Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 3
Fimmttsdagw 20. júlí 1944. ______ALÞYÐUBLA^ie 3SIII0 Á mynd þessari sélst Charles de Gaulle, fonsœtiisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar frönsku og yfirmaður 'herafla 'frjíálsra Frakka, er hann kom í heimsókn til Bayeux, er innrásin var gerð í fyrra mánuði. Mannfjöldin fagnaði hon- um ákaft, eins og myndin ber með sér. ITALÍA: að sem TIIíKYNNT var í aðalbækistöðvum Ælexanders í gær, bandamenn hefðu tekið Liivomo á vesturströndinní, er jþúðja mesta hafnarborg Ítalíu og Ancona á Adríahafsströnd- inni. Það voru Bandaríkjamenn úr 5. hemum, sem tóku Livomo, en pólskar hersveitir tóku Ancona eftir harða bardaga. Þjóðverjar höfðu áður eyðilagt öll hafnarmannvirka í Livorno, en verkfræðingar Bandaríkjamanna eru þegar að verki og vinna að því að gera við þau. Bandamenn tóku um 2500 fanga við þetta tækifsetó. Herisveitir úr 5. her Mark Claiiks hershöfðingja tóku Liv- ormo i gær. Þar með hafa banda menn náð á Isitt vald. þriðju mestu hafnanborg ítahu, næst á eftax Gynua og Napoli og skapað skilyrði til frekari isókn ar norður á hóginn. Þykir þessi sigur Bandaríkjamanna hinn fræknastí, þar eð Þjóðverjar munu hafa talíö, að iiáðizt yrði a ðjþeim að frajman, en Banda- ytJk^aimlenn snið^engu borgina ojg réðust á hana friá hlið. Þjóð- verjar hötfðu komið sér upp öíl- ugum vélbyssuvirkj um og fjöl- mörgum landsprengjum, en allt kom ’ fyrir eíkíki. Þjóðverjar urðu að hörtfa eftir að hafa reynt eftir mætti að eyðileggja ;allt verðmætt, svo sem hafnar- mannvirki, brýr og fleira, sem bandamönnum mátti að gagni korna. Biorgin Aneona, sem er á Ad- ríahafsStröndinni, féll í faend- ur Pólverjum, sem hötfðu bar- izt mjög vasMega á þessum slóðum. Þeir börðust einnig við Cassinoflaulstur á sínum tíma og gátu sér góðan orðstár. Bandamenn hafa ennfremur brotizt yfir Arnofljót á noikkr- um stöðum og sækja fram í áttína til Fiorens óg er búist við, að sú brnig falli bandamönnum í hendur innan skamims. Það þykíx nú staðfest, að Þjóðverjar flytji herlið í allstór um stíl frá Noregi. Meðal ann- ars er þess getið í síðustu frétt um sem borizst hafa frá Nor- egi, að farþegarflutningar 'hafi verið bannaðir á Dovre-braut- inni frá 4. þ. m. í stað þess er fluttur mikill fjöldi þýzkra her manna frá Þrándheimi til Óslo á degi hverjum. 3 Montgomery segist ánægðor með fyrsta dag sóknarinnar GifurBegir yfirbosrllir baredamaiMia i iafti •V- 13 ÍRETAR hafa bafið nýja sókn í Normandie, skammt frá Caen og hefir þeim orðið vel ágengt. Sóknin hófst að afstöðnum heiftarlegum loftárásum og stórskotahríð. Er aðalsóknin suðaustur af Caen, eri þar veita Þjóðverjar harð- fengilegt viðnám. Montgomery hefir lýst yfir því, að hann sé mjög ánægður með fyrsta dag sóknarinnar. Flugmenn bandamanna sýna en sem fyrr mikla yfirburði í lofti. í gær fóru þeir samtals 7350 árásarferðir og réðust á helztu stöðv- ar Þjóðverja, þar á meðal hermannaflokka, járnbrautar- SAMKVÆMT síðustu fregnum frá Ítalíu er Llvorno nú á valdi bandamanna. Livorno er ekki mjög kunnur bær I eyrum íslendinga. Hann stendur á vesturströnd ítal- íu, norður af Písa, og er tal- inn þriðji mesti hafnarbær landsins, næst á eftir Genua og Napoli. Bærinn er um það bil 14 km. suður af mynni Arno-fljóts og um 75 km. vestur af Florenz, hinni víðfrægu listaborg, þar sem margir Norðurálfumenn hafa á liðnum tímum sótt nýtt starfsþrek og kynnzt nýjum menningarstraumum. TAKA LIVORNO er talin mjög mikilvæg, ekki hvað sízt vegna þess, að þar er ágæt höfn, og miklar skipa- smíðastöðvar. Má gera ráð fyrir, að bandamönnum verði sóknin öllu greiðari norður eftir s’kaganum eftir töku þessarar borgar. Nú gefst bandamönnum tæki- færi til þess að beita her- skipa- og kaupskipaflota sín- um öllu meir en verið hefir. Þar hafa þeir hafnarmann- virki nær víglínunni, sem •eru nægilega öflug til þess að geta affermt meiri hátt- ar hafskip og þannig létt stórkostlega undir með herj- um Alexanders, sem nú sækja norður á böginn á eftir hinum flýjandi her- mönnum Kesselrin-gs. ÍBÚAR í LIVORNO munu vera um 120 þús. manns og eru þeir allblandaðir að uppruna. Þar er margt um Gyðinga frá Portúgal og Spáni, kaupmönnum frá Marseilie í Frakklandí, en forfeður þeirra urðu að flýja land meðan á trnar- bragðastyrjöldunum stóð, en forustumenn Medici-ættar- innar veittu þeim griðland í þessari borg. Þá er þar margt um Tyrki, Armeníu- !’ menn og fleíri þjóðir, sem [ búa við Miðjarðarhaf, enda þótt ítalir séu að sjálfsögðu í yfirgnæfandi meirihluta. LIVORNO ÞYKIR FÖGUR borg, Þar eru margar skraut- legar byggingar, breiðar göt- ur og falleg síki, svípað og í Venezíu. Hins vegar er Li- vorno ekki mikil iðnaðar- borg, að því fráskildu að | þar eru miklar skipasmíða- stöðvar, eins og fyrr segir. Meðal þeirra má nefna hina miklu Orlando-skipasmíða- stöð, sem smíðað hefir mörg i stærstu herskip ítala. Þá eru !• þar raftækjasmiðjur, korn- myllur og olíuvinnslustöðv- ar. ÞAÐ, SEM GERIR Livorno að svo mikilvægum stað er það, að borgin er eina höfn- in, sem nokkuð kveður að milli Napoli og Spezia, flota- hafnarinnar frægu. Hafa ít- alir varið ógrynni fjár til þess að halda höfninni við og bæta þar ýmis mann- virki. Frá borginni hefir verið grafinn skurður til Arnofljóts, sem ’ mikil um- ferð er um. A.ðalimiflutn- ingsvörur eru kol, járn, korn, sykúr, baðmull, ull og olía. Út. er, eða var, flutt olívuolía, vín, kvikasilfur, marmari, hampur og fleira. LIVORNO ER tiltölulega ný borg, að minnsta kosti á ihælikvarða í Ítalíu. Úm 1550 voru ekki nema 750 íbú ar í borginni, en eftir því sem Písa hrörnaði, óx gengi hennar. Var það einkum Me- dici-ættin, sem stóð að því, að Livorno óx og dafnaði. Síðan hefir Livorno vaxið hröðum skrefum ár frá ári og er nú þýðingarmikill merkjasteinn á leið banda- manna til algers sigurs á ít- alíu sem annars staðar. stöðvar og brýr. Sóknin, sem nú er hafin í Normandie, er hin mesta sem bandamenn hafa reynt síðan þeir stigu á land 6. júní s. 1. Þjóðverjum er ljóst, að mikið er í húfi, enda hafa þeir telft fram miklum fjölda skriðdreka og öðrum vélahergögnum. Veð ur hefir ekki verið hagstætt til loftárása, en samt hafa banda menn gert mestu loftárásir, sem sögur fara af. Var ráðizt á herflokka, járnbrautir, brýr, flutningapramma og annað, sem Þjóðverjar gætu notað í vörn- inni. Þjóðverjar verjast enn á ein um stað í St. Lo en bandamenn vinna að því að „hreinsa til“ í borginni. í aðalbækistöð banda manna er tilkynnt, að mann- tjón Þjóðverja síðan innrásin hófst, sé nú um 156.000 menn, fallnir, týndir og særðir. Það, sem helzt virðist tor- velda Þjóðverjum mótspyrn- una er, að þeir hafa lélegu flugliði á að skipa. Er á það bent hjá fregnriturum banda- manna, að könnunarflugvélar Þjóðverja sjáist varla á lofti, en flugvélar bandamanna iru Enn virðast þáttaskipti vera að ske á austurvígstöðvunum. Rússar hafa hafið nýja sókn við Peipusvatn, en láta ekki þaar viþ sitja, heldur sækja þeir fram í þrem fylkingum til Lwow í Póllandi. Eiga þeir skammt eftir ófarið þangað, eins og fyrr segir. Það er Kon- ev marskálkur, sem stjórnar sókninni til Lwow. Þá hafa hersveitir Rokossovskys rofið brautina milli Bialystok og Brest-Litovsk og virðist allt vera í öngþveiti fyrir Þjóð- verjum þarná. Mótspyrna Þjóðverja í lofti fer harðnandi. Er þess getið, að þeir tefli fram allt að 300 flug vélum í einu, en bersýnilegt er, að Rússar hafa greinilega yíir- sífellt á sveimi. Vita banda- menn því betur um, hvað ger- ist í herbúðum Þjóðverja og. þeir eiga einnig auðveldara með að miða stórskotahríð sinni. Ketfiarlegar loftárásir á Þýzkaland í gær IGÆR FÓRU flugsveitir bandamanna, bæði frá Bretlandi otg frá ítalíu til á- rása á ýmsar mikilvægar stöðv ar í Þýzkalandi. Flugvélamar, sem skiptu iþúsundum, varðar fjölmörgum orrustutflugvélum, réðust meðal annars á efnaverk- simiðjur í grennd við Múnohen, kúlulegusmiðjur í Schweinfurt, flugvélasmiðjur í Augsiburg og ýmsar iðnaðarstöðvar í Köblenz, og Srassburg. Flugvélarnar, sem komu frá ítalíu, réðust einkum á Múnchen. Munu um 3000 flugvélar verið að verki í einu, bæði sprengju- og orr- ustutflugvélar. burði í lofti, enda hafa Þjóð- verjar goldið mikið afhroð að ^ndanförnu í fánýtum tilraun- um til þess að stemma stigu fyrir sókn Rússa. REGNIR frá London í * í gærkveldi hermdu, að allmörg dönsk fiskiskip, sem óhlýðnazt höfðu banni banda- manna um að stunda ekki sjó, hefðu verið tekin af brezkum herskipum og flutt til brezkra hafna. Er tekið fram í Lond- on, að þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir hafi skip þessi stund- að fiskveiðar, en ekki er vit- að, hvort þeim hafi verið full- kunnugt um aðvaranir banda- manna. Rússar hefja nýja sókn við Peipusvatn I gær var fearlzt f úthverfum Brest»LIt©vsk ©g gefst borgin upp þá þegar RÚSSAJB tilkynntu í gær, að ný sókn væri liafin á norðurvíg- stöðvunum á 70 km. breiðu svæði. Virðast Þjóðverjar enn sem fyrr hrökkva fyrir og !fá ekkert viðnám veitt. Talið er, að þegar hafi 4 eða 5 þýzk herfylki verið umkringd. Barizt er nú í áthverfuin Brest-Litovsk og er talið, að borgin gefist upp þá og þegar. Rússar eru nú aðeins um 15 km. frá Lwow (Lemberg) í Pólandi og er sókn þeirra mjög hörð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.