Alþýðublaðið - 17.06.1944, Side 9
17. \úní 1344
ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ
Sfefán Jéb. Sfefánssons
Sambandsslitin og lýðveldisstofnunin
Þegar höfuðáfanganum var náð, 1918 . . .
Þessi mynd af' sambandslaganefnd íslendinga og Dana árið 1918 var tekin í alþingishúsgarðinum.
Á myndinni sjást, frá vinstri til hægri: Magnús Jónsson, sem var annar ritari danska nefndar-
hlutans, Bjarni Jónsson frá Vogi, Christoffer Hage, F. H. J. Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson,
I. C. Christensen, Einar Arnórsson, Erik Arup og Þorsteinn M. Jónsson, fremstur til hægri. Á
milli hans og Arups sést Gísli ísleifsson, annar ritari íslenzka nefndarhlutans, en til hægri við
Þorstein standa Þorsteinn Þorsteinsson, sem var hinn ritari íslenzka nefndarhlutans, og Funder,
hinn ritari danska nefndarhlutans.
ISLENZKA ÞJÓÐIN er vissu-
lega stödd á merkilegum tíma
anótum. Það stjórnarfarslega
frelsi er nú fengið, er lengi var
barizt fyrir af mörgum beztu son-
um þjóðarinnar. Höfuðáfangan-
um var náð 1918, er ísland var
viðurkennt algerlega sjálfstætt
■og fullvalda ríki, er um ákveðið
tímabil hafði sérstakan uppsegj-
anlegan samning um ákveðna
málaflokka við hina ágætu
dönsku menningarþjóð.
Það var ekki látið liggja í lág-
inni af íslands hálfu, að hinu
stjórnarfarslega sambandi við
danska ríkið yrði sagt upp, þegar
samningar leyfðu. Ekki átti það
þó rætur sínar að rekja til van-
efnda Dana né illa haldinna samn-
inga frá þeirra hlið. Þvert á móti
höfðu Danir í hvívetna haldið
sambandslagasáttmálann, og sam
búð þessara þjóða, er fyrr á Öld-
um höfðu oft elt grátt silfur, var
hin ákjósanlegasta. En bæði var
það, að íslendingar töldu það
eðlilegt og sjálfsagt og mest í sam-
ræmi við þjóðernistilfinningu og
sjálfstæðisþrá sína, áð þeir færu ’
sjálfir með öll sín mál, auk þess
sem reynslan hafði sýnt, er ófrið
bar að höndum, að íslenzka ríkið
varð að bjarga sér á þann hátt,
er það bezt gat, án fyrirgreiðslu
danskra stjórnarvalda.
Yfirlýsingar þær, er gerðar
voru á alþingi Islendinga 1928,
áttu rætur sínar að rekja til
þessarar hyggju , hugsana og
reynslu íslenzku þjóðarinnar. Og
Alþýðuflokkurinn lýsti þá yfir
allra flokka fyrst, að hann vildi
að lýðveldi yrði stofnað á íslandi,
er sambandslagasáttmálinn væri
felldur úr gildi. Aðrir stjórn-
málaflokkar vildu að vísu þá ekki
ákveðið um það segja, en hnigu
síðar ákveðið til fylgis við lýð-
veldisstofnun. En allir flokkarn-
ir voru því fylgjandi, þegar á al-
þingi 1928, að endurnýja ekki
sambandslagasáttmálann, og sama
kom einnig í ljós í ályktun, er
gerð var á alþingi 1937.
Þegar að því kom, að hægt var
að nota uppsagnarákvæði sam-
bandslaganna, í árslok 1940, hafði
myndazt algerlega ný aðstaða.
Stórveldastyrjöld var skollin á.
ísland hafði fyrir rás viðburðanna
og með hertöku Danmerkur al-
gerlega slitnað úr tengslum við
sambandsríki sitt, og tók þá öll
mál í eigin hendur. Konungur og
dönsk stjórnarvöld létu sér það
vel líka, enda var enginn annar
kostur.
Alþingi gerði síðan ályktanir
17. maí 1941, um að endurnýja
ekki sambandslagasáttmálann og
lét einnig í ljós vilja sinn um
stofnun lýðveldis, að sambands-
lögunum föllnum úr gildi. Fyrri
ályktunina mátti skoða, og var
svo gert af hálfu danskra stjórn-
valda, sem formlega uppsögn á
sambandslagasáttmálanum. Var
þá heimilt, að þrem árum liðn-
um, að fella sambandslögin úr
gildi, í samræmi við ákvæði
þeirra sjálfra. Og á alþingi tókst
samkomulag allra flokka, í fe-
brúar 1944, um afgreiðslu skiln-
aðarmálsins.
En hér verður ekki frekar rak-
ið það, sem öllum er í fersku
minni, aðdragandinn að þjóðarat-
kvæðagreiðslunni um niðurfell-
ingu sambandslagasáttmálans og
lýðveldisstjórnarskrá. Aðeins þyk
ir rétt að taka það hér fram, að
Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir
því, að sambandslögin væru felld
úr gildi með löglegum hætti og
tókst að fá því fullnægt, bæði
hvað snerti tíma, er þjóðarat-
kvæðagreiðslan fór fram, og einn-
ig í reyndinni með því, hvað
þátttakan varð mikil og jákvæð.
Þjóðaratkvæðagreiðslan sjálf
sýndi á glæsilegan hátt einhug
þjóðarinnar um fullkomið stjórn-
arfarslegt frelsi og stofnun lýð-
veldis.
Því verður vissulega^ ekki neit-
að, að flestir góðir íslendingar
hefðu kosið, að sambandsslitin
og stofnun lýðveldis hefði borið
að á annan veg og með öðrum
aðstæðum. Ekkert hefði verið
æskilegra en það, að tvær frjáls-
ar norrænar þjóðir, Islendingar
og Danir, hefðu með frjálsum
samningum og aðgerðum, í fullri
vináttu og með gagnkvæmum
skilningi, fellt úr gildi sambands-
lögin, og að öðru leyti um leið
samið að hætti vinaþjóða um hin
gagnkvæmu réttindi, og annað
það, sem ennþá er óumsamið, og
um leið hefði hinn aldurhnigni
og ágæti konungur afsalað sér af
frjálsum vilja konungdómi á Is-
landi. Það hefði getað orðið góð.
fyrirmynd, og sómt vel norræn-
um þjóðum, er um leið hefðu eflt
vináttu og góða sambúð í fram-
tíðinni. Og ekkert er líklegra en
að málum hefði verið skipað á
þann veg, ef heimsstyrjöldin
hefði ekki breytt öllum aðstæð-
um og truflað eðlilega rás við-
burðanna. En því varð ekki að
fagna, og tjáir nú ekki um að
sakazt.
Draumur Islendinga um stofn-
un lýðveldis hefir rætzt. Það varð
með öðrum hætti en vonir stóðu
til. En íslenzka lýðveldið er verið
að stofna. Þess vegna er hátíð í
hugum manna, en að vísu blönd-
uð trega, vegna þess ógurlega
ástands, er ríkir í heiminum, og
grípa þjóðina þá ekki sízt þján-
ingar frænda- og vinaþjóðanna á
Norðurlöndum, er nú stynja
undir oki harðstjórnar og marg-
víslegra hörmunga. Og til dönsku
þjóðarinnar og hins ágæta kon-
ungs hennar berast nú hlýjar
óskir margra Islendinga á þess-
um hátíðlegu tímamótum í sögu
Islands.
T SLENZKA LÝÐVELDIÐ er
eitt smæsta og umkomu-
minnsta ríki heimsins. Það á sér
engra varna von meðmannfjölda,
vopnum né gömlum, grónum og
útnýttum orkulindum. En hið
hrjóstruga, tignarlega og fagra
land er umgirt hafi á alla vegu
og í landinu býr þjóð að heita
má af f einum og sama uppruna,
er talar sömu, jafnvel mállýzfcu-
lausu tunguna, þjóð, er hefír
byggt þetta land í hartnær ellefu
aldir, hlúð að og varðveitt sér-
staka menningu, er á sumum
tímabilum hefir borið glæsilega
ávexti. Tungan, þjóðernið, menn-
ingin, mikil þrautseigja og nokk-
ur dugnaður, samfara sterkri
sjálfstæðisþrá, hafa verið höfuð-
rök okkar, er bezt hafa enzt, upp-
runalega til stofnunar sjálfstæðs
ríkis, síðar til varnar og lífs undir
erlendu oki, og loks til endur-
heimts sjálfstæðis og stofnunar
frjáls þjóðveldis á ný. Það er því
vissulega nauðsynlegt að varð-
veitt sé, til verndunar sjálfstæð-
isins, það, sem bezt hefir dugað
okkur og haldið okkur við sem
sérstakri þjóð fram til þessa dags.
Einangrun Islands hefir, með
öllum sínum göllum og oft miklu
þrengingum einnig varðveitt
margt gott í fari þjóðarinnar,
samtímis því, er hún hefir haldið
henni á frumstæðara stigi. En
sú einangrun er nú að hverfa, og
kemur ekki til skjalanna á ný.
Það skapar vafalaust ný við-
fangsefni, nýjar áhættur, sam-
fara nýjum auknum möguleik-
um til meira menningarlífs.
Umheimurinn er hinu nýja ís-
lenzka lýðveldi vissulega ekki ó-
viðkomandi. íslendingar fá ekki
lifað án mikilla samskipta við
aðrar þjóðir, og ekki án vin-
semdar þeirra, samstarfs og við-
urkenningar. Það verður því
öflugur þáttur í baráttu íslenzku
þjóðarinnar, til varðveizlu sjálf-
stæðs lýðveldis og til nauðsyn-
legrar efnahagslegrar afkomu, að
hafa gott og öruggt samstarf og
viðskipti við mörg erlend rxki og
þjóðir.
I sambandi við nauðsynlega
lausn þessara mikilsverðu verk-
efna lýðveldisins hlýtur hugur-
inn ekki hvað sízt, og jafnvel
fyrst og fremst, að beinast til
Norðurlanda. Þaðan er ætt okk-
ar og uppruni, þar var vagga
menningar okkar, þar búa þjóð-
ir, sem okkur eru skyldastar,
þjóðir, er við höfum fyrr og síð-
ar haft mest samskipti við, er auk
þess standa á háu menningarstigi,
bjuggu fyrir heimsstyrjöldina
við beztu þjóðfélagshætti, er fyrir
fundust, og voru á glæsilegustu
leið til stofnunar fyrirmyndar
þjóðfélags, þar sem menning og
félagslegar framfarir skipuðu
þeim, þó fámennar væru, í röð
fremstu þjóða heims. Þessar
þjóðir unna einnig frelsinu, ekki
einungis gagnvart öðrum þjóð-
Fyrsti innlendi þjóðhöfðinginn
Sveinn Björnsson ríkisstjóri, sem farið hefir með æðsta valdið í
umboði alþingis síðan 1941.
Bessðstððir á Alftðnesi
Á þessu fræga höfuðbóli og skólasetri var þjóðhöfðingjanum valinn
aðsetursstaður 1941.