Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.06.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júní 1944. 5 Reykjavík í hátíðaskrúða. — Hvenær verða byrgin tætt í sundur? — Okkur vantar vélar! — Fjós í Miðbænum. Starf þjóðhátíðarnefndar. AÐ ER verið að tala um að Reykjavík klæðist hátíða- skrúða um næstu helgi. Helst er mælst til þess að húseigendur í Miðbænum og þá fyrst og fremst kaupmenn skrýði verzlanir sínar og glugga þeirra á föstudag, en þann dag á að loka verzlunum kl. 12 á liádegi. Að sjálfsögðu er svo ætlast til að fánar blakti á stöng um allan bæ, og að þeir sem eiga litla fána, hafi þá út um glugga sína. ÁKVEÐIÐ ER að skrýða Mennta skólann og gera má ráð fyrir að myndastyttur verði og skrýddar. En hvernig væri að rífa niður sand- pokabyrgið við Bankastræti? Ég hdf fyrir löngu mælst til þess að yrði gert og fjölda margir-bréfrit- arar mínir taka undir það. Hins vegar skal ég játa að ég býst ekki við að jörðin undir því sé orðin neitt sérlega falleg. Þó hygg ég að hún sé fallegri en þetta kolmó- rauða byrgi. ÞÁ ER ÞAÐ og athugandi sem B. K. segir í bréfi ti lmín, að skemmtilegast hefði verið að hægt væri að nema burtu sem mest af því, hér innan bæjar, sem minnir á styrjöldina og hernaðarmannvirki hér. Þetta mun þó ekki vera hægt svo nokkru nemi, en það sem við höfum byggt sjálfir, eins og til dmis þessi byrgi megum við og getum numið burtu. REYKJAVÍK hefir tekið miklum stakkaskiptum undanfarnar vikur og minnir nú aftur á það sem var hér fyrir stríðið og áður en göturn- ar voru sundurgrafnar vegna hi-ta- veitunnar. Bæjarverkfræðingur leggur nú mikla áherzlu á að laga göturnar og finnur maður nýjan anda í þeim framkvæmdum. Arn- arhól er mikið verið að laga og vonandi verður honum nú ekki umturnað oftar, en næstum á hverju ári undánfarið hefir út- liti hans verið breytt. UM ÞESSAR mundir vinna menn í vaktaskiptum við sorphreinsun- ina og mun svo verða fram yfir júlímánuð. Margir stúdentar vinna þessi störf, meðal annars á næt- urna, ásamt verkamönnum. Sorp- hreinsunin hefir aukist mikið, enda var á því brýn þörf, vegna þess að eftir að hitaveitan kom óx sorpið svo mjög, en betur má ef duga skal og ný tæki Iþurfa að koma bæði við húsin og eins til að eyða sorpinu. ÞEGAR ÉG minnist á tækin, dettur mér í hug, hversu mjiög okk- ur vantar tæki og vélar til ýmissa hluta. Á undanförnum árum höf- um við eignast ýms tæki og eigum við fyrst og fremst að þakka það Bandaríkjamönnum. Setuliðið hef-' ir komið með margvísleg tæki til að nota við framkvæmdir sínar og við höfum lært að meta þau. Síðan höfum við útvegað okkur þau frá Bandaríkjunum. En mjög vantar á að við höfum næg tæki. ÞAÐ ER HÖRMULEGT að sjá verkamenn hamast með haka og skóflu í marga daga á einu götu- horni, þegar maður hefir séð að sömu vinnu er hægt að ljúka á fáum klukkstundum með mikil- virkum vélum. Verkamenn eru oft hræddir við vélarnar, óttast að þær taki fá þeim atvinnuna. Þannig á skipulagið að sjálfsögðu ekki að vera. Ef vélarnar afkasta verkinu undir stjórn mannsis, þá á það að verða til þess að honum líði -bet- u.r. Enginn getur því verið á móti vélunum þess vegna. AF TILEFNI bréfs, sem ég hef fengið um fj-ós skammt frá Mið- bænum og spásserandi skítugar kýr á Grettisgötu, Frakkastíg og fleiri götum þar í grend, skal ég taka það fram, að mér er sagt, að fjósið verði lagt niður innan skamms og kýrnaar flutar á annan betri stað. OG AF GEFNU TILEFNI bréfs frá Sig. Sig. um undirbúning hátíðahaldanna og þjóðhátíðar- nefndina vil ég segja þetta: Nefnd- in hefir erfitt hlutverk að vinna og hún tók of seint til starfa. Vel má vera að betra hefði verið að fá sömu menn til að annast skipu- lagningu hátíðahaldanna nú sem störfðuðu að því 1930. Ekki mun þó hafa verið hægt að fá þá alla. Björn Ólafsson var iþá bifreiðagene ral en nú er hann allt annað. Hannes á horninu. Frá Sumardvalarnefnd Þau börn, sem dvelja eiga á heimilum nefndarinnar í sumar, mæti við Miðbæjarbarnaskólann, til brottfarar, eins og hér segir: Þriðjud. 20. júní kl. 9: Börnin að Brautarholti Sama dag — 14: Börnin að Silungapolli Miðvikud. 21. júní — 9: Börnin að Reykholti Sama dag — 14: Börnin að Menntaskólaselinu Fimmtud. 23. júní — 9: Börnin að Staðarfelli Sama dag — 9: Börnin að Sælingsdalslaug Sama dag — 8:Börnin að Löngumýri Nauðsynlegt er að farangri barna að Reykholti, Staðar- felli og Sælingsdalslaug, sé skilað að Miðbáejarbarnaskólan- um kl. 14 degi áður en börnin fara. Sumardvalarnefnd. I Knox borinn til grafar. Mynd þessi var tekin, er kistu Franks Knox flotamálaráðherra Bandaríkjanna, var ekið á fallbyssuvagni, sem hvítum hestum var beitt fyrir, framhjá minnismerki Abrahams Lincolns. Jarðneskum leifum flotamálaráðherrans var búinn hinzti hvílustaður í Arling- tonkirkjugaroinum í Washington. Knox léxt hinn 28. apríl s. 1. an frá Versölmn. Harmsa| VERSALASAMNINGURINN, sem gerður var í lok heims- styrjaldarinniar fyrri, ákvað vopnahló — ékki frið. Gætum við ekki lært eitt- hvað af mistökum þeirra, sem gerðu friðarsamninginn í Ver- sölum, til þess að komið verði á varanlegum friði að ráðnum úr- slitum hildarleiks þess, sem nú er háður? Óneitanlega virtust miklar líkur á því, að unnt reyndist að koma á varanlegum friði á Par- ísarfundinum. Viðhorfin voru hin hagfelldustu til þess. Þýzka- land, Austurríki, Ungverjaland og Rússland voru gersigruð og máttu sín einskis. ítalia og Jap- an voru þá fjarri því að teljast til stórvelda. Bandaríkin, Bret- land og Frakkland höfðu óvíg- um her á að skipa. Allt voru þetta lýðræðismki. Og leiðtog- ar þeirra — Woodrow Wilson, Lloyd George og Clemenceau — virtust þess umkomnir að koma á réttlæti, lýðræði og friði, sem allt mannkyn þráði og vonaði. En hvers vegna mistókst þeim þetta? Clemenceau var mikilhæfur gamall baráttumaður, sem með dirfsku sinni og dug hafði leitt frönsku þjóðina út úr myrkri hinnar ógnlegu baráttu til hins bjarta dags sigursins. Hann elskaði heitt og hataði strítt og óskin að tryggja það, að Frakk- landi staifaði ekki hætta af þýzkri árós í framtáðinni, var honum fyrir öllu. Honum var um það kunnugt, að Frakkland hafði komizt hjá ósigri fyrir einstætt kraftaverk, og banda- lag Stóra-Bretlands, Rússlands, Ítalíu, Bandaríkjanna og ann- arra smærri þjóða hafði orðið til að koma til þess að Frakk- land bæri hærra hlut. Hann ef- aðist um það, að Frakklandi auðnaðist að koma á slíku banda lagi öðru sinni. Og honum var það ríkt í minni, að sigurinn hafði kostað Frakkland 6161000 fallna vaska hermenn, þegar manntjón Bretaveldis nam hins vegar 3 190 000 og Bandaríkj- anna 350 000. Frakkland hlaut því mjög að skorta leiðtoga og hermenn að minnsta kosti næst kynslóð. GREIN ÞESSI, sem er eft- ir William C. Bullitt og hér . þýdd . úr . tímaritinu Reader’s Digest, fjallar um friðarráðstefnuna í Versölum og mistök þau, sem þar áttu sér stað. Lýsir hún ósigri Woodrow. Wilsons. Banda- ríkjaforseta, sem í Versölum varð að láta í minni pokann fyrir. . Lloyd. . George. . og Clemenceau. Varar grcinar- höfundurinn við því, að harm sagan frá Versölum verði lát- in endurtakast, er setzt verði að friðarborðinu að ráðnum úrslitum hildarleiksins, sem nú er háður. Hann var ekki trúaður á það, að hið fyrirhugaða þjóðabanda- lag myndi breyta hugsunarhætti mannanna. Hann efaðist mjög um mikilvægi slíkra samtaka, unz House höfuðsmaður, hán- asti vinur og' samstarfsmaður Woodrow Wilsons, lagði það til við hann, að það ákvæði yrði sett í lög þjóðabandalagsins, að Ameríka kæmi þegar í stað til fulltingis við Frakkland, ef það yrði fyrir þýzkri árás í framtíð- inni. Eftir þetta vild.i Clemen- ceau, að þjóðabandalagið yrði máttugra en Wilson og Lloyd George æsktu nokkru sinni eft- ir. Hann barðist fyrir því dag eftir dag, að stofnaður yrði al- þjóðlegur lögregluher, sem tryggja skyldi varðveizlu frið- arins. Forsætisráðherra Breta, Lloyd George, var hinn mikilhæfasti maður, glæsilegur, snjall og leikinn í því að hagnýta sér veikleika þeirra, sem hann átti við að ei'ga á hiverjum tíma, og hann lagði mikið kapp á það að reynast sem bezt hinum mikla skjólstæðingi sínum — Breta- veldi. Hann fylgdi þeirri stefnu, sem Bretar höfðu miðað ráð sitt við gegnum ár og aldir. Stefna þessi hefir verið nefnd ,,jafn- vægi valdsins“, og hún var til komin vegna þeirrar sannfær- ingar Breta, að ef einhverju stórveldi myndi takast að ráða lögum og lofum í Norðurálfu, myndi Bretlandi eigi reynast auðið að stan'dast árás þess stór veldis. Eftir að sigur hafði verið unninn, var Bretum því ekkert kappsmál, að samherjar þess yrðu of sterkir né óvinir þess of veikir — því að svo kunni að fara í komandi framtíð, að þeir yrðu að efna til bandalags við þá, sem nú voru óvinir þeirra, í baráttu við núverandi sam- herja. Lloyd George fylgdi og þeirri stefnu dyggilega að leggja allt kapp á það að auka brezka heimsveldið sem mest með því að leggja undir það allar þær lendur, sem nokkur kostur var á, hvar í heimipum, sem þær voru. Honum var vissulega ljóst mikilvægi nýlendna Þjóðverja í Afríku, Kyrrahafseyjanna, sem voru í eigu Þjóðverja, Sýrlands, Libanons, Palestínu, Trans-Jord ans^ Iraqs og Arabíu, er voru í eigu Tyrkja. Hugmyndin um stofnun þjóða bandalagsins veitti Lloyd Ge- orge tækifæri til þess að koma báðum þessum hugðamálum sínum í framkvæmd. Það var hægt að gera þau lönd að „vernd arríkjum“ þjóðabandalagsins, sem örðugt var að komast að samkomulagi um, hvernig ráð- stafa skyldi. Einnig var þjóða- bandalagið tilvalinn aðili til þess að styrkja smáþjóðirnar í baráttu við stórþjóðirnar. Ef til nýrrar styrjaldar kæmi, gat þjóðabandalagið og tryggt Bret- landi fulltingi Bandaríkjanna. Bretar vildu því gjarna, að stofn að yrði þjóðabandalag, en þeir vildu hins vegar ekki sterkt bandalag, sem hefði her á að skipa eins og Frakkar vildu. Þeim var og óljúft að heita því að fara skilyrðislaust í strið, ef einhver aðili bandalagsins yrði fyrir óvinaárás. Þeir vildu hafa frjálsar hendur um það, hvort þeir kæmu til fulltingis við smá ríki, sem yrðu fyrir árásum, eða ekki. Þessarar afstöðu þeirra gætti mjög, er ráðizt var á Man- sjúiiíu iog Aibyssiníu, en árásir Japana og ítala á lönd þessi ógnuðu engan veginr. öryggi Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.