Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1944, Blaðsíða 2
2 ALJÞYHUBLAfMf? Fimmtudagur 20. júlí 1944. AÞJ ÓÐIIÁTÍÐABDAGINOSr. 17. júni síðastliðinn héldu íslendingar í New York fjölmenna hátíð að ,,Hiotel Henry Hudson“ í iNew York. Var Helgi P. Briem, aðalræðism. íslands |>ar í 'borginni aðalræðuimaðurinn. Myndin er tekin 'á samkomu þesisari. Frá 'vinstri til hægri: Frú ICristín lllioroddsen, Halldór Hermannsson, prófessor (iflytur ræðu), kona Helga P. Briem, aðalræðismanns, Vilfhjálmur Steifánsson, kona Hjörvarðar Árnasonar og Ólalfur Jobnson stórkaupmaður. Ráðsfafanir fil að þrifa til í höf- uðstaðnurti og fegra úflit hans Frásögn Bolla Ihoroddsen bæjarverkðræðings um þessi og ílsiri mál GAGNGERÐAR umbætur eru nú hafnar í bænum varð- ándi þrifnað og útlit bæjarins; rneðal annars verður hreinsað í burtu allt skran af lóðum og auðum blettum hér og þar í bænum, sem safnast hefir upp síðustu árin. — Enn- fremur verður sorphreinsun bæjarins færð til betri vegar, frá því, sem verið hefir, öskuhaugarnir afgirtir og vörður settur við þá til að gæta þess, að ekki séu bornir inn í bæinn aftur fánýtir munir, eins og nökkur brögð hafa verið að undanfarið. Þá er og ýmislegt á prjónunum hjá bsenum varðandi gatnagerð og viðhald þeirra. IngéBis Caðé opnar aftur í dag INGÓHFSCAFÉ opnar sam- komuisali sína aftur í dag, eftir að þeir hafa verið lokaðir í 17 daga. Á þessum tíma hafa verið gerðar ýmsar laigfæringar á'söl- unum og hafa salirnir niðri t. d. allir verið málaðir. Starfsfólk IngólfscaÆé för allt í sumarleyífi meðan á þessum viðgerðum stóð. — Tekur það nú til startfa í dag og mun það gleðja hina mörgu gesti að geta nú aiftur íengið mat og veitinig ar á þessum vinsæla greiðasölu stað. Bruni í fyrrinótt LAUiST eftir' miðnætti í fyrrinótt var slökkviliðið kallað að Laugavegi 53. Hafði þar komið upp eldur í einlyftri viðbyggingu- við húsið, sem í eru 4 íbúðir, var éldurinn í nyrstu íbúð viðbyggingarinnar. Slökkviliðinu tókst að verja frekari úthreiðsiu eldsins, en hins vegar urðu mjög miklar skemmdir á íbúð og innbúi, í- búðar þeirrar, sem eldurinn kom upp á, en þar bjó maður að nafni Jóhann Sigurðsson með konu og einu barni. Brend ist Jóhann svo að flytja varð hann á sjúkrahús. Ekki er enn vitað um upptök eldsins, en Iþað mun vera í rann sókn. Félag Vestur-íslendinga heldur fund í Oddfellowhúsinu n. k. föstudagskvöld kl. 8.30. Heiðursgestur fundarins verður prófessor Richard Beck. Vestur- fslendingar, sem hér eru staddir eru sérstaklega boðnir. Aðgöngu- miða sé vitjað í verzlunina Kjöt og Fiskur, Baldursgötu, fyrir fimm fadagskvöld- í gær boðaði Bolli Thörodd- sen bæjarverkfræðingur blaða- menn á sinn fund og skýrði þeim ítar.lega frá þessum mál- um. Fér hér á eftir úrdráttur úr skýrislú hans: Þrifnaðurinn „Bærinn er nú 'hættur að nota hestvagnana við götu- hreinsunina. I stað þeirra eru komnir bílar. Unnið verður að því að halda bænum sem hreinustum á þeim stöðum, sem við eigum að sjá um, götum og torgum. Vonandi koma þá lóðaeigendur og leigjendur á eftir. í samráði við lögregluna er verið að koma upp vinnu- flokki, sem losa á bæinn við ýmsa óskilamuni, verðmæta og óverðmæta, sem liggja á götum úti. Verða tekin fyrir viss hverfi í einu, og er mikið verkefni til fyrir 'slíkan flbkk. Er hörmulegt að sjá hvernig verðmæti, skilin eftir á al- mannafæri, hafa eyðilagzt vegná þess, að eigendurnir hafa ekkert hirt um þau. Sem dæmi má nefna verðmæta járnbita, stór tré, báta, vélar og önnur áhöld til ýmissa hluta. Verðmætu hlutirnir verða fluttir á nýtt svæði, sem lögreglan hefir fengið til um- ráða inni við Elliðaárvog, hinu verður hent. Sorphreinsunin: Hún er mesta vandamál fyrir bæinn. 1 sumar hefir verið hreinsað dag og nótt, og við nætur- hreinsunina unníð ungir stúd- entar, sem buðu mér vinnuafl sitt í vor. Hafa þeir staðið sig prýðilega. Inni við Viðeyjar- sund er verið að byggja til- raunastöð til rannsóknar á sorpi, sorteringar, brennslu, gerjunar o. fl. Ekki er rétt hermt hjá Vísi fyrir nokkrum dögum, að þar eigi að fara að framleiða áburð úr sorpi. Stöðin er eingöngu ætluð til tilraunar. Nýskeð er búið að loka sorphaugunum fyrir óvið- komandi. Tekur þá vonandi fyrir þann ljóta sið hjá fólki að ganga á haugana, tína þar einskis nýtt 'rusl úr, sem hvergi er geymsla fyrir nema á al- mannafæri. Sóðaskapurinn vest ast í bænum er mikið þesSari tínslu að kenna. Annars er sorphreinsunar spursmálið Frh. á 7. síöu. EsmarcEi sendiherra Noregs gekk á furtd forseta fslands í gær Lagl fram ný embætUsskilriki sín stíluð fil for- P ORSETI ÍSLANDS tók í gær-kl. 12,30 á móti -sendiherra Norðmanna, herra August Esmarch, í hátíðasal Bessastaða. Afhenti sendi- herrann ný embættisskilríki frá Hákoni VII. Noregskon- ungi, stíluð til forseta ís- lands. Utanríkisráðherra Vil hjálmur Þór var viðstaddur athöfnina. Sendiherrann hélt við þetta tækifæri þessa ræðu: „Herra forseti! Mér veitist sá heiður að afhenda yður bréf Noregskonungs. í bréfi b0" biður ;hann yður að veita mér viðtöku sem sérstökum sendi- manni og ráðherra með stjórn arumboði hjá ríkisstjórn ís- lands. Ég vil gjarnan taka það fram, að sú ósk Hans Hátignar Há- konar konungs um að efla og styrkja hin góðu og vinsamlegu samskipti, sem verið hafa milli Noregs og íslands, byggjast ekki eingöngu á þeim aldagömlu tengslum, sem tengt hafa Nor- eg og íslands, heldur lýsir hún einnig þakklæti þjóðar vorrar fyrir hina miklu ramúð, sem komið hefir fram frá allri ís- lenzku þjóðinni í garð vor Norðmanna á þeim undanföm um árum, er vér höfum barizt fyrir frelsi voru og sjálfstæði. Samúðin hefir meðal annars komið fram í hinni hughiýju viðleitni til að veita oss efna- lega aðstoð að svo miklu leyti sem unnt hefir verið. Persómulega er ég þeirrar skoðunar, að ef ég í áframhald andi starfi mínu hér, mæti sama velvilja og hjálpfýsi, sem mér hefir verið sýnt hingað til, muni það starf að hnýta æ fast ar vináttúböndin milli þjóða vorra og ríkja veitast mér mjög auðvelt.“ Svarræða forseta var á þessa leið: „Sendiherra! Mér er ánægia að því að taka við bréfi Hans Hátignar Noregskonungs, sem staðfestir, að þér séuð sérstak- ur sendimaður og ráðherra með stjórnarumboði hér á landi. Það gladdi mig og marga landa rnína að verða var þeirr- ar samúðar með hinni norsku bræðraþjóð vorri, sem látin var í ljós í tilefni framkomu yðar að Lögbergi 17. júní. Ég hygg að vart muni hugsast betri tján ing á tilfinningum vorum en þá var í ljós látin af þeim fimmta hluta íslenzku þjóðarinnar, sem þar var saman kominn. Þar var 'í ljós látið þakklæti til kon ungs Noregs og ríkisstjórnar fyrir afstöðu þeirra til. endur- stofnunar hins íslenzka lýð- veldis og jafnfram þær hiýju tilfinningar í garð norsku þjóð- arinnar, sem vér höfum ávallt í brjósti borið, ekki hvað sízt á ihinum langa þjáningartíma hennar meðan hún hefir sýnt slíka hreysti og frelsisást. Þess verður vonahdi ekki langt að bíða að norska þjóðin öðlist aftur frjáls umráð yfir landi sínu, gamla Noregi, og vonum við þá og treystum, að nánari samvinna en nokkru sinni áður megi takast til gagns fyrir báðar þjóðirnar. Persónulega er ég á sama máli og þér, að framtíðarstarf yðar hér muni verða heillaríkt. Meir en 20 ára persónuleg kynni August Esmarch, sendiherra af yður styrkja þá sannfæringu mína. ÉG bið yður að flytja Hans Hátign Hákoni konungf. Hans Konunglegu Tign Ólafi ríkiserf ingja og stjórn yðar alúðar þakkir mínar og íslenzku þjóð arinnar með beztu óskum um framtíð norsku þjóðarinnar sem frjálsra manna.“ Að athöfninni lokinni höí'ðu forsetahjónin hádegisboð fyrir Esmarch sendiherra og frú hans; en auk þeirra voru boðin Vilhjálmur Þór utanríkismála- ráðherra og kona hans, Otto Kildal, settur ræðismaður Norð manna hér, frú Jenny Bay, kona aðalræðismannsins norska hér, yfirmenn hers og flota Norðmánna hér og forsetarit- arinn. EVierk béh r Ur byggðum Borgar- fjarðar, efttr Kristbi! Þorsteinsson á Stóra- Kroppf ■p YRIR nokkru er komin út á vegum ísafoldarprent- smiðju stór og vönduð bók eft ir einn mikilvirkasta alþýðurit höfund landsins, Kristleif Þor- steinsson á Stóra-Kroppi, er það „Ur byggðum Borgarfjarða.r“. Eru þetta sumpart ritgerðir, um ýmis efni, sem birzt hafa eftir Kristleif áður á við og dreif í blöðum og tímarit- um. Hefir Þórður sonur Krisl- leifs í samráði við föður sinn safnað ritgerðúnum saman og búið þær til prentunar. • En auk grein'a þeirra sem áð ur hafa 'birzt á prenti, er í bók 'þessari mikið af nýrra efni og sumt af því er með lengstu köflum bókarinnar. Er I ritgerðum þessum bjaig aði frá glötun ýmsum þjóðleg- um fróðleik, og lýst hinum gagn gerðu breytingum, sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi á hinni löngu ævi höfundarins. í bókinni er mikill fjöldi mynda og hefir Þorsteinn Jós- efsson blaðamaður lagt til margar myndir, er hann hefir tekið af ýmsum stöðum í Borg arfirði. Bókin er öll hin vand- aðasta að frágangi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.