Alþýðublaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐIP Maðurinn minn, Tryggvi Jónsson vélstjóri, andaðist á Vífilsstöðum 9. júlí. | , Fyrir mína hönd, barna minna og annarra aðstandenda. Dagbjört Einarsdóttir. Maðurinn minn og faðir ökkar, ( Jón Kr. Sigfússon bakari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. þ. m. Athöfnin hefst með bæn á heimili okkar, Leifsgötu 5, kl. 1,30. Sigríður Kolbeinsdóttir. Halldóra Jónsdóttir. Stefanía Jónsdóítir. Grétar Jónssön. MóSir okkar, A. Éfegna Gimnaratqlóttir, Sk®ggjag£>fcu 1, andaðist í gter. ’ZXK.m Jarðarför móður okkar, I...' Késis Belgadóttur, er andaðist 3. þ. m. fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnerfirði mið- vikud. 12 júlí og hefst með húskveðju að Merkurg. 11 kl. 3 e. h. Fyrir hönd systkynanna, Sigurborg Eggertsdóttir. Jarðarför móður okkar, laiaóbjargar Jónsdóttur, fer fram þriðjudaginn 11. júlí frá Dómkirkjunni. Athöfnin hefst • . með bæn á Holtsgötu 20. kl. 3 e. h. Ólafur og Sigurðyr Sigurðssynir. Jarðarför mannsins míns EmSSs Yhoroddsens fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. þ. m. Athöfnin hefst með bæn að Reynimel 27 kl. 2 e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Áslaug Thoroddsen. Bœrinn í dag. Næturlæknir er í Læknavarðstoí- unni, sími 5300. Næturvörður er í Ingólfs-Apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- etum og tónfilmum 20.00 Fréttir. 2flj,30 Erindi: Vopnaframleiðsla og vopnaverzlun, I (Hjört- ur Halldórsson rithöf.). 21.20 Upplestur: Úr sögu *má- býlis eftir Hákon á Borg- um (Metúsamlem Stefáns- son fyrrum bú»aðarmála- stjóri). 21.4« Hljómíplötur: Kirkjutónlist $1.8$. S3réttir. Sumarheimili Mteðrastyrksnefndar fyrir mæður og böan verður að þessu sinni að Þingborg (Skeggj a^fcð- um), í Flóa og mtei taka til starfa um næstu helgi. Kanur, saaa éífea að dv#j«st þ«r, «r* beðnar að snúa sér sam fyrst til skrif- stofu nafadarinnar í Þingholtsstræti 18, ld. 3—5 daglega. Konur, sem bún- ar eru að saekja um dvöl á sumarheim- ilinu eru líka beðnar að koma þangað til viðtals. Hjónaband. 7. þ. m. voru gefin saman í hjóna- band Pálína Þorleifsdóttir og Krist- mann Jónsson. Heimili þeirra er við Bræðraborgarstíg 22. 65 ára varð í gær Carl Finsen, forstjóri og aðaleigandi Trolle & Rothe. Finsen er fæddur hér- í Reykjavík, sonur Ole Finsen póstmeistara. Hann hefur starf- að að vátryggingum mestan hluta ævi sinnar og nýtur trausts og vinsælda samborgara sinnar. Bílslys á Akureyri. Á föstudagskvöldið varð 12 ára drengur á Akureyri, Sigtryggur, sonur Sigtr. Þorsteinjsonar, form. Sjúkra- samlags Akureyrar, fyrir bifreið á mót- um Oddeyrargötu og Krabbastígs. — Meiddist drengurinn allmikið og var fluttur í sjúkrahús. Á sunnudaginn var bifreiðarslys uppi í Kjós. Valt bifreið þar út af veginum og slasaðist bifreiðarstjórinn nokkuð og var flutt- ur í Landsspítalann. Ennfremur munu einhverjir af farþegum þeim, er í bif- reiðinni voru, hafa hlotið smærri meiðsl. Hæsti vinningurinn í Happdrætti Háskólans, er dregið var úm í gær kom upp á hálfmiða, nr. 21088 og voru miðarnir seldir í um- boði Marenar Pétursdóttur, Lvg. 66. Hjónaband. Nýl. voru gefin saman í hónaband Hrafnhildur Ragnarsdóttir, frá Akur- eyri og Eyþór Ó. Sigurgeirsson, Þórs- götu 10. Hjónaband. Nýl. voru gefin saman í hjónaband Gyða Hansdóttir og Ólafur Eyjólfsson. Heimili þeirra er við Bald. 27. Hilliþinganefnd í skólamáhim nú daglega á hindum ■jyiILLIÞINGANEFND í skóla- m'álum heldur nú fundi hvern virkan dag, og mun sVo næstu vikur. Auk þéss skipta nefndarmenn með sér störfum og rannsaka nú þau svör, er nefndinni hafa borizt varSandi hina ýmsu skóla, svo sem. t. d. barnaskóla, gagnfræðaskóla, hér- aðsskóla og menntaskóla. Svör þessi eru enn mikils til of fá, og teliir nefndin það mjög miður farið, ef ekki verður úr því þætt. Frhl af 2. síðu. hlutafélögin að kvöldi þess 1. febrúar sama árs. Stefndu hafa ekki heldur sýnt fram á neina sérstaka vinnu verkfallsmanna, sem hlutarmenn hefðu orðið að vinna til þess að róðrar gætu haldist. Kemur þá til álita hvort stefndu hafa átt þann þátt í því að róðrar féllu niður, að saknæmt sé. Alþýðusambandið. Af þess hálfu hefur því verið staðfaetlega neitað. að það hafi fyrirskipað hlutarmönnum að leggja niður vinnu, enda ekki til þess ætlast. Hins vegar er viður- kennt að það hafi sett svokallað afgreiðslubann á báta og bílaJ deiluaðila hjá nágranna verklýðs- félögum. Um gildi þess afgreiðslu banns verður ekki skorið í þs»JKU máli, enda ekki sýnt að það út af fyrir stg hefði þurft að leiða til þess að bát*r stefaemd* stöðvuð- ust fré róðram þar syðra. Með vitnúþurðum ýmisaa manna — slfipstjór* ftkijtorja á bitu**, er stöðvuðust ®j|u færðar tals- verðar líkur fyrir því, að tilgang- ur framkvæmdarstj óra Alþýðu- sambandsins hafi verið sá, að hindra róðra með því að fá skip- rerjana til þess að róa ekki. En gegn eindreginni neitun hans þykja þó ekki alveg nægar sann- anir fyrir hendi til þess að talið verði að framkoma hans hafi leitt yfir Alþýðusambandið sjálf- stæða refsi- eða skaðabótaábyrgð út af umræddu verkfalli og ber því að sýkna það af kröfum stefnanda í máli þessu ,en máls- kostnaður að því er snertir verð- ur látinri falla niður. Verklýðsf élagið. .... Enda þótt mótmælt sé af þess hálfu að nokkur félags eða stjórnarsamþykkt hafi verið gerð þess efnis, að hlutarmenn leggðu niður vinnu,' er þó viðurkennt, að formaður félagsins og aðrir trúnaðarmenn þess, svo sem rit- ari og varaformaður, hafi beðið hlutarmenn um að vinna ekki meðan á verkfallinu stæði. Þessi viðurkenning er studd framburð- um ýmissa vitna, sem ýmist bera það, að menn þessir hafi beðið hlutarmenn um að leggja niður vinnu eða beinlínis lagt svo fyr- ir þá, sbr. vitnisburð Oskars 111- ugasonar, Tryggva Einarssonar, Þorvalds Halldórssonar, Þor- steins Halldórssonar, Guðjóns Hanssonar, Óskars Jónssonar, Stefáns Sveinbjarnarsonar og Arna Arnasonar. Verður að telja nægilega sannað, að þessi fram- koma riefndra trúnaðarmanna verklýðsfélagsins hafi orðið þess valdandi, að róðrar féllu niður. En með því að í gildi var áður- nefndur hlutaskiptasamningur frá 7. jan. 1942 þurftu útvegs- bændur ekki að gera ráð fyrir að verkfallið næði til hlutarmann- anna, án þess að slíkt væri boðað sérstaklega, skv. ákvæðum II. kafla laga nr. 80/1938. Þetta var ekki gert og verður þegar af þeirri ástæðu að telja að nefndir trúnaðarmenn verklýðsfélagsins hafi skapað þau skilyrði, er leitt gætu til refsiábyrgðar fyrir fé- lagið og skaðabótaskyldu gagn- vart þeim útgerðarmönnum, sem verkfallið bitnaði á. Skv. 7. gr. laga nr. 53/1930 um lögskráningar sjómanna, er bann- að að leggja lögskráningarskyldu skipi úr höfn nema skipverjar hafi áður verið lögskráðir í skip- rúm. Nú hafa af hálfu stefndu verið lögð fram í máli þessu vott- orð skráningarstjóra, sam sýna að lögskráð hefur verið á m.b. Árna Árnason. 29. jan. 1943, á mb. Ægi — 2. febr. 1943 og á mb. Trausta 15. febrúar 1943, og var einnig á þe*ta bent í munnlegum flutn- ingi málsinte. Það er því fyrst eftir lok umræddrar deilu að lögskráð er á báta þá, er urii ræðir í máli þessu, að uíidattskildum m-b. Árna Áxuasyni. Steíndu hafa að vfsu ekki borið það fram sem sýknuástæðu, að bátunum hafi verið óheimilt að fara í róðra eins og á stóð, en þar sem lögskrán- ingarskylt var á nefnda báta þyk- ir allt að einu, með tilvisim til 113. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 69. gr. laga nr. 80/1938, verða að taka þessa málsástæðu til greina. Með tilvísun til þessa verður eliki talið að stefnda Verklýðs- og sjómannafélag Gerða- og Mið- neshrepps hafi unnið til refsing- ar eða orðið bótaskylt þótfe niður féllu róðrar á bátum, sem ekki fullnægðu skilyrðum nefndra laga til þess *ð mega leggja úr h ifn. Verður því í máli sem þessu aðeins Iögð refsing og skaðabóta- si ylda á stefnda, Verklýðs- og sj ímannafélag Gerða- og Miðnes- hrepps fjttir þær aðgerðir hans, sem leiddu til þess, að mb. Ámi Ámaaon komst ekki í róður þann 1. febrúar 1943. En með táávíaun til framanritaðs verðsur að 'hd&fa að nefnt Terklýðs^lag hafi me® ólögmætu verkfajli orðið þess valdándi. Þar ssm verkfalli þessu var komið á án þess að fylgt hafði verið fyrirmælum 15. og 16. gr. laga nr. 80/1938 befur verklýðs- félagið gerzt brotlegt við nefndar greinar og þykir refsing fyrir það hæfilega ákveðin samkvæmt 70 gr. sömu laga 200 kr. sekt í ríkissjóð. Skaðabótskrafan. Við munnlegan flutning málsins var af hálfu stefndu fyrst borin fram sú sýknuástæða, að undir samninginn 1. febr. milli verk- lýðsfélagsins og hlutafélaganna hefði einnig verið skrifað af hálfu Finnboga Guðmundssonar per- sónulega. Hefði hann með þeirri undirskrift firrt sig rétti til þess að koma síðar fram með kröfur á hendur verklýðsfélaginu ut af verkfallinu, Þessu var eindregið mótmælt af hálfu stefnanda og á það bent, að gera hefði þurft um það sérstakan áskilnað er bóta- kröfur allar hefðu þar með á'tt að falla niður. Þykir meg'a fall- ast á þessa skoðun stefnanda, — enda hafði hér verið beitt ólög- mætum verknaði gegn stefnanda. Verður þessi sýknuástæða því ekki tekin til greina. Einn dómendanna, Gunnlaugur E. Briem, getur ekki fallizt á þessa niðurstöðu, að því er varð- ar skaðabótakröfuna. Telur hann að taka beri til greina framan- greinda sýknuástæðu stefndu, þar sem stefnandi hafi ékki áskil- ið sér rétt tiÞað krefjast skaða- bóta við undirskrift samningsins frá 1. febr. 1943. Samkvæmt því, sem að framan er rakið, ber stefndu verklýðs- félagi aðeins að gr*iða stefnanda bætur fyrir róðrartap mb. Árna Árnasonar þann 1. febr. 1<943. . . Þykja bæturnar eftir atvikum hæfilega ákveðnar kr. 1500.00 og ber að dæma stefnt verklýðsfé- lag til þess að greiða stefnanda þá upphæð, ásamt 5% ársvöxtum frá stefnudegi til greiðsludags. Eftir þessari niðurstöðu þykir rétt að verklýðsfélagið greiði stefnanda upp í mélskostnað kr. 300.00. Því dæmist rétt vera: 1. Stefndi, Alþýðusamband ís- lands á að vera sýkn af kröf- um stefnanda, Vinnuveitenda- félag's íslands f. h. Finnboga Guðmundssonar, í máli þessu, en málskostnaður falli niður. 2. Stefndi, Verklýðs- og sjó- mannafélag Gerða- og Mið- neshrepps greiði, kr. 200.00 í sekt til rtfkissjóðs. 3. Stefndi, Alþýðusamband ís- lands, f. h. Verklýðsfélags Gerða- og Miðneshrepps, greiði stefnanda, Vinnuveitendafélagi íslands f. h. Finnboga Guð- mundssonar kr. 1500.00 ásamt 5% ársvöxtum frá 7. maí 1943 til greiðsludags og kr. 300;0.0 upp í málskostnað. Dóminum ber að fullnægja innan 15 daga frá birtingu hans að viðlagðri aðför að lögum. SératkvæSi Signr- jjótis Ám Ólafss®Btar Eg er samþykkur framanrituð- um dómi að öðru leyti en því, að ég tel að-sýkna beri Verklýðs- og sjómannafélag Gerða- og Mið- neshrepps af öllum kröfum í mál- inu þar eð félagið hafi engin slík afskipti haft af landlegu báta sem Finnbogi Guðmundsson í Gerðum telst útgerðarmaður fyrir, að við lög varði.“ Suitdféik K.R. á Akureyri UNDFÓLK KR kom til Ak- ureyrar á laugardagskvöld. í fyrrakvöld fór fram sund- keppni í ýmsum sundgreinum. Einnig höfðu KR-ingar sundsýn- ingu og björgunarsund. Margt áhorfenda var, sem skemmti sér hið bezta. í gærkveldi var ákveðið að hafa aftur sundkeppni og keppa þá Akureyringar með. M. a. verður boðsund, tíu frá hvorum aðila. Á miðvikudag heldur flokkur-. inn til Dalvíkur og tfl Grenivík- ur á fimmtudag. Á föstudag keppir flokkurinn á Siglufirði. KRingarnir eru gestir Knatfc- spyrnufélags Akureyringa á Ak- ureyri og Kn a t.tspy rn uf élags Siglfirðinga á Siglufirði. Kona verður fyrir bif- rei í Hafnarffrð! O L. íaugardag varð kona fyrir v " bifreið í Hafnarfirði á gatna- móíum Hellisgötu og Reykjavík- urvegar — og meiddist töluvert á öxl. Kona þessi á heima á Garða- vegi 1 í Hafnarfirði og ók bif- reiðarstjóri sá, sem ók bifreiðinni, sem konan varð fyrir ,henrri hei til hennar, mun ekki hafa á litið, að meiðsli hennar væru mikilvæg og gaf því enga skýrslu um slysið. Hins vegar kom það í Ijós við læknisskoðun, að konan var allmikið meidd á öxl eins og áður er getið. Er bifreiðarstjór- inn vinsamlegast beðinn að koma í lögreglustöðina í Hafnarfirði og láta frekari upplýsingar í té. Slys í Hvalfirði. Sl. þriðjudag fór fólksbifreið út a£ vegkium í Hvalfirði og valt. Af sex manns, sem í bifreiðinni voru, slasað- ist ein kona alvaclega og var flutt í sjúkrahús. á lé&r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.