Alþýðublaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.06.1944, Blaðsíða 4
blaðið t Ritstjóri Stefán Pétursson. /Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- ’.ýöunúsinu vio 11 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í leusasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. BaroakennararDir. UM LENGRI TÍMA hefir frumvarp til nýrra launa- laga fyrir starfsmenn ríkisins legið hjá ríkisstjórninni án þess að það væri lagt fyrir alþingi, eins og til var ætlast. Frumvarp þetta var samið af sérstakri milliþinganefnd, sem skipuð var til þess að endurskoða launakjör qpinberra stárfsmanna, og var sannast að segja fyrir löngu kom- kii tími til þess, þó að ríkis- stjórnin fari sér eftir sem áður hægt að gera tillögur til bóta á þeim, því að það stappar hneyksli næst, hvemig búið er að starfs- mönnum ríkisins, að minnsta kosti öllum þorra þeirra, og hefir þó það ranglæti, sem þeir eru feeittir, aldrei verið eins átakan- legt og á þessum síðustu tímum uppgripa á flestum sviðum, þeg- ar 'svo að segja allar aðrar stétt- ir þjóðfélagsins hafa fengið kjör súi meira eða minna bætt, og sumar stórgrætt, en starfsmenn nSdsins orðið að sætta sig við Æreytt laun, að viðbættri ófull- nægjandi dýrtíðaruppbót. * Þótt þetta gildi um allan þorra opinberra staffsmarma og knýjandi nauðsyn beri til að bæta kjör þeirra, er það í seinni tíð orðið öllum hugsandi mönn- am sérstakt áhyggjuefni, hvernig búið er að einum fjölmennasta og, fyrir þjóðfélagið, þýðingar- mesta hópi hinna opinberu starfsmanna, bamakennurunum. Fyrir nokkru síðan birtist hér í blaðinu athyglisverð grein eftir Stefán Júlíusson yfirkennara í Hafnarfirði, sem nefndist „Hvert er stefnt með kennarastéttina?11 Var þar brugðið upp alvarlegri mynd af þeim aðbúnaði, sem uppeldisfrömuðir þjóðarinnar eru látnir sæta af hálfu hins op- inbera: Laimin svo lág, að þeir verða að lifa á stöðugum snöp- um eftir aukastörfum, jafnt í sumarfríum og á vetrum, þegar þeir eru við kennslu. Og afleið- kigarnar: Þeim fer sífækkandi, sem sækja kennaraskólann, af því að þeir vilja ekki una við slík kjör; og á síðastliðnum vetri var svo komið, að sjötíu skóla- liéruð voru án kennara með kennararéttindum! Þessi ömurlega lýsing hefir síðan verið staðfest í öllum at- riðum af áttunda fulltrúaþingi sambands íslenzkra barnakenn- ara, sem nú er nýlokið hér í höf- uðstaðnum. Og það þarf því eng- an að furða, þótt það jafnframt varaði í hinum alvarlegustu orð- um við þeim afleiðingum, sem það myndi hafa, ef ekki yrði undirin bráður bugur að því, að bæta launakjör barnakennar- anna, að minnsta kosti svo sem lagt er til í launalagafrumvarpi milHþinganefnadrinnar, en ríkis- stjórnin hefir hindrað hingað til. * Það var einu sinni sagt, að þýzku barnakennararnir hefðu unnið sigra Bismarcks á vígvöll- xmum við Königgratz og Sedan á sjöunda tug nítjándu aldaripn- ar. Slíka sigra getum við, lítil þjóð og vopnlaus, hvorki unnið ALÞYÐUBLAÖBÐ Miðvikudiagur 28. jsn 1944 Landsfundur kvenna: Samþykktir varðandi væntaniega stjórnar- skrá, almenn réttindi, og mörg önnur hags- muna- og hugðarmál kvenþjóðarinnar. C SJÖTTA landsfundi kvenna, sem haldinn var á Þing- velli og í Reykjavík í vikunni, sem leið, er nú lokið. Ríkti mikill áíhugi á fundinum um það, að knýja nú fram þær jafnréttiskröfur, sem konurnar hafa barizt fyrir áratug- um saman, én enn eru á flestum sviðum óuppfylltar, þrátt fyrir lagalega viðurkenningu margra þeirra í orði. Landsfundurinn samþykkti margar ályktanir og áskoranir varðandi réttindamál kvenna og fer varla hjá því, að margar þeirra verði ofarlega á baugi v stjórnmálum og félagsmálum lands- krefjast raunverulegs iafnrétlis Konurnar ins í nánustu framtíð. Samþykktir fundarins fara hér á eftir: nilögur varðandi hina væntanlegu stjórn- arskrá: vistar eða óreglu manna sinna, eigi rétt á meðlögum með börnum sínum á sama hátt og ekkjur. Aðrar áskoranir og á- lyktanir: um kennslu í þeim fræðum. sem þeim er nauðsynlegt til imdirbúnings starfi sínu. Skorar fundurinn á Kvenfé- lagasamband íslands að taka mál þetta til umræðu og á- lyktunar, á aukaþingi því, sem hefjast á 26. þ. m. og beita sér fyrir því að framkvæmdir verði hafnar svo fljótt sem verða má og á þann hátt, er hagkvæmast þykir. 7. Landsfundur kvenna skor- ar á stjórn Félags myndlist- armanna, að veita frú Gunn- fríði Jónsdóttur fjárstyrk af því fé, sem Menntamálaráð úthlutar til myndhstarmanna, sem viðurkenningu fyrir myndlistarstarf hennar. ísfirðiitgar sfofna íþróffabandalag INN' 3. júní var stofnað I- þróttabandalag ílsfirðinga, Auglýsingar, sem birtast eiga i Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsipn, (gengið it_ frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldl. Sími 4906 Kaupum tuskur Húsga QDaiiBnnstofan Baldursgöfu 30. 1. Landsfundur kvenna gerir þá kröfu fyrir hönd íslenzkra kvenna, að jafnrétti karla og kvenna sé ,tryggt sérstaklega í stjórnarskránni, og tekið fullt tillit til aðstöðu konunnar sem móður. 2. Kona, sem misst hefir ríkis- borgararétt sinn með giftingu eða á annan hátt, hafi mögu- leika til að öðlast hann aftur með umsókn til stjórnarráðs- ins eða næsta íslenzka sendi- ráðs í útlöndum. Ríkisborg- araréttur karlmanna endur- heimtist á sama hátt. 3. Réttur gamalla mánna og sjúkra til framfærslu sé tryggður af ríkinu án tillits til aðstandenda. 4. Konur hafi sama rétt og karl- ar til allrar vinnu, sömu laun fyrir sams konar vinnu og sömu hækkunar-möguleika og þeir. Gifting eða þarneign sé engin hindrun fyrir at- vinnu né ástæða til uppsagn- ar. Varðandi almennar rétfindakröfur kvenna: 1. Allar konur, giftar sem ógift- ar, eigi rétt á fæðingarhjálp úr ríkissjóði. 2. Kona, sem er í atvinnu, eigi rétt á fríi frá störfum allt að 6 vikna tíma fyrir barnsburð Og jafnlengi eftir með fullu kaupi. Sé þetta greitt úr rík- issjóði, að því leyti, sem rétt- ur þessi er ekki tryggður með samningum eða á annan hátt. 3. Kona, sem ein er fyrirvinna heimilisins, eigi rétt á laun- um úr ríkissjóði, til viðbótar öðrum tekjum sínum, ef nokkrar eru, upp að vissu Mgmarki, sem geri henni fært að halda heimilinu saman. Tillögur til lagabreyt- inga: 1. Landið sé allt eitt fram- færslusvið og öll meðlög greidd úr ríkissjóði. 2. Konur, sem sviptar eru fyr- irvinnu heimilisins vegna sjúkdóins, örorku, fangelcis- Enn fremur voru samþykktar eftirfarandi áskoranir og álykt- anir: 1. Landsfundur kvenna skorar á ríkisstjórn Islands að gera þegar í stað ráðstafanir til, að samningar verði gerðir við hin erlendu ríki, sem haft hafa hér setulið, um það, að íslenzkar konur, er fæða mönnum þessara þjóða böm, geti notið fyllsta réttar ,sam- kvæmt íslenzkum Iögum, fyr- ir íslenzkum dómstólum. 2. Landsfundur kvenna skor- ar á ríkisstjórnina að skipa 4 konur í nefnd þá, sem fjall- ar um endurskoðun stjómar- skrár hins íslenzka lýðveldis. 3. Landsfundur kvenna á- lyktar að æskilegast sé að allt landið verði sem aUra fyrst gert að einu kjördæmi, þar eð slíkt fyrirkomulag virðist vera hinn eini mögu- leiki fyrir því, að fullt tillit Verði tekið til kvenna, þá ér stjórnmálaflokkarnir ákveða um val þingmannaefna sinna. 4. Landsfundur kvenna bein- ir þeirri eindregnu ósk til ríkisstjórnarinnar, að kennslu konum við húsmæðraskóla landsins séu nú þegar tryggð launakjör, er séu að minnsta kosti ekki lakari en barna- kennara í kaupstöðum, þar sem staðaruppbætur eru hæstar. * 5. Landsfundur kvenna skor- ar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir að nú þegar verði hafinn undirbúningur að byggingu Hjúkrunarkvenna- skóla Islands, samkvæmt frumvarpi til laga, sem ríkis- stjórnin hefir lagt fyrir al- þingi. Skortur á lærðum hjúkrun- arkonum er þegar orðinn svo tilfinnanlegur í landinu, að fyrirsjáanlegt er að loka verð- ur sjúkrahúsum og heilbrigð- isstofnunum, sem þegar eru fyrir, en óhugsandi að hefja rekstur nýrra stofnana ef þetta vandamál verður ekki leyst í náinni framtíð. 6. Landsfundur kvenna á- lyktar að mjög brýna nauðsyn beri til að efna til skóla, er veiti starfsstúlkum á heimil- hé viljum vinna. E* barnakenn- aramir okkar geta unnið sigra fyrir þessa litlu þjóð, sem eru miklu meira virði en nokkur vopnasigur. Þeir geta alið þjóð- ina upp til þess að verða fyrir- myndarþjóð í hugsun, menntun, siðgæði og hvers konar mann- dómi. Og það er þeirra hlutverk. En það hlutverk fá þeir ekki leyst af höndum, ef þeir eru sveltir, eða á annan hátt þannig að þeim búið, að þeir geta ekki gefið sig heila og óskipta við hinu háleita starfi, sem af þeim er heimtað. ag er bandalagi þessu ætlað að hafa forystu f íþróttainiálum ís- firðinga, og efla samvdnnu í- þróttamanna þar, svo og að vera íulltrúi þeirra gagnvart öðrurn héraðasamlböndum. Ennfremur er íþróittabandalagi þessu ætlað að vinna að byggingu íþrótta- mannvirkja og efla áhuga al- ■mennings fyrir Hkamsrækt og örfa aOlmerina þátttöku í íþrótta- iðkunum. Hefir bandalag þetta hlotið nalfnið „jþróttabandalag ísfirðinga.“ Hjónaefni. Trúlofun sína opinberuSu 17. júní s.l., ungfrú Guðrún Guðmunds dóttir, Vogatungu við Langholts- veg, og Haraldur Sigurðsson, hús- gagnabólstrari, Lokastíg 5. Bæjarráð Reykjavíkur hefir ákveðið að breýta Sogs- virkjunarláninu, sem tekið var á sínum tíma í Svíþjóð, í innlent lán. Lánið er nú um sjö milljónir | króna. FORSETAKJÖRIÐ Á ÞING- VELLI er stöðugt eitt af aðalumræðuefnum blaðanna, sem og í tali manna á milli. Það yfirklór, sem reynt hefir verið í Morgunblaðinu og Þjóð- viljanum þeim þingmönnum til afsökunar, sem skiluðu auðum seðlum, hefir sízt haft tilætluð áhrif. Þannig skrifar Tíminn í gær: „Um fátt hefir verið meira rætt undanfarið en forsetakjörið á Lög- bergi, og ljúka allir upp einum munni um það, að sú óeining, sem þar kom fram, hafi verið þjóðar- skömm á þessum stað og þessari stundu. Menn eru yfirleitt sammála um, að bezt hefði farið á því, bæði út á við og inn á við, að þingmenn hefðu í þetta sinn sam- einazt um kosningu Sveins Björns- sonar. Þetta átti ekki aðeins að vera unnt vegna hæfni Sveins og álits út á við, heldur auðvelt vegna þess, að hann var raunveru- lega búinn að gegna þessu starfi í þrjú ár, án þess að þingið sætti nokkurri gagnrýni fyrir það kjör sitt. Þar sem fosetakjörið á þingi nú var aðeins bráðabirgðaráðstöf- un, og þjóðin sjálf átti að kjósa forsetann að ári, virtist í alla staði eðlilegt, að þingið skilaði þessu óbreyttu í hendur hennar og léti hana um það, hvort skipt væri um mann í forsetaembættinu eða ekki. Það er kunnugt, að tveir flokk- ar, Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn, studdu eindreg- ið kjör Sveins Björnssonar að þessu sinni. Hinir flokkarnir reyndu lengi vel að finna annað forsetaefni, en fundu engan mann, sem þeim þótti frambærilegur. Niðurstaðan varð því sú, að allir þingmenn Sósíalistaflokksins skil- uðu auðu, samkvæmt frásögn blaðs þeirra, en Sjálfstæðisflokkurinn þriklof-naði. Mun helmingur þing- manna hans hafa kosið Svein, fjórði partur þeirra hefir kosið Jón Sigurðsson skrifstofustjóra og ann- ar fjórði partur þeirra hefir skilað auðu. Blöð þessara tveggja flokka hafa átt næsta erfitt með að verja hina óafsakanlegu framkomu umræddra þingmanna sinna á Lögbergi. Vísir hefir átalið kosninguna og hefir víst með þvi ætlað að láta líta þannig út, að flokksmenn hans hafi engan þátt átt í þessu leiðinda- verki. Er hræsni þessa blaðs alltaf söm við sig. Morgunblaðið hefir haft það eitt' að segja, að bezt væri að tala sem fæst um þetta mál og láta það gleymast. Auk þess hefir Gísli Sveinsson komið fram á rit- völlinn þar og hefur hann það helzt að segja, að iðulega skiptist atkvæði eða skilað sé auðum seðl- um, þegar kosinn sé forseti sam- einaðs þings! Mun víst enginn láta sér nægja þá afsökun nema Gísli.“ Og enn skrifar Tíminn um þetta efni: „Einna athyglisverðust er afsök- un Þjóðviljans fyrir hinum auðu seðlum þingmanna Sósíalistaflokks ins. Hljóðar hún á þessa leið í blað- inu síðastl. föstudag: „En af hverju var auðum seðl- um skilað? Af því, að þegar það var ákveð- ið, að Sveinn Björnsson yrði kos- inn, þá óskaði forseti sameinaðs þings eftir því, að þeir, sem ekki vildu kjósa Svein, skiluðu helzt auðu, til þess að gera óeininguna sem minnsta.“ Framh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.