Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 6
 Eimmtudagur 15. júm 1944. Brynleifur Tobíasson tók saman Bókin, sem allir hafa beðið eftir með óþreyju árum sam- an, er nýkomin út. Á rúmlega 800 þétt prentuðum blaðsíðum eru stu'tt ævi- ágrip 3740 ÍsSencSieiga í einu vetfangi getið þér fengið að vita glögg deili á þessum mönnum, „sem gert hafa garðinn frægan“ á 40 fyrstu árum heimastjórnarinnar og ýmsum þaðan af eldri. Þér fáið að vita fæðingardaga þeirra og ár, hvar þeir eru fæddir, hverra manna, lífsstöðu, trúnaðarstörf, framkvæmdir, lær- dómsframa þeirra og heiðursmerki, ritstörf, stofnun og starf- rækslu margra fyrirtækja, og enn fáið þér að vita um konur þeirra, hverra manna þær eru o. s. frv. Þetta er ómissandi bók fyrir alla þá, sem vilja átta sig á samtíð, sinni og fortíð. Hver er maðurinn? er bókin, sem allir góðir íslendingar vilja eignast á hinum miklu núverandi tímamótum í sögu vorri. Bókin er afgréidd til áskrifenda í Lækjargötu 6 A. QamaBíelsson Harmsaian frá Versölum Frh. af 5. síöoi. Bretlands né gáífiu tilefni til þess að ætla, að stórveldi myndi skapast, sem réði lögum og lof- um í Norðurálfu. * CLEMENCEAU var það fyrir öllu að tryggja öryggi Frakklands sém bezt. Lloyd George lagði alla áherzlu á það að skapa „jafnvægi valdsíns“ og efla brezka heimsveldið. En draumur Wilsons var hins veg- ar sá að koma á varanlegum friði í heiminum. Á þessum timum hatursins, baráttunnar og dauðans skyld- um við ekki draga dár að þess- um draumi Wilsons. Heimurinn þjáist nú ekki vegna þess, að takmark Wilsons hafi eigi verið hið rétta heldur vegna hins, að honum auðnaðist ekki að ná því takmarki sínu. Wilson hafði sína galla eins og allir dauðlegir menn. Hann hafði á hraðbergi orð, sem hittu viðkvæma strengi í hjörtum manna. En honum hætti til þess að leggja of mikla áherzlu á orð- in en of litla áherzlu á verkin. Honum sást yfir það að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að niá markmiðum sínum. Hann gerði sér vonir um það, að stjórnmálamenn Norðurálfu myndu hrífast svo mjög af mark miðum sinum og fyrirætlunum, að unnt reyndist að koma á var- anlegum friði. Hið fyrsta tilvalda tækifæri, er honum bauðst til þess að losna við leynisamninga og tryggja það, að bandamenn kæmu á réttlátum friði, gafst skömmu eftir að Bandaríkin gerðust stríðsaðili, þégar Bal- four utanríkisráðherra Bret- lands heimsótti Bandaríkin. Það er ekki hægt að vanmeta mikil- vægi þessa tækifæris, vegna þess að BaHour var til þess knú- inn að skýra Wilson frá því, að aðstaða bandamanna væri hin ógnlegasta og ráð þeirra væri allt undir því komið, að þeim yrðu sendir hermenn, skotfæri og matvæli frá Bandaríkjunum. Wilson hagnýtti sér ekki þetta tækifæri. Hann krafðist þess ekki, að leynisamningar yrðu numdir úr gildi. Hann krafðist þess ekki einu sinni að sjá þá. Einn þessara leynisamninga var samningur milli Japana og Breta, er ákvað, að Kyrrahafs- eyjarnar sunnan miðbaugs, sem verið höfðu eign Þjóðverja, skyldu koma í hlut Breta, en þær, isem voru norðan mið- foaugs, hins vegar í 'hlut Japana. Nú hafa bandamenn sannfærzt um það, hversu ill þessi ráð- stöfun var, því að um þessar mundir eiga Bandaríkjamenn í blóðugum og eftirminnilegum orrustum við Japana á þessum slóðum. Wilspn fouðust miörg önnur á- þekk tækifæri næstu seytján mánuði. Bandamenn héldu á- fram að treysta á Bandaríkin allt til þess, er hrun Þýzkalands bar að höndum í októbermán- uði árið 1918. Allan þennan tíma átti Wilson þess auðveldan kost áð þrömgva bandamönnum til þess að samþykkja þá friðar- samninga, sem hann hefði vilj- að. En hann gerði enga tilraun til þessa. Hann gerði grein fyr- ir stríðsviðhorfum Bandaríkj- anna í hinni fjórtán punkta ræðu sinni og fjölmörgum öðr- um ávörpum og tilkynningum. En hann gerði enga tilraun til þess að tryggja. fylgi banda- manna við þessar tillögur sín- ar fyrr en hrun þýzka hersins var fyrir hendi. Sömu sögu var að segja um það, að hann vanrækti að tryggja- fylgi öldungadeildar- innar við friðarskilmála sína. Hann hvatti þjóð sina til þess að fylkja sér örugglega um demókrataflokkinn við kosn- ingarnar í nóvembermánuði ár- ið 1918, en eigi að síður urðu repúblikar í meirihluta bæði í fulltrúadeildinni og öldunga- deildinni .Mikill hópur repúblika, og meðal þeirra voru Taft fyrrverandi forseti og Elihu Root fyrrverandi utanríkisráð- herra, lýsti sig samþykkan hug- ’mynd Wilsons um stofnun bandalags, er tryggja skyldi varðveizlu friðarins, en kváðust þó skyldu vinna að því að öld- ungadeildin staðfesti friðarskil málanna, ef Wilson féllist á það, að tveir af áhrifamönnum republikaflokksins yrðu meðal fulltrúa Bandaríkjanna á frið- arráðstefnunni. En Wilson vís- aði þessari málaleitun þeirra á bug. Hinn fjórða dag desembér- mánaðar árið 1918 tókst Wilson för á hendur til Norðurálfu með sikipinu’ George Washington þótt hann ætti leynisamningana og repúblikameirihlutann yfir höfði sér. Hann var sannfærður um það, að sér myndi takast að færa heiminum þann frið, sem hann hafði heitið. Hinar stórfenglegu móttökur, ’ sem hann átti að fagna í París, Lundúnum og á Ítalíu — þar sem bændurnir létu kertaljós loga við mynd hans — styrktu hann í þeirri trú, að sér myndi auðnast að standa við fyrirheit sitt vegna áhrifamáttar síns og orðsnilldar. En raunar fór því i fjsrri, að hann væri andlegur leiðtogi mannkynsins. Þó var hann sannfærður um það, að þjóðir Norðurálfu myndu rísa UPP °S f.ylgja sér jafnvel gegn ríkisstjórnum þeirra. Enn hafði ekki náðst sam- komulag um dagskrá friðarráð- stefnunnar. Clemenceau hafði lagt til, að fvrst yrði gengið frá frjjðarskilmálunum en því næst skyldi stofnun þjóðabandalags- ins tekin ífyrir. Wilson taldi hins ægar, að þjóðabandalagið skyldi stofnað áður en friðarskilmál- arnir yrðu teknir til umræðu. Wilson fékk sitt mál fram. , Hvorki Clemenceau né Lloyd George áttu sæti í nefndinni, er semja skyldi lög þjóðabanda- lagsins, en hins vegar átti Wil- son sæti í henni. Hann vann mikið og gott starf í nefndinni, Hann hafði lítinn tíma til þess að láta þau atriði, er vörðuðu hermál, fjármál og nýlendumál til sín taka iá ráðstefnunni. En hinn 24. janúar var spurningin um , ,verndarríkin“ tekin fyrir í tíu manna ráðinu. Bretar lýstu því yfir, að það kæmi ekki til nokkurra mála, að Þjóðverjar héldu nokkrum nýlendum sín- um. Þetta var vissulega mikil- væg stund, því að hér var eigi aðeins um það að ræða að á- kveða örlög margra þjóða held- ur og það, hvort Þýzkalandi ' skyldu settir þeir skilniálar, sem Wilson hafði heitið eða ekki. Wilson hafði skorinort lýst andstöðu sinni á innlimum ný- lendna. Það hafði hann gert í fimmta punkti hinna fjórtán punkta sinna, sem Bretar og aðr ir bandamenn höfðu samþykkt sem grundvöll hins verðandi friðar. Eigi að saður féllst Wilson á þá kröfu Lloyd George, að Þýzkaland skyldi svipt öllum nýlendum sínum. Honum hafði verið talin trú um það, að Þýzkaland verðskuldaði ekki nýlendur. Þar með steig hann fyrsta skrefið af mörgum til þess að gera Þjóðverjum örðugt að viðurkenna Yersalafriðinn sem gerving hinna fjórtán punkta né tilboðsins um réttlátan frið. * Niðurl. á morgun. Frh. af 4. síðu. ingu forsetans mikla, Yestfirð- ingsins, ísfirðingsins, sem hafði ekki síður forgöngu um mennta mál og atvinnumál heldur en stj ór narskrármálið. “ Opmber st@rf ©g f rans kvæmálr í ^ívistssea- mllnm. — En þegar þú varst að minn ast á annir þínir áðan, þá minnt ist þú ekkert á opinber mál. „Ónei — þetta hafa nú bara verið íhlaup.“ — En gegnir þó nokkrum trúnaðarstörfum ? „Ja, mér hafði nú rétt að segja ekki dottið i hug, að svo færi sem farið hefur um það.“ — Hverjum? „Ég hefi verið í bæjarstjórn síðan 1934 og forseti hennar og þar með formaður hafnarnefnd- ar. í skólanefnd var ég kosinn 1929 og hefi verið for- maður hennar síðan 1931, en sama skólanefndin er fyrir báða skólana, Barnaskólann og Gagn- fræðaskó!ann.“ — Og svo atvinnumálin? „Ég skipti mér eiginlega ekk- ert af þeim — en ég drógst ein- hvern veginn inn í þetta, þegar Vilmundur var farinn og Finn- ur fór að vera á þingi og ger- ast forustumaður sjávarútvegs- ins yfirleitt á marga lund — bæði sem þingmaður og sem fulltrúi í stjórn Síldarverk- smiðju ríkisins og síldarútvegs- nefnd. Við Hannibal höfum unnið mikið saman ásamt fleir- um þarna vestra, til að byrja með Jóni H. Sigmundssyni og Eiríki Einarssyni, en síðar Katli Guðmundssyni kaupfélagsstj., Grími Kristgeirssyni, Halldóri Ólafssyni — gömlum en síbjart sýnum Alþýðuflokksmanni, Stefáni Stefánssyni, sem aldrei hefir viljað taka sæti í bæjar- stjórn, en verið oft og tíðum eins konar samvizka flokksins vestra, og svo hinum yngri mönnum, Birgi Finnssyni, Sverri Guðmundssyni og Ragn- ari Guðjónssyni — að ógleymd- um Helga Hannessyni, dreng- skaparmanni og dugnaðar um öll almenn mál, en þið hafið nú hrifsað hingað suður. Þá mætti nefna fjölda annarra manna.“ -— Ertu ekki formaður kaup- félagsins? „Jú, síðan 1936 — að mig minnir — og það hefir blómg- ast og fært út kváarnar, starf- ar nú í fjölda mörgum deildum, og er starfað þar án tillits til stétta eða flokkaskiptingar. Get ég sagt það, að í þessu félagi, sem hefir deildir í Súðavík, Bol- ungávrk, Siléttulhreppi, Grunda- víkurhreppi, N a uteyrarhreppi og útbú í Súðavík og Bolunga- vík, hraðfrystihús í Súðavík, sláturhús í Vatnsfirði og á Am- gerðareyri og fisktökuhús í Að- alvík, almenna verzlun á ísa- firði, mjólkurstöð, timburverzl- un, kolaverzlun, fiskverkunar- stöð og frystihús — hefir aldrei komið til átaka um sérmál stétta eða flokka, enda er kaup- félagsstjórinn óvenjulega traust ur og gáfaður samvizkusamur maður.“ — Atvinnufyrirtæki? „Jú, ýg hefi staffað öðru hverju í Samvinnufélagi ísfirð- inga — en starfið hvílir þar þó einkum á öðrum, en í útgerðar- félaginu Nirði, hefi ég verið for- maður frá því að það var stofn- að 1938 og á það nú sex báta.“ — Og þið viljið kaupa ný skip. „Já, við höfum í Samvinnu- félaginu og Nirði pantað 4 sjötíu og fimm smálesta vélskip frá Svíþjóð.“ — En niðursuðuverksmiði- an? ' . „Jú, ég er svona að nafninu til formaður stjórnarinnar þar. Við höfum unnið töluvert — ekki sizt síðan í haust — haft rúmlega 30 karla og konur í alveg fastri tímavinnu . . . En það er ekki til að vera að tala um svona.“ — En atvinnumálín yfirleitt? „Jú, við erum töluvert hugs- andi á því sviði og ætlum okkur sitthvað — Alþýðuflokkurinn og vonandi margir aðrir. Mín afstaða er þetta: Það er alveg prýðilegt að sem flestir einstak- lingar efni til skynsamlegra framleiðslufyrirtækja — og einkum þeirra sem afla fiskjar og vinna úr honum. Það er okk- ar framtíð. Og öllum þeim, sem starfa á þeim grundvelli vil ég að hlynt sé að, en hins vegar þess gætt, að gróði renni ekki til annarra óskyldra qg stund- um óþarfra hluta.“ — En menntamál og bók- menntir almennt? „Já, um menntamál, bók- menntir og stjórnmál almennt þyrftum við kannske að hafa sérstakt viðtal. Nú eru allir að hugsa um hátíðahöld og mér virðist vera að koma fram hjá fólki hátíða- og lýðveldishrifn- ing. Þetta er gott. E;n bara fólk láti nú ekki þar við sitja. Bara það hugsi nú um það, að blá- kaldur veruleikinn gefur ein- ungis þeim leýfi til að heillast og hrífast, sem dá hugsjónir, og leggja sig fram um að gera þær að veruleika. Þetta vissi og skildi enginn betur en Jón for- seti Sigurðsson. — Og ekkert þá meira núna? Jú, flugmálin skrifaði ég um nýlega — en þau tel ég einna merkust alls í augnablik- inu fyrir okkur Vestfirðinga — auðvitað að undanteknum þeim atiburðum, sem gerast 17. júní. En næst skrifa ég í Alþýðublað- ið um Richard Beck prófessor, afrek hans í þágu íslenzks þjóð- ernis vestan hafs og mikilvægi starfs slíkra manna fyrir okkur í framtíðinni.“ V S V Messur. Athygli skal vakin é því, að sunnudaginn 18. júní verður mess- að í Hallgríms- og Laugarnes- prestakalli kl. 8 árdegis. Elallgrímsprestakall. Morgunmessa fer fram n.k. sunnudag 18. júní í Austurbæjar- skólanum kl. 8 árdegis. Séra Jakob Jónsson prédikar, en séra Sigur- björn Einarsson þjónar fyrir altari. Slrififdur bæprins og aöra bælarstofoaoa verSa lokaðar frá kS. S2 á hádegi föstu- dagirnn 16. þ. m. Borgarstjórinn í Reykjavi. Sjötíu og fimm ára er í dag, Ólafur Jöhannson, Ránargötu 7 A. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.