Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.07.1944, Blaðsíða 6
ú** % Al-Þ YÐUB L AÐ 8Ð Fyrir odkikru síðan flæddi Misistósippi ytfir bakka sína í grend við Sft. Paul í iBandarlíkjiunuim og einangruðuist miörg bús í þessu húsi hugkvæmdist hundinum, að vissara væri, sig ekki á neðri hæðunuim, eif ivatnið skyldd ihalda áfram að stíga. Hann fór því upp á húsþak og hélt sig þar þar til mlóðið sjatnaði. Hundurinn og vatnsflóSið. Mælskusnillmgurinn Churchill Frh. af 5. síðu. sem Churchill tíðkar sjaldan í umræðum um stjórnmál á þingi, enda þótt hann hafi oft verið þungorður í garð andsþjeðinga sinna, Að þessu sinni er Hitler umræðuefni han: „Þessi vondi maður, persónu- igervingur margs konar sál- eyðandi haturs, hefir nú gert tilraun til þess að granda kyn- stofni þeim, sem byggir Bret- landseyjar með fjöldaslátrun og eyðileggingu. Það, sem hann hefir gert, er að kveikja glóð í hjörtum Breta heima og heim- an, sem mun verma þá löngu eftir að síðustu níinjarnar um eyðileggingu þá, sem Hitler hef ir kallað yfir Lundúni, hafa ver ið máðar brott. Hann hefir kveikt heilagan eld, er mun brenna sem ésáökkvandi logi, unz harðstjóm nazismans hefir verið sigruð og gamli heimur- inn og nýi heimurinn hafa tek- ið höndum saman til þess að endurbyggja musteri frelsisins og göfginnar á hornsteinum, sem ekki mun verða raskað fljótt né auðveldlega.“ Þetta verður vart betur sagt. Ef til vill hafa áður fyrr — og raunar enn í dag — verið haldnar ræður, er þafa æst þá, sem á þær hlýddú, meira en þessi ræða gerði. Gladstone var til dæmis slíkur mælskumaður. Hann taldi hlutverk ræðusnilld arinnar það að svipta hulu frá augum áheyrandanna og birta þeim málin í nýju ljósi. Þegar maður les ræður hans, er sem maður heyri hina þróttugu rödd hans, er minni helzt á nið Atlantshafsins, hljóma í eyrum sér. Hann var mikilaadur ræðu snillingur, sem kunni tökin á málflutningi sínum og áheyr- endum. En eigi að síður fer því f jarri, að ræður Gladstones séu les- öidunum eins glöggar og skýr- ar og ræður Churehills. — Hon nm lætur öllusn öðrum betur hið látlausa og alþýðlega mál. En hann á það sammerkt með fyrirrennurum sínum, að hann er snillingur í að nota málshætti Og orðaleiki. Og svo vitna ræð- ur hans um léttleika og glettni, sem landar hans kunna svo vel að meta. Á átjándú öldinni einkenndi það hvern mann, er kvaddi sér hljóð á þingi eða utan þess, að hann lagði mikla áherzlu á það að nota málshætti og líkingar og beita glöggum og skýrum setningum. Þefcta var og ein- kenni á ræðulist nítjándu ald- arinnar að minnsta kosti fram- an af. Þeir, sem eru það gamlir, að þeir muna eftir ræðumönn- um, sem uppi voru fyrir hálfri öld, munu staðfesta þetta og minnast mælsku þeirra. Engum datt í hug, að enda þótt mikil ræða væri afrek, væri hún ekki sýningaratriði jafnframt. Ég minnist þess, að ég spurði einu sinni Œíilaire Belloe, skömmu eftir hinn miMa kosn- ingasigur frjálslynda flokksins undir forustu Campbells Ban- nermans, hvort hann hefði enn- þá flutt snjalla ræðu í neðri málstofunni. „Snjalla ræðu í neðri málstofunni!“ sraraði hann. „Það væri eiris og að syngja við miðdegisverð." En ræðusnilld á sér mun eldri sögu meðal hinnar brezku þjóð ar eins og bókmenntir frá ríkis- stjórnarárum Elísabetar drottn- ingar bera gleggst vitni. Og þeim, sem lesið hafa rit Shakes- peares, mun vart koana það á óvænt, þótt Bretum láti það vel að beita. kímni og orðsnilld í ræðu og riti. Hjónaband. í dag verða gefin s*man í hjóna- band í kapellu Háskólans, af síra Garðari ' Svavarssyni, ungfrú Hrafn- hildur Ragnarsdóttir verzlunarmær frá Akureyri og stud. oecon. Eyþór Óskar j Sigurgeirsson, Þórsgötu 10, Reykjavík. i Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn á Þórsgötu 10. Breiðfirðingar. Athygli ykkar skal hér með vakin á gönguför u*i Heiðmörk, sem Breið- firðingafélagið fer n.k. sunnudag kl. 8.30 stundvíslega frá Lækjartorgi. Notið tækiterið og gangið ykkur til gamans og hressingar um friðland Reykvíkinga að Heiðmörk, það er genguför, sem gatfur árð. Tveir Arnfiroingar Frh. af 4 síðu. Næsti fjörður vestan eða suð- vestan Amarfjarðar er Tálkna- fjörður. Er skammt úr Selárdaln- um yfir í Krossadal í Tálknafirði og þaðan ekki langt inn að Sel- l'átrum, en við þann bæ voru hin- ir mörgu Sellátrabræður kennd- ir, sem voru afarmenni að afli og dugnaði, og eru miklar ættir frá þeim komnar. Séra Þorlákur Guðmundsson var kvæntur dótt- ur eins af þessum bræðrum, og sonur hennar og séra Þorláks fæddur í Seiárdal í desember 1744, var séra Jón Þorláksson, lengi prestUr á Bægisá í Eyja- firði, en aðstoðarprestur séra Jóns var Hallgrímur Þorsteins- son, faðir Jónasar skálds. Jón Þorláksson var eitt sinn talinn þjóðskáld — og fremstur allra íslenzkra skálda um sína daga. Almenningur þekkti eink- um ferskeytlur hans og einstak- ar vísur, ýmist alvarlegar, glettnar, djarflegar eða bitrar, og svo kviðlinga þá, sem hann vatt að þeim í sálmabókardeilunni, Magnúsi yfirdómara Stephensen og aðstoðarmanni hans við skáld skapinn, séra Arnóri í Vatns- firði. Alþýðan þekkti raunar einnig sálma séra Jóns, en eftir- læti hennar var hinn áðurnefndi kveðskapur, og bjó hún til um Jón Þorláksson þjóðsögur, þar sem hann var gerður að kraftaskáldi og furðusögur gengu um kvenhylli 'hans og lán hans og ólán í ástum. Hinir lærð- ustu menn — og það jafnvel erlendir, enskir og danskir — höfðu hinar mestu mætur á kveðskap Jóns, og þá ekki sízt þýðingum hans á hinum miklu skáldverkum Miitons hins enska og Klopstocks hins þýzka, Para- dísarmissi og Messíasarkvæði, en þær þýðingar eru 1300 stórar blaðsíður, með tveim vísnaröðum smáletruðum, á hverrl síðu. Munu þetta samtals 12—13 þús- und vísur og nokkuð á annað hundrað þúsund Ijóðlínur. Getur engum dulizt, hvert vinnuafrek þessar þýðingar eru, en hitt er þó enn meira, hve frábærlega þær eru af hendi leystar. Fyrirmynd skáldsins um málfar og bragar- hátt eru beirsýnilega eddu- kvæðin, og er slík tign yfir mál- inu, þar sem skáldinu hefir tek- izt bezt upp, að á betra vefður vart kosið ,slík unaðsfegurð í orðmyndum og í hreimi málsins, að óhætt er að fullyrða, að með þessum þýðingum hefjist nýtt tímabil í bókmenntum okkar ís- lendinga. Hundrað ára fæðingarafmælis Jéns Þorlákssonar var minnzt á virðulegan hátt. Árið 1842 og 1843 komu út ljóðmseli hans í tveimur stórum bindum, þ. e. margt af frumkveðnum kvæðum hans og hinar smærri þýðingar. Þeir, sem þekkja til þessara bóka, sem nú eru löngu ófáanlegar, vita það, að Jón forseti Sigurðs- son sá um útgáfuna og skrifaði ævisögu skáldsins, en hitt vita færri, að enginn ósmekkvísari en Jónas Hallgrímsson vann með Jóni Sigurðsssyni að úrvali kvæðanna og undirbúningi út- gáfunnar. Það er og auðséð á kveðskap Jónasar, að listaskáld- ið góða, sem á uppvaxtarórum sínum heyrði mikið um Jón Þor- láksson talað, heyrði og lærði kvæði eftir hann og hefir sjálf- sagt alloft hitt hann, þar sem Jón lézt ekki fyrr en Jónas var 12 ára gamall, hefir lært af þessum meistara og brautryðjanda, og Jónas mun hafa fundið sig í þakkarskuld við hann, mun hafa dáð hann og með ánægju að því unnið, að koma kvæðum hans fyrir sjónir almennings. Það voru þá engir minni en Jón Sigurðsson og Jónas Hallgríms- son, sem ftrndu sig knúða til að heiðra minningu Jóns Þorláks- sonar í samhandi við 100 ára fæðingarafmæli hans! Og þegar 100 ár voru liðin frá dauða skálds ins, tók sig til fræðimaðurinn og góðskáldið, dr. Jón Þorkelsson og gaf út með ágætum og fróðlegum skýringum og athugasemdum úr- val úr kvæðum Jóns, frum- kveðnum og þýddum, og fékk sér til fulltingis um úrval úr Para- dísarmissi og Messíasarkvæði dr. Guðmund Finnbogason og dr. Alexander Jóhannesson. Skyldi svo nú látið liggja milli hluta tvö hundruð ára fæðingar- afmæli snillíngsins? Skyldu Is- lendingar heiðra á því herrans ári 1944 minningu Símonar Dala- skálds, en láta eins og Jón Þor- láksson sé gleymdur og sú þakk- arskuld, sem þjóðin stendur í við læriföður Jónasar Hallgrímsson- ar, snillinginn, sem fyrstur manna á mörgum öldum lét ís- lendinga skynja tungu sína sem ,,ástkæra, ylhýra málið“ — skáldið, sem Jón Sigurðs- son klæddi í fögur og vönduð klæði fyrir rúmum hundrað ár- 'um og sendi heim til íslands, þjóð sinni til uppbyggingar og hress- ingar, töframanninn, sem höfðinginn, glæsimennið og spek- ingurinn, Bjami Thorarensen, á- varpaði svo: Heill þér mikli Milton íslenzkra! Nei, ég efast ekki um það, að uppi muni vera hjá ýmsum að- ilum margvíslegar ráðagerðir um að minnast tvö hundruð ára fæðingarafmælis Jóns Þorláks- sonar á virðulegan, verðugan og þjóðinni eftirminnilegan hátt, því að slíkra manna er henni gott að minnast, þegar hun þarf að tjalda til öllu því bezta, sem hún á, til örvunar ættjarðará'st og heil- brigðum metnaði — og til vakn- ingar öllum góðum gáium sínum til sköpunar þeirra stórvirkja, sem menningarlegri fortíð henn- ar sæmi — og framtíð hennar tryggi meðal frjálsra og stórhuga menningarþj óða. Guðmundur Gíslason Hagalín. Söfnun Hringsins til bamaspítala EFTIR því sem bærinn stækk ar og fólkinu fjölgar, verður þörfin sífelt brýnni að hér í bæ verði byggt sérstakt sjúkrahús fyrir börn, sem snið ið sé eftir þeirra eigin þörfum. Engum er það ljósara en lækn- unum, hversu erfitt það oft og tíðum er að stunda sjúk börn í heimahúsum, þar sem sú hjálp og hjúkrun, sem þ.ar er hægt að veita, er iðulega svo ófull- komin og ónóg. En það er ein- mitt aðhlynningin og hjúkrun- in, sem svo mikið byggist á hvort hið sjúka barn nær heilli heilsu. í heimahúsum er heldur ekki hægt að gera þær ranhsóknir, sem þarf, til að aðgreina eða þekkja ýmis sjúkdómstilfelli. Ekki er heldur hægt þar að gjöra þær aðgerir, sem svo oft og tíðum þarf í skyndi að grípa til, þegar um alvarlega sjúk- dóma er að ræða. Það er því ekki hægt að neita því, að ihargt barnslífið fer forgörðum, sem að öllum líkindum hefði verið hægt að bjarga, ef það hefði verið á sjúkrahúsi. Það segir sig sjálft, að það er óra mismunur á batavon þess barnsins, sem liggur sjúkt í loftillum kjallaraíbúðum eða öðrum álíka húsakynnum og enga hjúkrun hefir, af þeim er til kunna, og þess barnsins, sem liggur í sjúkrahúsi og stundað er af faglærðu og æfðu hjúkrun arliði, þar sem allt er við hend- ina sem þarf, eí til einhverrar •! Lnugiardagur S. júlí 1944. Fer hann ekki vel! Lynn Bari, hin þekkta am- eríska leikkona, er að sýna nýjasta samkvæmiskjólinn sinn. aðgerðar þarf að grípa. Það er líka önnur hlið á þessu máli, sem ekki e.r hægt að ganga fram hjá, sú hliðin, sem að heim ilinu snýr. Er ekki oft og tíð- um full þung sú byrði, sem á móðurina er lögð, er hún sjálf er látin hjúkra og annast sitt sjúka og dauðvona barn? Vaka nótt eftir nótt og vera enga stund dagsins laus við kvíðann og áhyggjurnar, sem ef til vill er meira lamandi en vökurnar og sttitið sjálft. Myndi það ekki draga nokkuð úr áhyggjum móðurinnar, að vita að barni sínu vær hjúkrað af fólki, sem til þess kann og undir þeim beztu skilyrðum, sem kostur er á? Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík hefir með sínum al- þekkta dugnaði hafið baráttuna fyrir byggingu < bamaspítala. Konur „Hringsins“ hafa vakið áhuga almennings fyrir mál- efninu, svo margur góður mað- urinn hefir lagt drjúgan skild- ing í barnasþítalasjóðinn. En gjafir til barnaspítalans eru samkvæmt samþykkt alþingis, undanþegnar skatti. Væri nú ekki vel til þess fallið, að þeir menn og þau fé- lög, sem á þessum árum hafa safnað auði og allsnægtum, léti eitthvað af mörkum, ,þessu mikla menningarmáli til styrkt- ar. í dag og á morgun ætla kon- ur „Hringsins“ að halda úti- skemmtun í Hljómskálagarðin- um til ágóða fyrir barnaspítal- ann. Hafa þær hvorki sparað tíma né erfiði til þess að þessi fyrirhugaða skemmtun verði sem ánægjulflgust. Þar verður áreiðanlega margt skemmtilegt að heyra og sjá. Það þarf ekki að hvetja Reyk víkinga til að fjölmenna á þessa útiskemmtun „Hringsins“. Ör- læti þeirra er alþekkt, þegar um er að ræða gott málefni. Óskar Þórðarson læknir. » ™'»* *" 1 Afmæli. Sjötíu ára varð í gær Pálmi Krist- jánsson verkstjóri frá ísafirði, Fram- nesveg 23. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.