Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 7
Kmmtudagur 29. júlí 1944. ALfrYÐUBLAÐIÐ Framhald af 6. síðu Sfsfáði Jóhinn fimmfugur Skrifstofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími 5020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 f. h. Alþý%ifiokksfi>!k utan af lanidS, sem til feselarisís keEinsr, er visisamSega .þ.eðið aS koma til viHtais á flokScs- skrSfstofima. Bœrinn í dar Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 19.40' Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.20 Erindi: Þjóðræknisstarfsemi iVestur-íslendinga (Richard Beck prófessor). 20.50 Iíljómplötur: íslenzk lög. '21.00 Frá útlöndum (Axel Thor- steinson). 21.20 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Iðja, félag verksmiðjufólks. 1 blaðinu í gær var meinleg prentvilla í fréttinni frá Iðju í Hafnaarfirði; stóð þar félag verzl unarfólks, en átti auðvitað að vera félag verksmiðjufólks. Við at- kvæðagreiðslu í félaginu til handa stjórninni til vinnustöðvun frá 1. ákúst n. k. við Rafha í Hafnar- firði, fóru atkvæði þannig að já aögðu 21, nei sögðu 3, eri 4 seðlar voru auðir. Barnaspítalasjóðurinn. I fréttum frá söfnun barnaspí- talasjóðs Hringsins í blaðinu í fyrradag misritaðist tekjuliður sá sem orðið hafði af skemmtuninni í Tripolileikhúsinu. Stóð þar að þær hefðu orðið 59 þús kr. en átti að vera 5,9 þúsund kr. Frh. af 4. sí&u. þegar sigur hefir verið unninn og vopnin slíðruð. Þeir, sem í blíndni sinni létu eitt augna- blik leiðast til þess fyrir stríð- ið, að snúa baki vð jafnaðar- stefnunni og taka trúna á ó- fagnað einræðisins og ofbeldis- ins, munu eftir dýrkeypta reynslu sjá, hve herfilega þeim skjátlaðist. Hlutverki jafnaðar stefnunnar var ekki lokið; hún mun lifa og halda áfram að setja heillaríkt mót sitt á sam- félag mannanna löngu eftir að öll hindunvitni ofbeldisins og einræðisins, nazisimans • og kommúnismans, (eru gleymd og grafin. Ráð i ungra rittiöfuMÍa Frh. af 5. síöu. því að það er þá erfiði unnið fyrir gýg. En með þessu er það engan veginn sagt, að rithöfundurinn skuli ekki leggja áherzlu á það að þroska hugmyndaflug sitt. Hugmyndaflugið á einmitt að gera honum auðið að bæta nýj- um þáttum við það efni, sem hann þegar hefir háð sér. En ef hann ber ekki skyn á það, sem hann hyggst rita um, mun augmyndaflug rithöfundarins leiða hann á villigötur. Þess vegna er rithöfundinum brýn nauðsyn að afla sér þekkingar og reynslu. En nú verð ég að láta af því verða að skrifa sendibréf til smásagnahöfundarins, sem ég vitnaði til í upp'hafi þessa máls míns. — En vissulega eru mikl ar líkur til þess, að hann álíti mig gamlan bjálfa, sem geri sig sekan um það að kveða upp ó- rökstuddan dóm. ir einhverja af „hinum tíu“? Þá hin sviknu loforð um sam- starf — og falskar yfirlýsingar um samstarfsvilja, — og að lokum svörtu skýin á himni framtíðarinnar, boðandi það ó- veður, sem vanrækt hefur ver- ið að gera hina íslenzku þjóð færa til að standast, án þess að í súginn fari velmegun og unnin réttindi alþýðunnar! Hvort mundi svo þjóðin telja, þá er ofviðrið skellur á, að nóg væri að benda á blóðrauðan mlána rúíblunnar í austri, hampa sem ákafast hamri og sigð — eða mundi allur almenningur á íslandi til sjávar og sveita hall- ast að þeirri skoðun, að bezt mundi henta festa, aðgæzla og fálmlaus tök, samfara öruggfi trú á þrek og þrautseigju, fram- faravilja og félagshyggju, vin- samlega samvinnu við aðrar þjóðir, þær, sem unna frelsi, lýðræði og friðsamlegri þróun, — og á eigin skynsemi og getu til að skapa á grundvelli gam- alla erfða — og með fúllu tilliti til nýrra viðhorfa — þau stjórn- arform og þá menningarháttu, sem fái veitt okkur íslendingum heillaríka framtíð meðal sjálf- stæðra ríkja og fremstu menn- ingarþjóða veraldar? Þá væri illa komið, ef menn væru yfir- leitt í vafa um svarið við þess- uim spurningum, enda hygg ég að svo muni geta farið, að einn í stað tíu riáfi eitthvert sinn inn •um dyr þiughússins við Austurvöll — og þá sipyrji hin- ir gerzku: Hvar eru hinir níu? IV. Þeirra sérkenna, sem mest gætir í framkomu Stefáns Jó- hanns á sviði hinna opinberu mála, gætir ekki síður utan þess vettvangs. Alúð og hóglátt viðmót er honum eiginlegt, og hann nýtur þess, að sitja með kunningjum sínum og rabba í gamni og alvöru, og kemur þá mjög glögglega fram hin ríka tilhneiging hans til að láta njóta sín — án tillits til gerðar hans sjálfs eða skoðana á einu eða öðru — persónuleg ein- kenni og viðhorf þeirra, sem hann á tal við, og þá ekki síður samúð hans í garð allra, sem hárt eru leiknir og lítils megn- ugir, og velvildin til hvers þess manns, sem hefur góðan vilja, og hvers þess málefnis, sem virðist mega til heilla horfa. En jafnframt þeissu er ávalt auðfundið, að það er jafn fjarri honum í kunningjahóp og endranær að hvarfla í nokkru frá sínum höfuðsjónarmiðum. Þó að hann sé hvar sem er í kunningjahóp og vina viðmóts- góður og notalegur í viðræðum öllum, þá leynir það sér ekki, að hvergi nýtur hann sín eins vel og á heimili sínu, enda finnst þar hverjum þeim gott að vera, sem ekki s'nýr út holdrosa eða hefur á sig tekið skel eða skráp. Þess er þá trúlega vert að geta, að frú Helga, kona Stefáns Jóhanns, virðist líta svo á, að það sé alls ekki neitt lít- ilsvirðandi eða ömurlegt hlut- verk að starfa sem allra mest innan vébanda síns heimilis, gera það bónda sínum sem hlý- legast og notalegast og veita börnum þeirra mjög nána móð- urlega umhyggju, — nei, það er helzt svo að sjá, að hún telji sig bera nokkra ábyrgð á því, hvernig sonum hennar muni farnazt, — hvers þein verði megnugir sem einstaklingar og þegnar þjóðfélagsins. Og enn- fremur virðist hún hafa þá skoðun, að svo bezt muni bóndi hennar geta notið heilsu og starfskrafta til nokkurrar fram- búðar í þágu heimilis síns og þjóðar, að hann eigi að góðu að hverfa, þá er honum gefst tóm frá umsvifum atvinnu sinnar og opinberra trúnaðarstarfa og á- hugamála. Nú, er það ekki líka þannig, að svona hafa þær víst einmitt verið að innræti og hugsunarhætti, margar konurn- 4ir, sem skilað hafa þjóðinni traustum sonum og dætrum, skilað henni frá móðurknjám og úr föðurhúsum þeim körlum o« konum, sem hafa þolað hverja raun, án þess að drengskapur og manndómur yrði þeim varning- ur á mangaratorgi þjóðlifsins? Kannske he.fur svo þetta — heimilið, sem þarna hefur skan- azt fyrir þessi siónarmið Ög- þetta iaiirprti. átt ekki- r-wr lí+- inn e ':s lítilsverðah þátt í því, hve l'eill Stefán Jóhann hefur gengiJ af hálmi, hve vel konum hefur tekízt að halda fyllilega heilum sönsum í æsihríð ofstopa og öfga og hve lítt honum hefur fatazt um horfið, þó að barning- ur hafi verið svo harður og það beint í stjefni, að stundum hafi lítið munað fleytunni. Ef til vill hefir heimilið einnig mátt sín nokkurs um það, að hann hefur ekki orðið svo ein- sýnn, að hann sæi ekkert nema úrslit vopnaskipta á sviði dæg- urmálanna í þennan eða hinn tíma, heldur hefur, svo sem flestir okkar beztu menn um aldir, varðveitt og þroskað þann áhuga á bókmenntum og listum, sem hafrm átti í allríkulegum mæli, þegar á fyrstu skólaár- um sínum og verið mun hafa arfgeng heimanfylgja frá Dag- verðareyri. Svo hefur hann þá líka á alþingi og í Mennta- málaráði — og hvar, sem til hans kasta hefur komið, verið öruggur málsvari bókmennta og lista og er einlægur unnandi þessara verðmæta og telur sér og sínum það mannbót og ménn- ingarauka, að hafa fagrar bók- menntir — ekki síður en fræði- rit — hendi næst á heimili sínu og íslenzka myndlist fyrir aug- um sínum og sinna. En þegar manni, sem svo að segja dag- lega berst á sviði opinberra mála við drauga afturhalds og ofsatrúar og ÍQrynjur mann- skemmda og ábyrgðarleysis svo áratugum skiptir, er þannig farið, þá er honum vel farið. Enda virðist mér Stefán Jó- hann hafa elzt vel. Þá, er ég sá hann fyrst í skóla, rúmlega tví- tugan, virtist mér við hann eitt- hvað því nær roskinlegt. En sem finimtugur maður baráttu og margvíslegra umsvifa virðist írtér hann unglegur. Það er þess vegna sízt fjarri því, að hann sé þess megnugur að taka ásamt flokksbræðrum sínum og öðr- um möniíum skynsemi og hóf- semi, seiglu og framsækni, 1 nönnum, sem sjáandi vilja sjá og lieyrandi heyra, allörðugán barning, þá er léttir gjörnínga- veðri bví, sem nú gengur yfir veröldina með blóðmistri og böl- þoku og hillingum gylltra turna í austri og glitrandi vopna og i axlaskúfa í suðri. Eg trúi því, að verði sá barningur vasklega tekinn, þá muni íslenzkri þjóð sækjast leiðin að landi búsæld- ar og aflasældar, farsældar og friðsældar, megins og menning- ar, enda muni verða ómjúkt á þeim tekið, sem snúa vilja und- an og lensa á vit þeirra trölla og seiðskratta, sem brytja vilja í pott sinn vilja og möguleika þjóða og einstaklinga til sjálfs- stæðrar þróunar og sköpunar, sem verði feinum og öllum til aukins þ»roska og velfarnaðár. Megi Stefán Jóhann lifa það, að landtakan verði svo sem hann vill hana þjóð sinni til handa. Guðmundur Gíslason Hagalín. Frh. af 2. siðu vandamál, sem tíma tekur að leysa svo vel fari, en það er ekki mitt verksvið, þótt hreins- unin sperti að ýmsu leyti störf okkar kontóra. Tjörnin: Því miður verður ekki hægt að lagfæra tjarnar- bakkana og tjörnina í sumar. Göturnar heimta það vinnu- afl, sem við höfum til umráða. Þær tillögur, sem fram hafa komið, svo sem að steypa tjarnarbotninn næst bökkun- um eða lagfæra, verða teknar til athugunar á teiknistofum okkar áður en fullráðið verður hvað gera skal. Göturnar Eins og menn vita, hefir umferðin um vegi og götur bæjarins margfaldast síðastlið- in ár. Bæði hefir farartækjum bæjarbúa fjölgað, svo bætist við hi'n mikla umferð hernað- arfarartækja setuliðanna. Eftir hernámið koma fyrst til skjal- anna hin svokölluðu þungu farartæki, þungir herbílar, alls konar farartæki á beltum, skriðdrekar, þungar vinnuvél- ar og önnur, sem bókstaflega hafa étið sig niður í göturnar. Viðgerðir og viðhald: Tök- um fyrst akbrautirnar; hægt er að segja að þær séu þrenns- konar. Malarbornar, púkkaðar og malarbornar og svo malbik- aðar. Viðhald tveggja fyrstu tegundanna er: ofaníburður með þjöppun og svo heflun. Bærinn hefir undanfarandi ár eytt miklu fé í ofaníburð og er nú nær eingöngu notaður rauðamelur, hefir hann reynzt bezt, en tekur tíma að þjapp- ast. Venja er þó að þjappa hann og raka götuna þegar hann er farinn að troðast. Heflun hefir verið framkvæmd eftir því, sem unnt hefir ver- ið, og þjöppun einnig. Malbilc- uðu akbrautunum þarf að halda við með svokallaðri yfir- bikun, en það er slitlag, sem helzt þarf að nota í asfalt og sand, en fáist það ekki, þá með tjöru í stað þess. Þegar slitlag- ið er uppslitið, fer( undirbygg- ingin sjálf að eyðileggjast og er þá allt í voða. Kannast Reykvíkingar vel við þannig uppétnar götur. Undanfarandi ár höfum við eingöngu orðið að notast við tjöru í slitlag, asfalt verið ófáanlegt. Þær viðgerðir, sem nú er verði að framkvæma á götum bæjarins, eru í því fólgnar að fylla hitaveiturennur, brjóta upp verstu göturnar og snúa malbikuninni og setja á yfir- lag, slitlag er sums staðar sett, en ekki nándar nærri á eins mörgum stöðum og þyrfti; undirbyggingin verður að ganga fyrir. Gangstéttirnar: Óhemju verki hefir verið eytt í það, aðállega í fyrrasumar, að lag- færa gangsíáttarkantaúa. Hita- veiturennurnar hafa skekkt og fellt þá eins og mönnum er kunnugt. Mikið var unnið að hellulagningu í fyrra og nú, en þannig eru gangstéttir bæj- arins hugsaðar í framtíðinni. Nýlagningar: Nýlagningar skiptast í: Vatns- og holræsa- lagnir, vegna nýrra bygginga- hverfa eða endurnýjun á gömlum ræsum, og gatnagerð. Þær götur, sem teknar voru fyrir í sumar og verða teknar, voru valdar með ýmislegt fyr- ir augum. Umferðagöturnar (akbrautirnar) verða að okkar áliti að ganga fyrir (Sóleyjar- gata, Tryggvagata o. fl.). Gang- stéttir koma þar á eftir. Skemmtilegast er að geta full- gert göturnar alveg, með mal- bikun og hellulagningu, og verður það reynt í framtíðinni eftir því sem föng verða á. Malbikunin: Þó búið sé að púkka götu og bera ofan í rauðamel, er tiltölulega auð- velt að skafa hann í burtu og malbika svo. Þegar ákveðið var, hvað malbika ætti í sum- ar, var aðallega tekið tillit til umferðar. Ég veit að það Vmri sárt fyrir íbúa Ásvallagötu, ef hún yrði ekki malbikuð. Nú verða þeir að bíða fram eftir sumri upp á von og óvon. Hún verður malbikuð, ef mögulegt verður. Sumir spyrja, hvers vegna hætt hafi verið við Freyjugötuna við Njarðar- götu. Eg veit að Freyjugatan þarfnast malbikunar, og er hún líka ofarlega á lista hjá okkur. Eins og er verða viðgerðirnar að ganga fyrir. Vesturgatan má ekki bíða lengur, enda al- veg komið að viðgerð heiínar. Tilraunir: Tilraunir hafa verið gerðar með að steypa nokkra götusnúhinga úr járn- bentri „vibreraðri“ steinsteypu. Steyptar götur hafa enn ekki Verið gerðar hér í bæ, enda hörgull verið á járni aðallega, hvað sem síðar kann að verða. í Sóleyjargötu er verið að gera tilraun með að steypa gangstéttarkanta og rennur úr járnbentri steypu.“ Hvað steinsteyptar götur í ibænum snerti, kvað bæjarverk , fræðingur ekki fullráðið á þessu stígi, ■ þar sem bærlnn væri svo a .ðsegja í nýbyggingu enn, og oift þyrfti að róta upp götum vegna ýmiskonar aðgerða á raí-, síma- og hi; aveitulögnum o<g væri erfitt að ■ þurfa að brjóta upp steinsteyptar götur til slíkra aðgerða. Hins vegar kvaðst hann hafa átt fund með bæjarsím- stjóra, hitaveitustjóra og raf- magnsstjóra og rætt um meiri samvinnu þessara aðila varð- andi þessi kerfi, og taldi hann að í framtíðinni mundi skipu- lag verða þannig að stein- steyptar götur gætu talist æskilegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.