Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIft Þriðjudagur 4. júlí 1944. I Ritstj óri Stefán Féturssen. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þ/ðunúsinu vio I-. 1 títgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. AlþýSuprentsmiðjan h.f. Hin vonda samvizha eftir anða seðlana. MORGUNBLAÐIÐ hefur nú tekið höndum saman við Þjóðviljann í því skyni að reyna á einhvem hátt að klóra yfir framferði þpirra þingmanna, sem skiluðu auðum seðlum við forsetakjörið á Þingvelli 17. júní. Kemur mönnum það að vísu ekki með öllu á óvart, með því að augljóst var, að það voru sjáLfstæðismenn, sem fylltu þann hóp ásamt kommúnistum. Hingað til hefur þó enginn þeirra þorað að kannast við það opinberlega, að hafa skorizt úr leik á svo furðulegan hátt við fyrsta for- setakjörið, á sjálfum stofndegi lýðveldisins. En af yfirklóri Morgunblaðsins má máske þrátt fyrir það nokkuð í það ráða, hvar þeirra manna í Sjálfstæðis- flokknum sé helzt að leita. Það er ógnar vesaldarleg til- raun, sem Morgunblaðið gerir í Reykjavíkurbréfi sínu á sunnu- daginn til þess að bera blak af þessum þingmönnum. Það er að tala um það, eins og Þjóðviljinn, að það sitji ekki á Alþýðuflokkn um, eða blaði hans, að vera að' fetta fingur út í auðu seðlana við forsetakjörið, því að hann hafi ekki sýnt þann áhuga fyrir ein- ingu þjóðarinnar við undirbún- ing lýðveldisstofnunarinnar, að honum farizt, að hneykslast á ó- einingunni við forsetakjörið. Slíkum ummælum Morgun- blaðsins skal með því einu svar- að, að Alþýðuflokkurinn hefur ekkert aðhafzt við undirbúning lýðveldisstofnunarinnar eða við sjálfa stofnun þess, sem hann ekki þorir að kannast við. Hann barðist fyrir því ásamt hundruð- um og þúsundum góðra Islend- inga úr öllum flokkum, að við lausn sjálfstæðismálsins yrði löglega og sómasamlega að öllu farið til þess að sem bezt vin- átta mætti haldazt eftir sem áð- ur við hina dönsku bræðraþjóð okkar og álit íslenzku þjóðarinn- ar engan hnekki bíða út á við. Og eftir að það var tryggt með samkomulaginu um að fresta sambandsslitum þar til þau væru tieimil samkvæmt sambandslaga- sáttmálanum, sýndi Alþýðu- fiokkurinn, að honum var skiln- aðurinn og endurreisn lýðveldis- ins engu minna hjartans mál en hinum, sem hærra höfðu haft og minna sézt fyrir. Hitt er svo annað mál, hvort sambandsslitin og lýðveldis- stofnunin hefðu farið fram með þeim virðuleik og í þeirri vin- semd við hina gömlu sambands- þjóð okkar og konung hennar, sem raun varð á, ef áhrif Al- þýðuflokksins og fjölda annarra góðra Islendinga úr öðrum flokk- um, sem sömu afstöðu tóku, hefðu ekki komið til; en vel þorir hann fyrir sitt leyti að leggja það mál undir dóm þjóð- arinnar. ■ * Allt öðru máli virðist gegna um samvizku þeirra þingmanna, sem hæst höfðu galað um þjóð- areiningu, tafarlausan skilnað og lýðveldisstofnun löngu áður en María Hallgrímsdóttðrs Um og veginn. ISLENZK ÞJÓÐ LIFIR NÚ merkileg og sérstæð tíma- mót, sem fróðlegt er að fylgjast með. Margar konur hafa senni- lega fylgst með aðstöðu kvenna til þessara tímamóta. Varla er hægt að verjast þeirri húgsun, að enn í dag er konan knúin í skugga hinnar glæsilegu manntegundar, sem einhverjir Islendingar krefj- ast að sé nefnd karl, til auðkenn- ingar frá konu (og skepnu?), að minnsta kosti, ef konan verður fyrir þeirri náð að tala í íslenzkt útvarp. Mörg fögur orð hafa ver- ið endurtekin dag eftir dag, en það eru einkenni íslenzku þjóð- arinnar í dag, að minna er um framkvæmdir. í þessum bæ eru 3385 konur umfram menn. Fróðir menn segja offjölgun kvenna í frumstæðum þjóðfélögum valdi leti, framtaksleysi og úrkynjun karla; konurnar verði ötular og framtakssamar. Til þessa skal engin afstaða tekin hér. Frum- stæðar þjóðir hafa líka mjög margt sér til afsökunar, svo sem alvald, örlög og alls feonar fyrirfram ákvarðanir hins óskilj- anlega. Skynsemi, þekking og vísindi lúta í lægra haldi og þykja köld. Reykjavíkurbær hefur haft ýmislegt á boðstólum, sem var þess vert að sjá og heyra, t. d. listsýningu, sögusýningu, lands- fund kvenna o. m. ffe Sögusýningin var fróðleg á ýmsan hátt. Eftirtektarvert er hvers konar fulltrúi konunni er valinn í „upphafi!“ Konum þykir dálítið broslegt að heyra svona leiðsögn: „Hér er svo málverkið, konan og kvígan, kvígan er tvæ- vetur, vel ílits“ o. s. frv. Ungir menn leiðbeindu með mikilli prýði, þeir sem beztir voru. Ungir stúdentar höfðu húfuna á höfði, sennilega til aðgreiningar. Stúdent, — einnig með húfu á höfði, sat á stóli og iðkaði „manicure,“ hægri hæll á vinstra hné. Ekki er vitað hvort þetta var einn liður í frelsi háskólastúd- enta. Meðfram veggjum voru hand- rit til sýnis. í einni stofunni lá op- in nýútkomin bók um Jörund hundadagakonung. — Ein hús- freyja þessa bæjar spurði: „Hvar er Hallveig?“ „Hvaða Hallveig?“ spurði leiðbeinandinn. ' „Fyrsta húsmóðirin á Islandi.11 Fleiri spyrja: Hvar eru konur þessarar sögu- og menningarþjóðar, t. d. Þóra Melsted, Torfh. Hólm, Ingi- bj. H. Bjarnason, Guðrún Lárusd., Kristín V. Jacobson, svo aðeins nokkur nöfn séu nefnd, vonandi ekki í hópi „þegna þagnarinnar,“ sem voru hengdir hærra á vegg en mannlegt auga eygði. Þær þorðu að framkvæma og tala. Það eru lítil afrek að yrkja í skjóli góðra manna við vögguljóð með- almennskunnar, söngurinn verð- ur eftir því. Annað er að standa einn í eldlínu og vera skotspónn siðblindrar karlmennskunnar ís- lenzku, sem aldrei hefur sýnt sig betur en við hina fyrstu forseta- kosningu hins íslenzka ríkis. Þá voru konur enn einu sinni mrnnt- ar á, að mikill hluti þingmanna er ekki úrval, — heldur allt annað. Grandvör og heiðar- leg smáþjóð sameinast um áhuga- mál, sem léiðtogarnir hafa að spotti. En á 6. landsfundi kvenna var friðsamlegt og skemmtilegt að heyra málefni borin fram af þörf og áhuga einstakra kvenna. Aðr- ar virtust frekar til uppfyllingar, eins og norska menntakonan, sem minnti okkur á, að íslenzkar konur kæmust ekki í virðingar- stöður. Á íslandi fer virðing og álit stöðunnar eftir manngildi þeirrar persónu, sem gegnir stöð- unni. Stpða þjónsins getur verið eins mikil virðingarstaða og yfir- mannsins, allt eftir manngildi og því, hvernig starfið er rækt — kostum einstaklingsins. Lögfræð- ings-, læknis- og prests-störf geta verið virðingarstörf, allt eftir því hvernig á er haldið, stundum eru þau allt annað. íslenzk þjóð er einstaklingar, sem vita, sem betur fer, að embætti og manngildi er sitt hvað, og að eiginkonan ís- lenzka er annað en virðingar- staða sú, er maður hennar kann að hafa skapað, eða álit hans. Slíkt er að sjálfsögðu gagnkvæmt. Fróðlegt að heyra, að konur voru æðstu prestar á íslandi við hlið mannanna áður fyrr! Síðustu árin hafa nú rifjað upp harmasögur íslendingasagna. Hallgerður, dótt- ir Tungu-Odds, lét lífið, af því að hún vildi ekki fylgja bónda sín- um, heldur sat — og þagði. Þetta rifjast upp fyrir okkur nú, af skiljanlegum orsökum. Islending- ar eru hættir að sneiða höfuðið af konunni, eins og maður Hall- gerðar Tungu-Odds gerði. Þeir bera ekki vopn framar. Aðferðir þeirra eru nú á tímum með öðrum hætti. En hinar efnismiklu ís- lendingasögur sýna betur en nú- tíma sálarfræðingar skaplyndi manna og háttu, harðfengi og metnað kvenna ekki síður en karla. Dálítið er skrýtið að heyra konu segja: „Mín stétt er ekki að keppa við manninn um stöðu.“ M. ö. o.: Við erum ekki eins og hinar konurnar! Þetta gæti vak- ið öfund hiiina! Þegnskapur er nauðsynlegur hverjum borgara. Við erum ekki að keppa. Aðeins væntum þess, að skipa sess sam- boðinn sæmd okkar. Það lét Hall- heimilt var samkvæmt sam- bandslagasáttmálanum, en skár- ust svo úr leik, strax og lýðveld- ið hafði verið stofnað, og skiluðu auðum seðlum, þegar kjósa átti fyrsta forsetann. Því að þeir þora bersýnilega ekki að standa fyrir sínu máli frammi fyrir þjóðinni. Og það er skiljanlegt; því að hver tekur þvaður þeirra um þjóðareiningu og ástarjátningar til lýðveldisins alvarlega eftir að þeir hafa gert sig bera að því, að svíkjast undan merkjum þjóðar- einingarinnar á sjálfri stund lýð- veldisstofnunarinnar og sýna hinu nýstofnaða lýðveldi það til- ræði, að kjósa því engan forseta með því að skila auðum seðlum við fyrsta forsetakjörið? Hvað, ef aðrir þingmenn hefðu hegðað sér eins?! '' gerður Tungu-Oddsdóttir, senni- lega lífið fyrir. Samband ísl. barnakennara hefur haldið sitt 8. þing. Fróðlegt væri að vita, hve margar konur hafa staðið að ályktunum þess. Konur eru fjölmennar innan kennarastéttarinnar, í skugga að íslenzkum sið. Fáar eru' skóla- stjórar, yfirkennarar, eða gegna öðrum léttustu og bezt launuðu stöðum þeirrar stéttar. En vitað ér, að þeim eru ætluð ýmis erfið útistörf, sem betur ættu við karl- menn, eins og eftirlit utandyra í frímínútum, sem sérstakir verðir raunar ættu að gegna, jafnvel lögregluþj ónar. Af öllu væmnu tóku yfirlýsingar S.Í.B. öllu fram. Stundum erum við áminnt um málvendni, en nútíma svokallaðir menntamenn eru í fáu jafnleiknir og umvefja hverir aðra í orða- gjálfri, sem óbreittur almúginn finnur enga raunhæfa eða heil- hrigða hugsun í. En það er í samræmi við þetta, að störfum þjóðfélagsins er ekki skipt jafnt áuglýsingar, sem birtast eiga f Alþýðublaðicu, verða að Fera komnar til Auglýs- ju a askrif stoftmnar í Alþýðuhúsinn, (gengið ii—. frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 aS kvöML Sími 49Q6 niður milli allra þegnanna, eftir- hæfni og getu, heldur eftir króka- leiðum frændsemi, kunnings- skapar og siðblindrar stjórnmála- mennskunnar íslenzku. Karlmað- urinn gín yfir mörgum léttum störfum, sem hann rækir þannig, að eitt gleymist aldrei, að hirða launin. Konan er sett hjá, senni- lega af því að siðspillingarhæfn- ina vantar. Dagurinn og vegurinn hefur Framhald á 6. síðu. ff SAMBANDI við frestun þing- funda til 15. september í haust minnist Morgunblaðið í aðalritstjórnargrein sinni síðast- liðinn laugardag á þau vandamál, sem þá bíða alþingis, fyrst og fremst dýrtíðarmálin, og þykir horfurnar ekki sem bjartastar. Morgunblaðið skrifar: „Svo sem kunnugt er, var alþingi hinn 20. júní s.l. frestað til 15. sept., þ. e. a. s. að ekki má kveðja þingið saman síðar en þann dag. Margir þingmenn voru því fylgjandi, að þingið yrði kvatt fyrr saman, eða 2. sept., en meiri hlutimi vildi fresta til 15. sept. Vafalaust hefði það verið hyggilegra, að láta þingið koma saman í byrjun september, ekki sízt þar sem stjórn- málaflokkarnir gátu ekki náð sam- komulagi um að yfirtaka stjórnar- taumana í sínar hendur og þannig unnið sameiginlega að lausn þeirra vandamála, sem framundan eru. Svo sem kunnugt er gildir landbún- aðarvísitala sú, sem samkomulag varð um í sex manna nefndinni síð- astliðið sumar, til 15. sept. n.k. Frá þeim tíma kemur ný vísitala, sem gildir heilt. ár, eða til 15. september 1945. A þessu stigi málsins verður að sjálfsögðu ekkert um það sagt, hver verður næsta vísitala landbúnaðar- ins. En þeir, sem kunnugastir eru þeim málum, munu ekki vera í vafa um, að vísitalan muni hækka. Ollum má ljóst vera, hverjar verða afleiðingar nýrrar verðhækkunar landbúnaðarvaranna. Fyrsta afleið- ingin verður að framfærsluvísitalan hækkar og í kjölfar hennar fylgir ný, allsherjar kauphækkun. Með öðrum orðum: Ný verðhækkunaralda skellur yfir og ný flóðbylgja dýrtíðar fylgir í hennar kjölfar. Þannig verður viðhorfið þegar al- þingi kemur saman 15. sept., ef ekki hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til' þess að afstýra skriðunni. Ríkis- stjórnin heldur að vísu enn áfram að „greiða níður“ verð ýmissa landbún- aðarvara á innlendum markaði, með framlagi úr ríkissjóði, en vafasamt er hvort hún getur haldið þeim greiðslum áfram, eftir að ný verðhækkun er skollin á, enda öllum ljóst, að þetta er engin varanleg lækning á dýrtíðinni. Af því, sem nú hefir sagt verið, má öllum ljóst vera, að aðkoma alþingis 15. sept. verður síður en svo glæsileg.“ Þannig lýsir Morgunblaðið nú horfunum í haust og má vel vera, að í ummælum þess sé sízt of dökkt málað þaS, sem fram und- an er. En var það ekki einmitt þetta, sem SjálfstæSisflokkurinn, Kommúnistaflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn komu sér sam- an um í sex manna nefndinni sællar minningar og þá var prís- að fyrir þjóðinni sem hin einu sönnu bjargráð? * Vísir minnist í aðalritstjórnar- grein sinni í gær á þann stöðuga áróður, sem rekinn er af komm- únistum hér á landi gegn Banda- ríkjunum í þeim tilgangi, að gera þau tortryggileg í augum þjóðar- innar. Vísir skrifar um þetta meðal annars: „Er samið var við Bandaríkin um hervernd íslands, var af þeirra hálfu gefin skilyrðislaus yfirlýsing um, að þau myndu hverfa héðan með allan herafla sinn strax að stríðinu loknu. íslenzka þjóðin sætti sig vel við þessa yfirlýsingu og hefir aldrei efast um að henni yrði framfylgt til hins ýtr- asta að ófriði loknum. Ekkert það hefir gerzt frá því er yfirlýsingin var gefin, sem réttlætt gæti fullyrðingar, sem ganga í aðra átt. Stjórn Banda- ríkjanna og herstjórnin hér á landi hafa á allan hátt virt gerða samninga og gefnar yfirlýsingar og blöð, sem fullyrða annað gera það gegn betri vitund, til þess eins ið vekja hér óróa eða tortryggni í garð Bandaríkjanna, en slíkt er mjög varhugavert frá hvaða sjónarmiði, sem séð er. Kommúnistar hafa gert þetta til að reyna að leiða athygli aímennings frá eigin yfirsjón- um, — í trausti þess að málið verði látið kyrrt liggja, með því að ekki sé heppilegt eða yfirleitt unnt að ræða það í einstökum atriðum að svo Framh. á 6. síSu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.