Alþýðublaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐ!$% Þegar sálin speglast í frjólhnappsins daggarauga Grænn safi blómsins — „ismarnir“ og ,,reseptin“ — Get um við orðið frjáls? tf G SAGÐI YKKUR að ég væri farinn í sumarfrí — og hvers vegna má ég ekki skrifa bréf úr sumarfríinu eins og svo margir gera? — Og ég vil skjóta þvi hér inn í að ég yrði mjög glaður yfir því að fá bréf frá ykkur, þar sem þið segðuð mér frá ykkar sumar- fríi. Ég man hvað mé þótti gott að fá bréfið frá ungu konunni í fyrra sumar úr sumarfríinu henna. ALLT AF, þega ég fer í sumar- frí tek ég með mér úrvalsljóð Ein- ars Benediktssonar. Ég er svo sér- vitur að mér finnst ekkert skáld jafnast á við Einar Benediktsson. Það er sama hvað maður les hann oft, allt af fær maður nýja and- lega næringu við lestur ljóða hans — og aldrei, hygg ég, að úrvals- Ijóð hafi verið jafn vel valin og þessi litla bók, sem Jónas Jónsson tók saman. ÉG LÁ út í skógi einn morgun- inn snemma. Það var rok og vind- urinn þaut í laufinu, en undir krónum trjánna var hlýja. Fugl- arnir flugu grein af grein og sungu — drottinn minn dýri hversu feg- urri var ekki söngur þeirra, en síma hringingarnar heima! Grænir og gulir maðkar skriðu um jakkann minn, sem ég hafði lagt frá mér og fiðrildi settust á brjóstið á mér, þar sem ég lá með hendur undir hnakka. Himininn var alveg tær. Þar sá ekki skýhnoðra. ÉG HEF ÁÐUR skrifað ykkur um náttúruhungrið, sem kvelur okkur borgabörnin, en sveitafólk- ið hlær að af því að það hefir aldrei kvalist í því. Ég sleit lítið laufblað og marði það milli fingra minna — og þeir urðu grænir og votir af safa þess. Þessi safi saddi hungur mitt — og svo mun einnig fara fyrir ykkur — og um leið og ég hvíldi augun við þennan græna safa, datt mér í hug trúarskoðun Einars Benediktssonar og mér fór eins og honum: „Blaðvarir hvísla svo hljótt þitt mál. Ég hallast að bikarins lifandi skál“. í KVÆÐINU „Slútnes“ kemur þessi trúarskoðun Einars, að ég hygg, einna best fram: „Um greinar og stofn renna straumar hljóðir. Ég streyma þá finn um mínn eigin barm, og veit, að þeir kvika um víðisins arm. Svo vítt þeir renna sem sólirnar brenna. Þeir bera minn hug yfir hnattanna sund og hefta rninn fót við þessa grund. — Þeir ólu þá jörð, sem er vor móðir, ósýnilegir, sterkir og hljóðir. Ég veit að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt, dauðleg, eilíf og ótal-þætt um afgrunns og heimins slóðir“. ÉG IIRISTI frændur mína, maðkana, af jakkanum mínum og færði hann svolítið til, en aðrir komu í þeirra stað og vildu kynn- ast þessari furðulegu flík frænda síns. Ég blakaði við fiðrildinu af brjósti mér og iþað greip til flugs- ins, stríddi mér með því að flögra um stund yfir nefi mínu og sett- ist svo aftu á sama stað. Og svo kom könguló vefandi vef sinn úr grein bein't uppi yfir mér og stefndi á munn mér. Ég reis upp í ofboði, greip tág úr trjárót, sleit vefinn — og það fór hrollur um mig. Ég færði mig um set, en þar var svolítið af votri mold — og ég varð óhreinn. — Svona er baráttan innan sömu ættarinnar! EN SVO VAR friður saminn. Ég leyfði möðkunum að skríða um jakkann minn og skifti mér ekki af fiðrildunum. Ég sleit upp strá og stakk því upp í mig og fór að hugsa um stríðið — á malbikinu heima í Reykjavík! Það féll í hug minn, hversu óumræðilega broslegt allt það „bösl í hnasli“ og „sýsl í rusli“ væri. Hversu hlægilegt það væri þegar menn þættust geta með allskonar ,,ismum“ búið til eitt alls herjar ,,resept“ um allt líf okkar mannanna. EINAR BENEDIKTSSON segir í þessu sama kvæði: „Mér finnst eins og speglist fjötruð sál í fró- hnappsins daggarauga". — Svona erum við. Við erum, hvernig sem við látum, fjötruð sál í frjóhnapps ins daggarauga. Ef við gætum leyst okkur og verið náttúruleg — eins og við erum innst inni, ef við gæt- um smeygt af okkur hélsi tildurs og annarlegra töfra, þá yrðum við fjáls og engu háð öðru en náttúr- unni, sem er siðmenntuð í eðli sínu. i I Hannes á horninu. 'I Unalingar vantar okkur frá mánaðamótum til að bera blaðið um Barónsstíg og Miðbæinn. Alþýðublaððð. — Sími 4900. Síðan í byrjun 18. aldar, að Bretar náðu, í spánska erfðastr ðinu svonefnda, fótfestu í Gí- braltar á suðurodda' Spánar, við hina þýðingarmiklu siglinga eið um sundið milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs, hefir þessi klettur og höfnin undir honum • erið einn af hornsteinum hins brezka sjóveldis. Myndin, sem hér birtist af klettinum við Gíbraltar er tekin af þilfari kana- díska herskipsins „Prinee jEol ert“ á leið gegnum Gíbraltarsund. Eina af fallbyssum skips- ins ber á myndirni yfir hamravígið. f-l UGMYlNDIN um skilyrðis- lausa uppgjiöf einnar þjóð- , ar fyrir annarri var óþekkt fyr- j iribæri Evrópu vorra tiíma, unz : Hitler tók hana upp í herför sinni svo að segja um allt meg- inland álfunnar. Myndi það vera hyggilegt af bandamön'n- um að taka upp þessa hugmynd nazista, þegar Þýzkáland hefir verið ofurliði borið? !Skilyrðislaus uppgjöf mun ífyrst hafa komið til sögu á dög- um 'borgarastyrjáldarinnar í Ameríku. En þar var þýðing hennar þó allt önnur en hún er nú. Engri hinna mörgu styrj- alda, sem háðiar hafa verið í Evrópu, hefir lyktað með ski-1- yrðislausri uppgjöf eins og hún þekktist í borgarastyrjöldinni í Ameríku. Styrjaldirnar í Evrópu hafa sem sé verið háðar af fram- andi ríkjum, sem svo hafa sam- ið frið, þegar úrslit vopnavið- skiptanna hafa verið ráðin. Frið arskilmálarnir hafa stundum verið harðir kostir, stundum vægir fyrir hirin sigraða aðila, en þeir hafa alltaf — að form- inu til að minnsta kosti — ver- ið samningsatriði. Engin þjóð í Evrópu eða | bandalag þjóða getur fallizt á kröfu annarrar þjóðar um skil yrðislausa uppgjöf nema að hún verði inntimuð í ríiki sigurveg- arans, því að skilyrðisllaus upp- gjöf hllýtur að þýða það, að hinni sigruðu þjóð verði stjórnað af hinni sigrandi. iSkilyrðislaus uppgjöf hlyti að hafa það í för með sér, að stjórn hinnar sigr- uðu þjóðar yrði héð stjórn hinn ar sigrandi. — Hún hlyti og að koma í veg fyrir það, að hin sigraða þjóð ætti þess nokkurn kost að hafa áhrif á friðargerð- ina eða samja um samvinnu og viðreisn að styrjöldinni lokinni. iÞað er skiljanlegt, að borg- arastyrjöldin í Ameríku, er lauk með einhverri giftusamlegustu friðargerð, sem veraldarsagan kann frá að greina, muni verða til þess að kenna Ameríkumönn um hvernig korna sfculi fram við erient ríki, er þeir háfa átt í styrjöld við og borið ofurliði. Riússar hafa borið fram kröfuna I' um skilyrðislausa uppgjöf Þýzka REIN ÞESSI birtist í brezka stórblaðinu The Observer og f jallar um kröf-1 una tun skilyrðislausá upp- j gjöf af hálfu Þjóðverja. — i Eru þar leidd rök að því, að . óskynsamlegt sé af banda- j mönnum að bera fram slíka ' kröfu, því að skilyrðislaus uppgjöf hlyti að valda því, að Þjóðverjar hygðust á hefndir auk þess sem krafan um hana torveldi frjálslynd- um mönnum þar í landi að steypa Hitler og stjórn hans af stóli. lands, og þeir hafa lýst því yfir, að skillyrði uppgjaifarinnar myndu verða hörð. En Rússar hafa líka oft komizt þannig að orði, að þeir krefðust Bkilyrði'S- 'laiusrar uppgjafar „Hitlers- þýzkalands,“ en það er raun- verulega sama og segja, að þeir semji aldrei frið við Hitler. Stal ín hefir kornizt þanndg að ofði, að þýzka þjóðin og þýzka ríkið verði áivalt til, meðan Hitlerarn- ir komi og íari. Þessi afstaða er og skiljanleg. Aiftur á móti er örðugra að skiilja afstöðu Breta. Bretar eru taldir snillingar í því að koma á sættum, og þeir hafa iðulega sannað það, að þeir kunna að semja frið, er sé til fyrirmynd ar. Þó kreifjast þeir skilyrðiis- lauisrar uppgjafar af Þjóðverj- um, sem er það sama o« setja þeim kosti, er engin þjóð getur á fallizit, því Winston Churchill hefir lýst því yfir, að Þjóðverj- ar geti ekki höfðað til Atlants- háfissiáttmiáilans. Það virðist vera þrjár ástæð- ur fyrir afistöðu Breta. í fyrsta lagi hafa þeir leyift sér að sannfæra sjá'lfa sig um það, að það sé þeirra verk að rafisa eða mennta óvini sína. Bretar eru staðráðnir í því að láta vítin sér að varnaði verða ■ og koma í veg fyrir það, að Þjóð verjum takist enn einu sinni að kalla ógn og eyðingu nýrrar styrjáldar ylfir þjóð-ir heimsins. En raunverulega heyja Bret- ar ek.ki styrjöld við Þjóðvérja til þess að gera þá að betri mönnum. Nýrri menntun verð- ur því aðeins á komið, að Þjóð- verjar hafi þær framkvæmdir sjáilfir með höndum. Bretar heyja styrjöldina fyrst og fremst tifl þess að koma í veg fyrir nýja styrjöld og árásir af hálfu Þýzkalands. Bretar eru þjóð í bandalagi við aðrar þjóðir, sem berst fyrir hagsmunum og hug- sjónum sínum og hinna samein- uðu þjóða og varðveizlu þeirra grundvállakenninga, er þeir telja mest um uert, að séu í heiðri hafðar. Þegar þeir semja frið við óvininn, hijóta Bretar því að leggja meginóherzilu á það að tryggja þessa hagsmuni og þessar grundvallarkenningar sem bezt. Þeir hljóta að koma á friði, er verði treystur og tryggður þannig, að mannkyn- ið þurfi ekki að lifa í ógn og ótta um hel og hildi í framtáð- inni. Þegar að því kemur, að herir Þjóðverja hafi verið gersigraðir og efnt verður til friðarráð- stefnu, bíður bandamanna mik- ill vandi. Margir stríðsglæpa- menn Þýzkalands hljóta að láta - líifið. Bandamenn Breta, sér í lagi þeir, sem hafa orðið að flýja lönd sín vegna hernáms Þjóð- verja, munu krefjast þessa, og Bretar hljóta að taka undir þá knöfu þeirra. En þegar ákveða skal' framtíð þeirra Þjóðverja, sem lifa skulu, ber að gera það með Miðsjón af hagsmunum al'lra þjóða Evrópu. — Bretar og þær hljóta að telja það hags- muni sína, að'Þýzkaland verði friðsamur nágranni í framtíð- inni, sem hyggiist ekki á rán og gripdeMdir en lifi í sátt og friði við aðra. Það er mikið efunar- mál, að það séu hagsmunir Breta, að Þjóðíverjar telji sig hafa verið felMa í fjötra og lifi í katri og hefndarhug. Það er áneiðanlegt, að iþað eru ekki hagsmunir Breta, að Þýzkalandi Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.