Alþýðublaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.07.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ Ma'ður með sprungnar hendur segir nokkur orð — A'ð sýnast er ekki að vera. — „Borgarar‘ um grænmctis- ræktun og grænmetísverð. AÐ SAGÐI MAÐUK við mig: „Það verður farið með allt til fjandans. Sundrungin logar um allt og stjórnmálaforingjarnir ganga á undan, svo þykjast allir vera orðnir svo fínir, sendiherrum og sendifulltrú- um verður útbíað um alla veröld — allir heimta hærra kaúp og minnk- andi vinnu. Svo fer allt á hausinn.“ HANN VAR MEÐ „derhúfú*, tók í nefið, horfði allt af á mig hornauga og ég sá að út úr þessu hornauga hans skein spurningin: „Hvers konar náungi er nú þetta eiginlega?" Hann var með bólgnar og rifnar hendur, skítugar neglur og í bættum vinnuföt- um, kunningi minn bauð honum sig- arettu og hann reykti hana af lítilli kúnst. VAR ÞETTA RÖDD hins óbreytta, stritandi alþýðumanns, mannsins, sem hugsar sig vel um áður en hann framkvæmir, sem verður að spara hvern einasta eyri, sem í lófa hans kemur, mannsins, sem engum vill skulda og vinnur alltaf baki brotnu án þess þó að hugsa um það hvort hann vinni ekki of mikið fyrir það kaup, sem hann fær? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI, en hitt veit ég, að honum dytti ekki í hug að tefla á tæpasta vað um afkomu sína. Hann myndi standa við samninga sína og forðast að hafa brögð í frammi. Hann myndi varla þekkja á þá peninga, sem hann fengi fyrir ekki neitt. Honum myndi því aldrei detta í hug. að slá þig og mig um fé — og fara svo að spekúlera með það. Hann var — ®g er — maður, sem í sannleika sagt neytir brauðs síns í sveita síns andlitis. JÆJA — ÞETTA ER nú orðinn of langur formáli. Hvað segið þið um það, sem hann sagði? Er ekki svolít- ill sannleiksneisti í því? Ætlumst við ekki of mikið fyrir? Verðum við ekki að stinga við fótum og athuga svo- lítið okkar gang áður en lengra er haldið? Verðum við ekki fremur að hugsa eins og ráðsettur, fyrirhyggju- samur bóndi, én eins og uppskafning- ur af malbikinu í Reykjavík, sem slær í búðum út á framtíð, sem hann á ekki? | ÉG SEGI ÞETTA svona úl þess að vekja athygli ykkar á þessu — og okkur ríður á svo miklu nú — já, nú fremur en nokkur sinni áður — að gæta vel að þeirri leið, sem við för- um. Það er ekki fínt að vera „flott“, ef við höfum ekki ráð á því! Það væri að vera flottræfill! „BORGARI“ SKRIFAR MÉR þetta bréf um grænmeti: „Harines minn, hér eru nokkur orð um grænmetis- framleiðsluna, sem ég vona að þú takir til athugunar. Ég hefi í sumar keypt gúrkur í 2 búðum hér í bænum og alltaf sömu stærð og sömu gæði, að því er virðist, en í annarri búðinni hafa þær verið seldar krónn iægra hvert stykki. Er allt verðlagseftirlit í bænum svona gott? Er vert að kosta stórkostlegu fé til að halda uppi siíku eftirliti? — En það er ekki nog að verðið sé jafnt á sömu vörutegund í öllum búðum, verðið á grænmetinu verður að lækka.“ „I LANDI, þar sem engir avextir vaxa og ekki eru innfluttir nýir ávextir, nema fyrir jól og stórháíiðir, þá má með sanni segja, ’að gúrkur og tómatar eru nauðsynjavara, en ekki „luxus“, eins og verðið á tómötunum bendir til, krónur 15,50 pr. kíló. Manni verður á að spyrja: Er nokkuð verðlagseftirlit á þessari innlendu framleiðslu?" „ÞETTA VERÐUR að lagast og það strax, því eftir því sem maður heyrir sagt af mjög kunnugum mönnum um framleiðslukostnaðinn á grænmeti og eins ef dæma má' eftir hinni sérstak- lega miklu aukningu árlega á fram- leiðslunni, þá virðist hér vera að ræða um einhvérn hinn mesta uppgripa gróða, á kostnað alls almennings. Hér er því mál, sem þarf skjótrar og ná- kvæmrar rannsóknar. Virðist það ekki benda til óeðlilegs gróða, að menn, sem fyrir nokkrum árum urðu að taka að lóni peninga til þess að koma upp einu eða tveimur gróður- húsum til tómata- eða gúrkuræktar, eiga nú orðið heil þorp gróðurhúsa?“ „EF VERÐIÐ á téðum vörum verð- ur ekki lækkað á næstunni, er ekki nema um tvær leiðir að ræða til þess að bæta úr þessu ófremdar ástandi og er önnur sú, að bæjarfélögin stofni til grænmetisræktunar í stórum stíl, eða að innflutningur á grænmeti verði gefinn, nú þegar, öllum frjáls." Hannes á horninu. okkurinn Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—-12 f. h. ABþýSuflokksfólk ufan af Eandi, sem í ' ..: ti9 bæjarins kemur, er vinsamlega beðiS aS koma til viðtals á flokks- skrifstófuna. Ótiusöngur á sjó. Þeigar só.lin rís úr sæ og varpar bjanma símum á djúpin, syngur Stewart Rankin herprest ur óttusöng um borð í einu strandvarnarskipi Bandaríkjanna ú ti á Atlantshafi. Svend Aage Nielsen: Jamaica ZÍTI MAÐUR Á landabréf yfir Vesturindíur, verður maður þess þegar var, að eyjan Jamaica er sú eyja þar, er liggur næst PanamaskUrðinum. Maður verS- ur þess og var, aS Jamaica er stærsta virkiS í brezku Vestur- indíum. En maSur verSur aS hafa gist Jamaica til þess aS vita, aS hún er fegursti staSurinn í Vesturindíum. Jamaica er og, mjög þýSingar- nikii landfræðilega séð og er rauriar aðalbækistöð brezka flot- ans á þessum slóðum. Auk þess eru mikilvægar flugstöðvar á Jamaica. En auk hernaSarþýð- ingar sinnar er Jamaica næsta mikilvæg, þar eS þar er mikil framleiðsla og ræktun, enda er mold eyjarinnar mjög frjósöm. En viS skulum kynna okkur nokkru nánar sögu Jamaica áður en við stefnum för að hinum undurfögru ströndum hennar á sólríkum hitabeltismorgni. Kolumbus fann að sjálfsögðu Jamaica eins og allar aðrar eyj- ar Vesturindía. Hending réði því, að Kolumbus fann Jam*ica, en slíkt er annars ekkert einsdæmi í sögu könnuða og landafund'a. Einn hinna miklu fellibylja, sem eru algengir í þessum hluta Vest- urindía, geisaði einmitt, þegar Kolumbus var staddur á þessum slóSum. Ofsastormur olli því, að skip hins mikla ferðalangs strandaSi við eyja þessa, sem er ellefu þúsund fermetrar aS stærð — og þar með var Jamaica fundin. SíSar kom til sögu hin venjulega barátta milli Spán- verja og Englendinga — og eins og venjulega báru Englendingar hærra hlut. Spánverjar settust fjölmennir að á Jamaica árið 1509. Áður hafSi eyjan veriS byggð blökkumönnum og fólki ýmissa litaðra kynflokka. En auk blökkumanna voru þar margir rauSskinnar. Cromwell skipaði svo fyrir, að allstór flo|i skyldi halda til Jamaica og ná eyjunni á vald. sitt. Spánverjarn- ir urSu að hafa sig á brott, og eyjan komst í eigu Englendinga. Einhver hinn dapurlegasti kafli þrælaverzlunarinnar fjallar annars um Jamaica, þar eð eyjan var miðstöð fyrir kaup og sölu á þrælum. Öll vinna á Jamaica hyggðist og svo að segja einvörð- GREIN þessi Sjallar um eyjuna Jamaica, sem er hin stærsta og auðugasta af eyjunum í Vesturindíum. Rek- ur greinarhöfundur sögu eyj- arinnar jafnframt því, sem hann lýsir fegurð hennar og landsháttum. ílreinin er þýdd úr sænska hlaðinu Göteborgs- Posten. ungu á þessu ódýra vinnuaíS. Um 1831 hófst þrælaupprei'sn á eyjunni — uppreisn, er olli margs konar hörmungum og blóðsút- hellingum. Ráðamenn eyjarinnar reyndu að kveða uppreisnina niður, en án árangurs. Þúsundir blökkumanna létu lífið í bardög- um þessum. Að tveim árum liðn- um lauk uppreisninni með því, að þrælarnir hlutu frelsi. En frelsi þrælanna hafði það í för með sér, að hið ódýra vinnu- afl var úr sögu, og fjárhagshrun ægði Jamaica. Hver sykurverk- smiðjan af annarri hætti starf- rækslu sinni. Vélarnar þögnuðu hver af annarri — fyrir fullt og allt. Nýjar óeirðir og miklir felli- byljir, er ollu miklum eyðilegg- ingum,' þrengdu og mjög hag eyjarskeggja. En gullöld sykuriðnaðarins var liðin, og öll rök virtust að því hníga, að Jamaica myndu bíða sömu örlög og margra annarra eyja Vesturindía, sem einn góð- an veðurdag voru sviptar öllum tækifærum til þess að halda í fornu horfi með tilveru sína. En vilji forlaganna var annar. Ban- anaræktin varð eigi aðeins til þess að bjarga eyjunni, heldur kom það brátt í ljós, að hún færði eyjarskeggjum mun meiri tekjur en sykuriðnaðurinn hefði nokkru sinni gert. Því að það er unnt að framleiða sykur um víða veröld, jafnvel í „köldum“ löndum eins og Norðurlöndum, en þananar verða aðeins ræktaðir á nokkr- um stöðum jarðar. Raunar komu beztu bananar heimsins í fyrstu ekki frá Jamaica, heldur grann- ey hennar, Haiti. Nokkur banana- tré voru svo flutt frá Haiti til Jamaica og gróðursett þar „til reynslu“ — og tilraun þessi heppnaðist með ágætum, svo sem alkunna er. Þess varð sem sé skammt að bíða, að Jamaica flytti út mun meira af banönum en Haiti. Eftir þetta hefir ban- anaútflutningur Jamaica numið milljónum. í höfuðborg Haitis, Port au Prince, tek ég mér far með „United Fruit“ báti, sem er í förum til hinnar fögru Jamaica. Þegar við höfum lagt nær fimm hundruð kílómetra leið að baki, rís svo heillandi sjón úr hinum fagurgræna sæ. Blá fjöli ber við sumarský, þegar við siglum inn til Kingston — stærstu borgar- innar á Jamaica og höfuðborgar eyjarinnar. Ég hafði oft heyrt þess getið, að Kingston væri eina hafnarborgin, er gæti keppt við Rio de Janeiro um sæmdarheitið „fegursta hafnarborg heimsins“. Og ég hlýt að játa það, að sú skoðun hefir vissulega við sterk rök að styðjast. Pálmatré og hita- beltisgróður, er prýðir fjallahlíð- arnar, mynda marglita og sér- stæða umgerð um höfnina. Fugl- ar flugu til móts við okkur langt á haf út eins og þeir væru að bjóða okkur velkomna til þess- arar eyjar fegurðarinnar. Og strax og í land er komið, sann- færist ég um það, að orð aðdá- enda Kingstons eru engar ýkjur. Raunar er ekki mikið að sjá í sjálfri Kingston. Það er umhverf- ið, sem hefir valdið frægð henn- ar. Veðrið er dýrlegt. Því fer fjarri, að of heitt sé í veðri, enda þótt Jamaica liggi í hitabeltinu. Svalir vindar, er blása af Kara- biska hafinu og Atlantshafinu, valda því, að loftslagið er mjög þægilegt Evrópumönnum. Upphaflega hét eyjan Hey- maca — en það mun þýða „eyja lindanna“ eðá „eyja hinna mörgu smáfossa“ á tungu rauðskinna. Og heiti þetta er vissulega rétt- nefni. Alls staðar á eyjunni getur að líta lækjj og litlar og stórar ár, sem valda því í senn, að lofts- lagið er þægilega svalt jafnframt því, sem þær auka að mun frjó- semi moldarinnar. Gróðurinn er hér meiri en á nokkrum öðrum stað í Vestur- indíum. Skógar sveipa fjöll og Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.