Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1944, Blaðsíða 5
Laugardsginn 22. júlí 1944. AL^TOUeLAÐBÐ s Menn reyna að skapa nýja stefnu —r Æskufólkið vestra og rógurinn um það — Bréf um mannlausu cyjuna. MENN, sem eru útskrifaðir af Leninskólanum í Moskva og hafa tekjð þaðan próf í pólitískum undirróðri, sköpun byltingar- ástands og „taktik“, forystuliðs- ins“ á byltingartíma eru að reyna að skapa nýja pólitíska stefnu, sem miðar að því að rægja og Iítils- virða unga íslendinga, sem hafa leitað til Vesturheims eftir fræðslu. ÉG HEF áður lýst tilgangi þess- ara manna, ótta þeirra við þetta æskufólk, sem þeir telja líklegt að ekki komi heim heiftarlega sannfært um blessun bölhyggju ofbeldisstefna, sem þeir sjálfir eru helteknir af og lærðu á meginlandi Evrópu milli heimstyrjaldanna, þegar milljónirnar æddu þar hungraðar og ráðvilltar. Og ég hygg áð ótti iþeirra sé ekki ástæðu laus, því að þetta unga fólk virð- ist trúa á lífið og einstaklingana, en ekki aðeins á gráan múg sem sé stjórnað af einhverju „forystu- liði,“ — „elite“, eins og það er kallað á máli Leninskólans..... ÞESSIR Leninskólamenn grýpa hvert einasta tækifæri sem þeim gefst til þess að gera þessa ungu íslendinga, sem flestir eru um tví tugsaldur, tortryggilega og gera lít ið úr þekkingu þeirra — og þegar tækifæri vantar eru þau bara bú- in til — eins og títt er í þeim her- búðum. NÝLEGA sagði ungur • námsmað ur vestra, að hann hefði orðið snortinn af því, er ha.nn sá að sendisveit Dana í Washington væri minni en sendisveit íslands. Af þessu tilefni hefir vestur ís- lenzk kona, sem er gift dönskum manni þotið upp á nef sér og sett ofaní við unga piltinn — fyrir það að hanp væri að senda Dönum hnífilyrði. ÞETTA MEINLAUSA hjal — og broslega upphlaup hinnar dansk-giftu ágætu konu þurftu Leninskólamennirnir endilega að nota sér — það er sama viðleitn- in! — Það er rétt fyrir fólk að vera á verði gegn þessum piltum og iðju þeirra. Unglingar eru við- kvæmir. Við eigum fjölda ágætra ungmenna vestra. Látum ékki sora menn hér heima spilla þeim fyrir okkur. BERGÞÓR GUÐMUNDSSON skrifar um „Mannlausu eyjuna“: „Fyrir nokkrum dögum bar fyr- ir mig nýstárlega sýn. Ég sat á klettunum inn við Viðeyjarsund og horfði yfir á eyjuna. Sá ég hvar stórskip lá þar við gamla bólverk- ið og lagði hvítan strók af gufu i ipp úr eimpípu skipsins. Það flugu minningar með leiftur hraða um hugarlönd liðinna ára og sá ég í anda liðins tíma eins og það hafi verið í gær. „ÞEGAR ÉG var unglingur, ný- kominn frá fermingu og altaris- göngu, var Viðey eitt iðandi hverfi af ungu og gömlu starfandi fólki. Þar voru geymd kol fyrir skipin, sem höfðu með strandgæzlu eftir- litið að gera. Kárafélagið gerði þar út botnvörpuskip, Steinolíufélag íslands hafði þar olíugeymslupláss, þar voru saltfikreitir, vöskunar hús, og salthús." „STÓRT HÚS VAR þar‘ sem fullt var af ungum mönnum og stúlkum sem, í daglegu tali var kallað Glaumbær. í kjallaranum borðuðu aðkomu verkamenn, sem aðeins voru við uppskipun á kol- um og salti sem kom til eyjunnar. Fengum við frían saltfisk og hafragraut, en kaffi, brauð, sykur og smjör urðu við að hafa með okur til vikunnar, ef um svo langt tímibil var að ræða. Á kvöld’n eftir vinnu, vorum við unglingarn ir vanir að hópa okkur saman og vera að leikjum í „boltaleik" „hverfa fyrir horn“ eða þá í „felu leik“ og „eitt par fram“, sem kall að er, sumar af ungu stúlkunum, sem unnu í fiskverkunarhúsinu voru með okkur kolastrákunum í ærslunum sem voru ekki velþokk uð af þeim eldri, sein viídu halda kvöldin heilög og hafa svefnfrið.“ „NÚ ER MINNA um að vera í gömlu eyjunni minni, sem ég á svo margar fagrar og skemtileg- ar minningar um, er ég var sveitt ur, þreyttur og svartur af kolaryki eða hvítur af salti úr fiskvinn- unni.“ „ÉG HITTl gamlan verkstjóra, sem hafði verið mörg ár í Viðey og sagði hann mér, að nú væri ekki nokkur maður á eyjunni, nema úti á Viðeyjarbúinu svo- nefnda, en það er vestast á eyj- unni og er hægt að framfleita þar fjölda nautgripa. Það eru tvennir tímarnir, og sárt til að vita ef gamla eyjan á að leggjast i auðn og engar framkvæmdir verða hafð ar í frammi til að reisa við at- vinnulífið á nýjan leik hér við Viðeyjarsundin.“ „ÉG LAS í blöðunum ekki ails fyrir löngu um fyrirhugaða báta- höfn fyrir þá báta sem gerðir éru út frá Reykjavík og hvernig því yrði fyrir komið, þar sem þrengsl Frh. af 6. síðu. wantar ©kÉur pú Iþegar til aS bera út í nekkur tsverfi í Bsænuisa. Hátt kaup. / Aiþýðublaðið. — Sísni 4900. Landganga í Normandie. Á imynd iþessari sjást amerískir hermenn jþyrpast á land á innrásarsvæðinu d Normanidie. 1 baksýn sjlást skip, er flytja aðra hermenn til orrustunnar um Frakkland. Myndin var send lioiftleiðis vestur um 'haf. 1P G VAR kominn héim til -L-** mín klukkan sjö og opnaði þegar fyrir viðtækið. Þá var ver- ið að lesa lista þeirra, sem teknir höfðu verið af lífi. — Dauðalistinn var svo lesinn á tveggja stunda fresti. Á stund- arfjórðungs fresti var endur- tekin tilkynningin um tíu milljón króna verðlaunin. Eg liokaði fyrir viðtækið og reyndi að einbeita huganum að við- fangsefnum morgundagsins. En skyndilega brá mér ónota- lega í brún. Eg minntist þess, að það var miðvikudagur. Ég hafði gleymt að láta stimpla lögreglu- spjald mitt. Eg hafði gert mig sekan um það að forðast lög- regluna sama daginn og morðið var framið. — Eg sat þarna og hugsaði ráð mitt. Myndi dr. Novak verða yfirheyrður? Myndi hann gefa lögreglunni upplýsingar, er færðu henni heim sanninn um það, að ég hefði veriS staddur örskammt frá morðstaðnum á sama tíma og morðið var frajnið? Myndu nazistarnir finna nokkuð, sem yrði til þess, að grunur félli á mig, ef þeir gerðu húsrannsókn hjá mér? Tékkneskur her- mannsbúningur hékk inni í skáp mínum. 'Mér hafði verið gefinn hann fyrir nokkrum vikum. Eg hafði þáð hann með þökkum, því að það var erfitt að afla sér góðra fata, og ég hafði gert mér vonir um það, að ég myndi geta látið gera mér góð föt úr hermannsbún- ing þessum. En nú varð ég að losa mig við þennan her- mannsbúning hið fyrsta. Á borðinu, sem ég notaði sem skrifborð, lá bók, er fjallaði um flota allra landa heims og önnur, er fjallaði um stór- skotalið allra landa heims. — Raunar virtist ekki ástæða til þess að ætla, að bækur þessar yrðu mér til óheilla. En ef þær fyndust í fórum mínum eftir að sannazt 'hafði, að ég hafði ekki látið stimpla lögregluspjald mitt um daginn og verið nær- staddur morðið, gat málið horft öðru vísi við. Það var orðið harla fram- orðið. Það var senn að því komið, að öll umferð skyldi hætt. Það var tilgangslaust fyr- ir mig að reyna að komast til Siilaa*! greliss lögreglustöðvarinnar. 'Eg reis á fætur eins og ósjálfrátt, slökkti ljósið, tók mér stöðu úti í horninu við gluggann og horfði út á strætið. Þeir, sem voru síðastir fyrir, hröðuðu sér heimleiðis áður en klukkan. yrði níu. Allir stefndu í sömu átt, karlar, konur og börn, — burt frá miðhluta borgar- innar. Þegar klukkuna vantaði fjórðung í níu, voru strætin mannlaus. Brátt sá ég fyrstu Gestapoverðina koma á vett- vang. Þetta . voru Wehrmacht- hermenn á grænleitum einkenn- isbúningum með riffla um öxl. Þeir fóru sér ekki' óðslega að neinu. Þeir gættu vendilega að því, hvort nokkur væri erin á 'ferli úti á strætunum, leituðu í skuggunum og hurfu inn í íbúð- arhúsin. Þegar ég stóð þarna og reyndi að gera mér grein fyrir því, hvað til bragðs skyldi taka, heyrði ég hávaða utan af stræt- inu. Eg skyggndist út á'nýjan leik, en það varð ekki um það villzt, hvað var að gerast þar niðri. Hávaðinn stafaði af því, að stfgvél glumdu á torgi heil- ags Wenceslausar. Það var æskulýðsfylking Hitlers, sem hér var á ferð. Úti þar voru hundruð ungra drengja, og hver þeirra bar kyndil í hendi sér. Þeír gengu framhjá, þögulir og hátíðlegir. Dökkir fánar blöktu á hundruðum fánastanga. — Drengirnir höfðu fylkt liði ein- hvers staðar í hinum forna borgarhluta og þaðan lagt upp í skrúðgöngu sína. Venjulega syngur æskulýðs- fylking Hitlers. Hún þeytir lúðra. Þar er um að ræða drengi, sem stæla hina full- orðnu í öllum háttum sínum. En í kvöld var um hljóðláta fylk- ingu að ræða, en þögn þeirra var eiigi síður uggvænleg en há- reysti þeirra og ærsl. En jafn- framt fótátaki æskúlýðsfylking- arinnar gat annan fvrirgang að heyra. Hermenn h'rintu upp hurðum, ruddust inn í hús og leituðu í íbúðum fólks. Orð eins og „Aufmachen“ óg „Ihre Le- gitimation" gullu við. Einnig heyrðist til lögreglubifreiðanna, sem fluttu Tékka brott út í ó- vissuna og ógnina. Það var liðið nær lágnætti, þegar ég háttaði. Eg reyndi að i m iptnr. sofna, en varð ekki svefnsamt. Og mér er næst að ætla, að fæstum Pragbúum, sekum jafnt sem saklausum, hafi orðið svefn samt þessa nótt. * Fréttirnar morguninn eftir voru sízt betri. Nöfn fjölmargra manna, sem teknir höfðu verið af lífi um nóttina, voru lesin upp. Eg snæddi morgunverð í skyndingu hinni mestu. Klukk- an níu hafði ég brennt bækurn- ar og hermerkin af einkennis- búningnum. Eg vafði einkennis- búningnum inn í dagblað og fór með hann til klæðskera, sem ég þekkti. Hann hófst þegar handa um það, að sníða föt úr honum. Eg ánnaðist kennsluna að vanda. Eg var ákveðinn í því að kenna gleymsku un\,það, að ég ‘haifði ejkki láitið istimpla lög* regluspjaldið, ef ég yrði yfir* heyrður. Hátalararnir þögnuðu svo að segja ekki allan daginn. Þar var brýnt fyrir fólki að efna til samvinnu við lögregl- una og þýzka herinn og Tékk- um ógnað með öllu illu, ef þeir framseldu ekki árásarmennina. Þegar leið að kvöldi, færðist þögn yfir Pragborg. Léikhús og kvikmyndahús voru lokuð. — Verzlanir voru < f lokaðar, Kaffihús og skemmtistaðir voru lokuð, og það var slökkt á götuljóíiunum. Þriðji dagur- inn leið óg alltaf var sömu sögu að segja. Nazistarnir héldu á* fram hermdarverkum sínum, og ógnunum þeirra í garð Tékka lim ti hvergi. Heydrich var enn lí s. Nöfnunum á list- anum yfir þá, sem teknir höfðu verií af lífi, fjölgaði sífellt. En Tékkarnir létu hermdarverkin og ógnanirnar lítt á sig fá. Eg fór heim til nemenda minna eins og * venja mín var aðra daga. Þegar ég kom heim til eins þeirra, Stefáns Kalda, málaflutningsmanns kom frú Kalda, seui var fögur, gráhærð kona, sjáif til djna. Henni var mikið niðri fyrir. Maður henn- ar hafði kki komið heim í tvo sólarhringa. Hún fór þess á leit við inig, að ög færi sem vinur fjölskyldunnar til aðalbæki- stöðvar Gestapo í borginni og gerði tilraun til þess að afla Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.