekk um gólf. „Ussu, ussu“, og nú kom greinilegur sænskur hreimur fram í rödd hans. „Þig langar auðvitað til að litast um í borginni“, sagði Minna, meðan þau voru að borða./„Þá getum við farið á sunnudaginn og skoðað Lincoln Park.“ Carrie tók eftir því, að Han- son sagði ekkert við þessu. Hann virtist vera að hugsa um allt annað. „Já“, sagði hún. „Það er bezt að ég leiti mér atvinnu á morg- un. Eg hef föstudag og laugar- dag fyrir mér, og ég vona, að það gangi vel. Hvar er annars verzlunarhverf ið ? ‘ ‘ Minna ætlaði að fara að lýsa því fyrir henni, en Hanson tók að sér þennan hluta af samræð- unum. „Það er í þessa átt“, sagði hann og benti í austur. „Þetta er austur. Síðan hélt hann þá lengstu ræðu, sem hann hafði haldið til þessa, um legu Chica- go'borgar. „Það er bezt fyrir þig að leíta fyrir þér í verksmiðj- unum við Franklin Street, hin- Ium megin við ána“, sagði hann að lokum. „Þar vinna margar ungar stúlkur. Þá væri lika stutt fyrir þig að fara á milli.“ Carrie kinkaði kolli og spurði systur sína um nágrennið. Hin síðaarnefnda talaði lágri röddu og sagði henni það litla, sem hún vissi um það, en Hanson annaðist barnið. Að lokum stökk hann á fætur og rétti konu sinni barnið. „Ég verð að fara snemma á fætur á morgnana, svo að það er bezt fyrir mig að fara að hátta“, síðan gekk hann út úr stofunni og inn í litla, dimma svefnherbergið hinum megin við ganginn. /,Iíann vinnur í sláturhúsun- um“, sagði Minna. „Hann verð- ur að fara á fætur klukkan hálf sex.“ „Hvenær þarft þú þá að fara á fætur til að útbúa morgun- matinn“, spurði Carrei. „Svona tuttugu mínútur yfir fimm.“ Þær hjálpuðust að því að ganga frá, Carrie þvoði diskana, en Minna háttaði barnið og kom því í rúmið. Framkoma Minnu bar vott um ástundun og iðju- semi og Carrie sá, að henni féll sjaldan verk úr hendi. Hún sá fram á, að 'hún varð að slíta kunningskapnum við Drouet. Hann gæti ekki komið hingað. Hún las út úr framkomu Hansons, niðurbældu látbragði Minnu og úr öllu andrúmsloft- inu þarna inni, ákveðna and- stöðu gegn öllu nema heiðarlegu striti. Ef Hanson sat á hverju kvöldi í setustofunni og las blöð- in, ef hann háttaði klukkan níu og Minna nokkru seinna, hvers væntu þau þá af henni? Hún sá það, að hún yrði fyrst af öllu að ná sér í atvinnu o" +— það, að hún gæti borgað, og þá fyrst var hugsanlegt, að hún eignaðist kunningja af einhverju tagi. Þetta litla daður hennar við Drouet virtist nú vera hrein fjarstæða. I „Nei“, sagði hún við sjálfa sig. f „Hingað getur hann ekki kom- f ið.“ Hún bað Minnu um ritföng, sem voru á arinhillunni í borð- stofunni, og þegar systir henn- ar var farin að hátta um tíu- leytið, niáði hún í nafnspjald Drouets og skrifaði honum. „Þér getið ekki heimsótt mig hingað. Þér verðið að bíða, þang að til að þér 'heyrið aftur fná mér. fbúð systur minnar er svo lítil.“ Hún velti fyrir sér, hvort hún ætti að skrifa eitthvað meira. Hún vildi gjarnan minnast á kunningsskap þeirra í lestinni, en hún var of feimin. Hún end- S NYJA BIO SS | SkemmlislaSur hermanna („Stage Door Canteen“) Sýnd klukkan 6,30 og 9. RfleS lögum skal land foyggfa Cowboysöngvamynd með 1 Tex Ritter ogBill Elliott p Börn fá ekkki aðgáng Lj Sýning kl. 5: 1 SS GAMLA Blð SS 1 SöitpafléS Susan Hayward John Carroll ásamt hljómsveitum Freddy Martins og Count Basie’s Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn Ey|a leysidar- dómanna Frances Bee Tom Conway. IBörn innan 12 ára fá ekki aðgang. | Sýnd kl. 5 Síðasta sinn ? ■A8Bil«B».im» JI u.KW. «imwwbi««wmí« aði með því að þakka honum fyrir nærgætni hans á klunna- legan hátt og var svo alveg í vandræðum yfir því, hvernig hún ætti að skrifa undir. Loks ákvað hún að skrifa „virðingar- fyllst“, en breytti því í „yðar einlæg“. Hún lokaði umslaginu og skrifaði utan á það, síðan fór hún inn í setustofuna, en þar var lokrekkjan, sem hún átti að sofa í. Hún dró eina ruggu-stól- inn í stofunni út að glugganum og sat þar þögul og undrandi og þorfði út í nóttina og niður á strætið. Lbks var hún orðin þreytt af hugsunum sínum og fór að dotta í stólnum. Þá stóð hún upp, náði í náttkjólinn sinn og háttaði. Þegar hþn vaknaði klukkan áttta mlorguninn eftir var Hanson farinn. Systir hennar var önn- um kafin við sauma í setustof- unni, sem var líka borðstofa. Þegar hún var búin að klæða BJÖRNim eftir HENRIK PONTOPPIDAN Þarna í sókninni var þó gömul kona, sem heita átti ráðs- kona á prestsetrinu. En séra Miiller hafði sagt henni stríð á hendur strax fyrsta daginn og hann kom í byggðina, og við það hafði ávallt Setið. Hann leyfði henni ekki einu sinni að íramreiða matinn handa sér og því síður að koma inn í stofu sína. Og hann varð meira en lítið gramur, þegar hann þótt- ist verða þess var einhverju sinni, að hún njósnaði um hann. Hén var svo sem öllum öðrum kvenmönnum lík. Þegar hann dag nokkurn — í sínu bezta vetrarskapi — kominn í stofu sína, nam hann að vanda staðar á þrepskild- inum til þess að sannfærast um, að ekki hefði verið snert við neinu og allt væri með kyrrum kjörum frá því, að hann fór út. Þegar hann hafði gengið úr skugga um, að ekkert grunsamlegt var á seiði, fékk hann sér í nefið og tók því næst til við að framreiða sjálfur málsverð handa sér. Hann lét Skálina með kálleifunum og súpunni inn í ofninn og néri á- nægju'lega saman hendurnar, þegar súpan tók að hitna og sæta matarlyktina lagði út úr ofninum. Al'lt í einu datt honum nokkuð í hug. Hann gekk að hengiskáp, sem komið hafði verið fyrir á veggnum úti í einu horninu. Hánn opnaði hann með kímilegt bros á vörum og tók út úr 'honum flösku, sem hann hellti í glasið. Því næst barði hann í loftið með einhverju, sem líktist helzt tönn úr náhveli, er hann geymdi bák við legubekkinn, og lét sig því eOT THENA, 6C0RCH/ I'LL SWITCH VOU IM/ ,-ea.wc MEANWHILE, BAOC WITH 5CORCHY... THANK5,HAMK/ 5AMMY, ESTABLISH CONTACT WITH THE FIELD...FIND OUT WHAT C00K5/ WE RE NOW 725 MILES FROMTOWN M ...SHOULD BETHERE IN FORTY-FIVE MINUTES/ sÆ ... RAT-TAT-TAT,. .VERDAMMTE AMERIIfANERS... RAT-TAT... STAY AWAY FROM FIELD.,, RAT-TAT-TAT- CAUÚHTYOU FLAT-FOOTED,YANJKS, JA/ , BEIN6 ATTACKED... tfTÁY Amy/ OHHH.. í FLUGVÉL AiRNÁR: „Örn: „Við erum. niú 225 míliur frá biorginni M. — Við ættum að ná þangað eftir 40—45 xmnútur. Amerákanamir. Burt með ykk- ur! Rat—tat—tat. Við gríp- um ykkur glóðvolga, burtu með ykkur æ — óh!“ Állt í 'lagi, Hank. Siammý. S'ettu þig í samlband við fluig- völlinn. SAMMY! ,/Þetta er B. 25569. Ég skipti! „Ég .hef niáð sam- bandi við þá. Taktu sambandið! OG ÖRN HEYRIR í tækinu: ,yRat—tat—tat—tat— Bölvaðir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.