Alþýðublaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. júlí 1944» Sjómannadeilan í Eyjum leysl Sjómenn fá 2% kaupuppbætur, þegar andvirói aflans hefir náÓ 135 þúsund kr. ----------------------»-------- SJÓMANNADEELAN í Eyjum er nú leyst. Lauk henni með allsherjaratkvæðagreiðslu á sunnudag, þar sem tillaga frá sáttasemjara var samþykkt með 10 atkvæða meirihluta. Málavextir voru í höfuðatriðum, sem hér segir: Búið var að ná samkomuhigi um það, að sjómenn á síld- veiðibátum, sem eru einir um nót, skyldu fá 2% uppbætur á kjör sín, þegar andvirði aflans= hefði náð 125 þús. krónum. En deilan stóð um það, að útgerðarmenn vildu ekki veita þessar kaupuppbætur á bátum, sem er* tveir um nót, fyrr en andvirði aflans hefði náð 175—225 þús. kr. «jómenn vildu hins vegar ekki fallast á þmS, að kjðrin vœru misjöfn á bátunum. Sáttáteemjari bar þá fram þá miðlunartillögu, að 2% upp- bótin skyldi koma til framkvæmda, þegar andvirði aflans hiefði „ uáð m þ««. kr. og eagin gflþinarmunjir væri gorðar á því, hvart Hmsgm emua. eða tvdkr mm laát. ÞosjÉ tiSasa vfer »vo Mtm- < frígÉ' jfll i^MierjaratkvæðsflreiSslu í sjómeteatafólö»«»um á sunnudag og var deiiunni þar með lokið. Barnaspítalasjóóur Hringsins: r- A annað hundrað þúsund krónur söfnuðusl um helgina Skemmtunin tókst ágætlega og var fjölsótt KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hélt vel heppnaða úti- skemmtun í Hljómskálagarðin- um um síðustu helgi til styrkt- ar bamaspátalasjóðinum eins og borgarbúum er kunnugt. Fór skemimtunin mjög vel fram og var fjölsótt bæði á laug ardag og sunnudag, einkum þó á sunnudag, enda var veðurblið an báða dagana, svo fólk naut útiverunar þarna í garðinum. Um ágóðan af skemmtuninni er enn ekki fyllilega kunnugt, þar sem nokkrir eiga eftir að skila fyrir merkjasöluna, og happdrættismiðana, hins vegar er þegar vitað um að safnast hafa rúmar hundrað og tíu þús und kr. brúttó, en vitanlega varð kostnaðurinn einnig geysi mikill, enda þótt sumir skemmtikraftarnir, svo sem Lúðrasveitin Svanur hafi enga greiðslu tekið fyrir starf sitt. Helztu skemmtiatriðin á úti- skemmtuninni i garðinum, var Lúðrasveitin Svanur, leikfim isflokkur karla úr K. R., flokk ur sem sýndi norska b’A ennfremur fluttu ræður frk. Katrín Thoroddsen læknir, Valdimar Björnsson sjóliðsfor- ingi, og séra Jón Thorarensen, þá lék og amerísk hljómsveit í garðinum á sunnudaginn. Auk þess var fjölþætt skemmtun í Trípóli-leikhúsinu á sunnudags kvöldið, þar sem bæði innlend ir og erlendir skemmtikraftar komu fram. Er ekki hægt annað að segja, en Reykvíkingar sýni skilning og velvilja til þessa nytsama starfs, sem Hringurinn er að yinna, enda er það að makleik um. Dregið verður í happdrætti því sem kvenfélagskonur stofn uðu til, fyrsta ágúst næstkom andi, og verður sölu miðana haldið áfram þangað til. Ennfremur hafa félagskon- urnar í hyggju að senda út söfnunarlista fyrir barnaspítala sjóðinn, og vænta með því, að Maður bíður bana í bifreiðarslysi í Borgarfirði AÐ slys vildi til um síðustu helgi skammt frá Gröf í Lundareykjadal að fólksbifreið fór út af veginum og farþegi í henni beið bana. Maðurinn hét Guðmundur Veturliði Bjarnason og var starfsmaður hjá Guðmundi Egils- syni veitingamanni á' Akranesi og voru þeir tveir einir í bifreið þessari er slysið varð, en Guð- mundur Egilsson ók bifreiðinni og var veginum ókunnugur og ók útaf á hættulegu ræsi, sem er um þessar slóðir. Um leið og bifreiðin fór út af veginum mun Guðmundur heit- inn Bjarnason hafa ætlað að kom- ást út úr henni, en bifreiðin valt áður og varð hann umdir henni með þeim afleiðingum, sem áður greinir. Hermaður bíður bana í bílslysi á Hellisheiði A SUNNUDAGINN ók lítil herbifreið út af veginum skammt frá Skíðaskálanum á Hellisheiði. 4 menn voru í bif- reiðinni og beið einn þeirra bana, og annar slasaðist svo, að fara varð með hann í sjúkrahús, en hinir tveir munu lítið hafa meiðst. skriður komist á málið ef fjár söfnin gengur vel, að brátt verði hægt að hefjast handa um byggingu spítalans. Félagsdómur í gær: Verklýðs- og sjómannafélag Gerða- og Miðneshrepps dæmt í 2000 króna sekt Það haföi veriÓ kærf fyvir ólöglegf verkfall Sigurjón Á. Ólafsson skilaöi sératkvæði í dóminum FÉLAGSDÓMUR kvað í gær upp dóm í máli, sem Vinnu- veitendafélag íslands höfðaði f. h. Finnboga Guðmunds sonar útgerðarmanns gegn Alþýðusambandi íslands eða til vara gegn Alþýðusambandinu f. h. Verkalýés- og sjómanna- félagi Gerða- og Miðneshrepps. Fólagsdómur sýknaði Al- þýðusambandið en dæmdi Verkalýðsfélagið til að greiða sektir og málskostnað, sem nema samtais kr. 2 300.00 Sigurjó* Á. Ólnfsson skilaði sératkvæði. Kemst haráa að þeirri niðurstöðu, ai afskipti VerkalýðsSélagsins *f laadtegu bái^, sem Finnbogi Guftmundsson telst «atger%UH*#ÍMr fyrlr, h»fi ekki verlf slík, *ð vii lög vaiHÍRðí. í dóimi Félagsdfóms, segir m. a. ó þessa leið: „Haustið 1942 kom til kaup- deilu um kaup og kjör verkafólks í venjulegri verkamannavinnu milli Verkalýðsfél. óg sjómanna- fél. Gerða- og Miðnesshrepps annars vegar. . . Auglýsti verka- lýðsfélagið taxta 8. okt. 1942, en nefndir vinnuveitendur neituðu að fara eftir honum og 4. jan. 1943 tilkynntu þeir verkalýðsfé- laginu, hvaða kaup þeir ætluðu að gréiða. Þetta saipa haust sagði verk- lýðsfélagið éinnig upp samningi um kaup og kjör verkafólks í venjulegri verkamannavinnu, er það hafði gert við Útvegsbænda- félag Gerðahrepps 7. jan. 1942, en útvegsbændafélagið virðist ekki hafa átt í neinum samning- um við verklýðsfélagið þetta haust um endurnýjun þessa samnings. Hins vegar var þá í gildi og er enn samningur milli verklýðsfé- lagsins og útvegsbændafélagsins ódagsettur, en að sögn beggja aðila frá 7. jan. 1942, um hluta- skipti á vélbátum og náði sá samningur til þeirra, er störfuðu að útgerð bátanna, sjómanna og landmanna. Hinn 12. jan. 1943 hafði enn eigi komist á samkomulag í nefndri kaupdeilu og tilkynnti þá Alþýðusamband íslands vinnu- veitendum að það hefði samkv. heimild í 12. gr. laga Alþýðu- \ sambandsins tekið málið í sínar hendur, að því er verkalýðsfélag- ið snerti. Samningar tókust þó ekki og þann 17. jan. tilkynnti Alþýðusambandið framangreind- um þremur hlutafélögum og Út- vegsbændafélaginu að verkfall mundi hefjast þann 25. s.m., ef samningar hefðu ekki komizt á fyrir þann tíma um kaup og kjör þeirra karla og kvenna er hjá þeim ynnu, en ákvörðun þessi hafði verið »amþykkt í verklýðs- félaginu með almennri atkvæða- greiðslu dagana 14. og 15. s. m. Að tilhlutan sáttasemjara ríkis- ins hófst verkfallið þó ekki fyrr en að morgni þess 27. jan. 1943 og náði það til allrar venjulegrar verkamannavinnu hjá nefndum vinnuveitendum, þar á meðal hjá öllum félagsmönnum útvegs- ,b«endafélagsins. Jafnhliða þessu þessu stöðvuðust róðrar á bátum félagsmanna í útvegsbændafé- laginu. Þann 29. jan. að kvöldi komust á samningar milli út- vegsbændafélagsins og verklýðs- félagsins. Hófust upp úr því róðrar aftur á bátum útvegs- bænda annarra en þeirra, sem riðnir voru' við Hraðfrysti- hús Gerðabátanna h.f. og H.f. Garð. Stefnandi telur að róðrar á bát- um félagsmanna Útvegsbændafé- lagsíns, þer á meðal á þeii* bát- um, sem hann gerðí út, hafi stöðvast yegna ólögmætra að- gerða annars ’hvors hinna stefndu. Hafi hann af þeim sökum orðið fyrir fjártjóni. Er mál þetta höfðað til greiðslu sekta og skaðabóta. Dómkröfur stefnanda sem að- allega er beint gegn Alþýðusam- bandi íslands en til vara gegn Verkalýðs- og sjómannafélagi Gerða- og Miðneshrepps, eru þessar: 1. að viðurkennt verði að umrætt vérkfall, sem gjört var 27. jan. s.l., hafi verið ólöglegt, að því er snerti Útvegsbændafélag Gerðahrepps og þar með að því er snerti Finnþoga Guð- mundsson útgerðarmann, sem meðlim þess félags og ofan- greinda vélbáta, sem gerðir eru út á hans vegum, en sér- staklega hafi verið ólöglegt framhald vetkfallsins gegn téð- um vélbátum eftir 29. jan. síðastl. 2. að stefndi verði dæmdur til þess að greiða sekt eftir á- kvörðun dómsins vegna hins ó- löglega verkfalls eða hins ó- löglega framhalds þess gagn- vart Finnboga Guðmundssyni 29. jan. til 1. febr. sl. 3. að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda skaða- bætur aðallega að upphæð kr. 9053.49, en til vara kr. 6724,74 með 5% ársvöxtum frá stefnu- degi til borgunardags og til þrautavara að bætur verði á- kveðnar eftir mati dómsins. 4. að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefnanda málskostn- að skv. mati dómsins. Stefndu krefjast sýknu af öll- um kröfum stefnanda og máls- kostnaðar úr hendi hans eftir mati dómsins. Staðhæfingar stefnanda um að róðrar hefðu ekki þurft að stöðv- ast vegna verkfallsins, þar sem það sé í verkahring hlutar- manna að vinna nauðsynleg störf í sambandi við róðra og hagnýt- ingu aflans, eru studdar ýmsum gögnum, sem telja verður næga sönnun þess, að byggja megi á skýrslu stefnanda um þetta at- riði. Verður ekki séð að verkfall landverkafólksins hafi þurft að leiða til þess, að bátarnir fengju ekki afgreiðslu, þó hlutarmenn Iwéldu sér innan starfssviðs síns. Þessi niðurstaða er og studd þeirri staðreynd, að ekki er sýnt að nokkur fyrirstaða hafi verið á því, að bátar ýmissa félagsmanna Útvegsbændafélagsins fengju af- greiðslu eftir að samið hafði ver- ið við það félag 29. jan. og er þó talið að afgreiðslumenn hafi ekki tekið upp staría sinn fyrr en samningar voru komnir á við Fsh. á 7. Ma. Allsherjarmót Í.S.f.: Oliver Steinn setur ís landsmet í langsiökki Óskar Jónsson set- ur drengjamet í 800 m. hlaupi A LLSHERJARMÓT í. S. L **■ hófst á íþróttavellinum í gærkveldi. Tvö ný íslandaánet voru sett, annað í langstökki, sett af Oliver Stein, stökk hann 6,86 metra. Hitt var drengjamet í 800 metra hlaupi, sett af Óekari Jónssyni, hljóp hann vegalengd- ina á 2 mín. 5,6 sek. Kjartan Jó- htoimsson varð hins vegar fyrstur í þessu hlaupi og hljóp vega- le*gdina á sama thua *g þeim bezéa, sem náðst hefwr iMM hmdi, þai var M' sælsson, Ármanni, sem átti hann, en íslandsmet í þessn hlaupi á Ólafur Guðmundsson, en hann setti það úti í Svíþjóð. Úrslit í einstökum íþróttagrein- um voru sem hér segir: 100 metra hlaup: Oliver Steinn, FH. 11.7 sqk. Finnbj., Þorvaldss. ÍR 11,8 sek. Arni Kjartansson, Á. 12,0 sek. 800 metra hlaup: Kjartan Jóh., ÍR. 2 mín. 2,2 s. Hörður Hafl., Á. 2 mín. 3 s. Brynj. Ing., KR. 2 mín. 5,1 s. Óskar Jónss., ÍR. 2 mín. 5,6 s. Tími Kjartans er bezti tími,, sem náðst hefur á íslandi ásamt tíma Sigurgeirs Ársælssonar, Á., en Islandsmet Ólafs Guðmunds- sonar var sett úti í Svíþjóð. Tími Oskars Jónssonar er nýtt drengja met, en það átti áður Ámi Kjartansson, Á Kringlukast: G. Huseby, KR. 41,74 m» ÓI. Guðm., ÍR 38,40 m. Bragi Friðrikss., KR. 38,32 m» Har. Hákonars., Á. 34,12 m„ Stangarstökk: Þorkell Jóh. FH. 3.25 m. Sig. Steinsson, IR. 3,00 m. Magnús Guðm., FH. 2,92 m. Kjartan Markúss. 2,92 m. Langstökk: Oliver Steinn, FH. 6,86 m. Skúli Guðm., KR. 6,70 m. Brynj. Jónss., KR. 6,22 m. Magnús Bald., ÍR. 6,15 m. Afrek Olivers Steins er nýtt íslandsmet, en það átti áður Sig. Sig. úr Vestm. og voru það 6,82 metrar. 1000 metra boðhlaup: Sveit ÍR á 2 mín. 8,3 sek. A-sveit KR á 2 mín. 9,7 sek. Sveit Ármanns á 2 mín. 13 sek. Maður deifur af bed- baki og bíður bana OL. laugardag datt maður af hestbaki á Akureyri og beið bana. Maður þessi hét Guðmundur Halldórsson og .átti heima á Ak- ureyri. Mun Guðmundur hafa fallið af hesti og lent með höfuðið á steini og misst meðvitund. Var hann þegar fluttur í sjúkrahús, þar sem hann létét litlu síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.