Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 4
r ALi>YÐUBLAÐiÐ Laugardaginn 22. júlí 1944. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. I Svona getur það farið FREGNIRNAR um bana- tilræðið við Adolf Hitler og herforingjaráð hans hefur að vonum vakið heimsathygli. Það sýnir — og um það voru brezku blöðin í gær sammála — að það er farið að losna um þrælatökin, sem nazistaflokk- urinn hefur spennt' um þýzku þjóðina undanfarin rúmlega 11 ár. En það. vekur einnig grun um þáð, að endalok stríðsins geti gerst með öðrum hætti en gert hefur verið ráð fyrir og að endir hildarleiksins sé ef til vill ekki eins langt undan og margir hafa haldið. Enginn veit á þessari stundu, hvaða áhrif þessi atburður í Þýzkalandi í fyrradag getur haft á atburði næstu mánaða, eða hversu djúptæk áhrif þeirra manna eru, sem hafa staðið að þessu banatilræði. En á það var bent í brezkum blöð- 'um í gær, að undanfarnar vik- ur hefðu borizt fregnir frá Þýzkalandi, sem bentu til þess, að verkalýðurínn væri farinn að bæra meir á sér en áður. Var frá því skýrt, til dæmis, að er dr. Ley, foringi hinnar svo- kölluðu vinnufylkingar, heim- sótti nýlega eina af stærstu vopnaverksmiðjum Þýzkalands, þá hefðu veggir verksmiðjunn- ar verið þaktir vígorðum verkamanna, þar á meðal þessu: „Það verður að frelsa Þýzkaland. Hitler verður að hverfa.“ Það hefur lengi verið talið víst, að þegar bandamenn uálguðust landamæri Þýzka- lands, myndi fara að hrikta í byggingu nazismans heima fyr- ir. Nú eru Rússar að nálgast landamæri Austur-Prússlands — og Bandaríkjamenn og Bret- ar sækja fram í Frakklandi. Þunga þessara sókna ■ finna ekki aðeins hermennirnir á víg völlunum og herforingjarnir, sem stjórna þeim, heldur einn- ig pjóðin heima fyrir. Alfred , Rosenberg, sem talinn er hinn andlegi leiðtogi hinnar nazist- ísku heimsskoðunar, sagði í fyrrakvöld, að með árásinni á Hiiler og herforingjaráð hans hefðu verið opnaðar fimmtu vígstöðvarnar. Hinar vígstöðv- arnar kvað hann vera víg- stöðvarnar í Frakklandi, víg- stöðvarnar á ítalíu, austurvíg- stöðvarnar og loftárásirnar. — Sýna þessi ummæli hversu al- varlegan þessi nazistaforingi telur þennan atburð. Þetta kom og fram í ræðum þeirra Hitl- ers, Görings og Göbbels, þar sem þeir lögðu allir á það ríka áherzlu, að lofther, landher og floti, tæki ekki við neinum fyr- irskipunum írá öðrum en þeim. Menú munu nú spyrja: Brotnar þýzki herinn saman þá og þegar. Eru þrautir þýzku þjóðarinnar orðnar svo miklar og örvænting hermannanna á vígstöðvunum orðin svo mikil, að járngreipar hins nazistíska skipulags fái ekki haldið þeim Brandur Jónsson: HálIersiiiiakeoHsla Ijn 01 siðar MANNKYNSSAGAN segir fátt um málleysingjana, þótt þeir hafi verið til á öllum tímum, því bæði var það, að heyrnar- og málleysi þeirra meinaði þeim að geta sér nokkra frægð, og svo var sú skoðun ríkjandi í margar aldir, að þeir væru fæddir andlegir krypplingar og óhæfir til allr- ar menntunar. Skoðun gríska heimspekingsins Aristotelesar (4. öld f. Kr.) var, að þar sem þessir einstaklingar væru fædd- ir mállausir og • málið væri undirstaða undir andlegum framförum mannsins, þá væru þeir líka óhæfir til að taka nokkrum andlegum framför- um. Aristoteles virðist hafa á- látið, að málið væri meðfædd- ur eiginleiki. Tveimur öldum síðar kom gríski heimsspeking- urinn Galgen fram með þá skoðun, að málleysi stafaði af sérstakri heilabilun, sem væri eins konar eyðilegging á sam- bandinu milli heyrnar og xal- færa. Galgen hefur því fyrstur manna komið auga á, að heyrn- in er grundvöllur þess, að barn geti lært að tala. Borgaraleg réttindi höfðu málleysingjar ekki hjá Róm- verjum, en í lögbók Justinian- usar er gerður munur á þeim, sem hafa misst héyrnina á ung lings- eða fullorðinsárum og geta talað, og hinum, sem fædd- ir eru mál- og heyrnarlausir. Þeir síðarnefndu höfðu engin borgaraleg réttindi, nema þeir hefðu lært að skrifa. Allt fram á 16. öld var sú skoðun ríkjandi, að málleysingj- ar gætu ekkert lært, og jafnvel kirkjan taldi ókristilegt að kenna þeim og áleit, að guð hefði gert þá svona, og hans verkum mætti ekki breyta Þeir fáu, sem gerðu tilraunir til að kenna málleysingjum, sættu því oft harðri gagnrýni, enda eru litlar frásagnir til um, að tilraunir hafi verið gerðar til að mennta málleysingja fyrr en á 16. öld. Á 16. öíd skrifaði ítaiski stærðfræðingurinn ' Jerome Cardano um andlega hæfileika málleysingja. Hann hafði heyrt um mállausan mann, sem haiði lært að lesa og skrifa, og dró Cardano af því þá ályktun, að ritmálið gæti verið málleys- ingjum það sama og talmál er tálandi einstaklingum. „Mál- leysingjar geta látið í ljös hugsanir sínar með því að skrifa og skilið hugsanir annarra með því að lesa,“ segir hann. Skrif Cardano hnekkti þeirri skoðun, að málleysingjar væru óhæfir til andlegrar menntunar, en sú skoðun var mjög algeng á hans tímum. Um svipað leyti er fyrsti viðurkenndi málleysingja kennarinn uppi, Pedro Ponie de Leon (1520—1584). Skýrslur og bréf, sem til eru frá hans tím- um, sýna, að hann hefur kermt nokkrum mállausum börnum að tala, lesa, skrifa og reikna. Lik- legt er talið, að hann hafi skrif- að bók um kennsluaðferð sína en hún hefur glatazt. Það er þó vitað um kennsluaðferð hans, að hann byrjaði með að láta börnin skrifa nöfn á algéngum hlutum, kom þeim í skilning Þessi fróðlega grein eftir Brand Jónsson birtist fyrir nokkru í hinu ágæta tíma- riti Menntamál. — Alþýðu- blaðið leyfir sér að taka hana upp enda á hún erindi til alls almennings. um, að orðin táknuðu hlutina, kenndi þeim síðan að segja ein- stök hljóð málsins og raða þeim saman í orð. Árið 1620 komu út í Madrid tvær bækur um kerínslu og uppeldi hiálleysingja eftir Ju- an Palbo Bonet. Ekki er vitað til, að Bonet hafi nokkurn tíma kennt málleysingjum, en talið er, að hann lýsi í bókum þessum kennsluaðferð samtíð- armanns síns, M. R. de Carri- on ,en hann hafði þá í 4 ár kennt heyrnarlausu barni með góðum árangri. Önnur bók Boriet er um spænsk málhljóð og hvernig hægt sé að kenna þau, en hin um, hvernig hægt sé að kenna málleysingjum að tala með því að nota við það sérstakt tilbúið bendinga-' og fingramál. Snemma á 17. öld skrifuðu ensku prestarnir William Hald- er (J618—1698) og John Wallis bækur um aðferðir sínar við að kenna málleysingjum, og voru þær líkar aðferð Bonet, nema Wallis áleit varaaflestur not- hæfan fyrir heyrnarleysingja til að skilja talað mál. Seint á 17. Öld skrifaði svissneski prófessor inn John Canrad Amman tvær bækur um upneldi og kennslu mállevsingia. Surdus Loquens og Dissertatio Lé Loquela. Hann lýsir þar skoðunum sín- um á unruna mannamáls og telur, að í uphafi hafi guð skao að manninn gæddan máli allt frá fæðingu og það mál hafi verið ölíum iafn skiljanlegt. En við syndafallið hafi maðurinn tapað þessu meðfædda alls- heriar máli, og séu hin mismun- andi tunguipál hinna ýmsu þjóða leifar þess. Aðferð haris við að kenna málleysingium var svipuð og þeirra, og getur hér að framan, nema hann lagði mesta áherzlu á að gera rödd mállevsingjanna sem hreinasta. Málhlióðunum skinti' hann í samhljóða, hálfhljóða og sér- hljóða, skipti síðan hálfhljóð- um og sérhljóðum eftir þvi, hvaða talfæri unnu mest að nyyndun þeirra, en sérhljóðum eftir því, hve mikið munnur- inn var opinn, þegar þau voru sögð. Þekktastur af þeim. sem ferig ust við að kenna málleysingi- um á, 18. öldinni og notuðu svinaða kennsluaðferð og' lýst hefur verið hér að framan, vai Frakkinn J. R. Pereire (1715,- 1780). Hann/ byrjaði á því að kenna mállausri systur $ia i, en tók síðan fleiri nemendur, suma þeirra kom hann með í háskólann í París, og vákli kunnátta þeirra þar mikla at- hygli og varð Pereire frægur af þessum nemendum sínum. — og eirin góðan veðurdag hrynji allt að grunni? *• Ef svo fer, getur orðið skammt til úrslitanna og þá mun verða minna um bardaga í herteknu löndunum en gert hefur verið ráð fyrir. Það er, þrátt fyrir óvissuna á þessu augnabliki, eins og lyft hafi verið tjaldskörinni og heimurinn hafi fengið að skyggnast inn í svartnættið til hinnar kúguðu þýzku þjóðar. Og vel má vera/að milljónir hinna erlendu verkamanna, sem herleiddar hatfa verið í naz istaríkið, muni, í vopnabræðrá- lagi við þýzka stéttarbræður sípa, leggja þung lóð á vogar- skálina í landinu, áður en langt um líður. Það eina, sem vitað er um kennsluaðferð Pereire, vita menn frá frægasta lærisveini hans, S. de Fontenay, því að Pereire hélt henni vandlega leyndri, en de Fontenay segir, að Pereire hafi byrjað með fingramáli og bendingum í sem nánustu sambandi við skrifað og talað mál. Pereire hafði skipt námstímanum í tvö tíma- bil, fyrst þjálfun talfæranna og framburðaræfingar, svo að þjálfa barnið andlega og auka orðaforða þess og málskilning. Aðalatriðið við það síðarnefnda taldi hann vera að gefa barn- inu réttar hugmyndir um merkingu orða með því að sýna þeim hluti þá og verknaði, sem þau táknuðu, og taldi mikils- vert, að börnin lærðu að skilja málið á sem eðlilegastan hátt líkast því, sem heyrandi barn lærir að skilja það. Þegar Pereire var búinn að kenna nemendum sínum algengustu orð og orðatiltæki, hætti hann smátt og smátt að nota merki og fingramál, þyngdi málið og æfði nemendurna með því að láta þá svara spurningum. Ekki virðast kennsluaðferð- ir þeirra manna, sem getur hér að framan hafa náð nokk- urri útbreiðslu, og þeir, sem lögðu stund á málleysingja- kennslu í hinum ýmsu löndum, virðast lítið eða ekkert sam- band hafa haft sín á milli, og aðeins örlítill hluti málleys- ingja úarð hjálpar þeirra að- njótandi og þá venjulega að- eins þeir, sem áttu mikilsmeg- Auglýsingar, sem birtast eiga f Alþýðublaðims, verða að vera komr.ar til Auglýs- jaaaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið h— frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldl. Sími4906 andi foreldra. En um svipað leyti og Pereire er starfandi í Frakklandi, fer maður að nafni C. M. de L’Epée að‘ fást við málleysingjakennslu og breiddist aðferð hans út til allra nærliggjanóLi landa og síðar til Ameríku. C. M. de L’Epée var fæddur í Versaille 1712, og var faf/?r hans þar byggingameistari í þjónustu konungs. í fyrstu lagði L’Epée stund á guðíræði, en fór svo að nema lögfræði og varð lögfræðingur. Hann fékkst þó ekki lengi við lög- fræðistörf, en gerðist prestur 1736. 1760 komst hann í kynni við tvær heyrnarlausar systur og helgaði upp frá því líf sitt kennslu og uppeldi málleys- ingja. Framhald á 6. síðu. MORGUNBLAÐIÐ gerir í gær að umtalsefni fram- tíðarmöguleika atvinnulífsins og afkomu % atvinnuveganna. Þar segir meðal annars: i „Útþenslunni er sem sé lokið á öllum þeim þrém sviðum, sem að- allega var um að ræða! Gjörbreyt ing varð á setuliðsvinnunni. Fyrsta mánuðinn síðastliðið ár voru 1240 verkamenn í þjónustu setuliðsins og hjá . verktökum þess. í febrúar lækkaði talan niður í 880 og hélst svipuð því' það sem eftir var árs- ins. Árið 1942 hafði tala verka- manna í setuliðsvinnunni verið hæst um 300p manns og aldrei farið niður úr 1500 manns. Út- flutningsafurðirnar hættu að hækka í verði og nýbyggingar eða nýfesting fjár í landinu dregst saman. Nú er tóm til þess að staldra við, þegar útþenslan, sem áður var í efnahagslífi þjóðarinnar, er orðin að stöðnun, og sjá fótum sín um forráð áður en samdrátturinn heldur innreið sína. Augljóst er, að við verðuvn að reikna með því að setuliðsvinnan hverfi með öllu og verð útflutn- ingsafurðanna falli. Hvernig er þá hægt að verjast samdrættinum, eða hvernig er iþá hægt að verjast hruni með því verðlagi, sem nú er í landinu, gífurlegum framleiðslu og framfærzlukostnaði? Að einu er þá hægt að hverfa! Þ>að er áframhaldandi aulcningu verklegra fyrirtækja í landinu! Þetta bjargráð vqrður hins vegar ekki framkvæmanlegt nema með því að takast megi að auka framleiðslustarfsemina í landinu, en skilyrði þess er aukning fram- leiðslutækjanna og umbætur þeirra, er fyrir eru, ósamt mirik- andi tilkostnaði við framleiðsluna. Eru líkur til þess, að þetta megi takast? Eru líkur til þess, að okk ur takist að endurnýja og stórum efla skipaflotann, bæði veiði- og flutningaskipa? Eru líkur til þess, að okkur takist að afla landbúnað inum stórvirkra, nýtízku vinslu- tækja og tileinka þessari atvinnu grein um leið nýjar vinnuaðferð- ir og breytt skilyrði, er gjör- breyti rekstrinum? Er líklegt að okkur takist í stórum stíl að út- vega iðnaðinum nægjanlega raf- orku og fjármagn, er tryggi stór- feldan og fjölþættan innlendan iðnað á arðbærum grundvehi? Til alls þessa þarf .stórkostlega mikið fé. Það er fyrir hendi. Þá þarf að tryggja peningagikilð og koma í veg fyrir þá ráðleysu, að mögru kýrnar kokgleypi þær feitu umsvifalaust, þ. e. að sjópir veltu áranna renni út í sandinn við það að borga taprekstur atvinnuveg- anna strax og hallar undan. Ef ekki verður séð fyrir þessari nauðsyn á alþingi því, er saman kemur í haust, þá mun enn gilda sem áður, að of seint er að iðrast eftir dauðann.“ Þetta eru falleg orS — en :j þjóðin verður ekki fæid á þeim einum. Hún er fyrir löngu urð- ' iri þreytt á orðmælginni, þar sepi hún sér að ekkert er gert. Og nú vita allir, að porusta Sjálfstæðisflokksins er dregin á eyrunum af hinum pólitísku stigamönnum kommúnistaflokks ins. Heldur hún að kjósendur flokksins geti búist við ‘bjarg- ráðum frá slíkri forustu? f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.