Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐiÐ Föstudagur 21. júlí 1944. VTMilNAraHlB Minnisstæð n'él! I (A Night to Remember) 1 Bráðskemmtileg gaman- I og lögreglumynd. Loreíta Young, Brian Aherne. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. | STERKASTA BARN í HEIMI. NATALIE OWENS í Los Angeles í Kaliforníuríki er álit in vera sterkasta barn á sínum aldri í allri veröldinni. Hún er einungis 9 ára gömul, og samt getur hún hæglega lyft manni, sem vigtar 175 pund. Faðir hennar hefir mjólkurbú, og þessi dóttir hans lyftir upp og færir til mjólkur-hylki af allri stærð sem vigta um og &fir 100 pund jafn léttilega og sterkustu vinnumennimir á búinu. í bamaskólanum, sem hún geng- ur á, er hún fljótari að hlaupa en nokkur drengjanna, á hvaða aldri og hvað stóxir sem þeír em, og hún hefir við og getur barið hverja tvo af þeim, þeg- ar henni ræður svo við að horfa. Hún hefir oft leikið sér að því. Natalie er grönn vexti, ekki há eftir aldri og vigtar ein ungis 61 pund, og samt leikur hún sér að því að lyfta upp hlutum, sem hver meðalmaður á full-erfitt með að láta vatn renna undir, og hún gerir þetta jafn léttilega og fullvaxinn kvenmaður lyftir lítilli eggja- körfu. (Syrpa 1920). * * * FYRIR 300 ÁRIJM, Þetta sumar kom sótt út á Eyrarbakka, þá óvenjuleg hér á landi, liverja Danskir nefna messling (þ. e. mislingar), og gekk yfir allt landið, varð mjög m annskæð. (Skarðsannáll). 1. panparl jPL , J „IíugsaÖu þér,“ sagði hún einu sinni við mömmu sína. „Herbert Crane var að reyna að komast í kynni við mig.“ „Hver er það, góða mín?“ spurði frú Hurstwood. „Hann er svo sem ekki neitt,“ sagði Jessica og setti stút á munninn. „Hann er einn af nem endunum. Hann á ekki eitt.“ í hinum flokknum var Bly- ford yngri, sonur Blyfords sápu framleiðenda, sem fylgdi henni ' einu sinni heim. Frú Hurst- wood sat í ruggustólnum sín- um uppi á þriðju hæð og var að lesa, en leit út um gluggann af hendingu. „Hver fylgdi þér heim, Jess- ica?“ spurði hún, þegar Jessica kom upp. „Það var herra Blyford, mamma,“, svaraði hún. „Er það satt?“ sagði frú Hurstwood. „Já, og hann var að biðja mig að ganga með sér út í skemmti gerðinn,“ sagði Jessica, sem var dálítið rauð í andliti af því að hlaupa upp stigana. „Jæja, góða mín,“ sagði frú Hurstwood. „Vertu ekki mjög lengi.“ Þegar unglingarnir gegnu nið ur götuna, horfði hún með á- huga út um gluggann. Þetta var skemmtileg sjón, já sannar- lega ánægjuleg. í þessu umhverfi hafði Hurst wood lifað árum saman og ekki gefið því neinn 'gaum. Það var ekkx eðli hans að þrá neitt betra nema hann hefði það beint fyr ir augunum og gæti séð mis- muninn. Eins og ástatt var, þá gaf hann og tók á móti. Stutid- um var honum skapraunað af hinu sérgóða kæruleysi fjöl- skyldu hans, en stundum var hann hreykinn af fegurð þeirra og skrauti, sem sýndi svo vel stöðu hans í þjóðfélaginu. En líf hans ií drykkjustofunni, sem hann var forstjóri fyrir, var þó aðalatriðið fyrir honum. Þar eyddi hann tímanum að mestu leyti. Þegar hann kom heim á kvöldín, fannst honum heimili sitt þægilegt. Með nokkrum undantekningum var maturinn prýðilegur að svo miklu leyti sem venjuleg vinnukona getur gert hann úr garði. Hann hafði ánægju af að tala við son sinn og dóttur, sem voru alltaf vel útlítandi. Frú Hurstwood var hégómleg í klæðáburði og gekk í áberandi fötum, en Hurstwood fannst það mun betra en fátæk- legt útlit. Það var engin ást milli þeirra. Það var engin sér- stök ánægja heldur. Hún hafði ekki óvæntar skoðanir á neinu máli. Þau töluðu svo lítið sam- an, að þau lentu aldrei í deil- um. í stuttu máli sagt, þá hafði hún sínar hugmyndir og lét hann hafa sínar í friði. Stöku sinnum kom það fyrir, að hann mætti konu, sem með æsku sinni fegurð og glaðværð varp- aði skugga á mynd konu hans, en sú stutta óánægja, sem hann. fann til við slíkt tækifæri, var þögguð niður af stöðu hans í þjóðfélaginu og af hyggindum hans. Hann vildi hafa einkalíf sitt lýtalaust, svo að það spillti ekki sambúð hans við húsbænd urna. Þeir vildu ehgin hneyksl ismál. Maður í hans stöðu varð að hafa virðulega framkomu, flekklaust mannorð og virðing- arvert heimilislif. Af þessum á- stæðum var hann varkár í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, og þegar hann sást á vegum úti seinni 'hluta dags eða á sunnu- dögum, þá var hann með konu sinni og stundum með bömun- um. Hann fór stundum til skemmtistaðanna í Wisconsin, dvaldist þar nokkra daga og heimsótti staði, sem aðrir heim sóttu, og gerði nákvæmlega það sem aðrir gerðu. Hann vissi, að það var skylda hans. Þegar eirihverjir sæmilega efnaðir menn úr meðalstétt, sem hann þekkti, lentu í klandri, þá var hann vanur að hrista höfuðið. Það þýddi ekki að ræða um slíkt. Ef það barst í tal hjá þeim mönnum, sem hann var handgengnastur, þá lét hann vanþóknun sína í ljós. „Það var ekkert athugavert við þetta — þetta gera allir — en því í ósköpunum var hann ekki nógu gætinn. Menn eru aldrei of gætnir.“ Hann misti alveg samúð með manni, sem lenti á villigötum, ef það komst upp um hann. Af þessum ástæðum fórnaði hann nokkru af tíma sínum í það að skemmta konu sinni — og sá tími hefði vissulega verið þreytandi ef hann hefði ekki hitt fleira fólk og skemmt sér l við hitt og annað, sem var á eng f an hátt bundið návist hennar j eða fjarveru. Hann virti hana j stundum forvitnislega fyrir sér, 1 því að hún var ennþá vel útlít- ? andi á sinn hátt, og karlmenn horfðu oft á hana. Hún var trú gjörn. hégómleg og veik fyrir smjaðri, en hún hafði enga þá kosti til að bera, s.em gatu unn- ið traust og aðdáun manns af hans tagi. Meðan 'hún elskaði hann innílega, gat hann borið traust til hennar, en nú tengdi ástin bau ekki lengur saman — og bað var líklegt, að bráðlega gerðist eitthvað óvænt. Síðustu tvö árin virtust, út- NYJA B23 . ■ Kflf _ ■ i ysaunBll ESI&iBBJ> (Foothght Serenade) Skemmtileg dans- og söngvamynd, með Betty Grable Jehn Payne. Victor Mature Sýnd klukkan 9. SlierBock H®imes og ógrsarröddin Spennandi leynilögrcglu- mynd með: Basil Eathbone og Nigel Bruce. Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 5 og 7. I Flugskylta (AERIAL GUNNER) Richard Arlen, Chester Morris, Lita Ward. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. I Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. gjöld fjölskyldunnar hafa auk- izt að mun. Jessica vildi fá falleg föt, og frú Hurstwood vildi ekki láta dóttur sína skyggja á sig og endurnýjaði því iðulega fatn að sinn. Hurstwood hafði ekk- ert sagt við þessu fyrst í stað, en dag nokkurn fánnst horium þó nóg komið. „Jessica þarf að fá nýjan kjól í þessum mánuði,“ sagði frú Hurstwood. Hurstwood var að klæða sig fyrir framan spegilinn. „Er hún ekki nýbúin að kaupa kjól“ sagði hann. „Jú, en það var bara kvöld- kjóll,“ sagði kona hans rólega. „Mér finnst,“ svaraði Hurst- wood, „að hún hafi keypt býsna marga kjóla í seinni tíð.“ „Hún er líka farin að fara meira út,“ sagði kona hans að siðustu, en hún hafði tekið cft- ir hreimnum í rödd hans, sem hún hafði ekki heyrt áður. BJÖRNINN eftir HENRIK PONTOPPIDAN af draumi. Máninn varpaði töfrabjarma á hvítar tennur hennar og augu hennar, sem voru lítil, spegluðu grænleitan blæ hans- , mé — Er þetta þú, góða? Já, auðvitað var það hún. Hún var heldur þurr á mann- inn og hló og þreif í skeggið á honum. Hafði hann ekki heyrt, þegar hún kom? — En ástin mín. Þú ert svo fín. Þú hefir prúðbúið þig. Komdu og setztu hjá mér. Nei. Hún gat ekki verið hjá honum í dag. Hún átti bara að bera honum kveðju og segja honum, að pa'bbi hefði veitt vel og nú væri mamma hennar í óða önn við matreiðsluna. — Hvað segir þú? Fékk pabbi þinn steinbít? Jú, það var svo. Og hann ætti bara að flýta sér, því að það væri beðið eftir honum. Og án þess að hlusta á mótbár- ur þær, sem hann kynni að bera fram, sfcreið hún inn í kof- ann hans, slökkti á lýsislampanum, sem brann þar yfir ryk- sleginni bófc, lokaði hurðinni og rétti honum höndina bros- andi. Þorkell tók hana í faðm sér og kyssti hana af innileik rnarga kossa. Hann sveigði höfuð hennar aftur' og þrýsti heitum ko'ssum á varir hennar. Hún varð ’í fyrstu nokkuð undrandi yfir þessum óvæntu blíðuhótum hanS, en þegar hún hafði áttað sig, þar sem hún HOLV COIY/ now wprp i tNFORíT/j6URVIVORSOFONé / OF THE SHIF5 \NB BOMBEP/ IF A THEY <3ET THEfl? HANPS ON US.«/ WELL...WE CAN*T QJAliB BACRUP/SOéEf REAÐV T0PR0PCLEAR0F10UR T- 7 CHtrre/ r—jy-~ TH5B0V5 ARE ANP WE BETTbR T 50ING TO BE \ START WORRY1N6... AWFUL WORKIEP/ ABOUT WHATS UNPER ABOUT 05/ TH!5 aOUD LAYER/ HANK: „Drengirnir rnunu á- reiðanlega hafa miklar á- hyggjur af okkur. ÖRN: „Ætli það væri ekki rétt- ast fyrir okkur að fara að hugsa um það, sem við tekur, þegar niður kemur!“ HAN'K: „Heilagi Sýrak! Nú fá- um við að kenna á því. Þarna eru þeir, sem af komust af einu skipinu, sem við vörpuð- um sprengjum á. Ef þeir ná okkur — þá . .. .“ ÖRN: „Ja — við því er ekkert að gera! Ekki getum við aftur klifrað upp. Flýttu þér að búa þig undir það að losa þig við fallhlífina!“ ’f/M1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.