Alþýðublaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 2
T I Verkfall hjá vörubílstjórunum ; SamkomLnSag náHist ekki í nótt, en nýjar - - samningaumleitanir verða reyndar í dag •**- SAMKOMULAG hafði enn ekki náðzt í deilu vörubíl- stjóranna og atvinnurekenda á miðnætti í nótt, og hefst verkfali það, sem vörubístjóramir boðuðu, því í dag. Talið var þó í nótt, að nýjar samningaumleitanir myndu verða reyndar í dag, og væri ekki með öllu óhugsandi, að þær gætu leitt tíl samkomulags. Samningaumleitanir hafa farið fram undanfarna daga fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, Jónatans Hallvarðs- sonar, og hefir þriggja manna nefnd tekið þátt í þeim af hálfu vörubílstjóranna, þeir Vilmundur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri Þróttar, Jón Guðlaugsson hílstjóri og Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sem tók sæti í nefndinni eftir sérstakri beiðni vörubílstjóranna. Armann fer í fimleikaför um gervaila Vesffirði (írvalsfiokku karla og kvenna mun sýna á 10 sfötSum vestanlands. T DAG fer úrvalsflokkur karla og kvenna úr Ár- manni í fimleikaför til Vest- fjarða, og mun hann sýna leikfimi á flestum kaupstöð- um vestanlands undir stjórn Jóns Þorsteinssonar íþrótta- kennara. I>að miá segja að skamimt líði stórra högga á miillli hjá Ár- manni, því í gær feomu giTímu- meniiirnir úr austfjarðarför sijmi, og lí dag ieggja le.ikfim- isífiLbldkarnir atf stað til Vest- fjarða. Gfliímu'félagið Ármann mun vera víðföriásta íjþróttafélag Landsins; það hefir heimótt sjö lond óg haldið’ 88 íþróttasýning- ar ertLendis. Þar að auki hefir fé lagi^sýnt þérile£n4jfe. 4o4$ggtöðn;j um víðsivegar um landið. En alls munu íþróttalsýningar þessa vin sæla félags, skipta hudruðum. För Iþessi till V-estfjarða er gerð í samráði við Þorlstein Ein- arssonar djþróttafuiltrúa ríkisins, . og ílþróttasanibands og ung- mennasamband's Vestfjarða, til þess að gefa vestfirðingum kost á að kynnast íiþróttunum, því margir staðir á Vestfjörðum hatfa algerlega farið á mis við íþróttasýningar því þangað hef- ir álidrei fyrr komið fimleifea- flolkkur, á suma staðina^ hins vegar er íþróttaifélagi vestfirð- inga mifeilil og fer stöðugt vax- andá, svo sem viða annars staðar á 1-andinu. Að öillum líkindum, isýna flokk arnir fyrst í Stylkkisihólmi á mör.gun, og síðan á Patreksfirði á miánudagskvaLd, þvínæst á Sveihiseyri, Biíildudal, Þingeyri, ílateyri, Suðureýri við Súganda fjörð, Hnífsdal, Ísaífirði og loks á Reykjarnesi við ísatfjarðar- djúp. Eins og áður . er getið, hafa aldrei fyrr komið .leitofimisfiokk ar á suma þessa staði, og má því geta nærri að vestfirðingar séu Ármenningum íþákklátir fyr ir þessa dtaníegu fknleikaför þeirra um fyrðina. ílþróttafólfe það sem í tför þess ari verður eru, 14 stúllkur og 13 karimemn,, fyrir utan fimleika- sftjóran Jón Þorsteinsson og far anstjórans, sem er Jens Guð- björnsson fiormaður Ármanns. 'Bað Jenls hlaðið að færa Pálma Lofitssyni fiorstjóra Skipa útgerðar níkisins, beztu þakkir Ártmianins fyrir fyrigreiðslu þá, sem hann hefir veitt félaginu við ‘þetta ferðáLag. Fyrsta síldin berst til Siglufjarðar. iVlikilBar síidar hefur orðiö vart. TE* YRSTA síldin, sem borizt hefir til Siglufjarðar, var lögð þar á land í fyrradag. Það var vélbáturinn Sæfinnur frá Norðfirði, sem kom með síldina og hafði hún veiðzt á Skaga- grunni. Skipverjar á Sæfinni telja sig hafa orðið vara við mikla síld á þossum slóðum, enda var kaist þeirna svo istórt, að nótin rifnaði. Síld þessi var feitari en síilid, sem veiddist á sama tíma í fyrra. Minningarsjéði D.S. Thorsteinssonar berast 16.500 kr. |7 YRIR NOKKRUM ÁRUM ' stofnaði Þorsteinn Schev- ing Thorsteinsson, lyfsali, sjóð til minningar um föður sinn, Davíð Scheving Thorsteinsson, héraðslækni, með 6000 króna stofnfé, og gaf auk þess stú- dentagarðinum mínningargjöf. Síðan hefur stofnandi sjóðsins lagt í hann fé á hverju ári, samtals 16000 ,krónur, fram að síðustu áramótum. Nú hefur Scheving Thor- steinsson, lyfsali, enn sent sjóðnum peningagjöf, að þessu sinni 16500 krónur, í tilefni þess, að í dág eru liðin 25 ár síðan hann tók við rekstri Reykjavíkur Apóteks. Hefur hann þá lagt í sjóðinn samtals 32500 krónur, auk framlags til herbergis í stúdentagarðinum gamla. Af vöxtum sjóðsins skal greiða húsaleigu fyrir stúdent þann, sem býr í herbergi því, er ber nafn Davíðs Schevings Thor- steinssonar, en vist í því her- bergi skal veita stúdenti í læknadeild. Þá skal, ef vaxta- tekjur sjóðsins hrökkva, greiða einnig húsaleigu fyrir stúdent í heimspekisdeild — íslenzkum fræðum. Ein fjölmennasta presfasfefnan sem háldin hefur verilhér á landi 83 prestar sátu stefnuna, hvaöanæva að. ¥7 INS og kunnugt er hófst prestastefna íslands hér í Reykjavík þann ,27. júní og stóð hún yfir í þrjá daga. Er þetta með f jölmennustu prestastefnum sem hér hafa verið haldnar; alls sátu stefn una 83 prestar. Síðasta dag prestastefnunn- ar fóru prestarnir til Bessa- staða og sátu kaffiboð hjá for- setahjónunum, en þvínæst var haldinn fundur í kirkjunni þar á staðnum. í fyrrakvöld sátu prestarnir boð hjá biskúpinum hr. Sigurgeir Sigurðssyni. Samkvæmt messuskýrslum hafa samtals 3777 messur ver- ið sungnar á landinu s.l. ár. Það. er að meðaltali 38.5 mess ur hjá hverjum þjónandi presti, en þeir voru 98 á árinu. Altarisgestir á árinu voru 6012. Ýms félagsmál prestastétt- arinnar voru rædd, ennfremur kirkju- og menningarmál, sem prestastefnan tók til meðferðar og gerði ályktanir og tillögur um. Fara hér á eftir nokkrar samþykktir prestastefnunnar. Er það fyrst ályktun frá bisk- upi: „Prestastefnan fagnar af al- hug endurreisn hins íslenzka lýðveldis þann 17. júní 1944 og árnar þjóðinni allra heilla og blessunar í nútíð og framtíð. Jafnframt lýsir prestastefn- an yfir því, að hún telur, að kristin trú, siðgæði og sið- menning, séu hornsteinar, sem framtíðargæfa • þegnanna og hins únga lýðveldis fyrst og fremst byggist á. Að þessum mikilvæga þætti vill íslenzk kirkja stuðla eftir mætti nú, sem fyrr, og er fús til samvinnu og samstarfs við skóla landsins, félagsstofnanir og alla þá, er þessum málum unna og vilja gera þjóðina and lega frjálsa, siðferðislega sterka og heila, trú á gæzku vors himneska föður og gildi hugsjóna Jesú Krists. Jafnframt væntir prestastefn an þess, að forráðamenn hins unga lýðveldis skilji nauðsyn þess og gildi, að efla trú og siðgæði þjóðarinnar, andlegt víðsýni hennar og frelsi, og styðji kirkjuna og bæti starfs- skilyrði hennar svo, að hún- verði enn betur megnug þess, að leysa af hendi þau mikil- vægu störf í þágu þjóðarinnar, lýðveldisins, sem hún af sjálf- um Drottni er kölluð til að vinna.“ ‘ Ennfremur var samþykkt tillaga séra Jóns Þorvarðar- sonar frá Vík, svo hljóðandi: „Með þvi að fram hafa kom- ið á seinustu árum ýmsar til- lögur um nákvæmari skipu- lagningu hinnar íslenzku þjóð- kirkju og hins kirkjulega starfs, en þær tillögur þurfa nákvæmrar athugunar við, telur prestastefnan 1944 nauð- synlegt, að skipuð verði þriggja manna nefnd til þess að rann- saka og gera tillögur um þessi mál. Verði biskup landsins sjálfkjörinn formaður nefndar- innar, annar verði tilnefndur . af stjórn Prestafélags íslands, og þriðji af kirkjumálaráðhera, og verði kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Ennfremur voru eftirfarandi samþykktir gerðar: 1. Prestastefnan óskar þess ein- dregið, að ríkisstjórn og al- þingi láti þegar fara fram viðgerð á Bessastaðakirkju í samræmi við tillögur þær, er þegar eru framkomnar frá húsameistara ríkisins, og ennfremur, að kirkjugarður- inn að Bessastöðum verði fegraður svo sem bezt má verða. 2. Prestastefna íslands telur starfi kirkjunnar víða um landið stefnt í óefni, ef ósk- um prestastéttarinnar um húsakynni á prestsetrum verður eigi sinnt nú þegar — og skorar á ríldsstjórn og alþingi að verða við þessum óskum, sem fram hafa verið bornar af biskupi og stjórn Prestafélags íslands. 3. Prestastefnan skorar á bisk- up að vinna að því að tryggja kirkjunni með lög- gjöf einkarétt til útgáfu þeirra kirkjulegra þók- mennta, sem hljóta að telj- ast eign íslenzku kirkjunn- ar, þannig, að samþykki kirkjuráðs þurfi til útgáfu þeirra. Semji kirkjuráðið jafnframt skrá yfir þau rit, sem undir þessi ákvæði falla. 4. Prestastefnan gefur biskupi umboð til þess að gjörast fyrir hönd ísl. kirkjunnar aðili að samvinnu erlendra kirkjufélaga að endurreisn, varðveizlu og útbreiðslu kristinnar trúar og menn- ingar að lokinni styrjöld þeirri, sem nú stendur yfir. 5. Prestastefnan telur það nauðsynlegt, að skipaður sé námsstjóri í kristnum fræð- um, og skorar á ríkisstjórn og alþingi að vinna að því að slíkt embætti verði stofnað. 6. Prestastefnan lýsir yfir því áliti sínu, að hinni ísl. þjóð beri skylda til að varðveita andlegt og menningarlegt samband íslendinga búsetta • erlendis að því leyti, sem unnt er, og mælist til þess, að biskup íhugi ásamt kirkju- ráði, með hverjum hætti- bezt verði að því unnið, efi kirkjuna snertir. Ævilöng hefðurslaun úr ríkissjóði til Gunn- ars Gunnarssonar! TiíJaga aðaJfundar S. f. S. ÐALFUNDUR Sambands ísl. samvinnufélaga skor- aði á lalþingi að veita Gunnari skáldi Gunnarssyni sérstök heið urslaun úr ríkissjóði, er vari ævilangt. Tillöguna flutti Pál Hermannsson alþm. og var húr samþykkt með allherjar lófa- taki fundarmanna. Tillagan er svohljóðandi: „Aðalfundur Samhands ísl. samvinnufélaga, haldinn á Ak- ureyri dagana 22.—24. júní 1944, lýsir fundurinn því yfir, að það er eindregin ósk og vilji fundarins, að öndvegisskáld þjóðarinnar, Gunnar Gunnars- son, bóndi á Skriðuklaustri, njóti heiðurslauna úr ríkissjóði. Fyrir því skorar fundurinn á al- þingi og ríkisstjóm að tryggja nú tafarlaust Gunnari Gunnars- Frh. á 7. síðu Laagardagur L. jálí 1S44. ■ 'c Landsþókasafnið var 155 355 bindi í árslojk 1943 og handrit 9 302 bindi. Húsnæöisvandræði safnsins m|ög tilfinn- anieg. 13 ITAUKASKRÁ Landsbóka safnsins fyrir árið 1943 er nýkomin út. Telur skráin allar íslenzkar bækur, sem safnið hef ir eignazt árið 1943 og erlendar bækur, sem því hefir bætzt frá 1. júní 1943. Bókaeign safnsins var í árslok 1943 talin 155 355 bindi, og nam ritaukinn frá I. júní 1943 1913 bindum. Hand- ritasafnið var 9302 bindi í árs- lok 1943, og hafði það aukizt um 67 bindi. Undiamfiarin ár hefir safnið mjög. liítið eignazt af bókum á Niorðurlandaimláiiuim og . þýzku, og veldiur styrjöldin því. Hins vegar hefiir það eignazt margt eniskra bóka. Ber þar ekki sízt að geta bólkagjafa British Gounc iil, siem getfið ‘hafir sáfninu um 400 bindi, iþar atf 377 á síðasta ári Þá var enníframur pantað all- mikið af bófeum fré Englandi á ‘ siíðastliðnu ári, samtovæmt sér- stakri fjárveitingarbeimild, en aif ‘því satfni er allimikið ókomið. — Atf prentuðlum bókum voru safninu gefin samtals 551 bindi, auk skyldiueiintaka, og 60 bindi af handritum. Um starffsemi Lan'dlstoókasafns ins sagir m. a. í fonmiáia ritauka skrárinnar: ,,Styrj aldarárin hafa orðið L.andislbóikaisafninu erfið á marga lund, bamlað starfsemi þiess og himdrað eðíliiegan vöxt þess í ýmsum greimum. Úr þeSsu mun rætast að niokkru, er ófriðn um lýkur. En þá kemur að því, siem nú er örðugast við að eiga og þá verður með öllu óþolandi en það eru húsnæðisvandræðin. Er torvelt að sjá, hvernig unnt verður að halida safninu og starf semi þess í iþolan'legu horfi hin næistu ár nema mijög bráðliega verði veruileg bót ráðin á þéss- um vanda.“ Sjómena í Eyjum höða verfcfall á síld- veiðlskipum. 4. JáSí, ef samsiiragar hafa þá ekki tekizt TVÖ síéttarfélög sjómanna í Vestinannaeyjmn, Sjó- mannafélagið Jötunn og Vél- stjórafélag Vestmannaeyja, fóru fyrir nokkru fram á breytingar á hlutaskiptakjörum síldveiði- sjómanna. Hafa samningaumleit anir farið fram að undanförnu milli þessara félaga annars veg ar og útvegsbændafélags Vest- mannaeyja hins vegar. Samningar hafa enn ekki tek izt, og hafa sjómenn boðað verk fall við síldveiðiskipin frá há- degi þriðjudaginn 4. júlí næst- komandi, ef samningar hafi ékki náðst fyrir þann tíma. Alþýðublaðið kemur ekki út á morgun, vegna skemmtiferðar starfsfólksins út úr bænum. . ' • O

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.