Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 4
ALÞÝPUBLAÐIÐ Laugardagur 8. júlí 1944» Ritstjóri Stefán Pétursson. Símar ritsjórnar: 4901 og 4902. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðunúsinu vió II. tltgefandi: Alþýðuflokkurinn. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í Ipusasölu 40 aura. i Alþýðuprentsmiðjan n.f. Sknggi Storlosp- Guðmundur G, Hagatin: Gi-AMALT íslenzkt mál- tæki segir, að ekki sé minni vandi, að gæta fengins fjár en afla þess. Þessa máltækis hefir oft ver ið minnzt í sambandi við endur heimt sjálfstæðisins, sambands slitin við Danmörku og endur- reisn lýðveldis í landi okkar. Og því nær hefir það legið okk- ur, að minnast þess, að það er þjóð okkar enn ógleymt, hve vanmegnug hún reyndist til þess, að rvarðveita sjiálfstæði hins forna lýðveldis, og hve örlaga- rík sú sundrung reyndist, sem að endingu varð því að falli. Það eru yfirleitt engar ýkjur, þótt sagt sé, að endurminningin um glötun hins forna frelsis hafi hvílt sem dökkur skuggi yfir öllum undirbúningi og stofnun hins nýja lýðveldis. Svo oft hefir þjóðin í sambandi við þanri undirbúning og þá at- höfn verið minnt á þá atburði, sem til þess leiddu, að hún glat aði hinu forna frelsi sínu fyrir hér um bil sjö hundruð árum. * Út af fyrir sig þyrfti slíkur skuggi, slík endurminning, ekki að spá neinu illu um framtíð hins endurreista lýðveldis. Eða hvað ætti að vera okkur meiri hvöt tíl þess, að varðveita það, en einmitt sá dýrkeypti lær- dómur, sem þjóð okkar öðlað- ist við deilur Sturlungaaldar- innar endur fyrir löngu? En þá vaknar sú spurning, hvort við séum svo vel á verði í dag, að ekki geti dregið til hins sama. Það er ekki langt síðan að við vorum minntir ,á það af núverandi forsætisráðherra landsins, að það hefðu verið fjórar umsvifamiklar ættir, sem urðu hinu forna lýðveldi að fjörtjóni, eins og það væru nú fjórir flokkar sem berðust um völdin í landinu. Nú þarf barátta flokka í milli að vísu ekki að fela í sér neina hættu fyrir frelsi þjóðarinnar. En engu að síður er þessi samlíking alvarleg aðvörun og segir hún þó ekki nema hálfan sannleikann um alvöru þess ástands, sem ríkjandi er, þegar hið nýja lýð veldi er stofnað. Því að þrátt fyrir alla valdabaráttuna á Stunlungaöld óskaði iþó enginn hinna fjögurra stríðandi ætta þess, að selja frelsi landsins og þjóðarinnar af hendi, þótt þær hver á eftir annarri létu til þess leiðast, að leita erlendrar að- stoðar með þeim afleiðingum, að öll þjóðin afsalaði sér að end ingu lýðveldinu og hinu forna frelsi. En í dag er það á hvers manns vitorði, að einn þeirra fjögurra flokka, sem starfandi eru í landinu, hefir það beinlín- is á stefnuskrá sinni, að ofur- selja landið og þjóðina erlendu vaídi. Þessi flokkur er Kommúnista flokkurinn, eða Sameiningar- flokkur alþýðu, sósíalistafloklc- Tveir Arnfirðingar: Jón Sigurðsson frá Þðriáksson úr ÉG HEFI AF MIKILLI á- nægju fylgzt með þeim áhuga, sem vaknaði á Alþingi fyrir því, að Hrafnseyri í Árnarfirði yrði sómi sýndur, og lízt mér mæta- vel á þær tillögur, sem ég hefi séð frá hátíðarnefndinni um að- gerðir þar vestra, þó að ennþá séu þær nokkuð lauslegar. Samt vildi ég leyfa mér einmitt nú, meðan ekki er lengra komið málum, að skjóta fram dálítilli athugasemd: Ég er sammála nefndinni um það, að tryggja beri, að jafnan sé klerkur á Hrafnseyri. Margir hin- ir helztu menningarfrömuðir okkar íslendinga hafa verið klerk ar, og faðir Jóns Sigurðssonar var prestur og áhugamaður um fræðslu. Lærðu hjá honum ýmsir ungir menn, sem urðu síðan emb- ættismenn, en einnig nokkrir, sem gerðust útvegsbændur þarna í fjörðunum. Þá hefi ég og ekki annað en gott til þeirra klerka að segja, sem ég kynntist í æsku. Séra Böðvar á Hrafnseyri, Bjarnason frá Reykhólum, var mikill áhugamaður um fræðslu- mál sveitar sinnar, og hann kenndi fjölmörgum piltum undir gagnfræðapróf. Séra Þórður Ol- afsson á Söndum í Dýrafirði var áhugamaður og dugnaðar og tók mikinn þátt í félagsmálum sókn- arbarna sinna, og séra Sigtrygg- ur Guðlaugsson á Núpi var og er einstakur hugsjónamaður, sem lagði sig allan fram í þágu rækt- unar lýðs og lands. En hitt er svo annað: Mér þætti Hrafnseyri ekki mikill sómi sýndur með því, að þar sæti e i n h v e r klerkur. Guðfræðideild hinnar æruverðu stofnunar, Háskóla íslands, hefir útskrifað nokkra guðfræðinga, sem ég veit lítilfjörleg skil á og vildi sízt vita sálusorgara fólks- ins í Hrafnseyrar- og Álftamýr- arsóknum, kennara barnanna, sem þar vaxa upp — allt frá Hok- insdal að Lokinhömrum, og eins konar verði og prýði þess staðar, þar sém Jón Sigurðsson sleit sín- um barnsskóm. Ég býst varla við því, að Hrafnseyrarprestakall verði nokkurn tíma fjölmennt. Þó eru í landi Auðkúlu, næsta bæjar utan við Hrafnseyri, spildur, sem virðast dágott rséktunarland; svo er og í landi staðarins sjálfs og ennfremur yfir í Mosdal, sem er hinum megin fjarðarins, svo til beint á móti Hrafnseyri, og eiga bændur í Mosdal kirkju að sækja yfir fjörðinn. Væri hugsanlegt, að þarna ykist allmikið ræktun og býlum fjölgaði. Samt mundi þarna ekki verða margt manna, og margar jarðir í sveitinni hafa far- ið í eyði, svo að vart þarí að gera ráð fyíir miklum tekjum af prests verkum hjá Hrafnseyrarprestum. Þó að skóli rísi upp á staðnum og prestur geti haft aukatekjur af’ kennslu, þá kemur þar á móti ein- angrun staðarins að vetrarlagi, — og óró og ys á öðrum tímum árs, sem sumargistihúsum fylgir. Það er því sízt tryggt, að til Hrafnseyrar veljist neinir úrvals- klerkar, nema eitthvað laði að embættinu þar fleira en nefndin hefir ennþá gert ráð fyrir. Hvað skal svo gera? Á Hrafnseyri skal reisa virðu- legt og vandað prestssetur. Hús- búnaður allur skal fylgja emb— ættinu og vera vandaðri og myndarlegri en gerist og gengur, enda smíðaður af listfengum ís- lenzkum húsgagnasmiðum og prýddur af úrskurðarmeisturum. Málverk skulu skreyta stofur, og skulu þau vera ýmist af um- hveríinu eða af atburðum og mönnum úr sögu staðarins, þeim, er geti samrýmzt minningu Jóns Sigurðssonar og þeim málefnum, sem hann fylgdi fram til sigurs, — en þó fyrst og fremst af ýms- um atburðum, sem koma við sögu og starf sjál’fs hins mikla foringja. Embættið skal launað betur en önnur prestsembætti, svo að Hrafnseyrarklerkur eigi þess kost að afla sér margvíslegra bóka og bregða sér frá — jafnvel út fyrir landsteinana — til hressingar, þekkingarauka eða fræðastarfa. Hrafnseyrarpresta- kall skal svo aðeins veita vel lærðrim klerkum, sem hafa unn- ið sér orðstír sem áhugamenn um mál kirkjunnar, menningarfröm- uðir, fræðimenn eða merkir rit- höfundar. Prestsskapur á Hrafns- eyri skal verða virðingarstaða, sem ‘gefi þeim, er hana hlýtur, skilyrði til andlegra starfa og losi hann við búksorg, en leggi hon- um einnig skyldur á herðar, ekki aðeins gagnvart sóknarbörnum sínum, heldur m'inningu Jóns Sigurðsstyiar, íslenzkri menn- ingu og allri hinni íslenzku þjóð. Skal Hrafnseyrarklerk- u r verða virðingarheiti og láta mönnum þannig í eyrum, sem eigi fari þar, neinn hversdags- maður, þar sem sá er, sem það ber. 2. Undanfarið hefir minningu Símonar Bjarnasonar Dalaskálds verið allmikill sómi sýndur, því að hundrað ár munu liðin frá fæðingu þessa alkunna og að því er virðist af sumum dáða lands- hornamanns og rímnahöfundar. Menn hafa skrifað um hann greinar og flutt um hann ræður í útvarp, og mér hefir verið tjáð, að bráðlega sé von á „ ú r v a 1 i “ úr kveðskap hans. En ég hygg, að ég hafi alls »kki orðið þess var nema a’f grein, sem Jón blaða- maður Helgason skrifaði í Tím- ann í vetur, að menn eða menn- urinn, eins og hann kallar sig í seinni tíð til þess„ að villa á sér heimildir. Eða hverjum getur lengur dulist það, að hann berzt beinlínis fyrir innlimun íslands í hið rússrieska sovétlýðvelda- samband undir því hlægilega yfirskini, að þar væri þjóð- frelsi okkar bezt tryggt?! Einhver kann að efast um, að slíkt geti verið tilgangur eða stefna nokkurs íslenzks stjórn- málaflokks. En tala ekki verk þessa flokks nægilega ótvíræðu máli? Og eru menn búnir að gleyma því, hvernig blað hans gyllti það fyrir þjóðinni sem hina einu sönnu gæfu og frelsi, að vera „innlimuð þegjandi og hljóðalaust undir bolsévism- ann“, eins og það komst fagn- andi að orði, þegar ein af smá- þjóðum Evrópu var svipt frelsi sínu fyrir fimm ár«m og helm- ingurinn af landi hennar lagð- ur undir sovétríkjasambandið? Slíkur flokkur er snákur við brjóst hins endurreista lýðveld- is 'okkar. Hann er hættulegri en nokkur þeirra ætta, sem hér börðus't um ivöldin á Sturlunga- öld með svo hörmulegum afleið ingum, sem sagan greinir. Með- an slík stefna á verulegu fylgi að fagna í landinu verður lýð- veldið og sjálfstæðið aldrei ör- uggt. Það þarf þjóðin að gera sér ljóst, og það fyrr en síðar. ingarstofnanir hafi nokkrar fyr- irætlanir um það, að minnast á einhvern verðugan hátt tvö hundruð ára fæðingarafmælis eins af höfuðskáldum og menn- ingarfrömuðum okkar íslend- inga, en það afmæli er seint á þessu ári. Fæðingarstaður forsetans er allinnarlega á norðurströnd Arn- arfjarðar, og Langanes, sem skerst út í íjörðinn og skiptir honum innanverðum í tvo firði, teygir tána nokkuð lengra út en á móts við Hrafnseyrí. Við Langanestá þrýtur Isafjarðar- sýslu, en Barðastrandarsýsla tek- ur við. Hinn yzti byggði dalur á vesturströnd fjarðarins, svo að segja fyrir opnu hafi ,er Selár- dal. Er iSielárdals oft getið í Sturlungu og kunnur er hann úr íslenzkum þjóðsögum. Þar hafa líka setið merkir prest- ar, svo sem Gísli Jónsson, er varð biskup í Skál- holti, Páll Björnsson, lærður mjög og ritfær og kunnur fyrir afskipti sín af galdrabrennum, en minna fyrir hitt, að hann var svo mikill áhugamaður um framfarir í atvinnuvegum landsmanna, að hann eignaðist þiljubát og hélt Auglýsingar, sem birtast ©iga i Alþýðubíaðinu, verða að vera komr.ar til Auglýs- •upaskrifsíofunnar í Alþýðuhúsini:, (gengið ít . frá Hverfisgötu) fyrir kl. 1 a® kvöldl. honum til fiskjar, og er sagt, að hann hafi lært sjómannafræði og jafnvel sjálfur verið skipstjóri á þilskipinu. Þá er og einn hinn sannfróðasti fræðimaður okkur nú, Ólafur prófessor Lárusson, fæddur og uppalinn í Selárdal, og voru þeir þar dugandi klerkar og búmenn, faðir hans og afi. Fyrir og um miðja 18. öld, var prestur í Selárdal Þorlákur Guð- mundsson. Guðmundur, faðir hans, hafði fyrst verið prestur í Gufudal, en síðan í Selárdal — og þá verið prófastur Barðstrend inga. Hans faðir, Vernharður,. var prestur að Stað í Aðalvfk. Frh. á 6. síðu. Jémð TÍMINN gerir í gær að umtals- efni orðróm, sém um nokk- urt skeið hefir gengið í höfuð- staðhum um að nýtt blað og jafnvel nýr flokkur væri í upp- siglingu. Tíminn segir um þetta: i „Sú saga gengur um bæinn, að nokkrir helztu . stórgróðamennárnir, sem fást við útgérð, séu í þann veg- inn að hefjast handa um blaðaútgáfu og hafi þeir lagt fyrir allrífléga fúlgu til þeirrar stárfsemi, sumir segja nokkur hundruð þúsund kr. Meðal forgöngumanna þessa fyrirtækis eru nefndir Skúli Thorarensen, Loftur Bjarnason í Hafnarfirði og Ólafur Jónsson í Sandgerði. Mælt er að Arn- aldur Jónsson sé ráðinn' bráðabirgða- ritstjóri, en ætlunin sé að fá hagfræð- ing, sem nú dvelur í Bandaríkjunum, til þess að verða aðalritstjóra í fram- tíðinni. Svo er sagt, að það sé ætlun þessa fyrirtækis að fara hægt og gætilega af stað, finna hvernig landið liggur, en hefjast síðan handa um flokks- stofnun, ef það þykir tiltækilegt. Björn Ólafsson viðskiptamálaráðherra er sagður standa í ná*u sambandi við fyrirtæki þetta og muni hann ætla sér og helztu heildsölunum að slást í hóp- inn, ef til flokksstofnunar kemur. Mjög fer tvennum sögum af því, hvað váldi stofnun þessa fyrirtækis. Ýmsir telja, að það stafi af óánægju þessara manna með hina hringlanda- legu stefnu Sjálfstæðisflokksins og vilji þeir annaðhvort fá hann til að taka upp ákveðna viðreisnarstefnu eða efna til nýs flokks. Aðrir telja, að þetta sé aðeins aukinn undirbúningur stórgróðamanna til að standa sem mest á verði um hagsmuni sína í ná- inni framtíð. Enn aðrir álíta, að þetta sé aðeins ein afleiðing þess öngþveitis, sem ríkjandi er í stjórnmálunum um þessar mundir og meðal annars leíðir til þess, að ýmsir telja að nú sé tæki- færi til að slá sig til stjórnmálaridd- ara, þótt hæfni og möguleika hafi skort til þess áður. Allt þetta mun skýrast, ef alvara verður úr fyrirætlunum þessa fyrir- tækis. Er rétt að láta allar spár bíða„ unz verkin sjálf hafa talað.“ Því mætti þó vel bæta vi5 þessa frásögn Tímans, að fleiri eru tilnefndir í sambandi við blaðstofnun þessa en þeir, sem Tíminn nefnir. Er að minnsta kosti fullyrt, að hún sé Jónasi Jónssyni, fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins, ekki með öllu óviðkomandi, hvort sem honum helzt það nú uppi fyrir flokki hans, að skrifa í það blað frekar en í Bóndann sællar minn- ingar. * Tíminn minnist í gær nokkrum orðum á náðanir þær, sem ríkis- stjórnin ákvað í sambandi við stofnun lýðveldisins. Farast blað- inu þannig orð um þær: \ „Hinar stórfelldu náðanir, sem ríkis- stjórnin veitti nýlega, mælast illa fyr- ir. Náðanir eru úrelt venja, sem því aðeins getur átt rétt á sér, að ástæður sakborningsins séu með alveg sérstök- um hætti. Hér er engu slíku til a'S dreifa. Náðanir eru veittar rnörgum tugum manna alveg út í loftið. Með þessu atferli er skapað fyllsta órétt- læt Menn eru gerðir misréttháir fyrir lögunum, einn sleppur fyrir refsi- vert afbrot, sem öðrum er refsað fyrir. Jafnrétti lagann* er raunverulega af- numið. Með slíku framhaldi hyrfi réttarríkið fljótlega úr sögunni. Hið unga lýðveldi hefði heldur átt að byrja göngu sína með því að vinna að því enn betur en áður, að lögin næðu jafnt til allra, en með því að skapa misrétti milli manna.“ Það mun rétt herrrit hjá Tím- anum, að þessar náðanir hafi hvergi nærri mælzt vel fyrir, enda sum þau brot, sem um var að ræða þess eðlis, að mjög ork- ar tvímælis, hvort sæmilegt er, að veita sakaruppgjöf í sambandi við þau: i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.