Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 2
ALÞVÐUBLASIÐ Sefuliðsbifreiðar verða ekki fi! sölu ÞRÁTT fyrir hinn mikla bifreiðafjölda er allt af nógnr markaður fyrir bifreið ar. — Þetta kemur fram við nefnd setuliðsviðskipta og sölunefnd setuliðseigna, því að tií þeirra leita menn í tugiatali og falast eftir bif- reiðum til kaups. Hafa nefnd ir þessar því beðið Alþýðu- blaðið að skila því til alrnenn ings að engar setuliðsbifreið- ir séu til sölu, eða verði til sölu. Forsefi íslands hyllir Frakka á þjóð- háffðardegi þeirra Fréttatilkynning frá ut- t a n r í k isnáð u n ey t i nu. Aþjóðhátíðardegi Fralkka, 14. júlí, sendi for seti íslands, herra Sveinn Björns son, Iþetta heiliaskeyti til de Gaulle iherslhöfðingja: „í tilefni iþjóðhátíðarinnar sendi ég yður og frönsku þjóð- inni alúðar árnaðaróskir cmínar og íslenzku þjóðarinnar.“ Fbrseta hefir borizt svar- skeyti hins franska hershhöfð- ingja oig er það á þessa leið: „Ég þakka yður, herra for- seti fyrir ástúðlegar hveðjur á þjíóðhátíðardegi Frakka og flyt yður innilegar óskir um velfarn að og gsefu iyrir land yðar.“ Sjúkrafryggirtgar a EI r i s Um s Irygiinpruir m Ejffl SiððS iíclí O TÓRKOSTLEG aukning sjúkratryggmga er nú að ^ fram. Hafa Tryggingarstofnun ríkisins undanfarið ist tilkynningar um stofnun nærfalt 50 sjúkrasamlaga land allt. fara bor- um Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á hausrtþinginu síð- asta ber að láía fara fram almennar atkvæðagreiðslur um stofn- un sjúkrasamlaga á þessu ári um land allt, þar sem samlög höfðu ekki áður verið stofnuð. j Nú þegar hafa þessar at- kvæðagreiðslur farið fram mjög víða, og fóru þær víðast hvar fram samtímis þjóðaratkvæða- greiðslunni 20.—23 maí sl. Takmarkið er, að sjúkratrygg- ingarnar nái til hvers manns- barns á landinu, en það er og takmark alþýðutrygginganna yfirleitt, eins og að því er stefnt að bæta tryggingarnar og auka þær, svo að þær geti sem allra fyrst orðið sem fullkomnastar. Hin nýju sjúkrasamlög munu ekki vera tekin til starfa, en um síðustu áramót náðu sjúkratryggingarnar til 65—70 þúsund manna, þar með talin börn. Hefur aukning á sjúkrasam- lögum og félagatölum þeirra Hwenær kesnyr nýja Algerf önnfjvelfl rí málira fe®|i Aðeins gamalt íshússkjöH og þó ekfci nema með MIKIÐ öngþveiti er ríkj *• andi í kjötsölunni hér d bænum um þessar mundir, og hefir raunar verið svo í allt súmar. Umkvartanir bæj arbúa í þessum efnum eru að verða all háværar, sem vonlegt er, því það kjötleysi, sem nú er og hefir verið er algerlega óviðunandi. Stundum hafa liðið heilar vikur svo, að kjötverzlanir hafa ekkert kjöt hafa fyrir viðksipta vini sína, og það lítilræði, sem verzlanirnar fá er langt frá því að vera viðunanleg vara. Fólkið gerir kröfu til þess að fá gott kjöt, en ekki gamal geymt og misjafnlega verkað. Það er svo að sjá, sem kjöt- verkuninni hafi hrakað mjög síð ustu árin, hverju sem það kann að vera að kenna, slælegu eftir- liti með slátruninni, illri geymslu í íshúsunum eða ein- hverju öðru. Eitt er það þó, sem gæti verið orsök þess meðal ann ars, og það er hin gamalnýja tízka, sem upp hefir verið tekin, að frysta skrokkana í tvennu- Aagi, en ekki heila eins og áður var gert. Gerir þetta það að verk um að kjötið þránar meira í geymslunni. Á síðastliðnu ári gerðu kjötkaupmenn réttmætar kröfur um strangara eftirlit með sölukjöti, en ekki er enn þá sýnilegur árangur af þeim til- mælum kominn í ljós. Eins og eðlilegt er, gera neyt endurnir kröfu tíl kjötkaup- mannanna um það fyrst og fremst, að fá kjötið keypt og í öðrulagi, að fá þá vöru, sem borðandi er. Þessar kröfur hafa þeir oft og tíðum ekki getað uppfyllt; þó munu þeir engu síður en neytendurnir hafa á- huga fyrir því, að hafa vöruna á boðstólum sem vandaðasta og bezta. En kjötkaupmennirnir gera kröfur til annarra aðila, sem er kjötverðlagsnefnd, eða þeir, sem selja kjöt í heildsölu, og virðist svo sem þessir aðilar beri fyrst og fremst ábyrgðina á ófremdarástandinu í þessum málum. Hver getur t. d. skilið þær ráðstafanir, að á meðan kjöt er svo að segja ófáanlegt hér í bænum, skuli vera fluttir út úr landinu heilir skipsfarm- ar af kjöti, eins og nú er gert? Og til að forðást allar ásakan- ir í garð nokkurs einstaklings, Frh. á 7. verið ör og jöfn frá því að lög- in um alþýðútryggingarnar gengu í gildi árið 1938, en mest varð aukningin þó á síðast- liðnu ári. Árið 1935 árið áður en al- þýðutryggingalögin voru sam- þykkt, er talið að 10 sjúkrasam- lög væru starfandi í landinu með um 5 þúsund meðlimum, þar af voru 1 Reykjavík 2 sam- lög með um 3750 meðlimum, en um 1500 voru í samlögum utan Reykjavíkur, en fæst þess- ara samlaga veittu sambærilega hjálp við þá, sem samlögin veita ;nú. Aukning samlaganna hef ur verið eins og hér segir síð- an lögin um alþýðutryggingar gengu í gildi: Árið 1936—-1937 voru sam- lögin 8 með 29. 741 meðlimur. 1938: 10 samlög og 30.544 með- limum. 1939: 12 samlög og 33.258 meðlimum. 1940: 16 samlög og 35.868 meðlimum. 1941: 20 samíög og 38.769 með- limum. 1942: 29 samlög og 41.- 929 meðlimum og 1943: 44 sam- lög með 43—44 þúsund með- límum eða að meðtöldum börnum, sem koma 0,5% á hvert númer, samtals 65—70 þús. manns. Allt þetta sýnir hina vaxandi vinsældir sjúkratrygginganna. Það var vitað í upphafi að tryggingarnar myndu þá mæta ýmsum erfiðleikum og misskiln- ingi, en Alþýðuflokkurinn lét það ekki aftra sér í baráttunni fyrir málinu, því að hann vissi og skyldi, að hér var um þýð- ingarmikið framtíðarmál að ræða. Reynt var og úr ýmsum áttum að gera tryggingarnar tortryggilegar, en sú viðleitni hefur hjaðnað, tryggingarnar hafa sjálfar sigrað. — Þegar al- þingi samþykkti lögin um al- þýðutryggingar voru þau að- eins grundvöllur þeirra. Síðan hefur verið barist fyrir því, að endurbæta þær —• og sú barátta stendur enn. Innanfélagsglíma K. R. S. 1. mánudagskvöld fór fram innanfélagsglíma K. R. Keppt var um glímuhorn, sem Benedikt G. Waage og Kristján L. Gestsson höfðu gefið til árlegrar innanfé- lagskeppni í glímu og var þetta í fyrsta sinn sem keppt var um glímuhornið. Að þessu sinni bar sigur af hólmi Davíð Hálfdánar- son, og hláút hann glímuhornið og sæmdarheitið „^límukappi K. R.“ Fimmtugur , er í dag, Bergur Bjarnason bif- reiðastjóri, Holtsgötu 11 í Hafnar- firði. ari icsði AÐURINN minnis- lausi, bifreiðastjór- inn, sem fann sjálfan sig með timburmenn og áfengisbragð í munninum í mölbrotinni bifreið á gamla Þingvallar- veginmn — er enn í gæzlu- varðbaldi — og minni hans batnar ekki. Máíið er enn í höndum rannsókndrlögreglunnar, án þess að hún fái botn í það. Lögregluna vantar enn vitni, stúlkan, sem fór frá Selfossi og ætlaði í Hvera- gerði hefir ekki gefið sig fram, einá vitnið, sem kom var annár íslendingurinn, sem fór í fússi úr bifreiðinni undir Ingólfsfjalli. SI leverley Gray" | FYRRADAG kom á bóka- markaðinn ný skáldsaga frá Ameríku, „Beverley Gray“ þýdd af Guðjóni Guðjónssyni, skólastjóra í Hafnarfirði. Þessi nýja skiáMsaga seg'ir frá skólalífi ungra stúlkna við heimavistariháskóla í Bandaríkj unum. Söguhietjan er tápmikil d'Ugnaðarstúlka, 19 ára að aldri — og lendir hún í mörguim æv- intýrum. Beverly Gray er nolkkrar bæk ur og er þessi sú fyrsta og nefn ist „Nýliði.“ Bólkaútgálfan Norðri h.f. gef- ur bólkina út og er vel vandað til útgáfunnar. manir a ISLANDSMÓT í hamdiknatt- leik .verður sett í Flafnar- firði næstikoimandi sunnudag kl. 5 eftir hádegi. Keppt verður á sýslumianns- túninu, sem er í miðjum bæn- uim. Hiefst Ikeppnin eins og áður er sagt á sunnudag, og heldur sennilega áffrain ffinnn næstu kvöld á eftir. (Þau fél^g sem þegar hafa tilkynnt þatttöku sína í mótinu eru íþessi: Knattspyrnufélagið Haúkar í Hafnarlfirði, Fimleika- félag Hafnarfjarðar, Knat't- spyrn ufélag Reykj avíkur, Glímuifélagið Áranann og flokk- Föstudagur 21. júlí 1944. Kunn ferðabék Sagan nm baráltaM vi Mount Everestr hæstu gnípu jarðar- innar TVrC BÓK kemur á bókamark- aðinn í dag eða á morg- un. Þetta er bók Sir Francis Younghusbands um fjallið Everest — og skýrir hún frá baráttunni við þessa hæsta gnípu jarðarinnar. Skúli Skúla son ritstjóri hefir þýtt bókina og segir hann um höfund bók- arinnar í formálanum: „Sir Francis Younghusband .... varð á sínum tíma frægur fyr- ir það, að honum tókst fyrst- um allra Evrópumanna að komast inn í hið lokaða land, Tibet. En á efri árum sínum varð hann einkum kunnur . fyrir afskipti sín af Everest- j leiðöngrunum, sem kgl. brezka landfræðifélagið gerði út, því að hann var þá forseti þess, Sir Francis er afkastamik- ill rithöfundur, og fjalla bæk- ur hans einkum um ferðir i Mið-Asíu, dulspeki og líf á öðr- um stjörnum, svo og um stjórn- arfarið í Indlandi. Bók sú, sem hér birtist, kom út árið 1936 og þykir eitt bezta yfirlitið um ferðir í Himalyu, sem rit- að hefir verið.“ Bókin er 211 blaðsíður að stærð með yfir 20 myndum. Kaflafyrirsagnir hennar gefa nokkra hugmynd um efnið og; eru þær þessar: Hugmyndin verður til, Tilraunin, Lokaat- • lagan, Árangurinn, Förin 1936; og framtíðarhorfur, Þýzkir leiðangrar, Brezkir leiðangrar, Fólkið, sem byggir Himalaýu, I faðmi náttúrunnar, Pílagríms- för til Himalayu, Fjallið helga og Undir stjörnunum. — Út- gefandi bókarinnar er Snæ- landsútgáfan h.f. Synti yfir Eyjafjör® frá ¥eigastaéab|s til ■ Alcyreyrar f FYRRADAG lagði 15 , ára stúlka til sunds úr Veigastaðabás, austan Eyja- fjarðar, og synti yfir fjörð- inn að hafnarbryggjunni á Akureyri. Er vegalengd sú, sem stúlkan synti um 1500 metrar. Þessi unga sundmær heitir Sigrún Sigtryggsdóttir og á heima á Breiðabóli á Svalbarðs strönd. Er þetta einsdæmi hér á landi að stúlka syndi slíka vegalengd sem þessa, en hins vegar hefir Pétur Eiríksson synt bessa sömu leið, áður, eins og kunn- ugt er. Þátttakendur í Öræfaferð Ferðafélags íslands 25. þ. m. vitji fárseðla fyrir kl. 12 á laugardaginn í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5. u,r frá íþróttasamib'andi Vest- fjarða. Ennþá kunna þó fleiri félög að gefa sig fram til iþátttöku í mótinu. íþrióttaráð Hafnarfjarðar heldur mót þetta samíkivæmt til- mælum stjórnar í. S. í.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.