Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 3
Mðjudagor 25. Júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐIÐ Rússar bruna áfram fil Varsjá: k Ófarfr Þjóðverja FRETTIN UM banatilræðið við Hitler hefir, að vonum, vak- ið mesta athygli manna al- " mennt undanfao'na daga. Enda er það mál rakið nán- ar á öðrum stað hér í blað- inu í dag. Það er að vísu at- hyglisvert mál, en þó tæpast svo alvarlegt eins og sögur fara af. Ekki virðist að svo stöddu horfur á því, að hans „regime“, stjórnarkerfi hans, sem nú hefir þjakað almúga manna í Þýzkalandi síðan 1933 sé að bila, enda þótt fjöl margir hershöfðingjar hafi tekið þátt í tilræðinu, ef trúa má fréttum frá hlutlaus um löndum. A HINN BÓGINN hefir það frekar farið fram hjá fólki, hvernig Rússar hafa sótt fram að undaförnu, hvernig út- reið Þjóðverjar hafa fengið á Ítalíu og í Normandie. Nú er svo komið, að Þjóðverj- ar munu ekki hafa eina ein- ustu borg á rússneskri grund á valdi sí,nu. Eftir töku Pskov, sem svo mikið hefir verið barizt um undan fama mánuði og Ostraov, hafa Þjóðverjar verið hrakt ír öfugir út úr Rússlandi, hvað sem Deutsches Nach- richtenbureau hefir um það mál að segja. Hætt er við að raddir þeirra Ditrichs og Göbbels reynist næsta hjá- róma þegar þarf að telja umheiminum trú um, að allt sé í ,,fínu lagi hjá þýzka hernum“ eftir hina síðustu viðburði. SAMTÍMIS þessum óförum í Rússlandi berast þær fregn- ir, að nú séu bandamenn innan skotmáls við Flórens og meira að segja í hafnar- horgum á vestanverðum I- talíuskaga. Raunar er þetta of veikt sagt, þar eð fregnir í gærkveldi hermdu, að bandamenn hefðu suður- hluta borgarinnar á valdi sínu, en hins vegar væri nörðurhlutinn. enn 1 ‘hönd- um Þjóðverja. í NORMANDIE fer einnig á svipaða lund fyrir Þjóðveri- um. Þar hafa þeir orðio að hörfa úr einu varnarvíginu í annað og hersveitir þeirra Montgomerys hafa hrakið af höndum sér hverja þá árás, sem þeir von Kluge og Romm el hafa reynt að hefja. í lofti eru svo greinilegri yf- irburðir bandamanna, að tæpast tjóar að ræða um það. Að vísu er sókn bandamanna heldur hæg í Normandie, en hún er örugg. Bæði á Cher- bourgskaganum og eins við Caen hafa Þjóðverjar farið hrakfarir iyrir hersveitum bandamanna. Þeir, sem bezt hluta fullyrða, að héðan af verði bandamenn ekki hrakt En miiBi gi@ssara föcsrga eru Hússar kemnir mikiu iengra vestur ©g hafa teki® Lublin @g lareslav. RÚSSAK gáfu í gær út dagskipan, þar sem þeir tiikynntu nýja sigra, mjög mikilvæga, Þeir tóku í gær borgirnar Lublin, sem er á leiðinni til Varsjá, svo og Jaroslaw, sem er um 90 km. vestur af Lwow. Russar hafa þar með sniðgenðið Lwow á hraðri sókn og virðist setulið Þjóðverja þar vera í miklum kröggum. Samkvæmt síðustu fregnum er barizt þar í úthverfunum og einnig í úthverfum Brest-Litovsk. Þá eru Rússar aðeins í 15 km. fjar Iægð frá Bialistok. Þá herða Rússar einnig sóknina til Dvinsk. Tekur viS af Wailace Mynd þessi sýnir Harry S. Truman, sem er öldungadeild- arþingmaður frá Indepence í Missouri. Hann er nú varafor- setaefni Demokrata og mun hann verða kjörinn, ef Roose- velt nær kosningu. Hann er nú sextugur. Georg Brefakonungur ‘T' ILKYNNT var í London 1 gær, að Georg Bretakon- ungur væri nú staddur á ítal- íu. Kom hann í flugvél í fyrra- dag og lenti á flugvelli skammt frá Napoli. Þaðan ók-hann í bif- reið í fylgd með Cunningham flotaforingja. Hann er þarna í heimsókn til hermanna Breta Iiinir síðustu sigrar Rússa þykja mjög mikilvægir, þar er bersýnilegt er, að þeir hafa sótt hratt framhjá Lwow og tekið Jaroslav, sem er langt vestur af borginni. Þjóðverjar hörfa hratt undan og verða fyrir á- köfu taugastríði Rússa, sem varpa niður flugmiðum, sem meðal annars hafa áletrunina Rokossovsky er að koma. Hefir miklum óhug slegið á fylking- ar Þjóðverja að undanförnu við hinar sífelldu hrakfarir. í fregnum, sem útvarpað var frá London í gær á norsku, sagði Winterton, Iregnritari blaðsins ,,News Chronicle” frá því, að sókn Rússa væri með ódæmum hröð. Þegar þeir hefðu byrjað sumarsóknina í ár, hefðu þeir verið yfir 800 km. frá landamærum þýzka rík isins, en nú eiga aðeins um 200 km. ófarna á breiðu svæði. Er Rússar tóku Lublin, tóku þeir urn leið um 1470 þorp og byggð ból. 172 þýzkir skriðdrekar voru eyðilagðir í gær. Flótti Þjóðverja er óskipu- Jagður og tæpast er um að ræða undanhald, heldur flótta, þar sem hver reynir að bjarga sér, sem betur getur. Víða halda halda Þjóðverjar öflugum stein steypuvirkj um, en yfirleitt flýja þéir skipulagslítið. og annarra bandamanna. Er þetta í fjórða skiptið, sem kon- ungurinn heimsækir hermenn bandamanna síðan styrjöldin hófst. Fyrst fór hann til Frakk- lands árið 1939, síðan til N,- Afríku, Möltu og nú síðast til Ítalíu eins og fyrr getur. í fjarveru hans var skipað ríkisráð fjögurra manna og meðal þeirra eru drottning hans og Elisabet krónprinsessa. ir í sjóinn, 'heldur sé von á aukinni sókn þeirra nú næstu daga, eða næstu vikur. HVAÐ SEM GERAST KANN á innri vígstöðvunum í Þýzkalandi næstu daga, þar sem blóðveldi Himmlers virð ist ríkja í algleymingi þessa dagana, er það nokkurn veg inn víst, að nú er farið að hrikta í húsi Hitlers. Það er ekki sama virkið og áðui’ v~r. „Festung Europa“, eða Evrópuvirkið er ekki eins rammgert og áður var. Þjóð in er tekin að ókyrrast, hún er hætt að trúa á „styttingu víglínunnar“ og annað það, sem Göbbels finnst heppilegt að hampa framan í þjóðina, manninn á götunni, sem ber hita og þunga dagsins. FRITZ OG KARL, sem sitja yfir bjórglasi við Unter den Linden í Berlín eru farnir að velta því fyrir sér, að ekki sé allt heilagur sanrlcikur, sem úi; er látinn ganga frá aðalbækistöð foringjans. Það mun stytta stríðið og jafn- framt ánauðina, sem flest lönd Evrópu hafa orðið að þola nú allt of lengi. enn saman. Þessi mynd sýnir þá Hitler og Keitel, yifirmann herforingjaráðls Þjóðverja. Samikvæmt fréttum í gærkveldi hefir Keitel verið einn þeirra, sem ekki hefir tekið þátt í uppreisninni gegn Hitler. Fjöl-. margir aðrir Ihershöfðingja hafa hins vegar séð þann ikost vænst- an að snúast gegn þeim Hitler og Himmler. Eftir samsærl^ gegn Hitler: Fjöldaaffökur Þýzkala og fangelsanir í iii Böndum Nöfnum hinna Bífláfnu er leynt, en fuliyrt, að Schacht ©g Neurath hafi ^eriö handteknir. 'jC* NDA þótt fregnir séu enn næsta óljósar af atburðunum í •®—4 Þýzkalandi, er það bersýnilegt, að samsærið gegn Hitler er engan veainn úr sögunni. Fregnir, sem borizt hafa bæði frá Sví- bjóð og Svisslandi bera bað með sér, að nú fara fram f jölda hand- * tökur, eftir að Himmler tók við völdmn. Hins vegar gera Þjóðverj ar sem minnst úr bessu í fréttum sínum. Sumir segja, sem bezt fylgjast með bessum málum, að blóðbaðið 1934 sé barnaleikur einn á móts við bað. scm nú er að írerast í landinu. Meðal hinna eldri stjómmálamanna, sem teknir hafa verið fastir, eru þeir Schacth, fyrrverandi forseti ríkisbankans þýzka og von Neurath, sem áður var ríkisstjóri í Tékkoslovakíu. Fullyrt er að fjölmargir menn hafi verið teknir áf lífi í hernumdu löndunum en mörgum þeirra er haldið leyndum. Talið er, að þetta sé gert til þess að sannfæra almenning um, að herinn sé enn hliðhollur Hitler og andvígur hershöfð- ingjunum og jafnframt til þess, að koma því inn hjá þjóðinni, að Hitler hafi enn fullkonið traust hennar. Franskir föðurlandsvinir hafa gert tilraun til þess að ráða. vcn Stulpnagel, yfirmann setulifs Þjóðverja í Frakklandi af dögum. 1 Annars eru fregnir af at- burðunum í Þýzkalandi enn næsta óljósar og erfitt að átta sig á því, sem þar er gerast. „Svéþska Dagbladet“ segir frá því, að því fari fjarri, að Himmler, sem nú hafi æðstu herstjórn heima fyrir, hafi tögl- in og hagldirnar og séu enn miklar viðsjár á heimavíg- stöðvunum. Eden, utanríkismálaráðherra Breta hefur látið svo ummælt, að nú hafi Hitler og þýzka þjóðin jafnframt séð skriftina á veggnum og það, sem gerzt hafi sé táknrænt um það, sem koma skuli. Hins vegar leggur Eden áherzlu á, að Hitler sé að eins tákri þess yfirgangs- og á- rásaranda, sem nú ríki í Þýzka- landí, og því verði hinar sam- einuðu þjóðir að vera á verði einnig eftir styrjöldina og ekki megi gera árásaröflum kleift að ráðast á nágrannana á nýjan leik. ÞeU hershöfðingjarnir Linde- mann, sem stjórnar þýzku herj- unum í Eystrasaltslöndunum og Kesselring marskálkur, sem stjórnar vörnum Þjóðverja á ít- alíu, hafa ekki vottað Hitler hollustu sína, og þykir það bera vott um, að óánægjan með hc-r- stjórn hans sé orðin næsta út- breidd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.