Alþýðublaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 2
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. júlí 1944» ■' ... ■■ ... •" ■■ i .u Forselabúslaðurinn á Bessastðou hefir verið stækkaður Viðbygging í legum hátiða- og móltðkusal fyrir gesti forselans. FORSEI ÍSLANDS, Sveinn Björrisson, bauð í gær blaða- mönnum til Bessastaða til þess að skoða húsakynni á forsetasetrinu, en þar hafa verið gerðar veigamiklar breyt- ingar á húsaskipun í tilefni af stofnun forsetaembættisins. Meginendurbótin á húsakynnunum er sú, að byggður hefir verið við gamla húsið á Bessastöðum hátíða-ogmóttökusalur. Viðbygging þessi við hið gamla fagra hús hefir heppnazt með ágætum. Hún fellur alveg inn í heildarsvip byggingarinnar og mundu menn naumast láta sér detta í hug, að um síðari tíma viðbót við húsið væri að ræða, ef það væri ekki fyrirfram vitað. Móttöku- salurinn sjálfur er fagur og virðulegur, enda þótt hann sé með öllu íburðarlaus. Á stafni hans, gegnt aðaldyrum, hangir hin stóra Heklumynd Ásgríms Jónssonar. Kvektúltur hetir selt þrjá togara Um 6000 manns hata skoðaS sögusýninguna Hán verður opin a. m. k. fram um miðjan mánuð SÖGULEGA sýningin í Menntaskólanum, Frélsi og menning, er enn opin og er stöðugt allmikil aðsókn að henni. Þannig skoðuðu sýninguna á sunnudaginn um 700 manns. Og alLs hafa um 6000 manns séð sýn inguna. Ekki er en.n fuilráðið, hve lengi sýningin verður opin, en vænitanlega verður það eklki sfeemur en fram um miðjan þenn an mlánuð. Aillir þeir, sem sýn- inguna hafa skoað, munu telja sig hafa hatft bæði gagn og gam an 'af þiví, enda þótt mönnum dyijist ekki, að, æskiiegra hefði verið, að í'engri frestur hefði gefizt til að búa sýnimguna úr garði. Sliík sýning sem þesisi er mikil nýlundia hér á iandi. Og ekki ork ar tvímæiis að rnenn hafa marg vistegt gagn. og ánægju af því að sfeoða sýninguna. Þess vegna er óhætt að hvetja fólk til að láta ekki undir höfuð leggjast að sjó þesisa nýstóriegu sýningu. V estf irðingaf élagið fer skemmtiferð suður á Reykja- nes næstkomandi sunnudag, og eru farmiðar fyrir félagsmenn til sölu í verzluninni Höfn, Vestur- götu 1.2, til fimmtudagskvölds. Lagt verður af stað frá Miðbæj- arbarnaskólanum kl. 9 f. h. á sunnudag. Fólk, sem í förinni verður, er áminnt um að hafa með sér nesti. í hótelinu eru nú fullbúin 28 gestaherbergi, sem tekin hafa verið í notkun, þar af eru 5 her- bergin með sérstakri kerlaug og öllum nýtízku þægindum. Enn- fremur fylgir sérstakt snyrtiher- bergí með steypibaði mörgum einbýlisherbergjunum. Stór veitingasalur er í hótelinu, en verður ekki fullbúinn fyrr en 1. okt. í haust. Hins vegar eru nokkrir minni salir fullgerðir. Eru það salir til fundarhalda, — setu- og biðstofur hótelgesta, í- búð starfsfólks o. fl. ÖIl gólf eru lögð mislitum korkflögum og jafngildir það þykkum teppum, hvað snertir út- lit, múkt og hljóðeinangrun. GisRhúsið getur nú þegar tekið á móti rúmlega 50 dvalar- gestum, en ráðgert er, að gera viðbyggingu vestan við aðalhús- iS, þar sem æflunin er að koma upp 10 gesfaherbergjum. A austurhlið hússins eru gríð- arstórar veggsvalir og eiga gest- irnir greiðan aðgang að þeim. Liggja sérstakar dyr úr sumum gesta herbergjunum út á þessar svalir. Af svölunum er mjög fagurt út- sýni yfir mestanhluta bæjarins, höfnina, fjörðinn og inn til sveit- anna að austan og sunnan við Pollinn. Gunnlaugur Halldórsson bygg- ingameistari hefir teiknað við- bygginguna og hafði hann um- sjón með verkinu. Orkar ekki tvímælis, að hann hafi leyst þetta verk af hendi af mikilli prýði. Almenna byggingarfélagið fram- kvæmdi verkið, og er hið sama um starf þess að segja; það er prýðilega af hendi leyst. Utihús byggði Jón Bergsveinsson múr- arameistari. Úr gamlá húsinu að Bessastöð- um er gengið inn í móttökusal- inn um blómaskála, fagurlega skreyttan. Hefir Niels Tybjerg, Öll húsgögn í hóteliö eru smíðuð í húsgagnastofu Ólafs Ágústssonar, en Gefjun hefur lagt til áklæði, teppi og glugga- tjöld. Bólstrun húsgagnanna hefur Magnús Sigurjónsson annast og er íslenzk ull í, öllum dýnum og stoppi. Búnaði herbergjanna er haldið í föstum, einföldum en þó veglegum stíl, og bera herberg- in þjóðlegan blæ. Innrétting hótelsins er gerð eftir uppdráttum Gísla Halldórs- sonar og Sigvalda Thordarsonar í Reykjavík, en yfirumsjón með verkinu hefur Snorri Guðmunds- son byggingameistari haft. Raflagnir og ljósaútbúnað hefir Samúel Kristbjarnarson á Akur- eyri annast, en efni í korklagn- irnar eru frá Veggfóðraranum hf. í Reykjavík. Að öðru leyti hafa fastir starfsmenn hjá KEA á Akureyri annast framkvæmdir byggingar- innar. Hótelstjórinn á þessu nýja og veglega hóteli KEA er Jónas Lárusson og er hann þaulvanur og þekktur veitingamaður. Hefur hann lagt kapp á að undirbúa rekstur hótelsins með myndar- og menningarbrag. garðyrkjumaður að Reykjum, annazt það. Forsetinn skýrði blaðamönn- unum frá breytingum þeim, sem gerðar hafa verið á húsakynnum á Bessastöðum, og öðru í því sambandi. Fer frásögn hans hér á eftir: * „Fyrir rúmum tveim árum höfðum við hjónin þá ánægju að taka á móti blaðamönnum hér á Bessastöðum, sem þá hafði verið gert að ríkisstjórasetri, og gamla Bessastaðastofan hafði fengið þær aðgerðir, sem til þess þurfti. Ég hygg, að flestum blaða- mönnum muni hafa litizt sæmi- lega á staðinn. En mér er það minnisstætt, að er ég spurði einn smiðanna hér að loknum að gerðum, hvort honum þætti þetta ekki í góðu lagi, þá svar- aði hann: ,,Jú, en það er bara of lítið“. Fg mun hafa svarað, að vel hæfði að fara hægt af stað. Eftir að húsið var tekið í notk un virtist koma í ljós, að smið- urinn hafði á réttu að standa. Fyrir tæpu ári síðan þótti senni- legt, að lýðveldi mundi stofnað á íslandi 17. júní þ. ó, Fór ég þá að íhuga, hvernig bæta mætti húsið svo að væri sæmilegt for- setasetur nú 17. júní. Komst ég að þeirri niðurstöðu, að ef auk- ið væri hátíða- og samkomusal m. m. við húsið mundi svo verða.' Síðastliðið haust tjáði ég húsa- meistara þeim, sem séð hafði um aðrar umbætur á húsinu hér á Bessastöðum, hr. Gunnlaugi Halldórssyni, hugmyndir mínar og bei&di hann ^að íhuga málið og gera um það tillögur. Tók hann það að sér. Hér var um erfiða þraut að ræða. Viðbygg- ingu þurfti við húsið, en henni þurfti að koma svo fyrir, að jafn- framt því, sem hún kæmi að til- ætluðum notum, skemmdi hún ekki ytra útlit þessa fallega gamla húss. Húsameistarinn tók þrautina fangbrögðum og skilaði tillögu sinni laust fyrir jól. Mér féll lausnin svo vel í geð, að ég gerði á Þorláksmessu 1943 til- lögu til ráðr|neytisins um að við- bótin yrði byggð samkvæmt teikningum Gunnlaugs. Hér þurfti að hafa hraðan á. Er alþingi kom saman í miðjum janúar þ. á., gerði ráðuneytið til- lögu til þess um bygginguna. Málið mun hafa átt nokkuð örð- ugt uppdráttar í byrjun; sumum þingmönnum hafa þótt komið fullmikið fé í umbætur hér á Bessastöðum; einnig ótti við að kostnaður færi fram úr áætlun Frh. é 7. Ma Nú síðasf Snorra goða UVELDÚLFUR hefir selt þrjá togara sína. Nú síðast seldi félagið Snorra goða. Kaupandi Snorra goða er fiski- veiðahlutafélagið Viðey. Mun í ráði að breyta nafni skipsins, en hins vegar ekki fullráðið, hvað skipið verður látið heita. Áður hafði Kveldúlfur selt Egil Skallagrímsson, sem nú heitir Drangey og er eign sam- nefnds hlutafélags, og Arinbjörn hersi, sem Óskar Halldórsson út- gerðarmaður og dætur hans keyptu. Nefnist sá togari nú Faxi, Verktall á SeHossl! Sfjórn Verkamannaféfagsins Þór veift heimild fil að iýsa yfir verk- fðlli, ef ekki hefir samizf fyrir 11. júlí. A TKVÆÐAGREIÐSLA hefir farið fram í Verkamanna- félaginu Þór í Sandvíkurhreppi, Selfossi, um það, hvort stjórn félagsins skuli veitt heimild til að boða verkfall hjá Kaupfélagi Árnesinga, Sigurði Óla Ólafssyni kaupmanni og hreppsnefnd Sand- víkurhrepps, ef samningar um kaup og kjör hafi ekki náðzt fyrir 11. þ. m. Var verkfallsheimildin samþykkt einróma. Verkamannafélagið Þór hefir ekki áður haft samninga við at- vinnurekendur. Kaupgjald á Sel- fossi hefir verið kr. 2,10, grunn- laun, og hefir verið unnið í 10 klst. á dag. Verkamannafélagið Þór vill nú fá sama kaupgjald á félagssvæði sínu og greitt er í Hveragerði og á Eyrarbakka, eða kr. 2,45, og 8 stunda vinnudag. » "" --------------- Ármenningarnir ánægðir með Aud- fjarðaförina. YRIR skömmu komu nokkr- ir glímumenn úr Ármanni úr sýningarför sinni um Aust- firði, og láta þeir mjög vel af ferðalaginu og þeim viðtökum, sem þeir fengu alls staðar þar sem þeir sýndu. Fjórtán glímumenn voru í för- inni og sýndu þeir á fjölmörgum stöðum á Austfjörðum og auk þess á Kópaskeri og Hvamms- tanga undir stjórn Jóns Þor- steinsstonar iþróttakennara, en fararstjóri var Gunnlaugur J. Briem. Með í förinmi var og Viggó Nathanelsson, sem sýndi íþrótta- kvikmyndir að glímusýningun- um loknum á hverjum stað. Virtist glímumönnum ríkja mikill áhugi fyrir þjóðaríþrótt- inni alls staðar' þar sem þeir glímdu og senda þeir vinum sín- um á Austurlandi beztu kveðjur og þakkir fyrir ánægjulegar stundir og þá ágætu viðkynn- ingu, sem þeir höfðu við þá í ferð þessari. SkemmhM Hringsins rerSur um næstu helgi UM næstu helgi efnir Kven- félagið Hringurinn til hinnar árlegu skemmtunar sinnar í Hljómskálagarðinum, til styrktar barnaspítalasjóðs Hringsins.. Mun skemmtunin hefjast kl. 3 s.d. á laugardag og halda á- fram á sunnudag eftir kl. 2. Eins og áður, verður veitinga tjöldum komið upp í garðinum, þar sem fólk ’getur stutt starfs semi Hringsins með því að> kaupa sér alls konar veitingar. Kauphækkun á Hjalfeyri f hfutfaflf við kjara- bætornar á Akureyri ERKAMANNAFÉLAG Arnarnéshrepps hefir gert nýja kaupsamninga við Kveld- úlf vegna síldarverksmiðjunnar á Hjalteyri. Yfir vinnslutíma verksmiðj- unnar. voru í fyrra greiddar kr. 2.15 fyrir almenna vinnu og kaffitími greiddur. Nú hefur samizt svo um við verksmiðj- una, að þetta kaup skuli hækka hlútfallslega jafnmikið og hækk unin nam á Akureyri og gilda aðeins sama tíma, sem vinnsla stendur yfir í verksmiðjurmi En þar fyrir utan skal kaup og kjör vera samkvæmt samningi Verkamannáfélags Akureyrar- kaupstaðar. „Leynderdómar Snæ fellsjökuis” Þýdd skáldsaga eftir Juies ¥erne. iy M þeisisar mamdir feemur á markaðinn á veguim Bófe- feilsútgáfunnar þýdd skáldsaga eftir franiska sk áldis agnahöfund- inn Jules Verne. Nefnist hún „Leyndardómar Snæfellsjökul!s“ og fjallar um för Engftendingisins Hienry Lawision, þýzka prófessors ins von Hardwigg og Islendings inis Hans Bjelke niður uto gíg Snæfeillsj ökuls ofan í iður jarð- ar. Er saga þessi ævintýraieg oig ýkjukennd eins o,g margar aðr- ar sögur Verne, sem siumar ihverjar eru alkunnar hér á landi. — Bjarni Guðmundsson 'blaðamaður hefir þýtt bó(k þessa. Von á kariöHum á UNDANFARIÐ hefir verið 1 lítið um kartöflur hér í bænum, svo að fólk hefir ótt- ast að til vandræða horfði í þeim efnum, en hinsvegar mun Grænmetisverzlun ríkisins, eiga von á kartöflum til landsins, snemma í þessum mánuði og er þá vonaandi að rætist úr því kartöfluleysi, sem verið hefir. Kaupfélag Eyfirðinga opnar veg- legf gistihús á Akureyri Innrétting öll og hásgögn erú að mestu smíðuð úr innlendu efni. HÓTEL Kaupfélags Eyfirðinga hefur nýlega hafið starfsemi sína á Akureyri. — Er hótel þetta talið eitt hið fullkomnasta og vistlegasta, sem þekkist hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.