Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 2
-^LJÞYBUBLAÐiÐ Laugardaginn 22. júlí 1944. Formaður Alþýðu- flokksins hylltur á fimmlugsafmæll sínu STEFÁN JÓH, STEF- ÁNSSON, formaður Al- þýðuflokksins var hylltur á eftirminnilegan og glæsileg- an hátt á fimmtugsafmæli hans í fyrradag. Allan daginn, frá því snemma morguns og fram undir miðnætti var straumur manna til heimilis hans til þess að iþrýsta hönd hans, þakka honum störf hans og árna honum allra heilla. Hon- um bárust nokkur hundruð heillaóskaskeyti frá allra stétta mönnum, öllum Alþýðuflokks- félögum landsins og mörgum verkalýðsfélögum. Þá barst honum mikill fjöldi fagurra blómvanda og ágætra muna, sem of langt yrði upp að telja. Klukkan 2 um daginn heim- sóttu nokkrir fulltrúar úr mið- stjórn Alþýðuflokksins, þing- flokknum og fulltrúaráðum hans í Reykjavík og í Hafnar- firði formanninn og færðu honum skrautritað ávarp frá þessum aðilum og undirritað af þeim. Enn fremur færðu þeir honum að gjöf brezku al- fræðiorðabókina frá sömu aðil- um. Hafði Haraldur Guð- mundsson, varaformaður flokks ins,. orð fyrir þeim. Þá kom stjórn og framkvæmdastjórn Byggingarfélags verkamanna og hafði Guðm. í. Guðmunds- son orð fyrir þeim. Afhentu þeir honum ávarp og málverk eftir Svein Þórarinsson. Al- þýðubrauðgerðirnar í Hafnar- firði og í Reykjavík færðu honum málverk eftir Asgrím Jónsson. Þá heimsóttu Stefán forustumenn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Hafði Kjartan Ól- afsson orð fyrir þeim. Til- kynnti hann honum, að þeir félagar hefðu fengið Gunn- laug Blöndal listmál,ara til að gera mynd af honum. Óskuðu þeir þess, að myndin yrði í eign þeirra hjóna meðan þau lifðu, en gengi síðan til eigna Alþýðuf lokksins. Mun Stefán Jóhann áreiðan- lega á þessum degi hafa fund- ið hlýja strauma vináttu og virðingar, sem hann nýtur hvarvetna hjá félögum sínum. Nýr bændaskóli á Suðurlandi: ýður eina Laugardæli í Hraungerðbhreppi með ölhim hjáleigum, hásum og allri áhið ¥/■ AUPFÉLAG Árnesinga snéri sér bréflega í fyrra dag l\ til ríkisstjórnarinnar og tilkynnti henni að það væri al- búið að afhenda henni eina beztu og fegurstu jörðin aí Ár- nessýslu, Laugardæli í Hraungerðishreppi, ásamt hjálegum, öllum húsum, áhöfn og verkfærum, með því skilyrði að þar yrði látinn rísa upp bændaskóli Suðurlands og að Kaupfé- lagið yrði skattfrjálst í næ’stu 15 ár. Fyrir nokkrum árum voru lög samþykkt á alþingi um stofnun bændaskóla Suður- lands, en ekkert hefur orðið úr framkvæmdum, þrátt fyrir mikla þörf, sem er fyrir slikan skóla hér sunnan lands. Nefnd manna var skipuð á síðastliðnu 2 ári til að athuga og gera tillög- ur um hvar skólinn skyldi risa og var hún skipuð bændum og forustumönnum ’bænda. Nefnd þessi hefur skilað áliti til rík- isstjórnarinnar og klofnaði hún. Meirihluti hennar, en í honum var m. a. Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastj., lagði til að bændaskólanum yrði val inn staður í hinu fornfræga Skálholti, en lengi hefur verið rætt um það, að þar risi upp einhvers konar menningar- stofnun. Minnihlutinn, en í hon um var Guðmudur Þorbjarnar- son á Hofi, lagði til að skólinn yrði í Kálfholti í Holtum. Enn- fremur mun hafa verið rætt um að skólinn yrði að Sámsstöð um í Fljótshlíð. Hið höfðinglega boð Kaupfé- lags Árnesinga skapar nýtt við- horf í málinu. Laugardælir erú rétt fyrir austan Selfoss-þorpið og stendur Mjólkurbú Fíóa- manna í landareign jarðarinnar. Laugardælir eru mjög stór og framúrskarandi kostarík jörð. Þar er veiði og dúntekja, þar ' er jarðhiti, tvær laugar með 50 stiga heitu vatni og er nú verið FyrsSa „órafóríó" elr íúmi fónslífi kemur úf - \ • * Vsð kvæðaflokkinsi „Friður á jörðu" Kemur liér, í Esiglaiidi ©g "0 INSTÆÐUR íslenzkur bókmenntaviðburður verðhr í -*-i næstu viku. — Bók, sem er samin af tveim íslenzkum höfundum kemur þá samtímis út í þremur löndum, íslandi, Englandi og í Bandaríkjunum. Hér er um að ræðn stórmikið verk „óratóro“ (söngJrápa), sem Björgvin . Guðmundsson, . tón- skáld á Akureyri hefir samið við ljóðafíokk Guðmundar Guð- mundsson, skólaskálds „Friður á jörðu.“ S’öngdrápan er í Iþremur íköflum og er verkið samtals 176 blaðsíður að stærð í stóru broti. Útgefandi er „Bókaútgáfan Norðri á Akureyri og er bókin prentuð í London. Textann, ljóð Guðmundar Guðmundsscn- ar, hetfir Arthur Goo'k á Atkur- eyri þýtt á ensku. í formála, eða skýrimgarrit- gerð fyrir verkinu segir tón- skáldið: Þess má vænta, að ljóðaflokk ur Guðmundar Guðmundssonar „Friður á jörðu“ sé flestum svo Frh. á 7. síðu. að bora eftir heitu vatni til virkj unar þar. Túnið er mikið flæmi og gaf af sér í sumar, í fyrsta slætti, 1100 hesta af töðu, áveitu land jarðarinnar gefur af sér í sumar 2000—3000 ’hesta, en mik ið land er nú í ræktun. Áhöfn jarðarinnar var um síðastliðin áramót 69 nautgripir, þar af 40 mjólkandi kýr, 150 fjár, 127 svín og 40 hross. Búinu fylgir mjög mikið af fyrsta flokks jarðrækt ar- og heyvinnslutækjum og alt land jarðarinnar er girt 6 faldri girðingu. Heima á jörðinni eru hinar myndarlegustu byggingar, steyptar úr bezta efni: Nýbyggt íbúðarhús, fjós fyrir 40 naut- gripi, hlaða fyrir 2000 hesta, vothey sgryf j ur fyrir um 500 hesta, hús fyrir 200 svín og hesthús fyrir 18 hesta. Annar- staðar á landi jarðarinnar, en undir hana liggja ýmsar hjá- leigur, þar á meðal Þorleifskot og Reykjavellir, eru fjós fyrir 30 kýr, fjárhús og‘hesthús. Eins og menn sjá, er hér um mikla kostajörð að ræða og virðist að minnsta kosti í fljótu bragði, sem ríkisstjórnin þurfi ekki að hugsa sig lengi um það hvort hún eigi að taka tilboði Kaup- félags Árnesinga. Bændaskól- anum yrði mjög vel í sveit kom ið að Laugaardælum og jörðin virðist hafa alla þá kosti til að bera, sém æskilegir verða að teljast fyrir fræðslustofnun handa hinum upprennandi bændum Með því að setja skól ann í Laugardæli yrði hann í hjarta hinnar fjöíbýlustu og gróðursælustu sveit landsins. méfi í frjálsn íþróff- W| EISTARAMÓT í frjáls T- um íþróttum hefst á íþróttavellinum næstkom- andi mánudagBkvöld kl. 8,30 emð boðhlaupi. Fyrst keppa 8 sveitir í 4x100 metra boðhlaupi Sveitirnar eru frá eftirtöldum félögum: Fjórar frá K. R., tvær frá Glímufé- laginu Ármanni og tvær frá í. R. Þá verður 4x400 metra boð- hlaup, í því taka þátt tvær sveitir frá K. R., ein frá Ár- manni og ein frá í R. Aðgangur að þessum hluta mótsins er ókeypis, en um ram hald þess verður getið síðar. Glímufélagið Ármann sér um meistaramótið að þessu sinni. Illa gerð brú veldur slysi Nánari fr@gnir af sSysinu í Borgar- I 7. þessa mán. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins AKRANESI í fyrradag. NÁNARI FREGNIR eru nú fyrir hendi um slysið í Borgarfirði 7. þ. m. Föstudaginn .7. júlí fór Guð- mundur Egilsson, eig. Báru- hússins hér, í einkabíl sínum og með • honum starfsmaður hans, Guðmundur Veturliði Bjarnason, Suðurgötu 62 á Akranesi. Ætluðu þeir til lax- veiða í Reykjadalsá í Reykholts dal. Þeir höfðu viðkomur á nokkrum stöðum, en klukkan 3 um nóttina fóru þeir yfir svo- nefndan Götuás. Þar eru vega- mót., Liggur önnur leiðin að Grímsárbrú hjá Fossatúni og til Reykholtsdals; var það sú leið, sem þeir ætluðu að fara, en í þess stað taka þeir leiðina inn í Lundareykjadai, sem er beint framhald af þeirri ieið, er þeir komu. Er þeir komu móts við bæinn Gröf, urðu þeir þess varir, að þeir voru á rangri leið og snéru til baka. Voru þeir þá nýbúnir að fara yfir timb- urbrú, er liggur þar yfir iæk. Voru plankar lagðir eftir henni til hliðanna, en hún opin í miðju. í þeirri leið varð það þeim ekki að sök, en er að henni kom innan frá, var þar uppfyllingin að brúarendanum lægri en brúin. Mun þó hægra framhjólið þegar hafa runnið á brúna, en hið vinstra verður fyrir viðnámi af brúarendanum Við það hrekkur hægra hjólið ofan í auða bilið. í sama mund hefur uppfyllingin raskast og renna undan bílnum, enda tek- ur hann að velta og stöðvast á jafnsléttu. í veltunni hefur hægri hurðin opnast af einhverj um ástæðum, því þegar Guð- mundur Egilsson fær ráðrúm tii að líta í kring um sig, sér hann að Guðmundur Bjarnason heí- ur lent með höfuðið milli karms og hurðar. Kom í ljós, að höf- úðkúpan var brotin og hann þegar örendur. Eftir rúma hálfa klukkustund var læknir úr Borgarnesi kominn á staðinn. Guðmundur V. Bjarnason var 46 ára, fæddur á ísafirði 20. apríl, 1898. Hann lætur eftir sig konu og tvo sonu, 12 ára og 15 ára. Ennfremúr á hann á lífi aldraða móður. Sýslumaðurinn í Borgarnesi rannsakaði slysstaðinn nokkiru síðar. Bifreiðin mun hafa beiglast, en lítið eða ekkert brotnað.t Bein orsök slyssins er talin að vera sú, hvernig gengið var frá brúnni, og að ekkert hættu- merki hafði verið sett við hana þrátt fyrir hin óafsakanlega íi á- gang hennar. Þingstúka Reykjavíknr fer í skemmtiferð með Esjunni til ísafjarðar um verzlunarmanna helgina; Lúðrasveit Reykjavíkur verður með í förinni. Bókaútgáfa ftHenngngarsjóðs Úrvalsljóð Hannesar Hafsieins, Egilssaga og fleiri merkar bækur ÓKAÚTGÁFA Menningar- sjóðs og Þjóðvinafélagsins hefir nú ákveðið hvaða bækur verði gefnar út á næstunni. Þessar bækur koma út hjá Menningarsjóði: Anna Karenina, IV. og sein- asta bindið, í þýðingu Karls Isfelds ritstjóra. í því mun verða ritgerð um höfundinn og skáldsöguna. Almanak fyrir árið 1945. Það mun meðal annars flytja ritgerðir um Kaj Munk og Nordahl Grieg eftir Tómas Guðmundsson skáld og yfirlits- grein um íslenzk heilbrigðis- mál. Andvari fyrir 1944. í hon- um birtist æfisaga Jóns bisk- ups Helgasonar, yfirlitsgrein um listir og bókmenntir á ár- inu 1943 og greinar um fram- tíð íslenzks sjávarútvegs og landbúnaðar. Úrvalsljóð Hannesar Haf- stein með formála eftir Vil- hjálm Þ. Gíslason skólastjóra. Haldið verður áfram útgáfu íslendingasagna. í ár verður gefin út Egils saga, búin til prentunar af Guðna Jónssyni mag. art. Nýtt bindi mun verða gefið út af Sögu íslendinga. Fjallar það um siðskiptaöldina og er ritað af dr. Pláli E. Ólasyni. Þetta bindi verður að sjálf- sögðu selt gegn sérstöku gjaldi, eins og þau tvö bindin, sem þegar eru komin út. Á næsta ári er ætlunin að gefa út II. bindi af Sögu ís- lendinga. Verður það um tímabilið frá 1100—1264, og; ritað af Árna Pálssyni, fyrrv. prófessor. Á árinu .1945 verður m. a. gefin út skáldsagan „The Moon and Sixpence“ eftir enska skáldið W. Somerset Maugham. Verður sú bók ís- lenzkuð af Boga Ólafssyni yfir- kennara. i rbs ■ r r YRIR nokkru var lokið niðurjöfnun útsvara á Akranesi. Alls var jafnað niður kr. 1.075.933.00 á 692 gjaíd- endur. Útsvör 10 þúsund krónur og hærrf eru þessi: Alþýðubrauðgerðin h.f. kr. 10.000. Bjarni Ólafsson & Co. kr. 31.000. Fríða Pro pé — Akranes Aþótek kr. 15.000. Guðmundur Sveinbjörns.'on — Hótel Akranes kr ÍO.hOO. Har- aldur Böðvarsson . r. j 0.506. Haraldur Böðvarsson & Co. kr. 65.000. Hraðfrystihús Akraness kr. 25.000. Kaupfélag Suður- Borgfirðinga kr. 12.000. Olíu- verzlun íslands h.f. kr. 17.000. Shell h.f. kr 22.000. Sigurður Hallbjarnarson kr. 22.343. Sig- urfari s.f. lcr. 17.324. Sturlaug- ur Haraldsson kr. 10.228. Víð- ir h.f. kr. 48.000. Þorgeir & Ellert vélsmiðja kr. 12.000.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.