Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 6
« AUÞTOUBLAQIB Fimmtudagur 20. júlí 1944. Framhald af 4. siðu: Sfefðn Jéhann Sfefánsson finisnfygur í Reykjavík 1934. Þá varð hann fyrsti landskjörinn þingmaður og sat á þingi til 1937, en 1942 var hann svo kosinn þingmaður í Reykjavík. Félags- og utanrík- ismálaráðherra-varð hann 1939, og gengdi því embætti þangað til hann sagði af sér vegna lag- anna um lögbindingu kaup- gjalds, eftir að afurðaverð hafði verið stórum hækkað. Var þetta snemma á árinu 1942. . Þegar hann hefur setið á þingi, hefur hann ávallt átt sæti í utanríkis- málanefnd, en af milliþinga- nefndum, sem hann hefur ver- ið kosinn í, má nefna lögfræð- inganefndina, sem á árunum 1936—38 starfaði að undirbún- ingi nýrrar löggjafar um réttar- far. Þá átti hann sæti í sam- bandslaganefnd frá 1938 og þangað til hún hætti störfum — og 1935 í nefnd, sem fjalla skyldi um f jármál og viðskipti, en í þeirri nefnd áttu sæti full- trúar frá öllum þjóðum Norður- landa. Sama ár var hann kosinn í nefnd þá, sem skyldi vera full- trúi íslands á 500 ára afmælis- hátíð sænska þingsins, og var hann formaður þeirrar nefndar. Árið 1939 var hann formaður íslenzku fulltrúanna á fundi norræna þingmannasambands- ins, sem haldinn var í Oslo. — Formaður Norræna félagsins hefur hann verið frá 1936 og lagt norrænni samvinnu meira lið en nokkur maður annar hér á landi. í Menntamálaráði átti hann sæti í 10 ár — eða frá 1928—1938. Þá hefur hann verið í banka- ráði Útvegsbankans frá stofnun þess, og formaður ráðsins frá 1934. Mörg ár var hann í stjórn Alþýðubrauðgerðarinnar og lengi formaður stjórnar þess mikilvæga fyrirtækis. Stefán hefur skrifað fjölda af blaðagreinum og nokkrar ýtar- legar ritgerðir, svo sem í Rétt, — hér áður á árum, — um þjóðnýtingu og um rekstrarráð, og í fraeðirit danskra alþýðu- fiokksmanna um alþýðuhreyf- inguna á íslandi. Gréinar hans eru rökfastar, skýrar og mótaðar af festu, al- vöru og raunsæi, útúrdúralaus- ar, stillilegar og hvergi vottur af tilgerð eða fölsku gliti — yf- irleitt svipaðar málflutningi hans á þingum og öðrum mann- fundum, þó að raunar gæti stundum meira skaphita hjá honum í ræðu en riti. Eins og gefur að skilja, hef- ur Stefán fjallað meira og minna um öll þau mál, sem Al- þýðuflokkurinn — og lengi vel Alþýðusambandið — hafa haft með höndum, en ef til vill verð- ur samt talið, að þrennt sé það, sem hann til þessa hefur haft af áhrifa- og heillaríkust af- skipti. Hann lét sem ráðherra undirbúa orlofslöggjöfina og bar hana fram til sigurs á alþingi öðrum fremur; faann fékk, strax og hann varð félagsmála- ráðherra, hrundið af stað og til góðs vegar byggingu verka- mannabústaða á nýjan leik og með auknu kappi í Reykjavík og í kaupstöðum landsins — og þá er óvænlegast horfði um samtaka lausn sjálfstæðfemláls- ins, beitti hann sér mjög mikið fyrir því, að finna leiðir til sameiginlegrar úrlausnar, fékk — ásamt flokksmönnum sínum þokað málum þann veg, að ekki gat neinn vafi á því leikið, að uppsögn sambandslagasaiím- ingsins frá 1918 yrði með fylli- lega löglegum hætti, svo að þjóðin því nær einróma greiddi atkvæði með sambandsslitum, og kunnugt er mér um það, að honum var það mjög mikið á- hugamál, að kosinn yrði sem fyrsti forseti íslands sá maður, sem allir vita, að þjóðin sjálf — áð undanteknum fáeinum sjálfstæðismönnum og svo taumlausum aðdáendum þeirra erlendra stjórnarvalda, sem ennþá hafa látið hjá líða að I viðurkenna hið íslenzka lýð- veldi — taldi bezt til þess fallinn að skapa almenna virðingu fyrir æðstu tignarstöðu þjóðar- innar og einingu um það, að á þá virðingu yrði ekki gengið framvegis. Hafði Stefán ’ Jó- hann Steáánsson um þetta hið fylista fylgi sinna flokks- manna, enda varð favergi um þokað afstöðu Alþýðuflokks- ins, hverra ráða, sem leitað var af þeim mönnum, sem gerðu sig síðan á Þingvöllum svo fræga að endemum, að ekki mun gleymt verða, sem og vel er- , Stefán Jóhann kvæntist árið 1927 Helgu, dóttur Björns Ól- afssonar, hins þjóðkunna skip- stjóra og framkvæmdamanns, sem um langan aldur hefur búið í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, og eiga þau þrjá sonu. Mun ég síðar víkja nokkrum orðum að heimili þeirra hjóna. III. Þá er ég kynnti mér nokkuð föðurætt Stefáns Jóhanns Stefánssonar, þótti mér auðsætt, að þar væri yfirleitt að finna rætur þeirra eiginda, sem mér hafa virzt einna mest áberandi í fari hans. Hann er maður mál- reifur og vingjarnlegur, tekur vel gamni og glettum og er mjög laus við harðleikni, en samt er hann manna fastastur fyrir og tryggur sem tröll þeim mannlegum og þjóðfélagslegum verðmætum, sem honum hafa virzt varanleg kynslóðunum í baráttu þeirra fyrir aukinni menningu, andlegri bg verk- legri; og svo mjög sem hann er frjálshuga og laus við hvatvísi, áreitni og bardagafýsn, þá skirrist hann ekki við að rísa jafnt gegn vini og samherja sem gömlum og grónum andstæðing á úrslitastund, þá er honum þykir það í veði, gamalt eða nýtt, isem hann telur sannað að gildi eða mjög vænlegt til mannbóta og þjóðfélagslegra heilla. Og því nánari, sem kynn- ing okkar hefur orðið, því sann- færðari hef ég orðið um það, að aldrei mundi' stjórnmálaleg spill ing neinna upplausnartíma leika skapgerð hans og mann- dóm svo grátt, að hann mundi í nokkru bregðast nokkrum þeim málstað, sem hann teldi góðan, hvort sem í boði væri vinsældir, völd eða fé — eða þetta allt saman. Hins vegar er hann manna víðsýnastur um viðhorf andstæðinga, fordóma- laus og ekki meinfús í þeirra garð og getur við þá blandað geði um gamanmál og alvarleg viðfangsefni, svo lengi sem þeir hafa ekki vegið að því, sem hon- um mun vera dýrmætast alls: Frelsi hvers einstaklings til að hugsa, tala og skrifa, svo s_em sannfæring hans býður honum, og rétti hverrar þjóðar, sem ekki reiðir öxina að rótum annarra þjóðmeiða, til að ráða í sínu eigin landi, nytja það, svo sem hún hefur til vit og þroska og bægja frá sér og því hverjum voða, svo sem hún bezt getur — og á þann hátt, sem færni hennar og aðstaða veitir skilyrði til. En hafi þeir gert þetta, þá mun Stefán Jó- hann aldrei ganga til móts við þá á neinum vettvangi til trún- aðar eða vinmála, en hins veg- ar máske fyrir sakir knýjandi skyldu mæla þá máli, vel þess vitandi, að þeir bera kuta í erm- inni, búnir til þess, hvenær, sem færið kynni að gefast, að leggja honum í opna und vand- kvæðanna á velfarnaði þjóðar- innar — eða þar sem holund gæti af orðið hjá þeim, sem þeir vildu helzt feiga af sínum andstæðingum. Það er mjög skiljanlegt, að menn af slíkri gerð sem Stefán Jóhann, verði þeim náungum þyrnir í augum, sem vilja steypa fyrir björg flestu því, sem unnið hefur verið af skír- um málmi úr bergi íslenaks eðlis og skapgerðar, oftast við hin aumlegustu skilyrði, en af fádæma þrautseigju og furðu- Iegri snilli og hugkvæmni, þeim mönnum, sem mæna af fjalli freistinganna eftir steikt- um gæsum, bornum á skutli er- lendra sálnaveiðara og muster- issprangara. Þeim er slík mann- gerð beinlínis óskiljanleg, og hún vekur þeim vonda sam- vizku og lætur þá ósjálfrátt minnast þess, raunar óglöggt og eins og í þoku bernskijmnar, að þcár hafi einhvern tíma kastaö frá sér einhverri ger- semi, sem þungt mundi hafa orðið að bera og stríð hefði kostað að varðveita, en hefði þó að lokum átt að verða þeim til ævarandi blessunar. ... Og hvernig var það líka með hann Stefán Jóhann hérna um árið, > þegar lukkan virtist hafa hrærzt af falsi og fagurgala og vera í þann veginn að færa slíkum mönnum að gjöf ærin völd á sál og samvizku mjög mikils hluta íslenzkrar alþýðu? Jú, Stefán Jóhann var einn þeirra manna, sem aldrei lét blekkjast af neinni falsbirtu og ' fylkti liði undir merki lýðræðis og þingræðds — og óháðra og íslenzkum menningarerfðum samræmra sjónarmiða gegn um- heiminúm. Og Stefán Jóhann var Jóni Baldvinssvni innilega sammála um það: Frh. á 4. síðu. grundvöllur en foringjatil- beiðsla. Þess vegna er Stefán Jóhann formaður Alþýðuflokksins og hefir verið ávallt síðan Jón Baldvinsson lézt. * Ég vil þakka Stefáni Júhanni fyrir hans mikla starf í þágu alþýðulsamtakanna og veit, að ég tala þar fyrir munn allra al- þýðuflokksmanna og fjölda margra annarra. Engir nema nánustu samstarfsmenn hans vita þó til fulls hve mikið hann hefir þurft og þarf á sig að leggja vegna starfsemi í flbkks ins þágu. En Stefán hefir aldrei skotið sér undan, þegar mest á reið. Allir væntum við, að styrj-, öldinni ljúki áður en langir tímar líða. Það er von flestra, að eigi fari aiftur ,í sama veg og eftir siðasta stríð, að sömu eða svipuð vonbrigði verði ekki hlut skipti þjóðanna nú. Alþýðuflokkurinn á mikið verk fynir höndum, að skapa hér nýtt og betra þjóðfélag. Megi hann þá sem nú fá að njóta starfskrafta Stefáns Jó- hanns. Það er ósk mín flokkn- um og öllum álmenningi til handa á fimmtugs afmæli hans. Haraldur Guðmundsson. Stefán Jóhann Stefánsson í ræðustól. Mynidin ivar tekin á útl fundi á Arnathóli í Reykjavík fyrir niolkkrum árum. „að sá, sem hættir okkar allra öryggi með handaklandi, hann skal burtu, hluti sviptur, hans. er staður á þurru landi.“ Og þar ráfar hann, sá, sem á, land var lagður, ennþá um fjörur og fær ekki kveiktan eld sér til yljunar, þó að ekki skorti hann eldsneytið. ' Af því, sem hér að framan segir, verður það mjög auðskil- ið, að Stefáni Jóhanni hafi fundizt nokkuð til um stefnu og umbóitastarlf alþýðufloíkkanna á Norðurlöndum, metið allhátt menningarlegan þroska Norður- landaþjóðanna, hófsemi þeirra og háttvísi um aðferðir í stjórn- málabaráttunni og virðingu þeirra fyrir raunverulegu frelsi. Þegar þá líka tengja okkur við þessar þjóðir menningarlegur arfur og náinn andlegur skyld- leiki, hvað sem líður fornum blóðböndum, og þær eru-----eins og við — raunverulegar smá- þjóðir eftir höfðatölureglunni, þá er auðsýnt, að það er í fyllsta lagi í samræmi við hugsunarhátt, skoðanir og skap- gerð Stefáns Jóhanns, að telja okkur rnikinn vinning að sem nánustu menningarlegu og fé- lagslegu samstarfi við Norður- lönd, þó að við hins vegar horf- um vítt yfir og gefum nánar gætur að öllu því hjá stórþjóð- um -veraldar, sem má okkur að gagni koma til eftirbreytni eða varnaðar. Og spá mín er sú, að sumir þeir, er hrópað hafa hæst um sonarást sína nú um sinn frammi fyrir Fjallkonunm, mundu lútir og litlir í herðurn og kjósa að látast blunda á verð- inum, ef stórþjóðir byðu okkur einhver þau samskipti, sem skertu rétt okkar til landsnytja og jafnvel létu sér sæma, að hefta frelsi okkar til orða og verka sér til framdráttar sem undirokandi heimsveldi, en hins vegar mundi Stefán Jó- hann og fleiri slíkir menn standa vel vakandi og vitandi það, hvað skyldan byði þeim. Jón Baldvinsson var veður- glöggur, svo sem þeir forfeður bans, sem voru útvegsbændur við ísafjarðardjúp. Hann vissi það 'vel, að veður mundu válynd um skeið, og mér e:~ það vel kunnugt, að hann taldi hento. j knerri aíþýðunnar, að stjórnar- j menn færu með fullri varygð, j þá er aðra gripi sú hugsun, ab nú væri byr til að sigla í Bjarmalandsferðir og færa heim rnikinn fehg og dýran, þó að raunar væru víkingar á öll- um leiðum og vara svikin og yfir henni galdur galinn. O^ víst er um það, að hversu s.om frækin verður forystan í þeim flokkum, sem bera fram til sigurs málstað alþýðunnar á landi hér, þá mun þar ekki verða af komizt án einmitt þeirra eiginleika, sem móta störf og stefnu Stefáns Jó- hanns. Eða hvort mundi svo? Hinkrum nú við og svipumst lítið eitt um. „Hinir tíu“ lágu Alþýðu- flokknum mjög á hálsi fyrir lítt vasklega framgöngu og lít- il afrek á þeim árum, sem þjóð- in var fjárhagslega mergsogin af langvarandi veiðileysi og viðskiptalegri óáran. En samt var einmitt á þeim árum lagður grundvöllurinn að ýmsu því, sem nú þykir vænlegast til bjargræðis í framtíðinni — og margri stoð þar undir skotið, sem hrun virtist búið afkomu- möguleikum alþýðu til sjávar og sveita. Þá var og komið á þeirri tryggingarstarfsemi, sem mjög hefur breytt þjóðfélags- legri aðstöðu hinna máttar- minnstu — og loks undirbúin sú löggjöf, sem einna gleggstan mun nú gera mörgum hinna um langa ævi stritandi verka- manna og sjómanna muninn á aðstöðu og kjörum fyrr og nú. Eg hygg, að t. d. vinur minn, aldraður, slitinn, en samt ó- beygður verkamaður vestur á ísafirði, margra barna faðir og sívökull um hag síns heimilis, hafi hugsað nokkuð hlýtt til Stefáns Jóhanns og samherja hans, þá er hann, þessi vökuli þjónn vinnu og skyldu, sem hefur ekki í samfelld fimmtán ár brugðið sér annað en einu sinni út í Bolungavík, lagði af stað í langferð hérna um dag- inn. Og ég veit, að þá er hann sér umbætur og menningarlega nýsköpun í sveit og í þorpi og kennir sig frjálsan og ahyggju- lítinn og í sínum fulla rétti, þegar hann þýtur í bifreið um nýja vegi, haldandi að sér höndum, en vökull og athugull, þá vakni hjá honuim sú hlýja og holla hugsun, sem orða mætti þannig: Þessu hafa þó ég og mínir líkar fengið áorkað með stuðningi við Alþýðuflokk- inn síðtxstu 25 árin. Já, „fainir tíu“ hafa legið Al- þýðuflokknum á hálsi fyrir getuleysi og viljaleysi, þrátt fyrir það, sem hann hefur þó unnið, og undir merki þeirrar siðspeki, að lygin sé ekki aðeins heimil, heldur bláber nauðsyn, eins og siðspekingar kommún- ista hafa orðað það, hafa þeir lætt út ósannindum og rógi um forystumenn Alþýðuflokksins og síðan, þá er þeim þótti hafa verio nægilega að gert bak við tjöldin, hrópað upp sínar eigin grþusögur á mannamótum sem hin skírusíu sannindi. . . En .'. . en . . . Hvar eru verk" „hinna tíu,“ hvar afrek þeirra á alþingi íil hagsbóta álbýðunni á þess- um tímurn gulls og gnægðar? Auðu seðlarnir á Þingvöllum 17. júní, — það er hætt við, að ekki einu sinni hvítagull Úralfjalla mundi duga til innlausnar þeim. — Eða hinir þungu’ bakhlutar þá er ^ alþingi lislendinga skyldi votta Bandaríkjaþingi virð- ingu sína — mundu menn ekki hafa séð allgreinilega ham- ar og sigð, þár sem loftaði und- Vsk. Á 7. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.