Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 7
Fimmíudagur 15. .jimi 1*44. iBœrinn í áag.í -símuivO v:v' ,<.«d .xivsgnu Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur , annast Bifröst, sími 1503. ÚTVAKPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar): a) Franskur forleikur eftir Kéler-Bela. b) Draumur erig ilsins eftir Rubinstein. c) Vals eftir Popy. d) Toreador et Andalouse eftir Rubin- stein. e) Mars eftir Urbach. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thor- steinson). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Ýmsar upplýsingar vegna þjóðhátíðarinnar (Guðlaug- ur Rósinkrans yfirkennari). 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Nýi Bandaríkjasendi- herrann hjá ríkis- stjóra. Frh. af 2. síðu. tjá yður ánægju Islendinga með þessa auknu og gagnkvæmu jaekkingu beggja þjóða. Vér höf- um lært að meta skilning hinnar miklu Bandaríkjaþjóðar á okkar fámennu þjóð og högum hennar, sem hefir komið fram jafnt frá stjórnarvöldum Bandaríkjanna og fulltrúum þeirra hér og frá her- liði Bandaríkjanna, því, er dval- izt hefir hér samkvæmt samning- um, nú í nærfellt 3 ár. Ég hygg, að ekki sé ofmælt, að hér sé um fyrirmynd að ræða, fyrirmynd, sem á rætur sínar m. a. í fölskva- lausri frelsisást Bandaríkjaþjóðar- innar, sem er sama eðlis sem frelsisást vor íslendinga. Ég þakka yður innilega fyrir þá sérstöku kveðju, sem þér fluttuð mér frá forseta Bandaríkjanna, og óskir þær, er henni fylgdu, mér og íslandi til handa. Ég bið yður að tjá hæstvirtum forsetanum, að mér hafi þótt mjög vænt um kveðju þessa eins og alla þá vin- semd, sem hann hefir sýnt ís- lenzku þjóðinni og mér, nú og áður. Mér þætti mjög vænt um, ef þér vilduð færa hæstvirtum for- setanum hjartanlegustu óskir mínar um gæfu og gengi honum til handa og Bandaríkjaþjóðinni.“ SyfcHrseðlamálið. Frh. af 2. síðu. hæstaértti, Sigurðar Ólasonar hæstaréttarlögmanns, kr. 1000.00. Alllur annar áfrýjunarkostnað- ur sakarinnar, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs sækjanda í hæstarétti, Ragnars' Ólafssonar, cand. juris, greiðist af hinum á- kærða in solidum. Dóminum ber að fullnægja með aðför að Iögum.“ Frh. af 2. síðu ir fimleikaúrvalsflokkar, karla og kvenna, og fimleikahópsýning, karla. Var þetta samþykkt. Og liggur nú Þingvallar-dagsskráin fyrir þannig, að íþróttaþáttur há- tíðahaldanna verður nú sem hér segir: Klukkan 5,25 hefst fimleika- hópsýning, karla, undir stjóm Vignis Andréssonar. Fimleika- mennirnir verða 160 að tölu, auk 11 fánabera í fararbroddi, sem mynda eins konar fánaborg. Ganga þeir fylktu liði inn á sýn- ingarpallinn, frá tjaldbúðunum, og heilsa með fánanum. Fimleika sýningin byrjar, og standa fim- leikamennirnir í tuttugu röðum, og snúa að Fangbrekku. Fim- leikasýningin stendur yfir í 15 mínútur. Samæfingar fimleika- mannanna hafa að undanförnu verið í Austur-Bæjarskólaport- inu, vegna þess, að ekkert fim- leikahús er svo stórt, að það rúmi allan þennan fjölda. Elsti þátttakandinn í fimleikasýning- unni er 43 ára, en sá yngsti 14 ára. Klukkan 6 hefst Islandsglíman. Keppendur verða tólf. Fyrri hluti kappglímunnar var í gærkvöld hér í Rvík; vegna þess, að eigi er hægt að ætla Íslandsglímunni meiri tíma á Þingvöllum en V2 klukkustund. Gert er ráð fyrir að hver keppandi eigi eftir að glíma 2 til 3 glímur á Þingvelli. Sérstök glímuskrá verður prent- uð fyrir Þingvallarglímuna, svo að allir geti séð hvernig fyrri hlutinn hefir farið (vinningar hvers glímumanns). Tvær 3ja manna dómnéfndir, hafa verið skiþaðar (falldómarar og fegurð- ardómarar); en stjómandi Is- landsglímunnar er Jón Þorsteins- son, íþróttakennari. Ríkisstjórnin hefir ákveðið, að gefa vandaðan silfurbikar, sigur- vegaranum, en auk þess fær hann Glímubelti í. S. í. og sæmd- arheitið: Glímukappi íslands. Fyrsta Íslandsglíman fór fram norður á Akureyri árið 1906, og var háð þar fjögur árin næstu eða til 1909; en síðan hefir hún verið háð hér í höfuðstaðnum, nema fyrri heimsstyrjaldarárin. Á Alþingishátíðinni 1930, var ís- landsglíman háð á Þingvelli, og svo nú 17. júní n.k. Silfur- skildirnir á Glímubeltinu skýra frá því, hver hefir hlotið það og sæmdarheitið: Glímukappi ís- lands. Fyrsta Þingvallarglíman var háð þjóðhátíðarárið 1874. Næsta Þing vallarglíma er háð 1907; þriðja Þingvallarglíman fer fram 1921 og fjórða glíman á Alþingishátíð- inni, eins og áður er sagt. Er því þessi Íslandsglíma, fimmta Þing- vallarglíman. Og hafa þær allar þótt merkilegar, þótt eigi væru þeir nema tveir, sem glímdu árið 1874. Vér gerum ráð fyrir, að hljóðnemi verði á eða við sýn- ingarpallinn, svo að allir geti heyrt hvernig glímukapparnir standa sig. Enda mun öllu verða víðvarpar (útvarpað), sem fram fer á Þingvelli, svo að allir landsmenn geti fylgzt sem bezt með, hvar sem þeir eru staddir á íslandi, þennan sögulega há- tíðardag þjóðarinnar. Klukkan 6,45 gengur inn á sýn- ingarpallinn úrvals-fimleikaflokk- ur kvenna, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, og sýnir listir sínar í 15 mínútur. Eftir að fánaberi þeirra, sem er kvenmaður (allir aðrir fánaberar flokkanna eru karlmenn) hefir heilsað, byrjar fimleikasýningin. Fyrst staðæf- ingar, en síðan haldæfingar á hárri slá. Eru það svipmiklar æf- ingar og tilkomumiklar ef vel takast. En til þess þarf veður að vera ' gott, sem við allir vorium að verði þennan hátíðardag. Stúlkurnar verða 24 sem sýna, og eru þær úr Glímufélaginu Ár- mann og íþróttafél. Rvíkur. Gömlum og góðum íþróttafélög- um. Klukkan 9 um kvöldið hefst svo fimleikasýning karla, úrvals- flokkur, 18 fimleikamenn. Fim- leikamennirnir eru úr Ármanni, Í.R. og K.R., þessum góðkunnu félögum, sem svo oft hafa skemmt höfuðstaðarbúum með íþróttum sínum. Eítir að fánaberi flokks- ins hefir heilsað, byrja staðæf- ingar, en síðan áhaldaæfingar á Jiestum, kistu og fimleikadýnu, er þeir sýna alls konar fimleika- , stökk, sem áhorfendur munu hafa mikið gaman af. Stjórnandi flokksins er Davíð Sigurðsson, fimleikakennari, og er sýningar- tími flokksins 15 mínútur eins og hinna fimleikaflokkanna. Er flokkurinn hefir lokið sýningu sinni, kveður fánaberinn, og fim- leikamennirnir og halda til tjald- búða sinna. Þar með er lokið íþróttasýningum dagsins. Gert er ráð fyrir, að fimleika- mennirnir og glímukapparnir fari austur á Þingvöll þann 16. júní, og búi í tjöldum um nóttina; fim- leikastúlkurnar fara austur um morguninn, 17. júní. Þjóðhátíðarnfendin, og þá sér- stakléga formaður hennar, dr. Alexander Jóhannesson, próf- essor, hefir verið mjög' samvinnu- þýð, og hefir þó verið í mörg horn að hta fyrir nefndina, sem hefir haft svo skamman tíma til stefnu. Leikvangur og sundlaug. Það er eitt af áhugamálum okkar I. S. í.-manna, að byggður verði leikvangur á Þingvelli, undan Fangbrekku. Við viljum ekki láta raska neinu, aðeins slétta vellina og láta búa til venjulega hring-hlaupabraut um sjálfan leikvöllinn. Skammt frá sjálfum . leikvanginum, er ákjósanlegur staður fyrir sundlaug'. Hefir stjórn í. S. í. þegar valið staðinn í samráði við íþróttafulltrúa rík- isins. Þingvallanefndin er þessu vinveitt. En þegar við hittumst á Þingvelli, skal ég sýna ykkur staðinn. Á Þingvelli á íþróttaæska landsins að hittast, a. m. k. á fimm ára fresti, og „treysta sín heit“, að fornum sið. Og bezt .treysti ég hinni þjóðlegu íþrótta- hreyfingu til þess, undir forystu I. S. í.“ Er þýzfca SieraaSar- vélln ai bllal Frh. af 3. síðu. þess að“ styrkja varnir sínar á Ermarsundsströndum. Þjóðverjar þurfa nú að berj- ast á þrem vígstöðvum og þeir þurfa því að halda á spöðunum. EN EINN HLUTUR er senni- legastur: Því mun fara fjarri, að Þjóðverjar séu komnir á heljarþrömina, að ástandið í Þýzkalandi sé eitthvað svipað og seint á j hausti 1918. Meginátökin eru eftir og næstu dagar eða vik- ur múnu ráða úrslitunum. Sundtaugarnar verða lekaðar frá kl. I® f. h. á fösfudag til mánudagsmorguns næstkomandi. G L U R um akstur einkahifreiða mílli Reykja- víkur og Þingvalla 16.-18. júní 1944 I. IVIosfellsheiðarvegir: 1. Leiðin, sem ekið er 16. júní allan daginn og 17. júní til kl. 16. A. Til Þingvalla nýja Þingvallaveginn. B. Frá Þingvöllum gamla Þingvallaveginn. Leiðin, sem ekið er 17. júní frá kl. 16 og 18. júní v,, állan daginn. A. Frá Þingvöllum nýja Þingvallaveginn. B. Til Þingvalla gamla Þingvallaveginn. 2. Tímatakmarkanir á framangreindum leiðum: ý'l. A. Frá Reykjavík mega einkabílar ekki fara þann :ú 17. júní frá kl. 7 til 8,30 árdegis og ekki eftir kl. 10 árdegis. B. Frá Þingvöllum mega einkabílar ekki fara þann 17. júní frá kl. 8,30 um morguninn fram til kl 20,15 um kvöldið og ekki frá kí. 21.30 til kl. 22,30. 81. Hellisheiði og Sogsvegur. Aka má fram og aftur óhindrað nema. Frá Þingvöllum frá kl. 12,30 til 15.30 þann 17. júní og frá kl. 16,30 til kl. 20,15 sama dag. III. Stæði fyrir einkabíla. Einkabílar fá stæði á Leirunum og er óheimilt að geyma einkabíla annarsstaðar á Þingvöllum þann 17. júní. IV. Almannagjá er lokuð fyrir umferð einkabíla frá kl. 12.30 til kl. 20.15 þann 17. júní t I i V@fia þjóðhátfðarinnar falla niður ferðir á leiðunum: Lækjartorg — Njálsgata, Gunnarsbraut Lækjartorg — Sólvellir, sem hér segir: Föstudaginn 16. júní frá kl. 15. Laugardaginn 17. júní allan daginn Sunnudaginn 18. júní allan daginn Enn fremur verður akstri á öllum leiðum félags ins hætt laugardaginn 17. júní frá kl. 11—20. Ath. Laugardaginn 17. júní fara engir vagnar kl. 11 eða síðar frá Lækjartorgi. Siræiisvagnar Reykjavíkur hf. 17 Lokað allan daginn. HressiBigarskáliim og Höll %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.