Alþýðublaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 4
Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- ’ ýöunúsinu vió II , tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lp_sasölu 40 aura. I Alþýðuprentsmiðjan h.f. r___ Það flaustursverk, sem haft var á lýðveldis- stjórnarskránni á alþingi í vet- ur, vakti óánægju um allt land, eins og berlega kom í ljós bæði í ræðu og riti um það bil, er stjórnarskráin var afgreidd. Margir höfðu vænzt þess að jafnframt stofnun lýðveldisins færi fram gagnger endurskoðun á hinni gömlu stjórnarskrá, sem er í mörgu orðin úrelt; að að í stjórnarskrá " lýðveldisins yrðu þegar í upphafi sett ákvæði til tryggingar ekki að- eins almennum mannréttindum, svo sem trúfrelsi, málfrelsi, samtakafrelsi og jöfnun kosn- ingarrétti, heldur og réttinum til vinnu eða opinberra trygg- inga og þar með til efnalegs og félagslegt öryggis fyrir alla einstaíkilinga þjóðfélagsins, í samræmi við kröfur tímans. En öllu slíku var skotið á frest, og því við borið, að sam- kvæmt viðbóiarákvæðinu við gömlu stjórnarskrána frá 1942 vaéri í þetta sinn ekki hægt að breyta neinu öðru í henni en því, sem beinlínis leiddi af því, að stjórnskipulagið breyttist úr konungsdæmi í lýðveldi. Þó leyfði alþingi sér, að nota tæki- færið tiil að skerða æðsta valdið þannig, að forseti lýðveldisins var sviptur öllu synjunarvaldi gagnvart lögum, afgreiddum frá alþingi, sem konungur hafði þó að fonminu til alltaf haft, þó að það hefði um áratugi ekki komið fyrir að því væri beitt, og varð sá verknaður alþingis til að magna óánægjuna með af- greiðslu stjórnarskrárinnar enn þá meira, og það því fremur, sem þjóðinni skildist, að hér væri beinlínis vegið að henni sjálfri, eftir að búið var að á- kveða, að forsetinn skyldi vera þjóðkjörinn. Má í því sam- bandi geta þess, að innan þings íhéllt Alþýðuflokkurinn uppi harðri mótspyrnu gegn svo mikilli skerðingu hins æðsta valds; hann vildi tryggja fof- setanum frestandi synjunar- vald, þ. e. vald til þess að fresta framkvæmd laga, sem ágrein- ingur væri um milli hans og alþingis, þar til þjóðaratkvæði hefði skorið úr. * En þrátt fyrir þánægjuna með afgreiðslu lýðveldisstjórn- arskrtárinnar, vildu fæstir verða til þess, að rjúfa þjóðar- eininguna um stofnun lýðveldis ins með því að greiða beinlínis atkvæði gegn stjórnarskránni. Mönnum var og réttilega bent á það, að með því að greiða at- kvæði gegn henni, væri í raun- inni greitt atkvæði gegn sjálfri lýðveldisstofnunni, að minnsta kosti á þessari stundu. En þar að auki var lofað af þingflokk- unum, þegar gengið var frá lýðveldisstjórnarskránni á al- þingi í vetur, að gagnger end- urskoðun hennar skyldi hafin Frh. á 6. síðu. ALÞYÐUBLAÐIÐ Snæbjörn Jónsson: Aldarafmæli Símonar Dalaskálds SÍMÖN DALASKÁLD er fæddur 2. júlí 1844 og á því aldarafmaöli á morgun. Mun útvarpið ætla . að helga kvöldið minningu hans, og mundi Matthías Jochumsson hafa talið slíkt að maklegleikum gert, því að á- vallt hélt hann skildi fyrir Símoni og kvað loks um hann þau erfiljóð, sem ein mundu hinu nafnfræga alþýðuskáldi ærinn minnisvarði. En annars var það um áratuga skeið lenzka, að hnjáta í Símon og lít- ilsvirða hann. Með því hugðist hver væskill geta miklað sig. Sú tíð er nú liðin og er það vel. Um 1890 var þessi vísa kveð- in um Símon: Fær oft Símon hugann hresst, Hómer Skagfirðinga; hrærir gígju Braga bezt blómið hagyrðinga. Það gerði sá vitri og ágæti mað- ur séra Jón Magnússon á Mæli- felli, sem 1897 lýsti honum þannig: „Símon er, eins og menn vita, einn af nafnkunnustu íslending- um, sem nú eru uppi, og nafn hans mun lengi lifa, þótt skift- ar kunni að verða skoðanir um það, í hve miklum metum það verði haft. Það er samt enginn efi á því, að Símon hefir að vissu leyti góðar gáfur, af- bragðs minni og fróðleiksfÖng- un, þótt hann fráleitt hefði nokkurn tíma getað límt sig niður við neitt sérstakt sem sannur vísindagrúskari. Það má alls ekki mæla Símon sem skáld á sama mælikvarða og mennt- uðu skáldin, því að það er ann- að að hljóta gott uppeldi og næga menntun, eða vera upp- alinn á sama hátt og Símon. Stórt hugsjónaskáld hefði Sím- on aldrei getað orðið, en ekki skortir hann næmar og glöggar tilfinningar, hvorki fyrir því, sem gott er, og enn síður fyrir hinu, sem miður fer, eða skop- legt er, og mundi heimurinn ís- lenzki hafa fengið marga ókropp aða hnútu hjá honum, ef hann hefði notið sín .Mælskur er hann upplagi, svo að þar getur aldrei þrot á orðið, og margur, sem er að stríða við að yrkja, fengi aldrei fullþakkað, ef honum veitti eins 1 é 11 og Símoni að koma Ijóðum sínum saman. Ef hann hefði ekki svo hrapallega skort öll andleg lífsskilyrði, skal ég ekki segja nema honum hefði í ýmsu svipað til skálds- ins gamla í Öxnadalnum; en nú má Simbi karlinn sætta sig við, þótt örlögin hafi látið mikið djúp staðfest milli hans og þeirra, sem hann undir betri á- stæðum hefði getað náð. Óneit- anlega hefir þó Símon staðið talsvert upp úr hópi mennta- bræðra sinna, verið þár að jafnaði primus inter par- es (fremstur sinna jafningja), og stytt þeim með yfirburðum sínum marga stundina, sem á- samt honum hafa farið varhluta af menntuninni.“ Símon lézt af heilablóðfalli 9. apríl 1916, og fékk sama hlut skiptið og Bólu-Hjálmar: að deyja á sveitinni og vera graf- inn á hennar kostnað. En ,,ef að við fellum þig aftur úr hor, í annað sinn grætur þig þjóðin“, og nú ríkir svo mikill bein- flutninga- og steypulegsteina- andi með forráðamönnum þjóð- arinnar, að vel má vera að sá dagur komi, að alþingi veiti fé til þess að gera hellu með nafn- inu hans og leggja hana bein- um hans til skjóls — máske enda í þjóðgarðinum á Þing- völlum. Þrír þjóðkunnir merkismenn hafa á síðustu árum ritað end- urminningar sínar um Símon, og man einn þeirra svo langt aft ur í tímann, að hann hafði kynni af Símoni um fjögurra áratuga skeið. Eru þættir þessir gagn- merkilegir og allir ritaðir af þeirri samúð, sem nauðsynleg er til skilnings, en án þess að fegra eða draga fjöður yfir þá bresti, sem voru í fari manns- ins og á verkum hans. Eru þess- ir þættir nú í prentun í bókar- formi, ásamt smærri molum, sem aðrir hafa lagt til. Það er h.f. Leiftur, sem gefur bókina út. Sama forlag hefir og látið gera úrval úr prentuðum ljóð- um Símonar. Það verk hefir éinn hinna fremstu mennta- manna þjóðarinnar unnið af stakri alúð. Verður bókin all- stór og mun reynast merkari en líklegt er að nokkurn hafi órað fyrir. Það er þannig sarmpst sagna, að stjarna Símonar Dala- skálds sé nú hækkandi, enda langt síðan vitrir menn sáu það fyrir, að sá dagur mundi koma. Má það teljast vel farið, að minningu hans er þessi sómi sýndur, því víst setti hann svip á samtíð sína. Oft var skáldskap ur hans lítilsigldur, en þó munu nú orð Matthíasar um hann fá eftirminnilega staðfestingu. Auk þess er meira en lítinn söguleg- an fróðleik að sækja í sum hinna mörgu ljóðabréfa hans, og jafn- vel í tækifærisvíisur. Hin prentuðu rit Símonar eru yfir tuttugu að tölu, öll í ljóð- um nema_ Mera-Eiríks saga og Bólu-Hjálmars s a g a . En að efni til má vafa- laust telja hana verk Símonar. Óprentað mun mikið vera til í handritum eftir hann, og sumt af því líklega ekki í svo góðum höndum sem skyldi. Ógrynni af kveðaskap eftir hann hefir vita skuld aldrei komist á pappír, en talsvert af slíku, einkum stök- um, lifr víst enn í minni m ■’ - og verður eindregið að hvetja þá, sem eitthvað óprentað kunna eftir hann, að láta ekki undir höfuð leggjast að færa það í letur. í dag má bjarga ýsmu, sem á morgun er óaftur- kallanlega glatað. Símon var sí- yrkjandi, enda segir hann svo í mansöng einum: Þeir, sem hafa á vísum vit og valdar menntir stoða, mitt sextánda mærðarrit mega á prenti skoða. TÍMINN minntist í aðalrit- stjórnargrein sinni síðast- liðinn þriðjudag á þjóðminjar okkar og þýðingu þeirra í sam- bandi við þá samþykkt alþing- is, sem frá hefir verið skýrt í blöðunum, að verja þremur milljónum króna úr ríkissjóði til að reisa veglegt hús yfir þjóð minjasafnið. Tíminn skrifar: „Á þingi því, sem nýlega var frestað., var samlþykkt að verja 3 milj. kr. til þjóðminjasafns. Þingsályktunartillagan um fjárveit ingu þessa var flutt af formönn- um allra þingflokkanna og sam- þykkt einróma af þingmönnum. Af ræðumönnum þeim, sem til máls tóku, var svo að orði komizt, að fjárveiting þessi ætti að vera einskonar morgungjöf til lýðveld- isins. Það munu víst flestir sammála um, að öllu fegurri og verðugri gjöf var ekki hægt að færa lýð- veldinu en þessa fjárveitingu til að koma upp fullkomnu þjóðminja safni. Ræktarsemi hverrar þjóðar við sjálfa sig má mjög marka af því, hvernig hún virðir fortíð sína og forfeður. Sú þjóð, sem er slitin úr lífrænu sambandi við fortíð sína og sögu, er eins og rótarslitið blóm. Hún færi ekki þá næringu, sem reynslá forfeðranna, sigrar og af- reksverk, ósigrar og mistök geta veitt henni. Hún nýtur ekki þess styrks, sem fólginn er í sérstæðri sögu hennar og menningu á liðn- um tíma. Það hefir líka verið segin saga, að áhuginn ijyrir verndun sögu- legra minja vex eða sljóvgast að sama skapi og sjálfstæðisvitund og frelsisþrá þjóðanna. Saga íslend- inga sýnir þetta glöggt. Á mestu kúgunartímunum voru söguhand- rit og aðrir þjóðlegir dýrgripir gefnir eða seldir úr landi fyrir Laugardagur 1. júlí 1944. Ka£fibollar, Djúpir diskar, Steikarföt, Kartöfluföt, Sósukönnur, Kaffikönnur o. fl. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. — Sími 4958 Útbreiðið Albvðublaðið. Haupum tuskur Húsga enaviDniistofan BaSdursgötu 30. Til sem hraðair taumlaust bjó tæp við regingjöldin óprentaður er víst þó allur meginfjöldinn. Það án efa’ ei þenki gort — því má trúa að vonum meira hefir engin ort íslands nú af sonum. Eina skáldsögu ritaði Símon. Handritið hefir bjargast og er í Landsbókasafninu. Sn. J. sáralítið verð og þótt sorglegt sé að viðurkenná það, hefir það senni- lega bjargað þeim frá glötun. Strax eftir að endurvakningin hófst á 19. öld, skapaðist ekki aðeins nýr á- hugi fyrir sögu þjóðarinnar, heid- ur einnig fyrir verndun þjóðlegra minja, athugun og varðveizlu forn- leifa o. s. frv. Fornminjasafnið og fornleifafélagið voru sett á fót nokkru áður en þingið fékk fjár- veitingavald og voru því borin upp af áhugamönnum. Þótt margt iiafi síðan verið vel gert í þeim málum, virðist þó sem áhuginn hafi farið smádvínandi seinustu áratugina og þjóðminjasafnið hefir orðið að notast við algerlega ófullnægjandi húsakynni. Sú rögg, sem alþíngi hefir nú tekið á sig í þessu máli, virðist gleðilegur vottur þess, að lýðveldisstofnunin sé meira en formið eitt, eins og stundum hefir verið talið, heldur sé hún í réttu hlutfalli við vaxandi þjóðræknis- kennd og frelsishug núlifandi kyn- slóðar. Sú vakning fyrir verndun og varðveizlu þjóðlegra og sögulegra verðmæta, sem nú er hafin, verður að reynast meira en stundarfyrir- brigði. Allir góðir menn þurfa að sameinast um að hún verði það, sem hún á hæglega að geta orðið, eða einn helzti aflvakinn, sem skilar þjóðinni lengra fram á leið til betra lífs og meiri menningar.“ Undir þetta munu allir góöir íslendingar taka. Og ótrúlegt er að nokkur telji þær þrjár milljónir eftir, sem ákveðið hef- ir verið að verja til þjóðminja safnsbyggingar, enda væri bet- ur, að sambærilegum upphæð- um hefði aldrei verið varið til þess, sem óverðugra er og þjóð- inni minni uppbygging eða sómi að. Ulsöluverð á amerískum vindlingum má ekki vera hærra en hér segir: Lucky Strike........20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Old Góld............ 20 stk. pakkir.n .... kr. 3.40 Raleigh ............ 20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Camel ............. 20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Pall Mali ......... 20 sik. pakkir.n .... kr. 4.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.