Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. júlí 1944. Framkvæmdir í bæmun — Sorphreinstm og gatna- gerðir — Reykjarsvæla og ólykt yfir Vesturbænwm — Um handbækur og leiðarvísa, sem skortur er á. ÆJARVERKFRÆÐINGTJR lýsti því yfir við blaðamenn, að hann hefði haft fund með verk fræðingum símans og hitaveitunn- ar með það fyrir augum að sam- vinna og samstarf gæti tekist með þessum aðilum. Þetta eru mikil og góð tíðindi og ber að þakka bæjar verkfræðingi ' þetta frumkvæði. Oft hefur það komið fyrir að við í almúganum höfum undrast að- farjr þessara aðila, þegar þeir hafa rifið upp sömu götuna æ ofan í æ og stundum hefur þetta gengið svo langt, að þessir aðilar hafa lokað vissum bæjarhlutum án þess að vita af því fyrr en þeir voru búnir að því. ÞETTA HEF ég oft gert að um- talsefni. Ég hygg að þetta sem bæj arverkfræðingur stefnir nú að muni bera mjög góðan árangur og hafa mikla iþýðingu fyrir umbæt- ur í bænum. Það var heldur ekki vanþörf á því. Ég sé að bæjarverk fræðingur hugsar um að steypa götur í bænum. Það er alveg á- gætt. Siglfirðingar og Hafnfirðing aar hafa nú steypt götur og gefst það mjög vel. Við verðum að stefna að því að sem allra flestar götur í bænum verði steyptar. Fyrr losnum við ekki við rykið. ÞAÐ VAR ÓÞOLANDI í vest- urbænum í fyrradag. Fólk, sem var úti varð að flýja inn. Það varð að byirgja alla glugga og samt varð varla líft inni í íbúðunum. Það var heldur ekki líft í Hljóm- skálagarðinum. Ástæðan var sú að kveikt hafði verið í sorphaugun- um og reykinn og fýluna lagði um allan vesturbæinn. Ameríkan- ar kveiktu í sorpi sínu. Það verð- ur að hafa eftirlit með þessu. Það er gott að brenna sorpinu, en það má ekki gera það nema þegar átt- in er þannig að reykinn leggur út á sjó. „GRÚSKARI“ skirfar: .ÍMörg- um þykir skrítið hve fátt er um fræði- og handbækur hér á bóka- markaðinum, þrátt fyrir hið geysi lega bókaflóð síðastliðin ár. Skáld sögur og ljóðábækur er hið eina andlega fóður, sem almenningi er boðið, fyrir óheyrilegt verð, en nauðsynlegar handbækur eða leið arvísar sjást ekki og virðist sem við eigum enga fræðimenn til þess að framleiða slíkan fóðurbæti.“ „ÞAÐ HEFUR T. D. lengi vant- að tilfinnanlega leiðarvísa ym helztu sögustaði landsins. Þyrftu slíkar bækur að vera sögulegt á- grip staðanna með myndum og uppdráttum til skýringar. Mér hef ur lengi verið kunnugt urn þörfina fyrir slíkar bækur, því ég hefi átt heima á einum frægasta sögustað landsins og leiðbeint þar hundr- uðum ferðamanna ,innlendum og útlendum.“ „VAKTI ÞAÐ undrun mína hve ferðamennirnir vissu yfirleitt lítið um staðinn. Er t. d. ekki leitt að vita til þess, að ekkí skuli vera til saga forsetasetursins Bessastaða eða biskupssetranna Skálholts og Hóla? En þannig mun það vera enn í dag, að fæstir þeirra, sem koma til þess að skoða sögustað- ina, viti fátt um þá, cpda ekki hlaupið að, að afla sér fróðleiks á því sviði.“ „ÉG HEF NOKKRUM sinnum rætt um Iþetta við suma af fræði- mlönnum okkar sem hafa tekið vel í málið og viðurkennt að mikil þörf sé á slíkum bókum. Vilt þú nú ekki ganga í lið með mér og hjálpa til að hrinda þessu máli ú- fram?“ ÞETTA ERU orð í tímq töluð. Leiðarvísir Guðmundar Davíðsson ar um Þingvelli er égætur, en á það hefi ég minnst áður lofsam- lega. Hannes á horninu. Þeir, sem hafa í hyggju að gjörast fastir áskrif- endur að Alþýðublaðinu, ættu að gjöra það nú þegar, því meðan að upplagið endist, fá þeir ókeypis ÞJóShátíðarblað ASþýðublaðsins KJélar snlðnir Laugavegi 68 Bezt að augiýsa í Alþýðublaðinu. Bretakonunefur á fluafvelli. Á mynd þessari sést Georg VI. Bretakonungur í heimsókn til flugvallar einhvers staðar á Eng- landi og er hahn að virða fyrir sér eina af hinum svonefndu Typhoonorustuflugvélum, sem \ er búin raikettufoyssum. GREÍN ÞESSI, sem er eftir Harold Kirkpatrick og hér þýdd úr tímaritinu L i f e er lýsing sjónarvotts á morð- inu á Reinhard Heydrich, verndara Bæheims og Mæris, en hann var ráðinn af dögum í maímánuði árið 1942, og þótti morð hans mikil tíðindi. En auk þess, sem greinarhöfundur- inn lýsir árásinni sjálfri, bregður hann upp glöggri og áhrifa- ríkri mynd af ógnaverkum þeim, sem nazistar efndu til i Prag og raunar um alla Tékkóslóvakíu eftir morð Heydrichs. 1_1 INN 27. maí 1942 réðust *-“-tveir árásarmenn á Reinhard Heydrich, hinn illræmda Heyd- rich der Henker — Heydrich böðul — verndara Bæheims og Mæris. Árás þessi, sem átti sér stað í úthverfi Prag >klukkan 2:04, náði tilgangi sínum, því að tilræðismönnunum auðnað- ist að særa Heydrich banvæn- um sárum, er leiddu hann til bana. Morð Heydrichs, er gekk næstur Gestapoleiðtoganum, Heinrich Himmler og var ef til vill enn meira hataður en hann nokkru sinni, olli því, að naz- istar efndu til ægilegra ógna- verka, er vöktu heimsathygli. Þeir gereyddu þorpinu Lidice. Þeir lauguðu gervalla Tékkó- slóvakíu blóði og tárum. Þeir tóku af lífi þúsundir karla, kvenna og barna, sem ekkert höfðu til saka -unnið. Eg var sjónarvottur að morð- inu. Nazistunum er enn ókunn- ugt um það, að slíkur sjónar- vottur hafi verið að morði Heyd richs. Hending réði því, að ég var staddur aðeins um sjötíu og fimm metra frá staðnum, þar sem árásin var gerð, og sá allt, sem fram fór —- árásar- mennina, meðan þeir biðu, hina snöggu og skelegglegu árás, er gerð var með handsprengju og marghleypu og svo flóttá árás- armannanna. Hending réði því einnig, að mín varð ekki vart. Hefði verið að mér komið á þessum stað, tel ég líklegt, að ég hefði verið skotinn af bragði. Saga þessi hefst að morgni miðvikudagsins 27. maí 1942. Eg átti heima í Prag og bjó í stofu á annarri hæð hússins að Sokolska 23, sem er nýtízku hús skammt frá torgi heilagsj Wen- ceslausar, sem er stórt torg í miðhluta borgarinnar. Um há- degisbilið fór ég út, og var för minni heitið heirn til dr. Alois Novak, mikilhæfs lækhis í Prag, en ég kenndi honum ensku. — Það, sern gerðrst síðara hluta dagsins, er mér enn ríkt í minni. Eg man enn eftir hitamóðunni, er hvíldi yfir borginni og öðr- um þeim sýnum, sem fyrir augú báru, meðan ég beið eftir al- menningsvagninum á norðaust- urhorni torgs heilags Wences- lausar. í sporvagninum voru engir farþegar að frátöldum þrem e’ða fjórum húsfreyjum með körfur sínar. Ég settist, og sporvagninn ók kringum torgið, gegnum hina fornu borg, yfir Stefánikbrúna, sem liggur yfir Vltava, í áttina til Letnáhæðar á leiðinni til Kobylisy. Loks beygði sporvagninn inn á Na Rokoscestrætið, breitt og fagurt stræti. Þar lá. spör- vagnsbrautin eftir miðju stræt- inu, en mikil umferð var til beggja hliða. Dr. Novak átti heima í skrautlegu húsi á grasi vaxinni hæð, þaðari, sem sá vel yfir strætið. Skömmu efti" klukkan eitt kvaddi ég dyra hans. Nokkrum mínútum eftir klukkan tvö fór ég svo aftur þaðan brott. Kennslustundin hafði liðið án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Eg gekk niður þrepin, út á strætið og að næsta viðkomustað sporvagns- ins, gem var við graseyju þarna úti á miðju strætinu. Eg skyggndist um. Hvergi gat neitt markvert að líta. Eg var orðinn of seinn í dagverðinn. Eg var svangur og beið ó- þreyjufullur eftir sporvagnin- um. Þegar ég stóð þarna, ^af ég tveim mönnum gætur, sem stöðu við limgirðingu hinum megin strætisins. Þeir virtust bíða eftir einhverjú Báðir voru þeir á stormtreyj um. Annar þeirra bar skrítilegan kassa undir arminum. Það var margt, .sem kom manni ókunnuglega fyrir sjónir í Prag. Eg gat ekki var- izt því að undrast það, hvers vegna mennirnir biðw einmitt þarna. Sporvagninn myndi ekki hafa þar viðdvöl. Svo hætti ég að hugsa um þá og tók aftur að gæta að ferð sporvagnsins. Herbifreið ók framhjá. Eg sá lögregluþjón ganga eftir stræt- inu og beygja fyrir næsta hom. Skyndilega heyrði ég í bif- reið. Eg þóttist þegar geta sagt mér, að hér myndi vera um að ræða einhvern . áhrifamann nazista, er, væri á ferð um borg ina. Á næsta augabragði kom bifreiðin í ljós. Hún var þak- laus vegna hitans. Hún hafði fána S.S. liðsins við hún. Bif- reiðin hægði mjög á sér, áður en hún beygði fyrir hornið. Eg sá fjóra menn í bifreiðinni, tvo í framsætinu og tvo í aftur- sætinu. En nú færðist nýtt líf í hina tvo menn, sem biðu við lim- girðinguna. Annar þeirra hljóp í veg fyrir bifreiðina. Hún nam staðar í skyndingu hinni mestu. Hinn maðurinn — sá með skrítilega kassann undir arm- inum — hljóp aftan að bifreið- inni. Hann stakk annarri hönd- inni niður í kassann örskjótt. í næstu andrá kvað ógnleg sprenging við. Það var engu líkara en hifreið in þeyttist upp í loftið. Aftur- hluti hennar tættist sundur. Eg starði á það, sem fram fór, og ætlaði ekki að trúa augum sjálfs mín. Þetta var áþekkast viðburði í glæpamannakvik- mynd. Maðurinn, sem stóð framan við bifreiðina, hafði tekið fram marghleypu og skaut í sífellu á mennina í framsætinu, án þess þó að skot- hvellir heyrðust. Hann kastaði brátt marghleypunni frá sér, stakk höndinni niður í vasánri á Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.