Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.07.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. júlí 1944. ALi»YÐUBjLAÐIÐ t £JT*M iBœrinn í dag. | Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnar-Apó- teki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 19.25 Hljómpl.: Lög úr óperettum og tónfilmum. 20.00 Fréttir. 20.30 Frelsisdagur Bandaríkja- manna a) Ávarp (Magnús Jónsson próf.). b) Ræða (Richard Beck prófessor). c) 21.00 Tónleikar (plötur): Tónverk eftir Bandarík j askáld. a) Svíta nr. 2 eftir Mac-Dowel. b) Symfónía nr. 1 eftir Mac- Donald. Ferðafélag fslands biður þátttakendur í Norður- landsferðinni, er hefst 9. júlí um að taka farmiða miðvikudaginn 5. þ. m. í skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5, verða annars seldir þeim næstu á biðlista. Afgreiðsla Heyrnarhjálpar, Ingólfsstræti 16 verður lokuð 5. til 12. þ. m. Notendur Sonotone- heyrnartækja eru vinsamlega beðn ir að athuga þetta og kaupa þær rafhlöður, sem þeir kunna að þurfa fyrir þann tíma. Forsetakjörið í SVfe. al 3. síðu. ef til vill ver'ða einhverjar afdrifaríkustu siðan í borg- arastyrjöldinni 1860—65. Fullvíst þykir, að andstæð- ingar hinna sameinuðu þjóða myndu fagna því, ef Roose- velt biði ósigur. Hann hefur allt til þessa dags reynzt hinn skeleggasti andstæðingur þeirra, bæði í orðum og gjörð um. Að vísu er Dewey líka hatrammur andstæðingur kúgunar og ófrelsis, en mönd- ulveldin munu reyna að skapa sundrung með áróðri sínum og reyna að telja Bandaríkjamönnum trú um, að Roosevelt sé óhæfur, hann hafi leitt þjóðina út í ógæfu. Hitt er svo annað mál, að litl ar sem engar líkur eru fyrir því, að slíkur áróður fái neinn hljómgrunn í hugum Bandar ík j amanna. BANDARÍKJAMENN muna enn, að Roosevelt tók við völdum á hinum örðugustu tímum, árið 1933, þegar at- vinnuleysið og eymdin hafði lamað þjóðina. Hann greip til ýmissa þeirra ráðstafana, sem þá þóttu óvenju róttæk- ar, svo sem New Deal, kerfið. Þær sættu misjöfnum dómum, en allir munu á eitt sáttir um það, að hann gerði eitthvað, eitthvað, sem skóp nýjar vonir og ný tækifæri, þegar allt virtist í kalda koli. Meðal annars af þeim orsök- um er aðstaðá Roosevelts sterk núna, þegar nýjar kosn- ingar fara í hönd. Kaupum iuskur HúsgagDaviBnBStofan Baldursgötu 30. Eftir fslandsmótið: Héf í skíðaskála Vals í Sleggfubeinsdal EINS og kunnugt er hefir Knattspyrnufélagið Valur reist sér skíðaskála í Sleggju- beinsdal skammt frá Kolviðar- hóli. Á laugardaginn var bauð stjórn félagsins og skíðanefnd milli 40—50 manns upp í skála. Tilefnið var meðal annars sigur Vals í íslandsmótinu, en þetta var í 10. sinn, sem Valur er Is- landsmeistari í knattspyrnu. I fyrsta sinn var hann það á hinu merka ári 1930 og nú þegar hann hlýtur þessa tign í 10. sinn, ber það upp á hið mikla frelsisár í sögu þjóðarinnar, endurreisn hins íslenzka lýðveldis. Auk þessa mikla sigurs hafði Valur unnið í vor bæði í 2. og 3. flokki, svo fullkomin ástæða var til að halda hátíð og vera glaður. Þá var ferð þessi og gerð til þess að kynna félagsmönnum og vinum félagsins skálann ög skýra fyrir þeim tilganginn með byggingu hans og þær vonir, sem við þetta skíða- og íþróttaheimili Vals eru tengdar. Eftir að skálinn hafði verið skoðaður og sumir þátttakend- anna farið í knattspyrnu á hinni ágætu flöt fyrir framan hann, sem er prýðilegt vallarstæði, en aðrir gengið um nágrennið og skoðað sig um, meðal annars farið að skíðaskála Víkings, sem þar er stutt frá, var sezt að borð- um og veitingar rausnarlegar framreiddar. Andrés Bergmann, formaður skíðanefndar, bauð gesti velkomna og lýsti skálan- um, sem er, um 60 ferm. al stærð. Á neðri hæð er rúmgott anddyri, pokageymsla, eldhús, salerni og salur 6X0% metri. Á loftinu er svefnsalur, stór og rúmgóður. Skálinn er raflýstur, fær hann rafmagn til ljósa frá vindrafstöð, sem komið hefir verið fyrir ofan við hann. Skíða- geymsla verður fyrir framan skálann og myndar þak hennar pall. Leikvallarstæði er hið á- kjósanlegasta fyrir neðan skál- ann og hefir þegar verið hafizt handa um að gera þar grasvöll og sömuleiðis við hlið hans mal- arvöll. Bak við skálann eru prýðilegar lautir og skjólgóðar, mjög hentugar til sólbaða. Land það, er skálanum fylgir, er táepir 3 ha. að stærð og verður það girt bráðlega og síðan hafizt handa um skóggræðslu. Rúmlega 2000 dagsverk hafa verið lögð fram til skálabyggingarinnar. Auk formanns skíðanefndar- innar tóku fleiri til máls, meðal annarra formaður Vals, Sveinn Zoega, sem minntist sérstaklega eins kappliðsmannsins, sem keppt hefir með Val um íslands- meistaratitilinn síðan 1930 að undanskildu einu ári. Þetta er Prentaraf og bókbind- arar segja upp samn- jO RENTARAR og bókbindar- ar hafa sagt upp samn- ingum sínum við atvinnurek- endur frá og með 30. sept. næstkomandi. Stjórn Félags íslenzkra prent smiðjueigenda barst tilkynning frá Hinu ísl. prentarafélagi hér að lútandi fyrir nokkrum dög- um. Var það samþykkt ein- róma á fundi prentaráfélagsins 18. maí að segja upp samning- um frá og með 30. sept. n.k. Frímann Helgason. Þá var og minnzt Hermanns Hermannsson- ar, sem nú um áratug hefir staðið í marki Vals og varið það af miklum fræknleik, eins og kunn- ugt er, en hann og Frímann hafa lengst allra þeirra, sem nú skipa meistaraflokk Vals, sótt og var- ið íslandsmeistaratitilinn fyrir hann. Voru báðir þessir meistar- ar Vals hylltir óspart. Þegar borð voru upp tekin var dansað um stund, og síðan haldið heim, og höfðu allir mikla á- nægju af förinni. Enginn vafi er á því að skáli þessi, eins og hann er gerður og haganlega í sveit settur, á að geta orðið Val hin mesta félags- lega lyftistöng ekki aðeins til skíðaiðkana, heldur og til margs konar íþróttastarfs. Þarna eru hin ágætustu skilyrði til knatt- spyrnuæfinga, fjallgöngu o. fl. Væntanléga ber stjórn Vals á hverjum tíma gæfu til þess að nota út í æsar þau margvíslegu skilyrði til að efla gott og hollt íþrótta- og æskulýðsstarf, sem henni eru í hendur fengnar með byggingu skála þessa. Þökk sé forgöngumönnunum fyrir hann og njóti Valur og' æskumenn hans heilir handa. Ebé. FRÁ de Gaulle hershöfðingja foringja frjálsra Frakka, hefir forseta íslands, herra Sveini Björnssyni, borizt svo- hljóðandi skeyti: Forseta íslands, herra Sveini Björnssyni, barst í morgun þetta skeyti frá de Gaulle hershöfðingja, foringja frjálsra Frakka: „Ég flyt yður beztu heilla- óskir mínar í tilefni af stofnun lýðveldisins íslands og kjöri yð- ar til forseta. Ég flyt í nafni bráðabirgðastjórnar franska lýðveldisins einlægustu árnað- aróskir til íslenzku þjóðarinnar og yðar, herra forseti, og óskir um farsæla þróun vinsamlegra samskipta landa vorra.“ Forsefi ísiands svarar heillaóskum de Gaulle bershöfðingja. E FTIR að íorseta íslands haf ði borizt heillaóska- skeyti de Gulle hershöfðingja, sendi hann eftirfarandi þakk- arskeyti: „Eg þakka yður hjartanlega kveðju yðar í tilefni af stofnun lýðveldisins og kjéri mínu til forseta og afstöðu bráðabirgða stjórnar Frakklands til þessa sögulega viðburðar. Eg get full vissað yður um, að íslenzka þjóðin og ég fylgjumst með mik illi ánægju með þeirri þróun, sem færir frönsku þjóðina nær markinu að fá frjáls umráð yfir hinni sögufrægu fósturjörð sinni og flyt um leið frönsku þj óðinni, bráðabirgðastjörninni og yður sjálfum innilegar fram tíðaróskir mínar og íslendinga með von um góð framtíðarvið skipti milli þjóða okkar. Móðir okkar, Guðbjörg Jónsdóftir, Vitastíg 11, lézt sunnudaginn 2. júlí í Landsspítalanum. Ólafur og Sigurður Sigurðssynir. ötfð fl Ferjukol. Frh. af 2. síðu. Urslit urðu þau, að Akurnes- ingar höfðu flest stig og unnu þar með íþróttakeppnina. Talið er að um 3000 manns. hafi sótt þetta mót. Fara hér á eftir úrslit í ein- stökum íþróttagreinum: 100 m. hlaup: 1. Höskuldur Skagfjörð, __ Skgr. 11,5 sek. 2. Kristófer Ásgrímssön, Í.A. 12,2. Hástökk: 1. Kristleifúr Jó- hannesson, Reykd. 1,69 m. 2. Lúðvík Jónsson, Í.A. 1,59 m. Langstökk: 1. Höskuldur Skagfjörð, Skgr. 5,96 m. 2. Kári Sólmundarson, Skgr. 5,71. Þrístökk: 1. Jón Þórisson, Reykd. 12,45 m. 2. Sveinn Þórð- arson, Reykd. 11,98. Stangarstökk: 1. Sveinn Guð- bjarnarson, Í.A. 2,52 m. 2. Jón S. Jónsson, Í.A. 2,52. 3. Jón Þór- isson, Reykd. 2,50. 4. Kristleif- ur Jóhannesson, Rd. 2,50. Spjótkast: 1. Kristleifur Jó- hannessonv Reykd. 39;44 m. 2. Kristófer Ásgrímsson, I.A. 37,58. Kringlukast: 1. Pétur Jónsson, Reykd. 35,90. 2. Þorkell Gunn- arsson, Hvanneyri 32,20. __ Kúluvarp: 1. Jón Ólafsson, Skgr. 11,29 m. 2. Kári Sólmund- arson, Skgr. 10,46. 400 m. hlaup: 1. Höskuldur Skagfjörð, Skgr. 56,8 sek. 2. Sig- urbjörn Björnsson, Rd. 57,7. íslenzk glíma: 1. Einar Vest- mann, I.A. 4 vinninga. 2. Sigurð- Ur Arnmundarson, I.A. 3 v. 100 m. bringusund: 1. Benedikt Sigvaldason, íslendingi 1:28,2 mín. 2. Sigurður Eyjólfsson, Hauk 1:31,7. 80 m. hlaup kvenna: 1. Hall- bera Leósdóttir, Í.A. 11,4 sek. 2. Sigríður Böðvarsdóttir, Dag- renningu 11,7. Drengjamót: 80 m. hlaup: 1. Kristófer Ás- grímsson, Í.A. 9,9 sek. 2. Sveinn Þórðarson, Reykdæla 10,0. 2000 m. hlaup: 1. Ólafur Vil- hjálmsson, Í.A. 6:57,4 mín. 2. Kári Sólmundarson, Skallagr. 7:16,8. Hástökk: 1. Sveinn Benedikts- son, Í.A. 1,55 m. 2. Lúðvík Jóns- son, Í.A. 1,55, Langstökk: 1. Kári Sólmund- arson, Skgr. 5,71 m. 2. Sveinn Þórðarson, Reykd. 5,70. __ Kúluvarp: 1. Jón Ólafsson, Skallagr. 12,74 m. 2. Kári Sól- mundarson, Skallagr. 12,38. 50 m, sund, frjáls aðferð: 1, Sigurður Helgason, íslendingi 41,4 sek. 2. Björn Jóhannesson, Rd. 41,6 sek. Danska frelslsráðlð Frh. af 3. sEðu. yrði flutt burt frá Danmörku, að hernaðarástandinu létti þegar í stað, að bannið í Kaupmanna- höfn yrði afnumið og að ekki yrðu gerðar neinar refsiráðstaf- anir vegna verkfallanna. Þjóð- verjar hafa aðeins samþykkt eina kröfuna, bannið í Kaup- mannahöfn og að nokkru leyti hafa þeir létt hernaðarástandinu. Sænska stjórnin hefir fengið áskorun þessa, og utanríkisráðu- neyti Svía hefir upplýst, að það geti ekki gefið nánari upplýsing- ar um þessi mál fyrr en eftir frekari atíhugun. Drengjamél Ármanns D1 REN GJ AMÓT Ármanns hófst á íþróttavellinum í Reykjavík í gærkveldi. Var þá keppt í 80 metra hlaupi, há- stökki, 1500 metra hlaupi, lang- stökki, spjótkasti og 1000 metra boðhlaupi. Úrslit í hinum ein- stöku greinum urðu þessi: 80 metra hlaup: F^rstur að marki varð Bragi Friðriksson, K.R., og rann hanm skeiðið á 9,8 sek. Annar várð Halldór Sigurgeirsson, Ármarmi, á 9,8 sek.; þriðji Magnús Þór- arinsson, A, á 9,9 sek. og fjórði Þorkell Jóhannesson, F.H., á 10,1 sek. Hástökk: Fyrstur varð Þorkell Jóhann- esson, F.H., og stökk 1,60 m. Annar Árni Guðlaugsson, F.H., stökk einnig 1,60 mv og þriðji Bragi Guðmundsson, Á, er stökk l, 50 m. 1500 metra hlaup: Fyrstur að marki varð Óskar Jónsson, Í.R., og rann hann skeiðið á 4:25,6 im Annar varð Gunnar Gíslason, Á, á 4:36,0 m. og þriðji Páll Halldórsson, K.R., á 4:38,4 m. Langstökk: Fyrstur varð Bragi Friðriks- son, K.R., og stökk hann 6,24 m. Annar varð Þorkell Jóhaxm- esson, F.H., stökk 6,14 m. og þriðji Halldór Sigurgeirsson, A, sem stökk 6,12 m. Spjótkast: Fyrstur^ varð Ásbjörn Sigur- jónsson, Á. Kastaði hann spjót- inu 43,90 m. Annar varð Bragi Friðriksson, K.R., kastaði 42,42 m. og þriðji Halldór Sigurgeirs- son, Á, er kastaði 40,58 m. 1000 m. boðhlaup: Fyrst' varð sveit K.R. á 2:14,2 m., önnur sveit Ármanns á 2:14,5 m. og þriðja sveit I.R. á 2:15,4 m. Mótið heldur áfram í kvöld. de Fonlenay komlnn frá London. Dr. le cage de fon- TENAY, sendiherra Dana, er kominn hingað aftur frá London. Kom hann hingað í flugvél fyrra mánudag og gekk ferðin vel. Ferðabanni sendiherra, því er staðið hefur, var aflétt 20. f. m. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar í mjólkurbúð um tveggja mánaða tíma. Uppl. hjá Ólafi Runólfssyni, Strandgötu 17, Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.