Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 6
f ALÞYÐUBLAÐIÐ T L.augardaginn 22. júlí 1944. Sfðasta heimsóknin hjá Sfalin Fyrir nokkru síðan fékk Stalin heimsókn pólsks prests frá Ameríku, Orlemanski að nafni, og tók honum með kostum og kynjum. Meðal annars lét hann taka þessa mynd af sér með honum og utanríkisráðherra sínum, Molotov. Ekki fer hjá því að Síalin hafi vænzt þess að fá eitthvað fyrir ómak sitt og góðar viðtökur, en eftir en nú að sjá, hvað það verður, eða hef- ir átt að verða. Grasaferð Náffúru- lækningafélagsins fil Hveravalla Náttúrulækningafé- LAG ÍSLANDS efndi til grasaferðar til Hveravalla laug ardaginn 15. júlí. í förinni tóku þátt 22 manns, þar af 15 konur. Lagt var af stað kl. 14 og kom- ið til Hveravalla kl. tæplega 11 um kvö’ldið, eftir tæplega 7 tíma akstur. Við kerið í Gríms nesi var staðnæmst um stund; við Gullfoss var klukkutíma töf til að skoða fossinn og fá sér hressingu, og loks var staðið við stundarkorn í Hvitárnesi, Þar var fyrir starfsfólk Sjúkra samlags Reykjavíkur á skemmti ferð, hafði gist nóttina áður í Saéluhúsinu á Hveravöllum og skilið við það hreint og fágað. Sumt af grasafólkinu reisti tjöld á Hveravöllum, en flestir gistu í Sæluhúsinu í hinu bezta yfirlæti Árla næsta morguns var gengið til grasa. Talsvert er af fjallagrösum í grennd við Sæluhúsið og mikið norður við Hvannavallakvísl,, 15—20 mín- útna gang frá Sæluhúsinu. Grasatekja varð þó Títil, vegna þess hve veður var þurrt, ekki éinu sinni náttfall. Það sannaðist þó hér sem oftar, að „sveltur sitjandi kráka, en fljúgandi fær“. Jón- as Kristjánsson læknir arkaði af stað kl. 8 um morguninn, einn 'síns liðs, með sín 73 ár á herðum og graspoka um öxl. Hann hélt inn í Þjófadali, 2—3 Gardínutau á kr. 2,50. Silkisokkar ......... 4,45 ísgarnssokkar ........ 5,60 Sumarkjólatau ....... 8,25 Nærfatasett ........ 12,70 Brjósthaldarar ....... 7,70 Sokkabandabelti .... 20,50 Barnasokkar .......... 3,40 Barnabuxur ........... 7,50 Barnasloppar ....... 19,50. Taft ................. 7,20 DYNGJA Laugaveg 25. fíma gang frá Sæluhúsinu og fréttist ekkert til ferða hans fyrri en kl. 6 um kvöldið, þá kom hann hlaupandi við fót með úttroðinn poka á baki, full an af hinum álitlegustu skæða grösum. Hafði hann tínt þau á hálfum öðrum tíma í Þjófadöl- um og bak við Stélbratt, því að hann lét sér ekki fyrir brjósti brenna að taka á sig þann krók í heimleiðinni. Ekki sá á hon- um þreytuvott eftir þessa tíu tíma göngu, þótt hann bragð- aði hvorki þurrt eða vott allan tímann. Kl. 5 á mánudagsmorgun var farið á fætur og lagt af stað kl. 7, „samkvæmt áætlun“. í heimleiðinni var gengið niður í hinn dásamlega fagra hvamm við Hvitá, rétt fyrir neðan Gullfoss, hinn svonefnda „Pjaxa“ (sennilega afbökun úr latneska orðinu „Pax“, sem þýð ir friður). Þá voru skoðuð gljúfrin hjá Brúárhlöðum. Ek- ið var heim að Skál'holti, þar sem Jörundur var svo vingjarn legur að sýna grasafólkinu stað inn. Loks var ekið til Reykja- víkur viðstöðulaust, upp með Sogi og um Þingvelli, og höfðu allir haft mikla ánægju af ferð inni, sem ekki hvað minnst má þakka hinni öruggu leiðsögn Steindórs Björnssonar frá Gröf. B. L. J. ÖANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðai. in í höfnirini væru orðin svo mikil fyrir fiskiskipin. Mér var að det.ta í hug hvort þessi litla grein mín gæti ekki minnt háttvirt atvinnu- ráð okkar á eyjuna sem nú liggur | í auðn aðgerarleysisins ineð fjölda íbúðarhúsa sem standa auð, og Víð eyjarsundið með opin faðminn fyr ir skipin í dag og næstu daga, eins og 'á| Skú|tuöldirir,i, þegar bezta skipalega íslenzka skipstólsins var í umhverfi eyjarinnar mannlausu, sem liggur svo vel við atvinnu fyr ir fólkið sem byggir eystri hl.uta Reyk j aví kurbæ j ar. „ÞAÐ ER HRÓPEEG rynd, ef öll mannvirki, svo sem hús og „plön“ og olíugeymar og annað, sem á eyjunni er, á að eyðileggj- ast af hirðuleysi ög vannrækslu. Sennilega er eyjan prívat eign, en svo hefi ég heyrt, en ég gerist svo djarfur að kalla hana eyjuna mína en bið fyrirgefningar hlutaðeig- andi eiganda eyjarinnar, en Við- ey, verður samt eyjan mín í minn ingu liðins tíma, þar sem hún Hálleysingjakennsla fyrr og síðar Frh. af 4. síðu. Störf L’Epée í þágu þeirra vöktu mikla athygli. Austur- ríkiskeisari heimsótti skóla hans og sendi þangað seinna Storch ábófa til að læra að kenna málleysingjum. L’Epée hélt áfram skóla sínum til dauðadags, 1789, en þá tók lærisveinn hans, Sicard ábóti, við forstöðu skólans, og tveim- ur árum síðar, 1791, var skól- inn gerður að ríkisskóla, og or það fyrsti málleysingjaskólinn kostaður af opinberu fé, og fengu inntöku í hann jafnt fá- tækir sem ríkir. Árið 1776 gaf de L’Epée út bók um kennsluaðferð sína. í formála hennar segir hann, að þegar hann byrjaði kennsluna, hafi hann enga hugmynd haft um það, hvernig hann ætti að kenna og að hann hafi þá aldrei séð bækur um þetta efni, né vitað að mögulegt væri að kenna mállausum að tala. De L’Epée lagði mikla áherzlu á að láta nemendur sína hugsa sem skýrast og rök- réttast. í þeim tilgangi bjó hann til merkjakerfi, saman- sett eftir vissum reglum, sem svöruðu til málfræði í rituðu og töluðu máli. Kennsluna byrjaði hann með því að kenna fingramál og þá jafnframt að skrifa, síðan nöfn algengra hluta og verknaða og útskýrði meiningu þeirra án þess að hugsa nokkuð um málfræði- lega samansetningu setninga. Hann kenndi nemendunum að tala, en taldi ekki eiga að nota það talmál, sem þeir lærðu, við að kenna þeim annað, heldur ætti þá að nota fingraroál og bendingar, og bjó hann f ’ ' tilgangi til kerfisbu: di: : ingamál. Um daga L’Epée allmörg ár efíir dauða hans var kennsluaðferð hans tekin upp hjá flestum eða öllum í Frakklandi og nágrannalönd- um, sem fengust við málleys- ingjakennslu. fæddi mig og klæddi eins og svo mörg og marga, e'n nú á menning arárinu 1944, eru það færri, sem hún klæðir og fæðir eða gleður ineð grænu blómguðu lautunum sínum.“ Hannes á horninu. Þegar Heydrich var myrfur l^Vh. af 5. síðu. einhverra upplýsinga um mann hennar. Hún heimilaði mér að bjóða fram allt að hálfri millj- ón króna í lausnargjald. Eg hikaði við, því áð ég taldi bezt á því fara, að ég héldi mig sem fjærst Gestapo. En þegar ég hafði íhugað málið betur, sann- færðist ég um það, að ef til vill yrði það miér til heilla, éf ég á- ræddi að fara á fund Gestapo, sem aðrir voru næsta ófúsir til. Eg fór til bækistöðvar Ge- stapo að Bredovská 18. Mér var vísað inn til eins af embættis- mönnum nazista. Eg kynnti mig og skýrði frá erindi mínu. Hann starði á mig. „Eruð þér skyldmenni fjöl- skyldunnar?“ „Nei, ég er vinur hennar.“ „Hvers vegna kemur ekki ( frú Kalda sjálf? spurði nazist- inn og lék sér að blýanti sín- um. Eg skýrði frá því, að hún væri mjög taugaóstyrk og hefði ekki treyst sér að fara. „Ég hygg, að hún sé löghlýð- inn Tékki,“ varð honum að orði. Eg taldi þetta vitni þess, að unnt myndi að komast að sam- komulagi, ef boðin væri álitleg fjárupphæð, sem renna skyldi í orði kveðnu til vetrarhjálpar- innar, enda þótt það væri lít- ið efunarmál, að nazistarnir ráðstöfuðu þessu fé eins og þeim sýndist. „Mér hefur verið heimilað að bjóða vetrarhjálpinni hálfa milljón króna, ef herra Kalda verður látinn laus, mælti ég. Nazistinn lyfti brúnum og brosti við. „Gott og vel,“ varð honum að orði. „Segið frú Kalda, að koma hingað á morgun.“ Frú Kalda greiddi fjárupp- hæð þessa. En þegar hún mælt- ist til þess að fá fréttir af manni sínum, var þeim tilmælum svarað neitandi. Hins vegar var henni leyft að senda hon- um föt. Hún fór heim, sótti föt og fór með þau til bæki- stöðvar Gestapo. Henni voru þar fengin hin gömlu föt hans og því næst sagt að fara brott. Hún átti ekki annarra kosta völ en bíða átekta. Stíks sem þessa voru mörg dæmi í Prag um þessar mundir. Sriemma næsta miðvikudags- morguns hélt ég til bækistöðvar Fremden Polizei. Eg skipaði mér í röð þeirra, er biðu eftir afgreiðslu. Það varð mér til heilla, að maðurinn, sem af- greiddi mig, var tekinn að ger- ast óþreyjufullur. Eg ýtti spjaldi mínu til hans, en hagaði þannig til, að þumalfingur minn hvíldi á hinum óstimpl- aða reit. Hann leit varla við spjaldinu. Hann leit á mig and- artak og stimplaði því næst spjaldic. Mér fannst eins og, þungri byrði hefði verið létt af mér, þegar ég hélt brott. Á áttunda degi tók ógnunum útvarpsins nokkuð að linna. Þá var og hætt að tala um „árásar- menn“ Heydrichs. í þess stað var tekið að ræða um „morð- ingja“ Heydrichs. Reinhard Heydrich var dauður. Þetta var hinn 4. júní. Frá því 28. maí, daginn, sem árásin á Heydrich var gerð, og til 3. júlí tóku nazistarnir 1288 menn af lífi. Á tímabilinu frá 4. júlí til 31. des. féllu og 652 menn fyrir vopnum þeirra. — Nöfn þessi voru tilkynnt opin- berlega og birt opinberlega. Eg las listana yfir nöfn þeirra, sfem teknir höfðu verið af lífi. En þó voru ekki þeirra meðal nöfn þeirra, sem handteknir voru á strætum úti eða skotnir í fanga- búðum. Enn í dag er mér það ráð- gáta, að ég skyldi ekki vera yf- irheyrður eftir að Heydrich var myrtur. En það var engu líkara en ég nyti einhvers æðra vernd- arkrafts í dvöl minni í hinni blóði drifnu Mið-Evrópu. Dr No- vak var aldrei yfirheyrður. Og ég hafði ekkert af ógnum þeim að segja, er um þessar mundir áttu sér stað í Prag og Tékkó- slóvakíu. Loks rann upp sá dagur, er ég tók mér far með Gripsholm heim til Banda- ríkjanna. Eg el þá von í brjósti, að ég muni einhvern tíma koma aftur til Prag. Mér finnst ég eiga þar annað heimili. Og mér finnst ég þekkja Pragbúa betur eftir morðið á Reinhard Heydrich en áður. Eg hef kynnzt þessu fólki í blíðu og stríðu, og endur- minningarnar um það munu jafnan verða mér ríkar í minni. Kjörorð Tékka er: „Pravda Vítezi!“ — „Sannleikurinn sigrar!" Og sannleikurinn hlýtur að sigra að lokum! n Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að öll umferð óviðkomandi manna urn sorphauga bæjarins á Eiðis- granda og allur brottflutningur þess, sem á haugana er kastað, er bannaður. Allir, sem flytja sorp á haugana, skulu snúa sér til varðmannsins áður en þeir losa það af bílunum. Reykjavíl?, 21. júlí 1944. - ‘ i I Hellbrigðisfulltrúinn Tilkynni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.