Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. júlí 1944. AU»ÝÐUBLAÐ1Q Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarðstof- Aðalfundur Sambands íslenzkra karlakéra Fyrsfafiokksmófinu Máourinn minn unni, sími 5030. NæturvörðUr er í Iðunnar-apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.20 Útvarpstríóið: Einleikar og tríó. 20.45 Upplestur: Sögukafli (Guð- mundur Daníelsson rithöfund- ur). 21.15 Einleikur á munnhörpu (Ernst J. Schickler). 21.30 Upplestur: Meðan Dofrafjöll standa (Sigurður Skúlason magister). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Fimleikamóti K.R., sem fram átti að fara á íþróttavell- -inum í gærkveldi, var frestað vegna óhagstæðs veðurs. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band af sr. Jóni Thorarensen ungfrú Helga Guðbjartsdóttir og Magnús Þorsteinsson, háseti á e.s. Goðafossi. Heimili þeirra verður á Skeggjagötu 14. Sundför til Norður- lands. Frh. á 7. síðu. andi verður Jón Ingi Guðmunds- son, sundkennari K.R. Sund- flokkinn sjálfan skipar eftirtalið fólk: Auður Pálsdóttir, Kristín Guð- jónsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Erla Gísladóttir, Unnur Ágústs- dóttir, Hjördís Hjörleifsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Lou- visa Hafberg, Einar Sæ- mundsson, Sigurður Jóns- son, Geir Þórðarsonj Einar Sigurvinsson, Rafn Sigurvinsson, Gunnar Valgeirsson, Páll Jóns- son, Pétur Jónsson, Helgi Thor- valdsson, Magnús Thorvaldsson, Leifur Eiríksson, Kristinn Dag- bjartsson, Benny Magnússon, Einar Sæmundsson, Sigurgeir Guðjónsson, Jóhann Gíslason. Seiium niðursoðið kiiidakjöt. í 1/1 ©g 1/2 dósum. samvinnufélaga. I i Kaupum tuskuk* Húspa ecaviBDOs to.fan Baldursgötu 30. Skorað á alþingi að jauna söng- kennara fyrir sambandið. A ÐALFUNDUR Sambands •**• ísl. karlakóra var haldinn í Félagsheimili verzlunarmanna, Reykjavík, föstudaginn 30. júní. Sóttu fundinn fulltrúar frá 9 sambandskórum, auk nokkurra formanna og söngstjóra kór- anna. Á fundinum voru rædd almenn áhugamál sambandsins, og þó einkum söngkennsla kór- anna, sem verið hefir ýmsum anmnörkum bundin síðan Sig- urður Birkis Iét af störfum sem kennari sambandsins. Voru fundarmenn einhuga um, að ráða þyrfti tafarlaust fastan söngkennara til sambandsins, svo að hinir fjölmörgu karlakór- ar víðs vegar um landið mættu dafna með eðlilegum hætti. En til þess að svo mætti ve.rða, þyrfti sambandið að hafa meira fé til umráða en nú er, og þótti fundarmönnum rétt að beina þeirri áskorun til alþingis, að það veitti sambandinu ríflegan styrk á næstu fjárlögum. Svofelld til- laga var samþykkt á fundinum: „Aðalfundur Sambands ísl. karlakóra skorar á alþingi að samþykkja að ríkið launi söng- kennara fyrir sambandið með sams konar kjörum og söngmála- stjþra Þjóðkirkjunnar." I framkvæmdaráð sambands- ins voru kosnir: Ágúst Bjarna- son form., endurkosinn, Friðrik Eyfjörð ritari, endurkosinn, Jón Eiríksson jgj aldkeri. Meðstjórnendur voru kjörnir: Sr. Garðar Þorsteinsson, Hafnar- firði, Jón Vigfússon, Seyðisfirði, sr. Páll Sigurðsson, Bolungavík, Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði, allir endurkosnir. Úldnum ffski fleygf svo al segja á almanna lei AÐ væri sannarlega vert fyrir heilbrigðislögregl una að leggja leið sína vestur á sjávarbakka fyrir véstan Selbúðirnar og að Selvörinni og renna augum yfir þann ó- þrifnað, sem þar er víða safn að saman. Beint vestur af Sólvallagöt- unni einmitt þar sem skilti frá Heilbrigðisnefnd. istendur með aðvörun um, að ekki mégi benda sorpi mold eða öðru slíku þar niður fyrir bakkann hefir nú einhver náungi fundið köllun til að fleygja stórri hrúgu af skemmdum fiski og fiskúrgangi. Er hrúga þesisi svo morrandi af imiöðkum, að svo virðiist,. sem hún sé öill á iði, og ódauninn frá þessu leggur langar leiðir, :svo fólki, sem gengur þarna um bakkana slær fyrir bþjóst. Er furðulegt að nokkur skuli láta sér sæma að henda slikum 'óþrifnaði, isvo að segja rétt við húsdyr borgaranna. mislitar, einlitar og hvítar. H. Tofi. Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Emsl Tfe@r®clcSs©si andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt föstudags 7. þ. m. ;i Áslaug Thoroddsen. 1 Maðurinn rninn Magnús HöfivarssOT,, bakarameistari, verður jarðsunginn frá heimili okkár Lækjargötu 11 Hafnarfirði, mánudaginn 10. þ. m. kl. 214 e. h. Sigríður Eyjólfsdóttir og börn. K.R. sigraSi. KN ViTSPYRNUMÓTI 1. í-lokks lauk í fvrrakvöld með úrslitaleik milli Fram og KR og fóru svo leikar að jafn- tefli yarð 1:1, en KR sigraði á stigum. Þátttakendur í mótinu voru KR, Valur, Fram, Víkingur og ÍR. Mótið hófst 23. júní með leik milli Fram og ÍR og sigraði Fram með 4:1, þegar að þeim l þeim leik loknum fór fram leik ur milli Vals og KR þar sem KR sigraði með 3:0. Hinir leik- irnir fóru sem hér segir: Val- ur—Fram 1:0, ÍR—Víkingur 1:0, Valur—ÍR 2:1, KR—Vík- ingur 3:0, Fram—Víkingur 4:0, KR—ÍR 2:1 og svo loks úrslita leikurinn KR—Fram 1:1, en áður en hann skyldi hefjast átti að fara fram leikur milli Víkings og Vals, en úr honum varð ekki því Víkingingarnir gáfu leikinn. Úrslitaleikurinn var mjcg skemmtilegur og vel leikinn, gaf að mörgu leiti ekki eftir meistaraflokksleikjum, var t. d. mun skemmtilegri en leikur þessara sömu félaga í tslands- mótinu í vor. Fyrri hálfleikur- inn endaði með jafntefli 0:0, og sá síðari einnig með jafn- tefli 1:1. Fyrra markið skoraði Fram, h.út. með fallegu loft- skoti, sem sendi hnöttinn að baki markverði KR svo hann fékk ekki aðgert, skeði þetta í byrjun hálfleilcsins, er fáein- ar mínútur voru eftir af leikn- um, tókst KR að kvitta. Með snarpri sókn tókst þeim að skjóta, en markvörðurinn, sem er mikill að vallarsýn og hand- fastur, náði knettinum, KR- ingar sóttu fast að, en mark- vörðurinn fleygði ekki knett- inum frá sér, sem hann, meðal annars vegna stærðar sinnar, hafði ágætt tækifæri til að gera, heldur hyggst að komast með hann í burtu á þann hátt að kasta honum niður, en með þessu ná KR-ingar honum og skora, þær fáu mínútur sem eftir voru gerðist ekkert sögu- legt, en KR vann mótið á þessu jafntefli. Hefði hinsvegar Fram unnið þennan leik, sem svo miklar líkur bentu til, hefðu, Valur, Fram og KR orðið að keppa aftur. Útaf fyrir sig má segja að þetta hafi ekki verið óréttmæt úrsiit, en jafnteflis- markið hefði gjarnan mátt koma með öðrum hætti, því þetta var sannarlega hand- vammarmark. í mótinu hlaut KR 7 stig, Fram 5, Valur 6, ÍR 2 og Víkingur 0. Dómari var Guðmundur Sigurðsson og dæmdi hann röggsamlega. Ebé. W| IG hefir ávallt furðað á því, ^ " að myndastytta Jóns Sig- urðssonar á Austurvolli — hins óeigingjarna, látna mikilmennis — skuli ekki bera með sér, af hverjum hún er. Að vísu þarf þess ekki hvað Islendinga snert- ir, þeir þekkja hann allir, en það var virðulegra og í alla staði sjálfsagt, líka gagnvart útlend- ingum. Mér hefir verið skýrt frá, að nokkrií- þeirra útlendinga, er hér hafa dvalið nú um alllangt skeið, hafi spurt, af hverjum mynda- stytta þessi væri, og er það að vonum. Ymsum nú á tímum er mjög tamt að telja sig vinna í anda Jóns Sigurðssonar, og ekki sízt þeim, sem eru kannske ekki ó- hræddir um, að verk þeirra tali á annan veg. Það getur ef til vill haft nokkra þýðingu við lítt sál- þroskaða menn, að skreyta hatt sinn með s.líkum fjöðrum, eink- um ef hatturinn er ekki úr góðu efni. Við fráfall Jóns Sigurðssonar man ég að kveðið var þannig að orði, að hann hafi verið „óska- barn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur“. Nú vil ég bera þá tillögu fram, að á fótstall myndastyttimnar sé greypt: Nafn Jóns Sigurðssonar, fæðingar- og dánardagur og ár, og þar undir: „Oskabarn Islands, sómi þess, sverð og skjöldur.“ Ég veit, að þetta yrði kærkom- ið öllum íslendipgum, sem mete hið mikla og fjölþætta starf hams til heilla þjóð sinni, sem var á allan hátt laust við eigingimi. Ó. J. Kariakór iðnaðar- manna á Slglufirði. Frh. af 2. síðu. Meðlim'ir karlakórsins Vísir söfnuðust saman á ihaifnarbryggj unni og ibauð formaður Vísir, Halldór Kristinsson héraðslækn ir, kórinn yelkominn og skipit- ust kórarnir siíðan á söngkveðj- um. Efndi Karlakór iðnaðar- manna síðan til söngskemmtim ar um miðnætti í bíóhúsinu, var húsið þéttskipað fóifci' og tókst söngurinn með ágætum. Varð kórinn að endurtaka miörg lögin. Söngstjóri var Roihert Abra- ham. Áheyrendur hylltu söng mennina með ferföldu húrra- hrópi. Kórinn mun endurtaka sam- söng sinn í bíóbúsinu klukkan 19.15 á kvöid. — VIiSS — Nýjasfa myndin af Mussolini Mynd þes.sari var útvarpað frá Sviss til Ameríku og sýnir Mussolini við liðskönnun norður á Þýzkalandi. Maðurinn á bak við Mussolini er Graziani marskálkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.