Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 2
ALWÐUBLAÐIÐ Þriðjudagnr 25. Júlí 1944 Skipulagsuppdráttur af vinnuheimili berklasjúklinga Efst sjást vinnuskálar, þá aðalbyggingin, svartlituð, efst í horninu til hægri, þá gróðurhús, til vinistri, og trjálundir meðfram vinnusfeálunxmi, en þar fyrir neðan, svartlituð, smáhús þau, sem nú er byrjuð bygging á. vmnuhe JarSarfir dr. QiíS- mundar Fmnbogai ar fór fram í gær. JARÐARFÖR Dr. Guðmund ar Finnbogasonar fór fram frá dómkirkjunni í gær. Hófst athöfnin með húskveðju að heimili hins látna og flutti séra Friðrik Hallgrímsson húskveðj una, en séra Sigurbjörn Einars- son þjónaði í kirkju.. í kirkju báru háskólakenn- arar kistuna, en úr kirkju gaml ir samstarfsmenn hins látna. Heima báru kistuna út nánustu frændur og vinir, en í kirkju- garðinn ungir frændur og vinir. Kransar bárust frá háskólan- um, landsbókasafninu, Bók- menntafélaginu, kennslumála- ráðuneytinu, milliþinganefnd í skólamálum, menntamálaráði, Sambandi íslenzkra barnakenn- ara, Lestrarfélagi kvenna, stjórn Dansk-íslenzka félagsins cg bekkjabræðrum hins látna. ívær bifreiðar fara ú!a ÍÐASTLIÐIN sunrmdag u'ltu tvser bifreiðar út af veginum, sín á hvorum Icanti á Hellisheíði, í lægð einni rétt austur undir Kömb nm. Maður sem kom þar að, sem bifreiðarnar lágu, sitt hvoru meginn við veginn, skýrði blað inu svo frá, að þetta hefðu ver- ið fólksbifreiðar úr Reykjavík, og hefðu verið farþegar í báð- um, en þá mun ekkert hafa sakað, þótt merkilegt megi virðast, hins vegar hafi báðar Prii. á 7. síðu. Fimm fyrsfu búsin eiga a9 vera filbúin og iúiariiæf um áramóf O INS OG kunnugt er hefir Samband ísl. berklasjúklinga haft fjársöfnun fyrir væntanlegt vinnuheimili sitt á undanförnum árum og hefir þjóðin bmgðizt vel við, og stutt þetta málefni af heilum huga og mun sennilegá gera fram- vegis. Á ársþingi sambandsinis 1940 átti það aðeins 5000 kr. í sjóði, en á síðasta ársþingi í maí í vor, var sjóðurinn orðinn hér um bil 900 000 krónur, og hefir hann vaxið örast eftir að alþingi samþykkti að gjafir einstaklinga til vinnuheimilis sjóðs berklasjúklinga skyldu skattfrjálsar. Eftir að sjóðurinn tók þessum vexti, með svo hröðum skref- um, sem raun ber vitni, fór stjórn sambandsins að hugsa sér fyrir jarðnæði, til byggingar og annarar starfsemi í sambandi við vinnu- heimilið. Ýmsir staðir komu til álits en eins og kunnugt er var valin landspilda við Reyki í Mosfellssveit og festi sambandið kaup á henni í fyrra, og er nú þegar þyrjað þar á byggingarfram- kvæmdum. í gærdag bauð stjórn bygging • arnefndar vinnuheimilisins | iblaðamönnum upp að Reykj- um til að skoða landið og þær frambvæmdir sem þar eru hafn ar og skýrði þeim frá fyrirætlun um S. I. B. S. í samibandi við vinnuheimilið. Er ianidspilda sú, sem sambandið hefir fest kaup á UiRi 30 hektarar og er þegar búið að skipuleggja og gera upp drártt að ibyggingum á landinu, nema aðal húsinu; teikningu þess er ekki lofcið ennþá, en hins vegar er búið að mæla út fyrir hvar það kemur til með að standa. Alla uppdrætti hafa gert arki tektarnir, Bárður Ísleiífsison og Gunnlaugur Halldórsson. Landi þeissu hallar á móti suðvestri og er því imjög sólríkt, en rétt á miðju svæðinu er melur, og um það svæði koma byggingarn ar, og er.nú þegar byrjað á 5 smgen'i húsunum, en þau eru hugsuð að verði rúm tuttugu. Eru bessi litlu hús, aðallega hugsuð fyrir langdvalarvist- menn á heimilinu, en aðalbygg- Frh. á 7. síðu. Ríkissfjórnin fyrirskipar leigumat á herbergjum gisfihúsa á — ^ ____________ Heglugerð gefin út fyrir helgina. RÍKISSTJÓRNIN hefur gef ir út nýja reglugerð um leigumat á herbergjum gisti- húsa. Segir svo í reglugerð þess- ari: „1. gr. Þegar eftir gildistöku þessarar reglugerðar, skulu húsaleigunefndir (úttektar- menn í sveitum) framkvæma leigumat á öllum herbergjum gistihúsa í umdæmi sínu. 2. gr. Við framkvæmd þessa mats skulu húsaleigunefndir kynna sér allt það, er áhrif get ur haft á leiguna, svo sem verð húsnæðisins, viðhald þess og ásigkomulag og taka jafnframt tillit til leigu sambærilegra gistihúsherbergja fyrir stríð, að viðbættri húsaleiguvísitölu og hlutfallslegri hækkun vegna verðhækkunar á vinnukaupi, hita, lýsingu og afgjaldahækk- ana á fasteignum, eftir því hve telja má þessa kostnaðarliði mikinn hluta af leigugjaldinu. Einnig skal taka tillit til þess, hvort gistihús eru rekin árlangt eða eniungis hluta úr árinu. Þar sem fleiri en 2 rúm eru í sama herbergi skal leigan metin fyrir hvert einstakt rúm. 3. gr. Þegar eftir framkvæmd matsins skal húsaleigunefnd birta með bréfi niðurstöðu þess fyrir forstöðumanni gistihúss, og er matið bindandi fyrir gisti- húsið frá þeim tíma nema áfrýj- að sé til yfirhúsaleigunefndar, en það skal gert innan 3 daga frá birtingu. Húsaleigunefnd skal þegar í stað senda félags- málaráðuneytinu og yfirhúsa- leigunefnd útskrift úr gerðabók sinni varðandi matið, og getur félagsmálaráðuneytið áfrýjað matsgerðinni til yfirhúsaleigu- nefndar og er það ekki bundið við framangreindan 3 daga áfrýjunarfrest. Sé matsgerðum utan Reykja- víkur skotið til yfirhúsaleigu- nefndar, getur nefndin við mat sitt lagt til grundvallar skýrslu trúnaðarmanna á staðnum um ásigkomulag gistihúss og annað það, er áhrif getur haft á matið. Yfirhúsaleigunefnd annast birtingu þeirra matsgerða, er til hennar hefur verið skotið, fyrir forstöðumanni gistihúss og á- kveður frá hvaða tíma matið skuli gilda. 4. gr. Þegar mat á herbergj- um gistihúss hefur verið endan- Fxh. á 7. Paniailys á astliðim B©lli Eggðrtsson, Frá fréttaritara Alþýðublaðsins AKUREYRI í gærkveldi. KLUKKAN tæplega 10 á laugardagskvöld valt vörubifreið út a£ vegintmi héð- an frá Akureyri á austanverðri Vaðlaheiði. Fór bifreiðin eina og hálfa veltu. Bifreiðin, sem var á leiðinni til Laugaskóla, var hlaðin öl- kössum og sátu fjórir menn uppi í bifreiðinni og sátu þeir á ölkössunum. Inni í stýrishús- inu var, auk bifreiðarstjórans, einn maður. f®rst|éri ®l- g®s- Aknreyrar. Þrír mennirnir, sem uppi á bifreiðinni voru, sluppu nær ómeiddir, en fjórði maðurinn, Bolli Eggertsson, forstjóri ÖI- og gosdrykkjaverksmiðju Ak- ureyrar, varð úndri bifreiðinni og slasaðist til bana. Hann var kvæntur og átti 2 börn. Mál þetta er nú í rannsókn hjá lög- reglunni. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Hlín Sigfúsdóttir, Bjargi Dalvík og Þórður Péturs- son bifvélavirki Reykjavík. Vélskip siglf í kaf í svarfa þoku á Húnafiéa. '... SkipsBiöfnin bjarg- aöisf og var ISnfi fil BngélfsfjarÖar. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins AKUREYRI í gærkveldi. SÍÐASTLIÐINN laugardag vildi það slys til á Húna- flóa í svartnættisþoku, að línu- veiðarinn Jökull frá Hafnar- firði, eigandi Beinteinn Bjarna- son útgerðarmaður, sigldi vél- skipið „Kolbrúnu“ frá Akur- eyri í kaf og sökk skipið nærrl samstundis. Skipshöfninni, sem mun hafa verið 15 manns, var bjavgað og var farið með þá til Eyrar í Ingólfsfirði. Slysavarnafélagið hefir verið beðið að láta björgunarskipið ,,Sæbjörgu“ sækja skipbrots- mennina og mun skipið gera það í dag, en það er nú statt fyrir Norðurlandi. Hafr. iúmiega 1 þúsundir manna sáu Sögusýn- ¥eriiÆr ©f til viSS @piit um íiæstu iielgi. ÍÐASTI dagur Sögusýn- ingarinnar í Mennta- skólanum var á sunnudaginn, aðsókn að sýningunni mátti teljast sæmilega góð; rúm- lega 10.500 manna skoðuðu sýninguna þann tíma, sem hún stóð yfir, þar af sóttu hana 1200 manns síðasta dag inn. Verið getur að sýningin verði opin um næstu heligi, því enn- þá munu margir vera eftir að sjá hana, sem hug hafa á því ,en ekki komið því við ennþíá, þrátt fyrir þann langa tíima, sem sýn- ingin hefir verið opin. Fraim eftir þessari viku mun sýningin verða opin fyrir her- rrvenn. Eins og kunnugt er, var það þjóðlhátíðarnefnd, sem efndi til sýningarinnar, og væri vel ef hún sægi sér fært að hafa sýn- inguna opna uim næstu helgi, því eins og áður er sagt mun marga fýsa að sjá hana, sem ekki haifa af ýmsum ástæðum getað séð hana ennþá. /í(/^b r 1 Cf ð ÆSTKOMANDI laugardag halda Færeyingar Ólafs- vökuhátíð sína. Hér í bænum gengst Færeyingafélagið fyrir hátíðahöldum þennan dag, og hefst hún með guðsþjónustu í Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.