Alþýðublaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. júlí 1944. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Rústir í Berlín. Athygli vakin á nýútkominni lítilli bók, sem mikil þörf var fyrir. — Stúdent skrifar róg nm stúdenta.. Á imynd þessari sjást skemmdir af völdiuim loftáraisa á húsuim við Asohaffentourgerstrasse í sunnaniverðri Ber.línarborg. Myndin var siend frá Stokkbólmi vestur um haf. ,_______________________________\________ ¥anfsr okkur siú þegar tiB a® bera blaSIS á BaSdursgötá ©g MiÖbæinn. Sfpari greln: FT VAR þrem mánuðum varið til þess að skipu- eggja mikilvægar framkvæmdir eins og til dæmis eyðileggingu útvarpsstöðvarinnar í París, sem var stærsta útvarpsstöð Frakklands. Leyniherinn sendi tilmæli um það til Lundúna, að honum yrðu látnar í té nákvæm ar upplýsingar um það, hversu mikið sprengiefni þyrfti til þess að sprengja útvarpsstöðina í loft upp. Bretar byggðu ná- kvæma eftirlíkingu útvarps- stöðvarinnar og sprengdu í loft upp til þess að vera fullvissir um4’það, hvaða upplýsingar þeir skyldu láta Frökkum í té. Fjór- ir menn úr franska leynihern- wm voru svo valdir til að inna starf þetta af höndum. Kvöld nokkurt laumuðust þeir að út- varpsstöðinni og komu sprengi- efninu fyrir, en héldu því næst brott. Tuttugu mínútum síðar sprakk útvarpsstöðin í loft upp, eh Þjóðverjum og Vichymönn- um tókst aldrei að hafa upp á mönnum þeim, er valdir voru að verki þessu. Annað dæmi um vendilega skipulagningu og gtfÉulega fram kvæmd áttt sér stað eftir að Bandaríkj amenn höfðu gengið á land í Afríku. Um þær mundir var,jafnvel talið líklegt, að inn- rás kynni að verða gerð í Suður- Frakkland, svo að það var^mjög mikilvægt að rjúfa sambandtó við tzka herinn á Ítalíu ©g varna í, að hann gæti sent liðsstyrk til Suður-Frakklands með stutt- um fyrirvara. Þetta skyldi gert með því að rjúfa jái’nbrautir og aðrar samgönguleiðir milli Suð- ur-Frakklands og Ítalíu. Hópur skemmdaverkamanna sprengdi jarðgöng, er járnbraut lá um, í loft upp. Annar hópur skemmda- verkamanna sprengdi fjallshnúk í loft upp með þeim afleiðingum, að hann braut járnbrautarbrú, sem var þar skammt frá. Þriðji skemmdaverkahópurinn drap verði á annarri járnbrautarbrw og sprengdi hana því næst í loft upp. Þegar Þjóðverjar tóku að fiytja matvæli frá Frakklandi til Þýzka- iands, fundu lyffræðingar leyni- hersins ráð til þess að eitra þær. Því næst voru menn sendir inn í járnbrautarvagnana á járnbraut- arstöðinni í París og^ önnuðust framkvæmd þessa. Árangurinn varð, sá, að hundruð Þjóðverja létu lífið. En leyniherinn átti fulltrúa á öllum járnbrautar- stöðvum, einkum járnbrautar- verkamenn og aðra slíka starfs- menn, svo að unnt var að halda áfram að eitra matvælasending- ar frá Frakklandi til Þýzkalands. En leyniherinn lét ekki við það sitja að eitra matvælasendingar í járnbrautarvögnunum. — Hann skipulagði og skemmdaiðju í verksmiðjum víðs vegar um land. Einkum var mikil áherzla lögð á það að fremja skemmdaverk í verksmiðjum þeim, er fram- leiddu skriðdreka og vélar. Á- rangur þessarar iðju varð slíkur, áð um skeið voru níutíu af hverj- um hundrað skriðdrekum, sem framleiddir voru í verksmiðjum á Frakklandi, sviknir. Sömu sögu var að segja úr flugvélaverksmiðjunum, skipa- smíðastöðvunum og öðrum iðn- verum Frakklands. * Þjóðverjar hafa barizt gegn leynihernum af mildum móði og beitt handtökum, morðum og pyndingum í þeirri baráttu sinni. Þeir hafa lagt mikla áherzlu á það að beita leyniherinn hvers konar brögðum. Þjóðverjarnir hafa t. d. gert mikið að því í bar- •áttu sinni gegn leynihernum franska <■ að handtaka einhvern liðsmann hans, pynda hann nær því til ólífis og skilja hann því næst eftir á afviknum stað í von um það, að einhverjir félagar hans kæmu honum til hjálpar. Það er erfitt að neita sér um það að koma til liðs við félaga sinn, þegar þannig stendur á, en eigi að síður verða menn að gera það. Þjóðverjar hafa gert mikið að því að ráða kvennjósnara í þjón- ustu sína, því að þeim er að sjálf- sögðu mjög um það kunnugt, að Frakkar eru vífnir vel. Laglegar þýzkar stúlkur, sem tala frönsku ágætlega, sitja inni í veitingahús- um og nætui'skemmtistöðum í þeirri von að geta aflað ein- hverra upplýsinga af samræðum. manna. En stúlkum þessum varð lítið ágengt, því að leynihemum lærðist brátt að koma í veg fyrir hættu þá, sem af þeim stafaði. — Meira að segja tókst fjölmörg- um Frökkum að vinna ástir þess- ara kvenna, en þar með var út- séð um það, að þær gætu rækt njósnarstarfann framar. Þjóð- verjar hafa því mjög horfið frá þessu ráði. Eitthvert mesta vandamál leynihersins er það, að hafa sam- , band við hinar ýmsu deildir sínar svo og England. LeynJetöðvarnar | eru sterkustu stoðir hans í því ! sambandi. | Þjóðverjar hafa tekið upp það i ráð að fara um í bifreiðum með I leitantæki. Þannig haf-a þeir haft j upp á mörgum útvarpsstöðvmn j og viðtækjum leynihersins og liðs i manna hans. Útvarpsstöðvarnar eru eyðilagðar, viðtækin gerð uþptæk og afbiK)tamennirnir oft- ast drepnir. En ieyniherinn hefur efnt til gagnráðstafana. Iðulega hefur hann lagt til atlögu við Þjóðvejsja, er þeir hafa verið í leit að útvarpsstöðvum hans og við- tækjum liðsmanna hans og leikið þá hart. Leyniherinn hefur það fyrir sið að senda ekki skrifleg skilaþoð, heldur munnleg. Hinir ólíkleg- ustu menn hafa þann starfa með höndum að koma skilaboðum þessum til réttra aðila. En sé hins vegar um skrifk© skilaboð að ræða, eru þau jafnaðarlega rituð ,á pappír gerðan úr hríegrj'ónum, svo að sendiboðinn geti gleypt hann, ef hann kann að verða tekinn höndum. Þó undarlegt megi virðast, hafa menn í þjónustu Vichy stjórnarinnar iðulega það starf með höndum, að koma skilaboð- Frh. á 6. síðu. Síini 4906. áskriffarsími Alþýðobiaðsins er 4900. Er G VIL VEKJA athygli ykkar á lítilli bók, sem lengi hefur verið brýn þörf ó að samin væri og út gefin — og nú er loksins komin. Þetta er „Leiðsögn um Þingvelli“ eftir Guð- mund Davíðsson kennara, fyrrverandi umsjónarmann á Þingvelli. Þetta er ekki stór bók, en í henni er geysi- mikinn fróðleik að finna um helgasta og sögufrægasta stað þjóðarinnar. I henni eru nokkrar ágætar myndir, auk úppdrátta efninu til skýringar. EFNIÐ ER, eins og nafnið bendir til, lýsing Þingvallar í örstuttu máli. Er þar skýrt frá örnefhum, lýst stöðum og staðháttum, sagt hvar búðir fom- manna voru og aðrir merkir staðir, og allt þetta er sýnt á uppdrætti, sem fylgir. Lengi. hafa þeir, sem heimsótt hafa Þingvöll fundið til vöntunar á slíku kveri, sem þessu, en nú er úr þessu bætt og skal Guðmundur hafa þakkir fyrir útgáfuna. Er nú sjálfsagt fyrir alla þá, sem til Þingvalla fara að taka þetta kver með sér. „STÚDENT“ skrifar mér bréf og virðist vera sárreiður. Hann segir: „Maður á mörgu misjöfnu að venjast úr herbúðum kommúnista. Eitt af því vil ég minnast á, og biðja þig að taka í pistil þinn, næst, þegar þú hefur rúm. í dag, föstudaginn 30. júni, birtist í blaði kommúnista forystugrein, minna mátti ekki gagn gera, sem heitir: „ís- lenzkan skrílmál." Er þar sagt, að ný- léga hafi íslenzkur stúdent, sem nám stundar í Bandaríkjunum haldið því fram, að móðurmál okkar, íslenzkan, væri skrílmál. Er síðan lopinn spunn- inn út af þessu og belgir blaðið sig út af þjóðrækni og ást á íslenzkunni og heimtar viðnám þjóðarinnar og kallar á andstöðu hennar.“ „EG SKIL tilganginn með þessum skrifum. Hann er sá, að reyna að koma því inn hjá íslenzku þjóðinni, að slík sé menntun sú, sem íslenzkir æsku- menn, sem nú dveljast vestan hafs svo hundruðum skipti við nám, fái. Þannig séu áhrifin, sem þeir verði fyrir, er þeir dvelja meðal bandarísku þjóðar- innar. Þetta er í fullu samræmi við það móðursjúka hatur, sem nú sést dags daglega í dálkum kommúnista- blaðsins til Bandaríkjaþjóðarinnar.11 „ÞARF EKKI að ræða það, hversu svívirðileg skrif þessi eru yfirleitt, þar sem bandaríska þjóðin hefur sýnt okl#- ur Islendingum meiri vináttu en nokk- ur önnur þjóð, þó að undan sé skilin í öll sú hjálp, sem þjóðin hefur veitt okkur á sama tíma, sem hún sjálf berst fyrir lífi sínu og verður að færa ægi- legar fórnir í þeirri baráttu á fjölda vígstöðvum.“ „SKÝRING hlýtur að vera á þess- um skrifum. Hér er um nýja línu að ræða. Hún er þó svo illa hulin, að allir sjá hana og fyrirlitning okkar ís- lendinga á jbessum mönnum, jafnvel þó að við höfum haft samúð með þeim einhverntíma, vex við hverja einustu línu, sem þeir skrifa í þessum dúr. En nú vil ég leggja beina spurningu fyrir ritstjóra blaðsins, og hún er þessi: ■— Hvaða stúdent er það, sem heíur látið sér þessi orð um munn fara? Eg krefst þess, að ritstjórar blaðsins segi nafn hans. Ef þeir gera það ekki, þá skulu þeir stimplaðir sem ærulausir róg- berar og lygarar." „ÞAÐ VILL SVO TIL, að ég þekki mikinn fjölda þeirra ágætu æsku- manna, sem nú dvelja vestan hafs, og meðal þeirra er enginn, hvorki piltur né stúlka, sem ekki er stoltur af því að vera íslendingur. Allir elska þeir þjóð sína og hlakka til að koma heim að námi loknu, til þess að leggja , hönd á plóginn fyrir hið endurreista lýðveldi. Eg trúi því ekki, að nokkur þeii-ra hafi haft þessi ummæli, enda bendir allt til þess, að þau séu upp- login í skrifstofu Þjóðviljans eða á einhverjum sellufundi kommúnista." „ÞJÓÐVILJINN er að stimpla unga Islendinge, sem dvelja erlendis sem þjóðníðinga. Hann skal ekki komast upp með það. Við, sem heima erum skulum sjá til þess. Eg heiti á unga íslendinga að láta þetta sorpblað finna fyrirlitningu sína. Eg veit af samtölu-m við kommúnista, að þeir óttast þann hóp ungra íslendinga, sem dvelja nú vestan hafsins. Þeir ótt- ast þá, þegar þeir koma heim. Vestur- för sumra manna, sem voru í komm- únistaflokknum hefur ekki gefizt svo vei. Þeir hafa komið heim andsnúnir línudansi, mannhatri og þröngsýni kommúnismans. Þetta er líka skýring á níði Þjóðviljans." | MÉR FINNST að Þjóðviljinn ætti að i birta nafn þessa stúdents, ef hann er þá annað en uppdikt. Blaðið hlýtur að skilja það, að ef það gei'ir það ekki, þá munu orð bréfritarans míns bitna illa á því sjálfu, því að óneitanlega var grein þessi rógur um alla íslenzka stúdenta, sem nú stunda nám vestra. Hvorki þeir né aðstandendur þeirra hár heima vilja þola þennan róg. Hannes á horninu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.