Alþýðublaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 3
MiÖvikuaagur 5. júlí ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Brefar og Kanadamenn hefja sókn við Caen. IGÆR, 4. júní, var þjóðhátíð- ardagur Bandaríkjamanna. Sá dagur er í vitund þeirra há- tíðlegur haldinn og virtur á svipaðan hátt Og 17. júní hér á landi eða 17. maí í Noregi. Þann dag minnast menn þeirra, sem bezt höfðu dugað þjóð sinni á hinum erfiðustu tímum, þá gleyma menn strit- inu og hinum grákalda veru- leika, dægurþrasinu og smá- smuguhætinum. Við íslend- ingar erum nýbúnir að lifa okkar merldlegasta þjóðhátíð- ardag, 17. júní 1944, er við endurreistum lýðveldið forna á ÞingVelli við Öxará. Við getum vel hugsað til lýðveld- isins milda í vestri í sambandi við þennan dag, ekki einungis vegna þess vinarh.ugar, sem þeir, sem þar búa, hafa yfir- leitt sýnt okkur, heldur líka vegna hins, að þar búa menn af íslenzku bergi brotnir, menn, sem hafa haldið hróðri Islands á lofti, verið góðir ís- lendingar, enda þótt þeir væru borgarar í annarri heimsálfu. SAGA ÍSLANDS er alhniklu eldri en saga Bandaríkjanna, eins og alkunna er. Þegar al- þingi íslendinga var stofnað á Þingvelli fyrir meira en þús- und árum, hafði, að því er bezt verður vitað, enginn hvítur maður stigið fæti á land í Norður-Améríku. Það eru ekki nema 155 ár síðan fyrsti forseti Bandaríkjanna var kjörinn, í febrúarmánuði árið 1789. Það var George , Washington. BANDARÍKJAMENN meta, að vonum, Washington mikils. Hann var hvorttveggja í senn, frækinn og ótrauður hershöfð- ingi og glæsilegur forseti, fað- ir þjóðar sinnar, ef svo' mætti segja. Til eru ótal sögur um heiðarleik hans og karl- mennsku, sem allflestir kann- ast við að meira eða minna leyti. Hann var hvorttveggja í ., senn, alþýðlégur í bezta lagi, en jafnframt höfðingi' í þéss orðs bezta skilningi. Ferill hans sem stj órnmálamað ur og hershöfðingi er glæsilegúr og. það er ekki að ófyrirsynju, að Bandaríkjamenn hafa reist honum minnisvarða í mörgum borgum víða um Bandaríkin. Hann gaf lönclum sínurn fag- urt fordæmi um drenglyndi, djörfung og ósérplægni og því er það, að menn minnast hans enn þann dag í dag með þakk- læti og virðingu. BAND ARÍK J AMENN HAFA sjálfir stundum kallað land sitt „God’s ©wn country" og átt við, að hér væri um að 'ræða guðs útvalda land. Þetta er mikið til rétt. Þar eru, eða voru að minnsta kosti, óvenju- legir landkostir, þar var veð- ursæld, víðátta, auðæfi í jörð og margt það, sem til verð- mæta getur talizt. Enda flutt- ist þangað ógrynni fólks á skömmum tíma, frá öllum Þjóðverjar hörfa undan viS Odonfljéf. •— ----♦ ------- Churchiil fBytur ræSsj um flisgspreiigjyrrsar á fimmfydag. RETAR OG KANADAMENN eru í sókn við borgina Caen í Normandie. Áður hafði verið tilkynnt, að Kanada menn réðust þar fram, en nú hefir verið sagt frá því í bæki- stöðvum Breta, að þeir tækju þátt í þessari sókn. Þjóðverj- um hefir ekki tekizt að hrekja Breta á brott við Odonfljót, og hafa þeir orðið að hörfa undan við mikið mannfall. Sókn hinna brezk-kanadisku herja hófst í dögun í gær, studd stórskotahríð herskiþa ,sem lágu úti fyrir ströndinni, og flugvéla ,sem voru á sveimi þar yfir. s fl jooYeripr § o- \ FTIR töku Minsk í Hvíta- Rússlandi, þar sem Rússar tókia ógrynni hergagna og margt fanga, sækja þeir riú hratt fram inn í Lithauen. í gær var frá því skýrt, að þeir væru níutíu og fimm kílómetra frá Vilna. Þjóð- verjar segja sjálfir frá því, að þeir hafi yfirgefið Polotsk, en það var ekki staðfest í Moskva í gær. Enn er of snemmt að segja fyrir um það, hvert tjón Þjóð- verjar hafi beðið í orustunni um Minsk, en vitað er, að heilar herderldir ög jafnvel heil herfylki voru forustulaus og reyndu að brjótast út úr herkvínni. Þjóð- verjar biðu geysilegt manntjón, svo og hergagna, og skriðdrekar, vörubifreiðir og önnur flutninga- tæki lágu eins og hráviði, þegar Rússar komu að. A flestum veg- um, sem liggja frá Minsk, voru rússneskir foringjar í gær, sem bentu þýzkum föngum, hvert þeir ættu að fara. Hér var ekki um undanhald að ræða, heldur óskipulagðan flótta. Ýmsir frétta- ritarar segja svo frá, að hér sé um að ræða óskipulagt undan- hald eða flótta ekki ósvipað því, , sení Napoleon átti við að stríða árið 1812. ' Áður en sóknin hófst, var haldið uppi mikilh stórskotahríð, svo og sjnrskotahríð herskipa, en síðan sóttu fram fótgönguliðar Breta, sem komu frá Bayeux. Á leið þeirra voru miklar torfær- ur, svo sem steinsteypuvirki og jarðsprengjur, og Þjóðverjar vörðust af miklu harðfengi. Þeg- ar hersveitir Kanadamanna 'SÓttu fram, var landið hulið reykskýj- um, og sóttu hersveitirnar fram í skjóli þeirra. Framvarðasveit- um bandamanna varð vel ágengt og felldu marga andstæðingana. Bandaríkjamenn tóku flugvöll, sem talinn er mikilvægur, á þessum slóðum. Hersveitir Brad- leys á Normandieskaga hafa tek- ið nokkrar hæðir, sem taldar eru hafa hernaðarlega þýðingu. Á nóni í gær var hafin mikil stórskotahríð af hálfu Banda- ríkjamanna í tilefni af þjóðhátíð- ardegi þeirra. Var hér ekki ein- ungis um að ræða venjulega stórskotahríð í þessari baréttu, heldur var líka gefið til kynna, að hér væri um að ræða stór- skotahríð á fullveldisdegi Banda- ríkjanna. Bretar gerðu enn harða hríð að stöðvum þeim, sem senda flugsprengjuxnar yfir Suður- England, í gær. Beittu þeir Hali- fax- og Lancasterflugvélum og ollu þær miklu tjóni. Margar slíkar flugsprengjur komu inn yfir Suður-England í gær og ollu talsverðu manntjóni og eigna. Tilkynnt hefir verið, að Churchill muni flytja ræðu um f lugspr eng j urnar á fimmtudag 'n.k. löndum heims. Þar voru auð- ugustu olíulindir heims, ógrynni kola í jörð, víðáttu- miklar hveiti- og baðmullar- ekrur, þar mátti rækta nær- fellt allar nytjajurtir. FRÁ ÞVÍ AÐ VERA strjálbýlt frumbyggjaland urðu Banda- ríkin að einhverju voldugasta :Stórveldi heimsins, með 130— 140 milljónir íbúa og mesta iðnaðarkerfi, sem sögur fara af. Bandaríkin eru eins konar deigla, ef svo mætti segja, þar sem hræðzt hafa saman hinar ólíkustu þjóðir ©g skapað sér- stæða menningu og’ sérstæða tækni, Þar eru óteljandi möguleikar. FYRIR TÆPUM ÞREM ÁRUM gerðust Bandaríkin aðili að bandalagi við Breta og aðrar þær þjóðir, sem nú heyja hat- rammt stríð við þá, sem vilja kúga menn og kvelja. Ekki að fyrra bragði, heldur fyrir sviksemi og fals villimann- anna, sem telja sig syni sólar- innar. Þáttur þeirra í styrjöld- inni er ómetanlegur, og vafa- samt má telja, hvort nokkur von hefði verið til þess að sigra í þessari styrjöld gegn ofbeldi og kúgun, ef þeirra hefði ekki notið við. Sennilegt er, að svo hefði ekki verið. NÚ SÉR FYRIR ENDANN á þessari styrjöld, að því er fróð- ir menn telja, með sigri frels- isaflanna. Bandaríkin hafa ekki lagt fram minnsta skerf- inn, það vita allir. Ög enda þótt einstaka ofstækismenn í pólitískum efnum hér meðal okkar reyni að rýra Hut þeirra, sem er hlægilegt í sjálfu sér, munu allir frelsis- unnandi menn standa í þakk- arskuld við þá, sem lögðu hönd á plóginn, þegar mest reið á. Foringi sfríðandi Frakka. Hér sést Ghanl'es die Gaulle, tforystumaður hinna stríðandi Frakka. Hann hefir né um ilangt skeið Ibarizt ífyrir því, að istjórn hans yrði viðurkennd sem sllík, en nú mun h,ann á förum vestur um haif til viðræðna við Rooisevelt urn máleifni Fra-kklandis að af- loknu friels-isstartfinu, sem Elseníhower h-efir hafið nú -þessa dagana. SE 1 iforegi. 9 æskumenn OÍÐASTLIÐINN mánudag dæmdi þýzkur herréttur í Noregi 9 norska æskumenn til dauða og var dóminum full- nægt þegar í stað. Þeir voru sakaðir um ,,að hafa aðstoðað óvinina“. Að öðru leyti segir í dóminum, að menn þessir „háfi gerzt aðilar að ólöglegum fé- lagsskap og að þeir hafi tekið þátt í hernaðaræfingum á tor- sóttum leiðum til þes* að ráð- ast að baki þýzka hernum þeg- ar það væri tímabært“. Þeir, serin teknir voru af lífi, heita: Ovin Kristoffer Bronsta, 24 ára, Per Nannestad Lindaas 25 ára, Cay Börre Kristiansen, 21 árs, Alf Leonard Lande, 24 ára, Jan Koren 23 ára, Thomas Trægde, 20 ára, Kjell Segelcke Koren, 20 ára, Olav Wetter- stad, 2^ árs og Aage Heden- stad, 23 ára. (Frá norska blaðafull- trúanum.) Engar þýzkar hersveK- ir á Álandseyjum, segir állsherjámrkf i Elanmerku velSur É ANSKA frelsisráðið hefir birt áskorun til almennings í Danmörku um að hætta alls- herjarverkfallinu fr-á því í dag að telja, þar eð Þjóðverjar hafi gengið að ýmsum helztu kröfum Dana. Meðal annars hafa Þjóð- verjar falhzt á, að Schalburg- sveitin svonefnda verði flutt írá Kaupmannahöfn, að ekki rerði wy REGNIR hafa borizt um, að Þjóðverjar hafi sett lið á land á Álandseyjum, niilli Finn- lands og Svíþjóðar. Tanner utan- ríkismálaráðherra Finna hefir mótmælt þessu. Sænska blaðið\ „Nya Dagligt Allehanda“ greinir hins vegar frá því, að þýzkir her- foringjar hafi komið til eyjanna til þess að athuga varnarvirkin þar. Linkomies, forsætisráðherra Finna, flutti útvarpsræðu og var harðorður í garð Bandaríkjanna fyrir það að hafa rofið stjóm- málasambandið við Finnland. Ráðherrann viðurkenndi, að samningurinn við Þýzkaland hefði verið gerður án þess að leita umsagnar finnska þingsins. í fregn, sem borizt hefir til Lond- on frá Stokkhóbni segir meðal annars, að sænsk blöð séu nær einróma um það, að hér sé um að ræða svik við finnsku þjóð- ina. ‘ I frétt frá New York segir, að innstæður Finna í Bandaríkjun- um hafi verið „frystar11 vegna hinna síðustu atburða. (Frþ norska blaðafu’iltrúanum.) skotið á óvopnaða borgara og ekki yrði um neinar refsiaðgerðir að ræða gagnvart þeim, er þátt tóku í allsherjarverkfallinu. Schalburgsveitin, sem fyrr var nefnd, er skipuð dönskum naz- istum undir yfirstjórn þýzkra Gestapomanna og ná dönsk lög ekki til þeirra. Sveit þessi hefir gert sig seka í ýinsum óhæfu- verkum, bæði myrt danksa bo:Rg- ara og þjarmað að Gyðingum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.