Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.07.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYPUBLAÐIÐ Föstudagur 21. júlí 1944. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aurá. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Skýrsla Landsbankaos: Sj ávarútvegurinn árið 1943 o Skðpu hreina 00 heiinæna berg. UPPLÝSINGAR, sem bæj- arverkfræðingur gaf blaðamönnum í viðtali við þá í fyrradag um fegrun bæjar- ins, hreinlætismál hans og verklegar framkvæmdir til þess að gera hann greiðfærari, hafa vakið mikla athygli og umtal meðal bæjarbúa. Það er áreiðanlega mjög vel þegið af bæjarbúum, þegar opinberir embættismenn, sem hafa störf með höndum, er snerta mjög allan almenning, gefa þeim kost á að fylgjast með því, sem verið er að gera, framkvæmd- um þeirra, og fyrirætlunum. — Þetta er líka nauðsynlegt, einn- ig fyrir viðkomandi embættis- mann, sem alltaf þarf að njóta skilnings og samstarfs við bæj arbúa. Það er ekki þýðingarlít- ið atriði fyrir hann, að almenn- ingur fái einnig að vita um þá erfiðleika, sem hann á oft við að stríða, í embættisverkum sínum. Það er víst óhætt að full- yrða, að almenningur hef- ur meiri áhuga fyrir útliti bæjarins og ytri búskap hans, en flestum öðrum málum. Má sjá það meðal annars á því, hvað almenningur tekur mik- inn þátt í opinberum umræð- um um þesssi mál. Hann skrif ar greinar um sorphrein^'^ ina, göturnar, tjörnina, skemmti garðana o. s. frv. Og þessi á- hugi almennings hefur áreið- anlega aukizt á síðari árum, síðan verulega fór að bera á viðleitni frá bæjarins hálfu til að fegra bæinn og breyta hon- um í betra horf. Óneitanlega finnst almenn- ingi, að breyting hafi orðiö til batnaðar í þessum efnum upp á síðkastið, og hann fylgist af lifandi áhuga með því, sem gert er. * Bolli Thoroddsen bæjar- verkfræðingur, lofaði ekki miklu í samtali sínu við blaða- mennina í fyrradag, en þeir urðu þess þó varir, að hann hefur ýmsar áætlanir með höndum, qg vinnur að skipu- lagi, sem fara á eftir í fram- kvæmdum næstu ára. Verða þessi verk heldur ekki unnin öll á skömmum tíma, ýmsir erfiðleikar standa í vegi og þau krefjast mjög mikils fjár- magns. Eitt mesta framfaramál í þessum efnum, er það, að sem flestar af götum bæjarins verði steyptar. Ef það tækist, þá gerbreytir það útliti bæjar- ins og bæjarbúar losná að miklu leyti við hið illræmda göturyk, sem lengi hefur ver- ið plága á þeim. Þetta mál er aðeins í byrjun hér. Nokkur götuhorn hafa verið steypt. í þessu efni erum við á eftir nokkrum bæjarfélögum, t. d. Hafnarfirði og Siglufirði. Bæj- arverkfræðingur hefur nú þessi mál til athugunar. Það verður að tryggja það, ef í það er ráð- ist, að steypa götur í bænum, REKSTUR TOGARANNA gekk vel á árinu sem leið og þátttakan í síldveiðunum var meiri en árið áður, en að öðru leyti var útgerðin minna stunduð en næstu árin á undan. Afkoma vélbátaútgerðarinnar var ekki svo góð sem skyldi, miðað við það hvernig öðrum atvinnurekstri vegnaði Verð sjávarafurða var óbreytt frá ár inu áður, en útgerðarkostnaður fór enn hækkandi og tekjur út vegsmanna og hlutaskiptasjó- manna rýrnuðu að raunveru- legu gildi við þá miklu hækk- un framfærslukostnaðar, sem varð seinni hluta árs 1942. Þó að véibátaútgerðin væri ekki rekin með tapi á síðastliðnu ári, hlaut hin mikla eftirspurn eftir vinnu i landi og hið háa kaup að valda henni erfiðleik- um og leiða til samdráttar í rekstrinum, eins og raun varð- á. Önnur afleiðing af rýrnandi afkomu bátaútvegsins var sú, að útgerðarmenn seldu skip sín setuliðunum á leigu til flutn- inga með ströndum fram. í árs lok 1942 var tala þessara skipa 45, en þegar leið á árið 1943 fór þeim mjög fækkandi, vegna þess að setuliðið endurnýjaði ekki marga' leigusamninganna og gerði fáa nýja. Mikið kvað að vélbilunum á árinu og, skort- ur á varahlutum til véla var til finnanlegur. Gerði það sitt til að draga úr þátttöku í fiskveið unum. Að meðaltali voru 466 (576) skip við veiðar í mánuði hverjum, flest í maí, 708 (895), þar af 289 (431) opnir vélbátar og árabátar, en fæst í desem- ber, 144 (179). Tala skipverja var hæst í maímánuði, 5.003 (apríl 5.364), en lægst í des- ember, 1,507 (942), oe meðaltal ársins var 3.543 (3.840). Meðal úthaldstími togaranna var 290 dagar, á móti 247 dögum árið áður. Lengsti úthaldstími tog- ara var 365 (309) dagar. — Undanfarin ár hefir það farið í vöxt, að stærri vélbátar stund uðu botnvörpuveiðar. Síðástlið ið ár stunduðu upp undir 50 bát ar botnvörpuveiðar um vorið, en 30 um líkt leyti árið áður. Dragnótaveiðar, sem einkum eru stundaðar af smærri báturm voru minni en árið á undan. I júní, sem er aðalveiðitími drag nót-arinnar, stunduðu 140 bátar dragnótaveiðar, en 172 bátar á sama tíma árið áður. — Afla- brögð voru víða góð, en gæftir voru stirðar, einkum á vetrar- vertíðinni sunnan- og suðvest- anlands. Afli togaranna var svipaður og árið áður, en eng- ar upplýsingar eru fyrir hendi um afla togara á togdag, vegni þess að enginn togari stundaði saltfiskveiðar á árinu. í Vest- mannaeyjum var afli tregavr framan af vetravertíð, en frá miðjum febrúar var góðim einkum á línu.-Um sumarið og haustið voru aflábrögð yfirleitt léleg. í veiðistöðvum á Reykja nesi og við Faxaflóa var afli á SKÝRSLA Landsbankans fyrir árið 1943 er nú út komin og hefir að vanda inni að halda mikinn fróðleik um atvinnuvegina og fjárhags- i lega afkomu þjóðarinnar á i því ári,' sem hún nær yfir. | Hér birtist sá þáttur þessa yfirlits, sem fjallar um sjáv- arútveginn árið 1943. vetrarvertið yfirleitt ágætur á línu, en tregari í dragnót og botnvörpu. Um sumarið voru aflabrögð í botnvörpu og drag nót léleg. Um haustið var afli sæmilegur, en tíð var þá stirð til sjósóknar. í verstöðvum við Breiðafjörð var afli víðast með minnsta móti. Á Vestfjörðum og við Húnaflóa vestanverðan var afli yfirleitt lélegur á vetr- arvertíð og um sumarið, en glæddist um haustið. Á Norður- landi voru aflabrögð yfirleitt mjög léleg, efl á Austurlandi var góður afli, þegar ógæftir hömluðu ekki sjósókn. —- Fryst ing á síld (og kolkrabba) til beitu var með mesta móti á ár- inu, rúm 5,7 þús. tonn. Árið áður voru fryst aðeins 3,75 þús. tonn af síld og kolkrabba til beitu og lá við, að beituskortur yrði á vetrarvertíðinni 1943. Til þess kom þó ekki. —- Ileild- araflamagn ársins nam 201 (191) þúsund tonnum, miðað við slægðan fisk með haus, og skiptist það þannig á verkunar- aðferðir: ísfiskur 164 (151) þús. tonn, hraðfrysting 32 (24) þus. tonn, saltfiskur 4 (13) þús. tonn, harðfiskur 1,2 (0,9) tonn, og fiskur í niðursuðu 0,2 (0,2) þús. tonn. Hér er sá fiskur ekki meðtalinn, sem farið hefir til innanlandsneyzlu nýr. Á árinu 1943 fórust 10 (15) skip, sem voru samtals 1.252 (982) rúmlestir brúttó. Er þar með talið m.s. Arctic, sem var 488 rúmlestir. Af stærri skip- um fórst auk þess togarinn Garðar, einn stærsti og nýjasti togarinn í flotanum. Á árinu var lokið viðgerð á togaranum íslendingi, sem sökk árið 1925. Hann er fyrsti íslenzki togar- inn með dieselmótor. — Skipa- smíðar voru með mesta móti. Fullsmíðuð urðu 15 (12) skip yfir 12 rúmlestir br., samtals 895 (243) rúmlestir. Þar á með al var stærsta skipið, sem smíð að hefir verið hér á landi til þessa, 165 rúmlestir. Engin skip voru keypt til landsins á árinu. Samkvæmt skipaskránum var rúmlestatala fiskiskipastólsins 26.627 haustið 1942, en 27.355 á sama tíma 1943. Mikið var um breytingar og endurbætur á skipum, svo sem verið hefir undanfarin ár. — Unnið var að hafnargerðum og lendingar bótum á allmörgum stöðum ut að ekki þurfi að rífa þær upp rétt á eftir, og'er því samvinna, sem bæj arverkfræðingur hefur nú leitað eftir við verkfræð- inga bæjarins, hitaveitunnar og rafmagnsveitunnar,, mjög nauðsynleg. Hafa ibæjarbúar oft fengið að komast að raun um það, hversu óheppilegt það hefur verið, að lítil, eða jafn- vel engin, samvinna hefur ver- ið á milli þessíSp aðila hing- að til. ^ * Miklar breytingar hafa orðið á Reykjavík á síðustu árum. Það hefur verið unnið að því að fegra borgina og gera hana heilnæmari. Við eigum nokkra fallega barnaleikvelli, nokkra grasbletti, sem prýddir hafa verið trjágróðri og blómum, kolareykurinn er að hverfa. Aðalviðfangsefnin, eru göturn- ar og sorphreinsunin, en á allt þetta verður ,að leggja mikla áherzlu. Það ' má ekki steðar nema, fyrr en höfuðstaður landsins er orðin fögur og heilnæm borg. Það mun skapa nýja og haldgóða borgarmenn- ingu. Að þessu eiga allir að vinna saman, þeir, sem hafa framkvæmdirnar á hendi — og allur almenningur. an Reykjavíkur og varð kostn aður við það 2,4 milj. kr., á móti 1,8 milj. kr. árið áður. Fisksölusavmingur sá, sem gerður var árið 1942 fyrir tím ann frá 1. júlí 1942 til 30. júní 1943, var framlengdur að mestu óbreyttur til ársloka 1943. Verð á -saltfiski var hækkað lítið eitt og sú breyting gerð á greiðslu skilmálum, að afurðirnar skyldu greiðast að % i dollur- um og V3 í sterlingspundum. Áð ur var allt söluandvirðið greitt í dollurum. - Fisksölusamnings- ins 1942 er nánar getið í árs- skýrslu 1942 og vísast til þess. Saltfiskverkun minnkaði á ár inu til mikilla muna frá árinu áður. Á land bárust 1.109 (3.080) tonn, miðað við full- verkaðan fisk. Þar af voru 483 (2.354) tonn í Sunnlendinga- fjórðungi, 130 (432) tonn í Vest firðingafjórðungi, 235 (178) tonn í Norðlendingaíjórðungi og 261 (116) tonn í Austfirð- ingafjórðungi. Enginn fiskur var fullverkaður á árinu nema til innanlandsneyzlu. Tiltölu lega mest var um saltíiskverk- un í smáveiðistöðvum á Norð- ur- og Austurlandi, þar sem erf iðleikar eru á að selja fiskinn í fiskkaupaskip eða frystihús. Enginn togari stundaði saltfisk veiðar á árinu. Árið áður fóru 6 togarar á saltfiskveiðar og úthaldstími þeirra var 197 dagar. Fyrri helmingur ársins var útborgunarverð Sölusam- bandsins til framleiðenda 115 aurar fyrir kg. af óverkuðum saltfiski (stórfiski). Þegar fisk- sölusamningurinn var fram- lengdur, var verð’ á saltfiski á- kveðið 8V2%, hærra en það áuglýsingar. sem birtast ei"a I Alþýðublaðinu, verða að yera komr.rtr til Auglýs- * ;■ s askrif stof unnar í Alþýðuhúsin':, (gengið ii-,. frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvéldl Eini I hafði verið frá miðju ári 1942, og hækkaði þá útborgunarverð til framleiðenda í 126 aura kg. Flutt voru út á árinu 706 tonn af verkuðum fiski og fór það allt til Spánar. Var hér um að ræða saltfisk af framleiðslu árs ins á undan og var útborgunar- verðið 295 kr. á skpd. fyrir stór fisk, en 240 kr. fyrir ufsa. Á ár- inu 1942 var enginn saltfisk- ur seldur til Spánar, en aftur á móti fóru þá 1.667 tonn af verkuðum saltfiski til Portúgal, 330 tonn til Brasilíu, 310 tonn til Kúba og 94 tonn til Argen- tínu. — Óyerkaði saltfiskurinn fór allur til Bretlandi og Banda ríkjanna, 1,310 (4.432) tonn til hins fyrr nefnda lands, og 235 (2.089) til hins síðar néfnda. Af útflutningnum til Bretlands voru flutt út 1.663 (6.153) tonn af saltfiski, miðað við fullverk aðan fisk, að verðmæti 3,542 (11.212) þús. kr. í ársbyrjun Framhald á 6. síðu. FRÁ ÞVÍ var skýrt hér í blaðinu í fyrradag, hvern- ig Morgunblaðið hefði nýlega ávarpað „ritstjóra Alþýðublaðs ins og aðra afglapa“, eins og það komst að orði, og um leið viðhaft þau orð, að „ritstjóri Tímans ætti að hafa vit á að tala sem minnst“, samtímis, sem það ’hefir verið að tala um köllun blaðanna til þess „að undirbúa jarðveginn“ fyrir sam starf og bróðerni milli flokk- anna í landinu. En Morgunblað ið þykist enga mótsetningu siá í þessu og ekkert skilja í því, að ritstjórar Alþýðublaðsins og Tímans skuli ekki kunna að meta skrif þess! í gœr skrifar. það enn á ný í aðalritstjórmr- grein sinni: „Morgunblaðið hefir lagt á það ríka áherzlu í skrifum sínum und- anfarið, að þjóðfélagsaðstæður og horfur framundan væru nú slíkar, að brýna nauðsyn taæri til, að unn ið væri að auknu pólitísku sam- ‘starfi og þingflokkarnir sameinuð ust um myndun sterkrar þingræð- isstjórnar, sem hefði taolmagn til þess að tryggja þjóðinni til fram- búðar þau verðmæti, er henni hafa í bili áskotnast, og búa hana undir að geta mætt erfiðieikum ■ ef tirstr íðeáranna.1 ‘ Því næst segir Morgunblaðið: „Því fer mjög fjarri, að Tíminn og Aliþýðublaðið hafi tekið uncíir við Mbl. Þvert á móti eru gjörðar ítrekaðar tilraunir af hálfu beggja þessara blaða til þess að gjðra skrif M’bl. tortryggileg. Tónninn er þessi, að Mtal. sé að vísu að hvetja til samstarfs og friðar, en með þvf meini það ekkert annað en sam- starf og frið til þess að vernda „auðkóngana“ og „halda verndar- hendi yfir stríðsgróða fárra ein- staklinga og félaga“!. Þeir, sem þannig láta, vilja ekkert samatarf og staðfesta þann viljaskort allra bezt með slíkum skrifum. Er að vísu gott að sundrungaröflin fái ekki dulist, því að þjóðin á þá auðveldara með að gjöra þau skað laus og forðast ófögnuð þeirra. Annað er eftir þessu af hálfu nefndra blaða, og ef forystumenn viðkoníandi flokka hafa annan hug til þeirrar nauðsynjar, sem nú 1 er á samstarfi og samstilltum á,- tökum, færi bezt á því, að þeir byrjuðu á því að stemma á að ósi og stöðva þcsii þarflausu óþurft- arskrif.“ Með öðrum orðum: Fyrst eru Alþýðublaðíð og Tíminn svívirt með alveg eindæma dónalegu orðbragði í dálkum Morgun- blaðsins samtímis því sem hræsnað er iriðarvilja og sam- starfs. Svo, þegar á slíka sam- kvæmni, eða hitt þó heldur, er bent af ritstjórum Alþýðublaðs ins og Tímans, þá eru flokks- stjórnir Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins ákallaðar og þær beðnar að stöðva svo „þarflaus óþurftarskrif“ í blöð- um sínum!! Sér er nú hver blaðamennskan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.