Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 4
4 ALPYÐUBLAÐIB Fimmtudagur 20. júlí 1944. (Ttgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. JafaaðarstelBao. AÐ var allútbreidd hjátrú ■*■ meðal lítt hugsandi manna á árunum fyrir stríðið, þegar afturkast nazismans, fas- ismans, kotmimúnismans !og ann- ars slíks ófagnaðar stóð sem hæst, að jafnaðarstefnan hefði þegar lifað sitt bezta; einræð- ið og ofbeldið — það væri hinn nýi tími. Og í bili dró á þeim árum verulega úr fýlgi jafnaðar stefnunnar víðsvegar um heim, þó að ýmsar gleðilegar undan- tekningar væri á því, svo seVn mieðal bræðraþjóða okkar á Norð urlöndum, þar sem óhrif henn- ar h'éldu istöðugt áfram að vaxa. í nokkrum stærstu og fólks- flestu löndunum á meginlandi Evrópu voru þeir flokkar, sem fyrir jafnaðarstefnunni börðust öfsóttir og bannaðir, og það af fylgi hennar, sem ístöðu- minnst Var, lét bugast fyrir of- beldinu. En mikill fjöldi manna tók hina nýju trú á einræðið og ætlaði, að þaðan væri lausn a'llra vandamála þjóðfélagsins að vænta. * Þetta og annað eins er engin 9 nýlunda í veraldarsögunni, ekki einu sinni í sögu jafnaðar stefnunnar sjálfrar. í heillar aldar baráttu hennar fyrir nýxri og hetri veröld, veröld friðar og frelsis, jafnréttis og bræðralags, hafa oft skrifzt á skyn og skuggar, sigrar og ósigr' ar; en þrátt fyrir allt hefir þó stöðugt miðað áfram að mark- inu, og hverri tilraun til þess að stöðva sigursæla sókn jafnaðar stefnunnar lokið með auknum áhrifum hennar á stjórn og lög gjöf þjóðanna og eftirfarandi bættum lífskjörum alls almenn ings. Hláimarki sínu náðu þessi á- hrif jafnaðarstefnunnar í bili eftir síðustu stórstyrjöM. Hin dapra reynsla, sem mannkynið hafði þá orðið að ganga í gegn- um, færði meiri fjölda en nokkru sinni áður heim sann- inn um það, að friður, frelsi og félagslegt öryggi yrði ekki tryggt með öðrum ráðum og starfsaðferðum, en þeim, sem jafnaðarstefnan barðist fyrir. En Iþví irniður varð sú styrjöld. þó, sem kunnugt er, ekki síð- asta fæðingarhríð þess, sem koma skal. Enn einu sinn tókst ’ öflum hins gamla tíma að rétta við og fylkja liði undir merki ofbeldisins, einræðisins og naz- ismans. * Það þarf þó engan spámann til að isegja það fyrir, að þeirri styrjöld, sem nú stendur, muni ljúka með meiri áhrifum jafn- aðarstefnunnar á menn og mál efni, en nokkru sinni áður í sögu hennar. í öllum frjálsum löndum standa flokkar hennar í fylikingartorjósti toaráttunar gegn afturhaldinu og ofbeldinu, og allsstaðar kveða við, nú þeg ar í dag, kröfur þeirra um auk- ið fýðræði, aukið félagslegt ör- yggi fyrir hið vinnandi fólk og aukið samstarf þjóða í milli, Fih. á 7. síöu. Stefán Jóhann Stefánsson fimmtugur Óliöf Árnadóttir, var af bænda- Stefán Jóhann Stefánsson. Sfefán Jóhann Sfefánsson og sfarf hans ffyrir Alþýðuflokkinn i. SÁ MAÐUR Á ÍSLANDI, sem mest og hatrammleg- ast hefur verið ofsóttur og róg- borinn af þjónum erlendrar ein- ræðisþjóðar, soramörkuðum þýjum hennar og stjórnmála- legum ofsatrúarmönnum, „sem hafá“ — eins og Halldór Kiljan Laxness segir — „skipt brjál- semi sinna upprunalegustu drauma í heimspólitískan gjald- eyri,“ er fimmtugur í dag. Þessi maður er Stefán Jóhann Stefánsson, alþingismaður og formaður hins íslenzka Alþýðu- flokks. í um það bil aldarfjórð- ung hefur þessi maður helgað alþýðunni ávallt mikinn hluta, oft meginhluta sinna starfs- krafta, og áorkað hefur hann því meðal annars öðrum mönn- um fremur, að Alþingi íislend- inga hefur veitt alþýðunni við sjóinn og á sjónum orlof til að líta upp frá brauðstritinu, svo að hún geti virt fyrir sér í sól- skini sumarsins fegurð ög auðgi þess lands, sem hún er borin til umráða yfir. Um sex ára skeið hefur einnig þessi maður verið formaður þess flokks á landi hér, sem hefur átt frumkvæðið að og komið í framkvæmd öll- um hinum helztu umbótum á aðstöðu og högum alþýðunnar, sem við sjóinn býr, henni til aukins sjálfstæðis, menningar og manndóms. Og þau orð, sem eru upphaf þessarar greinar minnar, hef ég einmitt skrifað með það fyrir augum, að draga þegar í stað athygli allra les- enda þessa blaðs að þeirri tal- andi og hvetjandi varnaðarstað- reynd, að alveg sérstaklega gegn þessum manni senda þeir út sínar Oftedalskanínur, sína helgislepju Annesa, sína Ker- lingar-Jóna, sína Andréssyni og sína Katrína-samstæðu með klyfjar rógs og ósanninda — þeir menn, sem „fyrir sjálfum sér, sér ei trúað geta“ og hyggja á gerzk ævintýri hér á íslandi, þá er þeir veifa fána íslands, heilsandi sínu föðurlandi með slíkum kossi, að hið dimma blóð blygðunarinnar mundi hlaupa fram í kinnar Marðar Valgarðs- sonar og Júdasar frá Ískaríot, ef þeir miættu Mta upp úr gröfum siínum. II. Stefán Jóhann Stefánsson er fæddur hinn 20. júlí 1894, að Dagverðareyri í Eyjafirði. Faðir hanis var iStefán Oddssion, bóndi á Dagverðareyri, og hafði ætt Stefáns búið þar á þriðja hund- rað ár — og býr hún þar enn. Oddur, afi Steíáns Jóhanns, var Jónsson, Oddssonar, Gunnars- sonar, en Oddur Gunnarsson, var sá sinn sami og tók um skeið til fósturs iBólu-Hjálmar, sá í honum hið verðanda skáld og var honum svo vel, að Hjálmar skrifaði um hann sem fullþroska maður allýtarlega, lýsti honum af hrifni og þakklátssemi og í svo sérkennilegan stíl — og með það snillivígðu og kjarnmiklu málfari, að ekki rennur þeim úr minni, sem lesið hefur. Og það var á ættartölu, er Hjálmar sendi Jóni, syni Odds, sem hann skrifaði hinar átakanlegu og merkilegu vísur: „Mér er orðið stirt um stef, . . .“ og: „Húmar að mitt hinzta kvöld . . .“ Yfir- leitt voru þeir Dagverðareyrar- bændur, forfeður Stefáns Jó- hanns, góðir búhöldar og affara- sælir sjósóknarar, vel bjargálna, hæglátir, en þó glaðværir og áttu almennum vinsældum að fagna, vandaðir og traustir, vök- ulir um gagnlegar nýjungar, en trölltryggir við forn og þraut- reynd verðmiæti og höfðu yndi að Ikiveðskap, tflornum sögum og sögnum og fróðleik margs kon- ar. Móðir Stefáns Jóhanns, ættum x Glæsibæjarhreppi. Stefán bóndi Oddsson lézt sama árið og Stefán Jóhann fæddist, en Ólöf toúslfreyja hætti ekki búskap, heldur bjó lá hálfri Dagverðareyri eftir lát bónda síns og hafði bæði landsgagn og sjávar. Ekki gekk Stefán í neinn barnaskóla, en naut fræðslu updir fermingu í heima- húsum. Fimmtán ára gamall réðst hann háseti á þorskveiða- skipið' Egil frá Akureyri. Það lagði út í marzmánuði, og var þegar siglt vestur fyrir land. Skipstjóri á Agli var Guðmund- ur Tryggvason, góður sjómaður og yfirmaður, og undi Stefán sér hið bezta við veiðiskapinn, bæði úti fyrir Vestfjöi'ðum um veturinn og vorið og á Norður- landsmiðum um sumarið. Næstu árin var hann heima við almenn sveitastörf, en réri þó að haust- inu og var um hríð með Norð- mönnum við síldveiði á Eyja- firði. , Haustið 1912 fór hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri og var þar síðan við nám í þrjá vetur. Því næst fór hann í Menntaskólann, og stúdents- próf tók hann 1918. Á skólaár- um sínum var hann á sumrum ýmist í kaupavinnu í sveit eða „í síld“ á Siglufirði. Haustið 1918 hóf hann lögfræðinám í Háskóla íslands, og lögfræði- prófi lauk hann vorið 1922. Meðan hann stundaði nám í Háskólanum, vann hann á sumr- um hjá Jóhannesi Jóhannes- syni bæjarfógeta, og á vetrum vann hann þar þrjá tíma á dag. Auk þess kenndi hann tvo vet- ur sjórétt í Sjómannaskólanum. Þá er hann hafði lokið lög- fræðiprófi, hélt hann áfram störfum hjá bæjarfógeta, en vann Mka á skritfstofu hjá þeim málaifærslumönnunium _ Svein- birni Jónssyni og Jóni Ásbjörns- syni. En árið 1925 gerðu þeir félag með sér, hann og Ásgeir lögfræðingur Guðmundsson frá Nesi, og komu þeir upp mála- færslusikriifst'oifu í Austurstræti 1. Þá er Ásgeir lézt, varð Guð- mundur I. Guðmundsson, nú alþingismaður, félagi Stefáns um málafærslu, og er skrifstofa þeirra ennþá á þeim stað, þar sem Stefán hóf störf sín sem sjálfstæður málflytjandi. Þegar á skólaárum sínum í Menntaskólanum hafði Stefan kynnt sér kenningar jafnaðar- manna og sannfærzt um rétt- mæti þeirra sem vegvísis um skipun atvinnuhátta og fyrir- komulag framleiðslunnar. Og árið 1918 gekk hann í jafnaðar- mannafélagið hér í Reykjavík. Árið 1924 kaus félagið hann á þing Alþýðusambands íslands og Alþýðuflokksins, og á því þingi var hann kosinn í mið- stjórn flokksins og sambands- ins, svo að í miðstjórn Alþýðu- flokksins hefur hann nú verið í tuttugu ár. Árið 1928 varð hann gjaldkeri, en 1930 ritari í mið- stjórn Alþýðuflokksins, og rit- ari var hann þangað til árið 1938, að hann varð eftirmaður Jóns Baldvinssonar sem formað- ur flokksins. Um nokkurt skeið var hann og formaður fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna, og í bæjarstjórn átti hann sæti í 18 ár — eða frá 1924^42. Bæjar- ráðsmaður var hann frá því bæjarráð var stofnað árið 1932 og síðan í tíu ár, þó að hann sinnti ekki störfum í -bæjarráði meðan hann var ráðherra. í kjöri var hann af hálfu Al- þýðuflokksins í Eyjafjarðar- sýslu árið 1923, í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1927, í Hafnar- firði 1931, á Akureyri 1933 og Framhald á 6. síðu. STEFÁN JÓHANN STEF- ÁNlSSON er tfimmtugur í dag. Hann er löngu þjóð- kunnur imaður. Héfir setið á al- þingi í mörg ár, átt sæti í bæj- arstjórn Reykjavíkur og í ríkis- stjórn, í milliþinganfefndum, sem fjallað hafa um hin mikil- vægustu mál, og þrásinnis verið sendur opinbexra erinda til út- landa. En þó eru það störtf toans fyrir alþýðusamtökin, Alþýðu- flokkinn, sem fyrst og fremst valda því, að nafn hans lætur kunnuglega í hvers manns eyr- um. 'Etftir Iheimsstyrjöldina fyrri hófst alda frjálslyndis og um- bóta víða um lönd. Margir von- uðu, að sú styrjöld myndi verða síðasta stórstyrjöldin og upp mundi renna tími friðar og far- sældar yfir nýjan og betri heim. Áhrif alþýðusamtakanna jukust mjög og fylgi jafnaðarstefnunn- ar að sama skapi. Alþýðusamtökin íslenzku voru þá enn í bernsku, fámenn og lítt skipulögð. En næstu ár- in eftir stríðið fjölgaði mjög í Alþýðusambandinu og störf þess og áhrif margfölduðust. All stór hópur stúdenta og annarra ungra menntamanna slkipaði sér þá í raðir Aliþýðuf'lokksins. Einn í þessum hópi var Stef- án Jóhann. Síðan hefir hann ó- slitið starfað að málefnum al- þýðusamtakanna af frábærri elju og atorku og ávallt verið þar í fremstu röð, jafnt hvort sem um hefir verið að ræða bar áttuna út á við, til sóknar og varnar, eða hin innri störf fé- lagsskaparins. Óteljandi eru þau trúnaðarstörf, sem fliokkurinn hefir tfalið Shonum á þeissu tíma- bili. Hann hefir átt sæti í stjórn 1 flokksins óslitið síðan hann fyrst var í hana kosinn, var rit ari hennar um fjölda ára eða þar til hann var kosinn formað ur flokksins, eftir fráfall Jóns Baldvinssonar, árið 1938. Og honum var falið það vanda- sama hlutverk, að vera fulltrúi flokksins í samstjórninni, sem mýnduð var vorið 1939, þegar erfiðlegast horfði með atvirxnu landsmanna og styrjöldih var yfirvofandi. En auk alls þessa hefir Stefán Jóhann, allt frá því hann byrjaði störf sem málflutningsmaður, verið ráðu nautur fjölmargra verkalýðsfé laga, og óteljandi eru þeir verkamenn og þær verkakonur sem leitað hafa og notið leið- beininga hans og Iheilræða fyrr og síðar. ❖ Það hefir aldrei verið siður innan Alþýðuflokksins að ala á forlngjadýrkun. Starfshættir flokksins sem lýðræðisflokks og lifsskoðun fólksins sem hann hann fyllir, valda því. Alþýðu- flokkurinn hefir jafnan metið athafnir og árangur meira en innantóman áróður. í málflutningi sínum skír- skotar hann jafnan til dóm- greindar og skynsemi, en ekki til trúarinnar á óskeikulleik foringjans. í allri starfsemi sinni hefir hann lagt aðalá- herzluna á málefnin, að koma fram umbótum og réttindamál um, auíka menntun og samtök alþýðunnar og bæta lífskjör al- mennings, samlhliða boðun jafnaðarstefnunnar og fræðslu um hana. Togaravökulögin, af- nám sveitarflutninga og rétt- indamisisis vegna Æátæktar, al- mennur kosningaréttur, verka- mannabústaðir, alþýðutrygging ar, orlotf, 8 stunda vinnudaigur, bætt kaup og vinnukjör — allt eru þetta spor í áttina að því marki, sem hann hefir sett sér að ná. Málefni, at'hafnir, árangur, eru, að dómi Alþýðuflokksins líklegri aðferðir tií að ná því marki fljótt og vel, en innan- tómt áróðursskvaldur, og dóm- greind fólksins öruggari starfs Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.