Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 2
Vitinuveitendafélagið misskildi boð „Þróftar" Verkfallið heldur áfram. ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. júlá 1944. Kaupsamningarnir á Akureyri. Almenn vinna hækk- ar úr kr. 2,24 í kr. 2,50 Stór bókmenntaviðburður: vönduð úfgáfa af Sturlungu er í undirbúningi EFTIRFARANDI upplýsingar hefur blaðið fengið hjá Jóni Sigurðssyni, fram'kvæmdarstjóra Alþýðusam- bandsins, varðandi vinnustöðvun bifreiðastjórafélagsins „Þróttar.“ Samningar Vörubílstjórafélags- ins „Þróttur“ við Vinnuveitenda- félag íslands voru úútrunnir 28. jum s.l. Samkvæmt þeim samningum var kaup fyrir vörubifreiðir í akstri innanbæjar kr. 10,11, en þar af reiknaðist sem grunnkaup bifreiðarstjórans kr. 2,50 (sum- arleyfi innifalið), og á það skyldi koma full' dýrtíðaruppbót sam- kvæmt vísitölu kauplagsnefndar oíns og hún væri á hverjum tíma. Skömmu eftir að samningur þessi var gerður setti „Þróttur“ sérstakan taxta fyrir bifreiðír með svokölluðum vélsturtum og var sá taxti allmiklu hærri en sá taxti, sem fyrr er greindur, en hefir þó almennt verið greiddur 2 s.l. ár. Þær kröfur, sem bifreiðar- stjórar gerðu nú, voru að fyrir bifreiðir allt að tveggja tonna væri greitt kr. 12,50 um klst., en fyrir bifreíðir tveggja og tveggja og hálfs tonns væri greitt kr. 15,20, enda hefðu þær vélsturtur. Af þessu átti grunnkaup bifreið- arstjóra að vera kr. 3,25. Einnig var sú krafa gerð, að ef unnið væri hjá sama atvinnurekanda og ekið 100 km. eða meir, miðað við 8 stunda vinnu eða skemmri tíma, skyldi greitt viðbótargjald samkvæmt langferðataxta „Þrótt ar“ á hvern hlaupandi km., sem fram yfir væri 100. A þeim eina fundi, er stjórn Vinnuveitendafélagsins og samn- inganefnd „Þróttar“ áttu saman, buðust atvinnurekendur til þess að greiða hækkun á kaupi bif- reiðarstjórans, sem næmi 16,6%, og hærra gjaldið því aðeins að vélsturtur væru notaðar. Um þetta varð ekkert sam- komulag og var málinu vísað til aðgerða sáttasemjara ríkisins. Samningaumleitanir fóru síðan fram fyrir milligöngu hans, en báru ekki árangur, og fékk þá Tilefnið til þessara málaleit- ana var það, að Strætisvagna- félagið taldi sér ekki fært að leggja í óhjákvæmilegan kostn- að vegna rekstursins, svo sem, kaup á nýjum vögnum, ef það ætti yfir höfði sér, að rekstur- inn yrði af því tekinn, og það án þess, að félaginu væri tryggð sala á eignum sínum. Alþýðublaðið átti í gær stutt samtal við franokvæmdastjóra stjórn „Þróttar“ heimild til vinnustöðvunar, ef samningar hefðu ekki tekizt fyrir 1. júlí, og var sáttasemjara, Vinnuveitenda- félaginu, Reykjavíkurbæ og Al- menna byggingafélaginu h.f. til- kynnt sú ákvörðun. Skömsnu áður en til vinnu- stöðvunar kom, bar sáttasemjari fram tilögu um, að samningsupp- kast1 „Þróttar“ skyldi lagt til grundvallar, með þeim breyting- um, 1. að í stað kr. 12,50 kæmi kr. 11,00 og í stað kr. 15,20 kæmi kr. 14,95. 2) Að grunnkaup bif- reiðarstjóra væri kr. 3,00 um klst. í stað kr. 3,25, sem krafizt var. 3) Að viðbótargjald fyrir hvern hlaupandi km. fram yfir 100 skyldi vera kr. 0,80 fyrir minni bifreiðir, en kr. 1,00 fyrir þær stærri. Fyrir sitt leyti vildi „Þróttur“ ganga að samningum á þessum grundvelli, en Vinnuveitendafé- lagið með þeirri breytingu, að hærri taxtinn gilti aðeins þegar vélsturtur væru notaðar. Kl. um 12 á föstudagskvöld sendi „Þróttur“ það boð til Vinnuveitendafélagsins, að fél. væri reiðubúið til að gera samn- inga á 'grundvelli tillögu sátta- semjara, með þeirri breytingu, að gjald fyrir minni bifreiðir væri kr. 12,00 og kr. 14,00 fyrir þær stærri, enda hefðu þær vélsturt- ur. Þessu gátu atvinnurekendur ekki svarað um kvöldið og hófst því vinnustöðvun á laugardags- morgun. Um hádegi komu boð frá sátta- semjara um að Vinnuveitendafé- lagið hefði gengið að boði „Þrótt- ar“, en þegar til' undirskrifta kom, þóttust þeir hafa misskilið tilboðið og haldið að hærri taxt- inn ætti einungis að greiðast ef vélsturtur væru notaðar, og varð því ekkert. af samningum og heldur því vinnustöðvunin á- fram. Strætisvagnafélagsins, Egil Vil- hjálmsson. Hann kvaðst ekki vilja fjölyrða um þetta mál á því stigi, sem það væri nú. Bæjarstjórn tæki nú endanlega ákvörðun í þessu máli, sem verið hefði helzt til lengi á döf- inni hjá bæjarráði, og að því búnu myndi Strætisvagnafé- lagið gera nánari grein fyrir afstöðu sinni. EINS og frá var skýrt í blað- inu á laugardaginn, náð- ust samningar um kaupgjald á Akureyri fyrir atbeina sátta- semjara, Þorsteins M. Jónsson- ar. Nánari upplýsingar um samningana liggja nú fyrir og eru sem hér segir: Kaup i almennri vinnu 'hefur hækkað úr kr. 2.24 í kr. 2.50. Skipavinna var áður greidd með kr. 2.46, en hækkar í kr. 2.60. Vinna við kol, salt og sement var áður greidd með kr. 2.70, en hækkar í kr. 2.90. Kaffitím- ar voru ekki greiddir á Akur- eyri samkvæmt eldri samningn um og verða það heldur ekki framvegis. Samningsaðilar á Akureyri voru annars vegar Verkalýðsfé- lag Akureyrarkaupstaðar og hins vegar Vinnuveitendafélag Akureyrar, félag byggingameist ara og Kaupfélag Eyfirðinga. fr.i wTja Rússneska Ijósmynda- sýningin opnuð í gær. T GÆRDAG kl. 2 eftir há- * degi var opnuð rússnesk Ijósmyndasýning i. Lista- mannaskálanum við Kirkju- stræti. Er þarna til sýnis fjöldi ljós- mynda frá orustunum um Stal- ingrad. og Leningrad, svo og ýmsar aðrar rússneskar ljós- myndír; einkum mannamyndir. Eins og menn muna, voru bardagarnir um áðurgreindar borgir einir þeir hörðustu, sem h'ingað til hafa verið háðir í þessari styrjöld, en lauk loks með því að borgirnar voru leystar úr umsátri. Gefur sýning þessi nokkra hugmynd um það ástand, sem ríkt hefir í þessum borgum tíma þann, sem orusturnar stóðu yfir og eyðileggingu þá, sem þar hefir orðið. Fjöldi gesta var viðstaddur opnun sýningarinnar, bæði er- lendir og innlendir. Rússneski sendiherrann, Krassilnikov, bauð gestina velkomna og hélt stutta ræðu af tilefni sýningar þessarar. Sýningin verður opin fyrir almenning til 7. þ. m. frá kl. 1 til 11 síðdegis alla dagana. 7500 kr. gjöf til sfyrkf- arsjóðs ekkna og mun aðarlausra barna ís- jenzkra lækna. AUK þeirra 16500.00 króna, sam Þ, Scheving Thor- steinsson lyfsali gaf í minning- arsjóð um föður sinn, í tilefni af starfsafmæli sínu og áður hefur verið getið, gaf hann 7 500.00 kr. til Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna, t'il minningar um 74 látna íslenzka lækna og eina læknisfrú, móður sína, frú Þór- unni Thorsteinsson. Læknarnir eru taldir upp með nöfnum. — Meðal þeirra er Bjarni Pálsson landlæknir, en hann er eins og kunnugt er, stoínandi Reykja- víkur Apóteks. Strætisvagnarnir Bæjarráð vildi ekki fallasf ár að bærinn (æki að sér reksfurinn Og það vildi ekki heldur veita Strætisvagna- félaginu 10 ára sérleyfi. STRÆTISVAGNAFÉLAGIÐ fór fram á það í vetur, að gert yrði annað af tvennu: Því veitt sérleyfi til reksturs síns aæstu tíu árin eða bærinn keypti eignir félagsins, vagna, hús o. fl. og tæki reksturinn að sér. Hvorttvegja þessari málaleitun var hafnað á fundi bæjaráðs nú fyrir helgina. Hún á að verða í tveimur bindum, prýdd sæg mynda af sögustöðum og uppdráttum til skýringar. TVT Ý, vönduð útgáfa af'' * Sturlungu er nú í undirbúningi og er það Magnús Jónsson prófessor, sem hafizt hefir handa um að gera þetta fræga sögurit fáanlegt á ný fyrir almenn- ing, en með honum vinna að útgáfu þess hinir ungu og efnilegu fræðimenn Magnús Finnbogason menntaskóla- kennari og dr. Jón Jóhannes- son prófessor. Tíðindamaður Alþýðubláðsins hitti í gær Magnús Jónsson pró- fessor að máli og spurði hvað liði hinni nýju útgáfu. „Verið er nú að vinna að út- gáfunni,“ segir Magnús Jónsson, „og annast Magnús Finnbogason menntaskólakennari undirbún- ing textans. Verður hin vísinda- lega, stafrétta útgáfa Kr. Kaa- lunds lögð til grundvallar, en fyr- irsagnir settar á hinar einstöku sögur sáfnsins og reynt að greiða úr textanum, þannig, að frásögn- ig verði sem ljósust. Dr. Jón Jóhannesson, hin al- kunni sagnfræðingur og ættfræð ingur, er gegndi prófessorsemb- ættinu í sögu við Háskólann s.l. vetur, hefur aðalumsjón með út- gáfunni og gerir skrár um nöfn og fleira, til þess að gera lestur sög- unnar sem auðveldastan. Er það trú mín, að af því sé mikils að vænta, og engum núlifandi Is- lendingi betur til þess trúandi að vinna þetta verk betur. Þá gerir hann og skrár um viðburði og tímatal, er gera auðvelt að átta sig sem bezt á frásögninni.“ — Hver er helzt tilgangurinn með þessari útgáfu? „Hann er sá, fyrst og fremst, að fá verulega vandaða almennings- útgáfu af þessu mikla sagnaverki. Sturlunga mun nú ekki vera til á bókamarkaðinum, og engin út- gáfa hefur enn komið, er veru- lega hentug geti talizt. Er þetta mikill skaði, því að ekkert sagna- verk íslenzkt hefur verið gert, er jafnist á við Sturlungu á því sviði, sem hún .er. Hér eru samtíma frá- sagnir gerðar af meistarahönd- um. Saga þriggja kynslóða líður eins og sýning á tjaldi fyrir aug- um lesandans.“ — Verður útgáfan í mörgum bindum? „Hún verður í tveim stórum bindum, prentuð með skýru letri og prýdd sæg mynda af sögu- stöðum, en uppdrættir verða eft- ir því, sem þarf til þess að við- burðir verði ljósir og skiljanleg- ir.“ — Hvenær er von á bókinni? „Um það get ég ekki s^gt með vissu enn, því að engu verður hraðað svo, að vandvirkni rýrist við það. Hins vegar verður eng- inn dráttur á prentun eða slíku, og býst ég við að ekki verði langt að bíða þess, að fyrra bindi komi og hitt bráðlega í kjölfarið. Ég er ekki í vafa um,“ segir Magnús Jónsson að lokum, „að Sturlunga verður mikið lesin, þegar hún kemur í þessari nýju útgáfu, og ég hef þá trú, að fáir muni/lesa hana án þess að heill- ast af þeim lestri. Eg veit menn, sem lesa Sturlungu ávallt upp aft ur og aftur, jafnvel árlega. Og þegar góðir Sturlungumenn hitt- ast, þurfa þeir ekki að vera í vandræðum með samtalsefni. Sú náma er ótæmandi." Þjóðhétíðardagur Bandaríkjanna í dag. Dagskrá í Ríkisút- varpinu í tilefni af deginum. JÓÐHÁTlÐARDAGUR Bandaríkjanna er í dag og verður hans minnzt í ríkis- útvarpinu. Dr. Richard Beck prófessor flytur ræðu, Magnús Jónsson prófessor ávarp og leikinn verða tónverk eftir Bandaríkjatónskáld. í kvöld hefir hershöfðingi Bandaríkj- anna hér boð inni í tilefni af deginuin. ■4V i Þjóðhátíðardagurinn er haldt inn í minningu um sjálfstæðis- yfirlýsingu Bandaríkjanna 1776 Gja Ideyrisráðslefnan í Bretton hafin. A LÞJÓÐA gjaldeyrismála- ráðstefnan í Bretton Woods í New Hampshire kom saman á laugardag. Morgenth fjármálaráðherra Bandaríkjanna var kjörinn for- seti ráðstefnunnar. 44 þjóðir taka þátt í ráðstefnunni, sem um 500 manns sitja. 4 nefndir hafa verið kjörnar og á fulltrúi íslands á ráðstefnunni sæti í einni þeirra. FjölfflennS lýðveldis- og íþróttamól að Ferjukott. HIÐ árlega íþróttamót, sem Borgfirðingar eru vapir að halda að Ferjukoti við Hvítá, fór fram þar á laugardag og sunnu- dág s.l. og nefndist lýðveldis- og íþróttamót Borgfirðinga. Nokkuð af íþróttakeppnunum fór fram á laugardag, en sjálft lýðveldismótið fór fram á sunnu- dag. Voru þar fluttar ræður og kvæði lesin, ennfremur lék lúðrasveit á milli, og.Karlakór Borgarness. söng undir stjóm Halldórs Sigurðssonar. Prófessor Richard Beck talaði . á mótinu, ennfremur alþingis- mennirnir Bjarni Ásgeirsson og Pétur Ottesen. Þá lásu upp kvæði þeir Guðmundur Böðvarsson og Guðmundur Sveinbjörnsson. Þá fóru og fram íþróttir þær, sem eftir voru frá deginum áður. Éjöldi íþróttamanna tók þátt í mótinu, þar á meðal 30 manna flokkur frá Akranesi og um fimmtíu manns frá ýmsum félög- um í Borgarfirði og U.M.F. Skallagrími í Borgarnesi. Frti. 6 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.