Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 6
ALÞYQUBLmSSÐ 3 Þríðjudagur 4. júlí 1944. Afengisverzlun ríkisins aðvarar hérmeð viðskiptavini sína um það, að aðaflskrifstofa liennar verður Iokuð vegna sumarleyfa dagana 10.—23. júlí. Á sama tíma verður Lyfjaverzlwn ríkisins, ásamt iðnaðar- ©g lyfja- deiSd lokað af sömu ástæðum. Viðskiptamenn eru hérmeð góðfús- lega aðvaraðir um að haga kaupum með hliðsjón á þessari háífsmánað- / ar lokun. Áfengisverziun ríkisins Leyniherinn franski Frh. af 5. síöu. þessi var gerð af bankamönn- um, 6r unnu að næturlagi. Leyniherinft kom sér upp flokki manna í hverju byggðar- lagi Frakklands. Skýrslur voru gerðar, þar sem greint var frá öllum járnbrautarjarðgöngum, öllum þeim stöðum, þar sem járnbrautarlestir yrðu að hægja ferðina, öllum verksmiðjum, bif reiðarstöðvum og skipasmíða- stöðvum. Leyniblöðin voru fyrst fjölrituð, en síðar voru þau prentuð. Þau voru prentuð uppi á hánabjálkum eða niðri í kjöll urum einkum að næturlagi, og enda þótt útgáfa þeirra væri miklum erfiðleikum háð, voru þau næsta þýðingarmikil, því að þau gerðu yfirmönnum leyni hersins unnt að koma skoðun- um sínum á framfæri við þjóð- ina og láta henni nauðsynlegar upplýsingar í té. Nú munu leyni blöðin á Frakklandi vera að minnsta kosti fjörutíu að tölu, og þau hafa náð mikilli út- breiðslu. Leyniherinn sendi full- trúa sína um gervallt landið til þess að hlusta á mál fólksins, hrekja áróður Þjóðverja og ráða nýja menn í þjónustu hans. Það varð að þjálfa þær þúsundir manna, sem gengu leynihernum á hönd. Sérstakir menn, sem annast skyldu þann starfa, voru sendir heim til þeirra. Menn þeir voru mestmegnis fyrrver- andi málaflutningsmenn, skóla- kennarar og hermenn. Þeir ferð uðust einkum að næturlagi og mestmegnis fótgangándi til þess að komast hjá vörðum þeim, sem Þjóðverjar hafa á öllum vegum. Menn þessir höfðu námskeið með tveim mönnum í senn. Mesta áherzlu lögðu þeir á það, hversu vinna skyldi hverskonar skemmdaverk. Einnig kenndu þeir hvers konar. vopnaburð, sem ástæða var til að ætla að koma kynni hlutaðeigendum að notum. * Leyniherinn franski er geró- líkur öllum öðrum herjum heimsins. — Hann nýtur for- ustu mikilhæfra manna, sem margir hverjir voru, áður fyrr herforingjar í her Frakka. Her- foringjaráð hans hefir sér til að stoðar tuttugu héraðaráð, en yf- irstjórn þéirra hvers um sig er í höndum liðsforingja, sem dveljast aldrei lengur en átta til tíu daga á hverjum stað í það og það skiptið. Tíu stundum áður en einhver þessara liðsfor ingja kemur í heimsókn til ein- hvers-staðar, sendir hann full- trúa sinn á undan sér til þess að sannfærast um, að engin hætta sé á ferðum. Leyniherinn þarf ekki að kvarta yfir því, að franska þjóðin veiti honum ekki hverja þá aðstoð, er hún má, þótt það sé raunar dauða- sök samkvæmt þeim lögum, sem Þjóðverjar og handbendi þeirra hafa á komið. Hinir raunverulegu hermenn eru ungir menn og hraustir, flestir þeirra innan við fertugt. Starf þeirra krefst taugastyrks og viljafestu. Þetta Vigfús Guómimdsson frá Engey: Fyrsta forsetakjörið. SÍÐAN kosinn var lýðveldis- forseti íslands, er kjör þetta almennt umtalsefni. í við tali við ýmsa mæta menn, hefi ég engan heyrt mæla bætur ó- samkomulagi þingmannanna. Flestir telja það nýtt hneyksli þessa þings og núverandi þing- manna, að opinbera svo greini- lega sundrungaranda sinn og ráðríkishneigð, frammi fyrir allri þjóðinni — útlendum gest- um og öðrum þjóðum — á mesta hrifningar- og hátíðisdegi henn- ar. Eigi spáir það góðu um sam- komulag flokka og afrek nú- verandi alþingis til alþjóðar- heilla, að slík kosning: 15 þing- menn kjósa engan forseta og 5 kjósa mann, sem efast má um að nokkrum manni utan þings hafi komið til hugar að kosinn yrði í forsetastöðu. Jafnt fjnrir því, þó að hann sé vel þekktur maður, góður og gegn í stöðu , sinni. Ef þjóð vor ætti völ á nokkr- um mönnum, sem væru jafn hæfir, vinsælir og þekktir út á við, þá væri ekkert við því að segja þó að atkvæði dreifðust milli þeirra. Eðlilegt væri þá og sjálfsagt, að hver þingmaður færi eftir sannfæringu sinni. En ég hygg, að nú sé enginn maður hér á landi jafn fjölhæf- ur til forsetastöðu og sá, sem kosinn var. Að því leyti má þjóðin öll fagna kjörinu og þakka þeim, er þannig kusu. Fagna því og þakka það, að í þetta sinn varð þjóðárheill hlutskarpari en sérdrægni og flokkafjötrar. Enginn annar en forsetinn, hr. Sveinn Björnsson, hefir ver- ið jafn lengi sendiherra íslands í -öðrum löndum. Enginn annar íslendingur, sem nú er uppi, kynnzt í slíkri stöðu jafnmörg- um þjóðum og þjóðhöfðingjum, bæði á Norðurlöndum, Suður- löndum (ítalíu, Spáni og Þýzka landi) og Vesturlöndum Eng- landi og Bandaríkjunum), Jafnframt því að læra störf, siði og kurteisi, sem hæf- ir svo hágöfugu embætti, hefir forsetinn hvarvetna unnið sér og þjóð vorri hylli og vinfengi með gaumgæfni sinni, hyggind- um og prúðmennsku. Og svo eigi siður út á við í ríkisstjóra- embættinu. Hvað heldur þjóð vor nú, að aðrar þjóðir og þjóðhöfðingjar hefðu hugsað, ef þingið hefði frákastað þessum ágæta og al- kunna manni og tekið í staðinn mann, sem fáir hefðu V-1-’ sinni að nafni? Heldur þjóðin að það hefði orðið til þess að bæta samkomulagið við aðrar þjóðir, eða auka álitið á voru nýja lýðveídi? Ég segi nei og aftur nei. Vonandi verður það þjóð vorri líka til hamingju, að á næsta vori á hún sjálf að kjósa forseta sinn, óháð duttlungum þingsins í því efni. En vanræksla og misnotkun eru menn, sem láta sér hvorki bregða við sár né bana. Skemmdaverkamennirnir eru hins, vegar oft aldraðir menn, konur og unglingar. Starf þeirra er mjög mikilvægt, og miklar hættur ægja þeim. En við starfa þeirra skiptir út- sjónasemi og kænska meira máli en kraftar og líkamsburðir. Sér hvert skemmdaverkanna , er vendilega undirbúið og skipur lagt, og iðulega hafa liðsmenn leynihersins og skemmdaverka- mennirnir samstarf með sér við framkvæmdir, sem krefjast margra manna. atkvæða við forsetakjörið nú, á heilagri stundu og stað, svo að segja frammi fyrir víðri veröld, er sá blettur í þingsögu vorri, sem aldrei verður þveginn hreinn. Og tilefnið? Engan veit ég hafa borið sakir á fyrrver- andi ríkisstjóra. Enda mun að- alorsökin vera einkabréf hans til alþingis, með yfirlætislaus- um og lýðræðislegum tillögum, sem ekki áttu samleið með stefnu og kröfum þingsins. Til- lagan gekk að vísu — eftir því er sumum skildist — í áttina til samkomulags við Dani um sam bandsslitin. En var það nokkur goðgá eða efni til þykkju og langrækni eða lítilsvirðingar, þó að hann, sem áratugum sam- an sat í vinsamlegu samneyti við Dani, vildi líka aðskilnaðinr. vinsamlegan á báðar hliðar? Þar að auki er kona hans, for- setafrúin, dönsk að ætt og báð- um þjóðunum jafnt til heiðurs og sóma. H'eyrt hefi ég það hjá mörg- um, að þeim — eins og mér — finnist meira vert um góðan undirbúning og öruggan grund- völl lýðræðisins, en um sam- þykktardaginn. Meira vert um virk samtök og viturleg ráð út úr ógöngum dýrtíðar og fjár- glæfra en virðulegar veizlur, glaum og gleði út í óvissuna og sundrungina. Meira vert en að fljóta sofandi að feigðarósi, að sameinast á öflugum verði gegn rússneska einveldinu, sem kom- múnistar hafa alltaf verið að gróðursetja hér og nú opinber- lega auglýst í þinginu, með nýju þ j óðarhneyksli: fyrirlitning stjórnar og þjóðar Bandaríkj- anna, styrkustu stoð og hjálpar- hellu þjóðar vorrar. V. G. Söng Smávina var vel fangað hér í bænum. O ARNAKÖRINN „Smávin- ir“ frá Vestmannaeyjum, sem hér hefir"dvalið að undan- förnu, hélt söngskemmtun í Tjarnarbíó á laugardaginn var, og í Gamla Bíó á sunnudaginn kl. 1.30. Var kórnum tekið mjög vel af áheyrendum, og varð að endurtaka mörg lögin. Söngstjóri kórsins er Helgi Þorláksson. Síðastliðið föstudagskvöld sat kórinn boð hjá „Sólskins- deildinni11 i Tjarnarkaffi, þar sem kórarnir skiptust á söng. í þessu samsæti útbýtti Guð- jón Bjarnason, sörjgstjóri Sól- skinsdeildarinnar verðlaunum til þeirra barna, sem starfað hafa samfleytt í Sólskinsdeild- inni í þrjú ár, og ennfremur, til þeirra, sem bezt hafa sótt söngæfingar í vetur. Þá var og happadrætti um 2 gítara, sem meðlimir Sólskinsdeildarinnar drógu um, og hlutu þá, tvær litlar stúlkur úr kórnum. Munu „Smávinir“ nú vera á förúm héðan úr bænum ein- hvern næstu daga. Bifreið veltur. Á sunnudaginn var valt vörubif- reið út af veginum frá Grindavík og mölbrotnaði. Tveir menn voru í bifreiðinni, og sluppu þeir að mestu ómeiddir. Þó var farið með bifreiðarstjórann til læknis í Keflavík, en meiðsli hans voru samt sem áður ekkert hættuleg. Um dagimog veginn Framhald af 4. síðu. undanfarið einnig boðið okkur fegurð og list skálda og lista- manna — leikrit góðskálda. Það er að vísu ekki nóg að leikstjórn og leikur sé prýðilegt, þegar á- horfendur eru að týnast inn um dyrnar með sælgætispokana skrjáfandi, fram eftir allri sýn- ingu, eða þegar áhorfendur hlæja á sorglegustu stöðum sorgleiksins. Það kemur upp um okkur og truflar sýninguna. Það er fróð- legt að athuga aðstöðu kvenna til lífsins í leikritum beztu skálda um aldamót. Lífsmyndir Ibsens eru glöggar og sígildar. Björnson er öðruvísi, erfiðara að greina manngildið bak við glæsileik formsins. Hann lýsir Paul Lange sem göfugum manni, sem tekur sér þá hvíld, sem umhverfið virðist ekki skilja að hann þarfn- ast. Líkt og Stefan Zweig, senni- lega of óþolinmóður að bíða þess eina, sem alvég er , víst að kem- ur. En áhorfanda ,,verður á að spyrja: Hver er geðhilaður, heim- urinn í gær eða Stefan Zweig, Paul Lange eða hans heimur. Maður trúir ekki á ástina í leikn- um, eins og skáldið íslenzka seg- ir: „Báðir þrá hið eina, bágt eiga þeir, báðir erú blekking . . Hann sendi bréf og vænti bréfs. Ur því að hún þekkti hann svona vel, hvers vegna kom hún þá — eins og herforingi í ofsókn? Sól- veig er öðruvísi í Pétri Gaut. „Kemurðu,“ segir hún, þegar hún er alkomin með allt sitt, sjálfa sig og smápinkil í klút. Óttinn er lát- inn buga Paul Lange, en Pétur Gautur sígrar beyginn — konur stóðu bak við hann — ólíkar konur og ólíkir menn. Sálarlífslýsingar skálda eins óg Bjömsons, Ibsens og Tolstojs hafa verið einn þáttur í undir- stöðu nútíma sálarfræði beztu sálarfræðinga. Fyrir nítján öld- um var hið góða og göfuga kross- fest, en í dag erum við skírð, fermd, gift og grafin í nafni þess og hið góða og göfuga kvalið eins og fyrr. Af sálgreiningaryfir- heyrslu og sundurgreining Thoru Parsberg í I. þætti mættu ungu barnasálarfræðingarnir læra mik- ið, sérstaklega mætti það minna á, hve hættuleg sálgreiningin er í höndum óvita, sem leika sér með viðkvæm tilfinningamál við- kvæms aldurs enn í dag, í nafni réttlætis, hjálpfýsi og góðsemi. Til eru yfirsjónir, sem þögnin ein og gleymskan lækna bezt. María Hallgrímsdóttir. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. komnu. Situr illa á íslenzkum þegnúm aS vera með ástæðulausar ýfingar við þá stórþjóð, sem sýnt hefir okkur mestu vinsemd frá upphafi og gerir enn.“ Þannig farast Vísi orð. Og vissulega er það ekki til þess fallið að bæta sambúðina við neina nágrannaþjóð okkar, að vera með sífelldar dylgjur og , getsakir í hennar garð eins og Þjóðviljinn svo að segja daglega í garð hins vinveitta, stóra lýð- veldis í Vesturheimi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.