Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ ANNgfú .Ui»i Rétt að fela einstökum félögum ýmsar framkvæmdir bæjarins — en bó ekki allar. Gatnagerð og sorphreins- Bréf frá tveimur Reykvíkingum. un ORPHREINSUN í Reykjavík hefur um fjölda mörg ár verið eitt helzta umræðuefni bæjarbúa, enda hefur margt farið betur úr hendi í höfuðstað landsins en sorp- og gatna- hreinsun. Upp á síðkástið hafa orðið töluverð*ar framfarir í þessu efni og til dæmis í sumar hefur verið settur miklu meiri kraftur á alla sorphreins- un en nokkru sinni áður, enda lat- ínulærðir menn fengnir til að vinna að hreinsupinni í stórhópum um nætur ásamt verkamönnunum! EN ÞAÐ ER ÞÓ langt frá því að þetta sé að verða nálægt því komið í gott horf. Þörfin fyrir mikilvirka og fljótvirka sorphreinsun margfaldaðist við hitaveituna, þar sem hún útilokaði að hægt væri að brenna sorpi í húsun- um, enda sá þetta á fyrst í vor, þó að nú sé orðið mikið til bóta. FYRIR NOKKRU gerði félagsskapur tilboð í sorphreinsunina. Bauðst hann til þess að taka að sér hreinsunina um vissan tíma gegn ákveðnu gjaldi. Um þetta efni fekk ég bréf frá kunnum Reykvíkingi í fyrradag og ræðir hann þetta mál af skynsemi. — Hér er bréf hans: „ÉG SÉ AÐ NOKKRIR MENN hafa ' boðist til að taka að sér sorphreinsun- ina í Reykjavík. Þetta er alger nýjung, sem vert er að veita athygh. Það var nýjung, er Almenna byggingafélagið gerði tilboð í gatnagerðir fyrir bæinn og borgarbúum yfirleitt mun lítast vel á verk félagsins og hyggja gott til samstarfs við það um gatnagerðir og viðgerðir á götum.“ „EINS MÁ SEGJA um þetta tilboð sorphreinsunarmannanna. Mér finnst að bæjaryfirvöldin eigi að athuga til- boð þetta mjög vel og ég hygg að heppilegt muni reynast fyrir bæinn að taka tilboðiou, ef samningar takast að athuguðu máli. Hér er vitanlega í mik- ið róðist fyrir bæinn og hér er um algera nýjung að ræða og verður því að hyggja vel að öllu.“ „EN AÐAUÁSTÆÐAN til þess að ég skrifa þér þetta bréf, Hannes minn, er sú, að ég vil leggja á móti því, að bær- inn láti einstök félög yfirtaka allar þær greinir, sem hér um ræðir. Eg vil að verkfræðingafirmum sé gefinn kostur á því að gera tilboð í viðgerð vissra gatna, en ég vil ekki að bærinn hætti alveg að gera við götur sjálfur. Eins vil ég ekki, að einstöku félagi sé feng- in í hendur öll sorphreinsun í bænum, en ég vil láta það taka að sér megin- hluta hennar, en að bærinn haldi á- fram einhverjum hluta þessa nauðsyn- lega verks.“ „ÁSTÆÐAN FYRIR þessari af- stöðu minni er sú, að ég vil láta mynd- ast samkeppni i verkhyggni og vinnu- afköstum í þessum greinum. Eg full- yrði, að síðan Almenna byggingafélag- ið byrjaði að vinna, hafa gatnavið- gerðir, sem bærinn sér um, gengið betur. Annars er og 'skylt að geta þess, að í vor, strax og hinn nýi bæjarverk- fræðingur tók við kom meira fiör í þessar framkvæmdir bæjarins, hverju sem það er að þakka, — og þú hef- ur einmitt fyrstur manna bent á þetta, Hannes minn.“ „EINS HYGG ég að muni fara um sorphreinsunina. Eg vil, eins og ég sagði áðan, að félaginu sé falinn meg- inhluti sorphreinsunarinnar, en ekki alveg allur. Verða svo ráðamenn bæj- arins að skipta starfinu skilmerkilega — og hef ég ekki næga kunnáttu til þess að gera tillögur í því efni.“ ÞETTA SEGIR þessi Reykvíkingur. Finnst mér margt rétt athugað í bréfi hans og vona, að bæjaryfirvöldin at- hugi að minnsta kosti tillögu hans. — Annað bréf fékk ég frá B. St. um göt- urnar í bænum og er bezt að taka það með í þennan pistil, fyrst ég er farinn að tala um framkvæmdir bæjarins. Hann segir: „HINN 'NÝI bæjarverkfræðingur hefur tekið upp þá lofsamlegu ný- breytni að láta steypa viss götuhorn, þar sem umferð er mjög mikil. Eg skal strax taka það fram, að þó að þarna sé' steypt á allstóru svæði, þá óttast ég, að holur vilji myndast við samskeytin, en það á nú eftir að sýna sig og ekki vil ég vera með hrakspár, því að hugmyndin er ágæt og mjög lofsverð." „EN ÉG VIL fastlega mælast til þess að nú verði farið að steypa göt- urnar í Reykjavík. Malbikun þeirra ár eftir ár er Kleppsvinna og hreint ekk- ert annað. Ég vil láta taká eina til tvær götur á ári og láta steypa þær. Við skulum til dæmis taka Ingólfsstræti milli feankastrætis og Hverfisgötu. Og ég vil líka nefna Fríkirkjuveginn. — Þetta eru ekki stórar götur, og það er sjálfsagt að fikra sig áfram og taka þá litlar fjölfarnar götur fyrst.“ „MALBIKHD, sem nú er notað, er handónýtt og það er því hin mesta fá- sinna að vera að nota þaS Auk þess er reynsla okkar af malbiki mjög slæm, eins og ég hef drepið á áður. Steyptar götur hafa þegar reynst mjög vel — og við Reykvíkingar verðum að eignast steinsteypt stræti. Eg vona, að þú viljir flytja bæjaryfirvöldunum þessa hugvekju mína.‘ Hannes á horninu. ítölsk borg í rústum. vantar okkur nú þegar t§l a$ bera blaðið á BaEcKursgötu og Miðbæinn. AlhýSublaðíð. - Simi 4990. Á mynd þessari sjást rústir í ítölsku borginni Castellonorato, sem er suður af Cassino, eftir að hersveitir bandamanna höfðu náð henni á vald sitt. Borg þessi var fyrruon eitt af styrkustu vígjum Þjóðverja á þessum slóðum. anrchlH. ENN GETA BRETAR engan veginn gert sér fulla grein fyrir því, hvað þeir eiga að þakka forsjá og dómgreind for sætisráðherra síns. Það mun sagan sanna. Hins vegar er Bretum vel um það kunnugt, hvað ræður hans hafa haft að þýða fyrir þá sem einstaklinga og þjóð. Þess eru dæmi, að skáld og rithöfundar hafi heillað svo hugi manna með orðsnilld sinni, að nöfn þeirra munu aldrei gleymast, meðan menningarþjóð ir byggja þessa jörð. Eitthvað svipað er að segja um mælsku- list Winstons Churchills og áhrif þau, er hún hefir haft á brezku þjóðina á öllum stigum styrjald ar þeirrar, sem nú er háð, hvort heldiur hún hefir unað ósigri eða sigri, svartsýni eða bjart- sýni. Og það, sem ég bíð ó- þreyjufyllstur eftir, er það, að stríðsræður Churchills verði gefnar út að ráðnum úrslitum hildarleiksins. Við getum gert okkur í hug grlund, hver hefði orðið hlutur brezku þjóðarinnar á hörmung- artímum þeim, sem yfir hana hafa dunið síðustu ár, ef hún hefði ekki átt slíkan leiðtoga og málsvara sem forsætisráðherra hennar er. Fátt væri mér kærara en benda hér á það, hvílíkur snill- ingur Churchill er á látlaust en áhrifaríkt mál, hversu bragðfim ur ræðuskörungur hann er, skemmtinn og markviss, en allt þetta veldur þeirri almennings- hylli, er hann nýtur sem ræðu- maður. En þessa er enginn kost ur að þessu sinni. Ég verð að sætta mig við það eitt að lýsa nokktað hæfni hans sem 'sagn- fræðings og því, hversu honum J tekst ávallt frábærlega vel að { koma henni við, er hann lýsir f mikilvægum atburðum. En á tímum sem þessum má með sanni kveða þannig að orði, að atburðirnir lýsi sér raunveru lega sjálfir. Enda þótt óvenju- lega örlagaríkir atburðir gerist, gleymast þeir mönnum brátt, því að hafsjór atburðanna bylt- ir feiknhrönnum að strönd end- urminninganna svo að segja dag lega. Það leikur því ekki á G1 REIN ÞESSI,, sem er eftir Desmond Mac- Carthy og hér þýdd úr tíma- ritinu English Digest, fjallar um Winston Churchill sem mælskumann, en hann er tal inn einhver mesti ræðusnill- ingur, sem nú er uppi. Grein arhöfundur vitnar til nokk- urra ræðna hinsj hrezka for- sætisráðherra til þess að sanna lesendunum ýmis ein- kenni hans sem ræðumans. tveim tungum, að það.er næsta mikils um það vert að hafa á að skipa málsvara, sem er sér- stakur snillingur í því að lýsa hinum daglegu atburðum og skilgreina þá þannig, að mönn- um verði ríkt í minni og skiln- ingur þeirra á mikilvægi þeirra skerpist. Ég hefi hér fyrir framan mig fjölmargar ræður eftir forsætis ráðherrann, sem lýsa glögglega þessari þjónustu hans við þjóð sína, og það, sem einkennir þær allar, er ekki aðeins það, að hann leggi áherzlu á það að skerpa skilning þjóðarinnar á at burðum þeim, sem gerzt hafa á hverjum tíma, heldur og að hvetja haná til þess að taka þeim eins og hugdjarfri og mik ilhæfri þjóð sæmir. 4 Ég tek hér til dæmis ræðu þá, er hann hélt hinn 18. júní 1940. Orrustunni um Dunkirk var lok ið, og þennan sama dag hittust þeir Hitler og Mussolini tdl þess að ræða friðarskilmála þá, er Frakklandi skyldu settir. Þá mæltist honum á þessa lund: „Því, sem Weygand hershöfð ingi hefir nefnt orrustuna um Frakkland, er lokið. Ég hygg, að orrustan um Bretland sé nú í þann veginn að hefjast. Hin kristna mennáng er undir því komin, hver úrslit þeirrar orr- ustu verða. Tilvera Breta og heimsveldi þeirra er undir Jjeim úrslitum kornin. Óvinur- inn mun beina öllum mætti sín um og æði gegn okkur. Hitler er um það kunnugt, að annaðhvort er fyrir hann .að bera Breta ofurliði eða tapa styrj- öldinni. Ef okkur tekst að veita honum viðnám, mun Evrópu verða bjargað og mannkynið geta hafið sókn til nýrra áfanga. En ef við bíðum lægra hlut, mun gervallur heimurinn, þar á meðal Bandaríkin og allt það, sem við þekkjum og unnum, sökkva niður í hyldýpi nýrra skuggaalda, sem verða enn öm- urlegri og hryggilegri vegna þess, að við höfum haft af ljósi menningarinnar að segja. Við skulum því bindast fast í bræðralag og gera skyldu okk- ar minnug þess, að ef Bretland og brezka samveldið stenzt þessa raun munu menn að þús- und árum liðnum komast að orði á þessa lund: „Þetta var örlagaríkasta stund sögu Breta veldis“. Þá mun ég höfða til kafla úr annarri ræðu, sem haldin var nær mánuði síðar, þegar við- horfin voru orðin enn ískyggi- legri og stjórn Pétains hafði rof ið öll tengsl við Bretland. „En allt er nú komið undir lífsmætti hins brezka kyn- stofns, hvar sem hann dvelst í heiminum, og allra hinna sam- einuðu þjóða og vina okkar í sérhverju landi, sem leggja sig alla fram, dag og nótt, sem láta allt af mörkum, þora allt, standast allt, þrauka til þraut- ar. Þetta er ekki styrjöld um höfðingja eða konungssyni, kon ungaættir eða metorðagirnd þjóða, þetta er styrjöld um þjóðir og málefni. Það er mikill fjöldi manna hér á landi og í öllum löndum, sem veita hinum góða málstað ómetanlega þjón- ustu í þessari styrjöld, en aldrei verður að nokkru getið. Dáðir þeirra munu liggja í þagnar- gildi. Þetta er styrjöld óþekktra hermanna. En við skulum al- drei láta tryggð okkar og rækt- arsemi bregðast, og þá mun i okkur auðnast að hrista hina illu martröð Hitlers af okkur“. Næst mun ég höfða til kafla úr ræðu, sem er óvenjuleg jafn vel af Churchill að vera. Hún sýnir þann þátt ræðusnilldar, Framhald á 6. síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.