Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐIB Þingvöllur — Valhöll — Nauðsyn á nýju gistihúsi þar — Nýir húsbændur — Viðleitni þeirx-a — Bílstjóri beinir fyrirspurn til þjóðhátíðarnefndar. NÝIR húsbændur hafa tekið við i Valhöll á Þingvelli. Þar héfur margt breytzt til mikilla bóta, enda ekki vanþörf á, eins og oft og mörgum sinnum hefur verið bent á hér í blað- inu. Þó er langt frá því, að enn sé fengið viðunandi gistihús á hinum sögufræga stað — í hjarta landsins. — Valhöll er gamalt timburhús og kalt, ef nokkuð er að veðri. Þó að húsbænd- urnir vilji af fremsta megni láta gest- um sínum líða vel og dekri við þá í mat og drykk, þá nægir það ekki, ef húsnæðið er ekki fullkomið. VAL.HÖLL, er alls ekki fyrir aðra en þá, sem koma þangað í heimsókn. Hún er varla fyrir fasta gesti, nema að veð- ur sé þá einmuna gott. Fólk, sem fer í sumarleyfi og vill greiða fyrir dvöl sína, vill geta dvalið í herbergjum sín- um í góðu yfirlæti, þegar veður leyfir ekki útivist. Þetta er að rrtínu áliti ekki hægt í Valhöll enn sem komið er, — þrátt fyrir hinn ágæta mat og marg- breytilega, sem nú er þar framreiddur. ÞAÐ VERÐIJR að koma upp nýtt fullkomið, veglegt gistihús á Þingvelli hið bráðasta. Það verður að hafa upp á að bjóða öll helztu þægindi nútímans og helzt að standa í sambandi við hver- ina hinum megin við vatnið. Þar þarf að koma upp gufuböðum tikdæmis og þess vegna þarf bifreið að starfa í sambandi við gistihúsið, sem gengur út til hveranna vissa tíma daglega. ÞINGVALLANEFND ræddi eitt sinn við blaðamenn um þetta nýja fyrir- hugaða gistihús og leizt mér vel á fyr- irætlanir hennar, en enn hefur ekkert orðið úr framkvæmdum. Ég veit, að hinir nýju husbændur í Valhöll eru hinir mestu fyrirmyndarmenn og tel ég mjög æskilegt að þeir verði studdir til þess að reisa hið nýja gistihús. ÞAÐ HLÝTUR að vera öllum Ijóst, að á Þingvelli verður að vera bezta g fullkomnasta gistihúsið utan Reykja- víkur. Þar verða, menn að geta dvalið í sumarleyfum sínum, þangað verða erlendir gestir að geta komið, þegar þeir heimsækja landið. Það hef- ur alltaf verið vanvirða fyrir íslenzku þjóðina, hversu ófullkomin Valhöll hefur verið — og svo er enn, þrátt fyr- ir stórkostlegar umbætur. Nú tel ég, að tími sé kominn til að hefjast handa, — mennirnir eru til -— stjórnendur Val- hallar, Þingvallanefnd og hið opinbera eiga í samráði við þá að hefjast handa um byggingu hins nýja gistihúss, þegar á næsta sumri. BÍLSTJÓRI úr Árnessýslu skrifar: „Mig langar til að beina þeirri fyrir- spurn til þjóðhátíðarnefndarinnar, — hvernig stóð á því, að bílar þeir, sem hátíðina sáttu á Þingvelli úr Árness- og Rangárvallasýslu, og höfðu stæði við Sogsveginn, skammt fyrir suð- austan Valhöll, voru látnir borga 10 króna stæðisgjald, en ekki er vitað til þess, að þetta gjald hafi verið tekið af neinum öðrum bílum, sem hátíðina sóttu? Ef þetta er ekki að fyrirlagi nefndarinnar: Hefur maður sá, sem innheimti þetta gjald, tekið það upp hjá sér, í gróðaskyni?“ ÞVÍ MIÐUR hef ég ekki haft að- stöðu til að snúa mér til þjóðhátíðar- nefndar af tilefni þessa bréfs, en ég vona, að hún gefi nægjanlegar skýr- ingar á þessu atriði. 'v Hannes á hornínu. Verzlunarmannafélag stofnaS í Eyjum O TOFNAÐ hefir verið í Vest mannaeyjum . stéttarfélag verzlunarmanna í Eyjum. Stofn endur eru inilli 50 og 60- Félag- ið hefir sótt um upptöku í Al- þýðusamband íslands...... Stjórn félagsins skipa: Guð- mundur Kritetjánslson, formaður Jóíhanin Gíslason, gjaldkeri, Blilý Guðnadóttir, ritéjri. Með- stjórnendur eru Ingibergur Jóns son og Dagný Þorsteinsdóttir. Úlsöluverð á amerískum vindlingum má ekki vera hærra en hér segir: i ■ - . Lucky Strike...20 stk. paklíinn .... kr. 3.40 Old Gold.......20 stk. pakkinn .... kr. 3.41) Raleigh ....... 20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Camel ......... 20 stk. pakkinn .... kr. 3.40 Pall Mall .....20 stk. pakkinn .... kr. 4.00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverð vera 5% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. áskriflarsínti Alþýðublaðsins er 4900. Ljónshvolpurinn og bolabíturinn. Mynd þessi er af bolabít og ljónsunga í dýragarði í Bandaríkjunum og bítur ljónsunginn í eyrað á bolabítnum. Ljónshvolpurinn er fjögurra mánaða gamall. __________________________________________________________ Leyniherinn franski. EGAR hinar amerísku og og brezku hersveitir brjót ast gegnum virki Hitlers á Frakklandi, mun þýzki herinn í sama mund verði fyrir árásum leynilega franska hersins. Þótt her þessi hafi enn hljótt um sig, telur hann milljón franskra ætt jarðarvina, sem eru reiðubúnir til þess að hefjast handa um hernaðaraðgerðir, hvenær sem er. Ég þekki franska leyniherinn af eiginraun, því að ég gerðist einn af skipuleggurum hans og liðsforingjúm þegar eftir vopna hléið 1940. Því fer alls fjarri, að hin almenna skoðun um það, að her þessi sé einvörðungu skip- aður dreifðum skemmdaverka- mönnum og leyniskyttum, hafi yið rök að styðjast. Hér er um raunverulegan her að ræða, sem telur innan vébanda sinna þjálf aða hermenn og skemmda- verkamenn og njósnara í hópi óbreyttra borgara. Her þessi hefir ítök um gervallt landið, og hann er skipaður mönnum allra stétta og allra stjórnmála- flokka. Skipulagning hers þessa hófSt, þegar þúsundir borgara og fyrrverandi hermanna lögðu^ leiðir sínar í suðurátt eftir þjóð- vegum Frakklands og hörfuðu undan hinum þýzku hersveit- um, er gerðu innrás í landið. vleðlimir f jölmargra f jölskyldna urðu viðskila hver við annan. Það var algengt, að blöðin birtu auglýsingar, þar sqm fólk aug- lýsti eftir ástvinum, sem það hafði farið á mis við. „Áríðandi. Ef þér hafið séð bróður minn, Charles Pettigny, sem var á leið inni til Chartres, þegar síðast fréttist til hans, þá gerið svo vel og senda bréf með upplýsingum í pósthólf —.“ Augíýsingar sem þessi voru algengar. Skipuleggjarar leynihersins svöruðu auglýsingum sem þess- ari eitthvað á þessa lund: „Þér eruð harmi sleginn og heimilis- laus. En styrjöldin heldur á- fram. Hefjizt handa og berjist fyrir málstað Frakklands. Tak- ið afrit af þessu bréfi og sendið það þrem vinum yðar. Gerizt hlekkur í keðju þeirri, sem mun brjóta hlekki okkar! Leynihernum jókst fljótt REIN ÞESSI, sem er eft- ir André Girard og h^r þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest, fjallar um leyniher- inn franska, sem hefir getið sér mikinn orðstír og líklegt er að komi mjög við sögu innrásar bandamanna í Frakk land. André Girard hefir sjálfur tekið þátt í starfi leýnihersins og þekkir því vel til mála þeirra, sém hann gerir að umræðuefni. fylgi og vinsældir. Skipuleggj- ararnir fvlktu saman vinum sín um, skýrðu hugmýndina fyrir þeim og vöruðu þá við hætt- unni. Og' við hvern þeirra um sig báru þeir fram sömu spurn- inguna: „Eigið þér vin, sem þér getið treyst? Sé svo, þá talið við hann og fáið hann til þess að ganga í lið með okkur“. Áhrifamenn franska hersins veittu leynihernum margvís- lega aðstoð. Samkvæmt vopna- hlésskilmálunum átti að láta Þjóðverjum öll þau hergögn í té, sem Frakkar réðu yfir, en raunverulega voru smálestir af skotfærum fluttar brott með leynd og faldar. Fjárupphæð, er nam milljón frönkum, var og komið .undan. Leyniherinn komst einnig yfir mikið af plöt- um með símasamtölum þýzkra áhrifamanna og franskra föður- landssvikara. Þeim var komið fyrir á óhultum stað, og þær munu koma að miklum notum, þegar franskir föðurlandssvik- arar verða sóttir til saka að unn um sigri bandamanna. Leyniherinn hefir búizt um í vígum uppi í fjöllum Frakk- lands, er nefnast Places d’Arm- es. Þar hefir verið fyrir [komið vélbyssum og fallbyssum, og varnarskilyrðin eru það góð, að einn maður getur varizt fjöl- mennri óvinahersveit. Þar er það Frakkland, sem aldrei hefir verið sigrað. í fyrstu var lögð meginá- herzla á það að skipuleggja sem bezt hefndarráðstafanir gegn Þjóðverjum. Frakkar höfðu gert helzt til mikið að því að myrða nazista, sem máttu sín lítils. Stúlka af tignum ættum sat til dæmis fyrir sex Þjóð- verjum í herbergi sínu og réð þeim öllum bana vegna þess að unnusti hennar hafði fallið fyr- ir vopnum innrásarhersins. Maður nokkur, sem hafði átt átta ára gamla dóttur, er dó á flóttanum undan innrásarhern- um, lagði það í vana sinn að fara út sérhverja nótt og drepa nazista. Honum hafði tekizt að fella fimmtán þeirra áður exx hann var handtekinn og tekinn af lífi. Bóndi nokkur gróf x ald- ingarði sínum átta Þjóðverja, sem hann hafði ráðið bana vegna þess, að dóttir hans hafði verið myrt. Hundruð Þjóðverja voru drepnir, en hundruð Frakka voru drepnir í hefndarskyni. Leyniherinn vildi koma í veg fyrir það, að þessar hefndarráð- stafanir gegn einstaklingum héldu áfram, vegna þess að þær hlutu að reynast til óheilla, þeg ar að því kæmi að hefja raun- verulegar og áhrifaríkar hern- aðaraðgerðir .„Þetta er bara ein föld bókfærsla,“ sagði ofursti nokkur við yfirmenn leynjjhers- ins. „Ef Þjóðverjar drepa einn eða fleiri Frakka fyrir hvern Þjóðverja, þá hljótum við að tapa á þessu. Við höfum ekki efni á slíku. Við verðum að láta allt borga sig.“ /* Þegar í öndverðu gerðu skipu leggjarar franska leynihersins járnbrautarstöðina í París að aðalbækistöð sinni. Þeir unnu verk sín í vögnunum, þegar lestirnar komu og fóru. En svo kom að því, ' að Þjóðverjarnir uppgötvuðu þetta, svo að skipu leggjararnir urðu að velja sér nýjan samastað. Samblásturs- mennirnir ferðuðust um gervallt landið. Skýrslur voru skráðar á ræmur af þunnum pappír. Þar var skráð nafn hvers nýliða, starf hans og annað slíkt, sem máli skipti, þess getið, hvort hann ætti bifhjól, svo og það, hvaða starfa hann myndi vera bezt fallin til að takast á hend- ur: skemmdaverk, flutninga eða foringjastarf. Skriffinnska Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.