Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Mary Pickford og kjördéllir hennar. Það er langt síðan nokkuð hefur heyrst um Mary Piekford, kvikmyndastjörnuna, sem einu sinni var svo fræg áður en talmyndirnar komu til skjalanna. En hér birtist aftur ein mynd af henni, ásarpt manni hennar, Ruddy Rogers, liðsfor- ingja, og tveggja ára gamalli telpu, Roxane, sem þau hafa tekið sér fyrir kjördóttur. Hún hefur alizt upp hjá þeim síðan hún var sex mánaða. Þrir skipreikar Frih. aí 5. siðiu yrðu þeirra varir, og réru því burtu hiðj skjótasta. Ég synti einnig burtu, því að mér lék engan veginn hugur á því að verða tekinn til fanga af kaf- bátsmönnunum. Ég synti þarna fram og aft- ur aðra klukkustund áður en mér var bjargað. Þeirri klukku stund gleymi ég aldrei. Þetta var mesta hættustund lífs míns. Ég var í þungum fötum og hafði ekkert björgunarbelti. Ég var til þess neyddur að synda hvíld arlaust, því að annars sökk ég. Ég gafst mörgum sinnum upp og tók að sökkva, en þegar ég var kominn dálítið í kaf, svall mér jafnan móður og ég greip sundtökin á nýjan leik. En ég var vonlítill um það, að mér yrði bjargað. Ég sá ekki handa skil og gat ekkert hijóð greint annað en sjávarniðinn. Eg vissi að ég var staddur úti á Suður- Atlantshafi nær hundrað og fimmtíu mílur frá landi. Eigi að síður hélt ég áfram að þreyta sundið. * MÉR VA.R bjargað að lokum eftir að ég hafði neytt ítrustu krafta og fyllzt sárri beiskju í garð mannanna en sér í lagi þó Þjóðverjanna. Það var sami björgunarbáturinn og komið hafði í námunda við mig klukkutíma áður, sem bjargaði mér. Ég minnist þess, að ég gat ekki haldið mér uppi lengur og hrópaði til þeirra, að þeir yrðu að taka mig upp, því að ella myndi ég sökkva. Ég vaknaði til .meðvitundar, þar sem ég lá á botni björgun- arbátsins, víð það að káetu- þerna bar rommflösku að vör- um mér. — Ég fékk mér væn- an teyg og leið mun betur eft- ir en áður. Þar eð ég var hold- votur og kaldur, tók ég að róa. En ég hafði hlotið áverka á annað gagnaugað og sá því illa til, svo að ég hætti að róa en settist við stýrið í þess stað. á áfða tímygn Hálftíma áður hafði öðrum manni af áhöfn björgunarbáts- ins, sem sprengdur var í loft upp, verið bjargað af þessum sama björgunarbáti. Við vorum hinir einu, sem komust lífs af af áhöfn bátsins, en hún hafði verið skipuð tuttugu og fjór- um mönnum. Þegar við höfðum þreytt róð urinn í nær tíu mínútur, sáum við kafbátinn á nýjan leik. Við reyndum að róa brott frá hon- um, en hann hafði orðið okk- ar var og tók nú stefnu í átt- ina til okkar. Þegar hann kom nær, hrópaði kafbátsforinginn til okkar og skipaði okkur að koma tuttugu metrum nær. Brátt lá björgunarbáturinn, sem við vorum á, samsíða kafbátnum. Kafbátsforinginn spurði eins kurteislega og mað ur getur frekast vænzt af Þjóð- verja, hvað skipið héti, hver hefði verið farmur þess og um annað slíkt. Við svöruðum öll- um spurningum hans og spurð um hann, hversu langt væri í land og hvaða stefnu við ætt- um að taka, en þeim spurning-1 um svaraði hann að sjálfsögðu ekki. Loks óskaði hann okkur alls farnaöar og heilla og. hvarf í djúpið. Víð héldum áfram að róa þarna fram og aftur í hálftíma, en þar eð /við fundum enga fleiri, undum við upp segl. Ég ákvað stefnuna, og báturinn stefndi hratt í áttina til lands. Klukkan um sex næsta morg un sáum við ljós á skipi á stjórn borða við okkur. Við sendum út neyðarmerki og gáfum skip- inu til kynna, að óvinakafbát- ur væri í námunda við okkur. Skipið svaraði okkúr því til, að við skyldum koma upp að bak- borðshlið þess. Það tók okkur þó klukkutíma, því að nú var tekið að hvessa og sjór að þyngjast. Nú var mjög tekið að 'birta, og tíu mínútum síðar varð vart við annan björgunarbát með Guðjön Á. Sigurðsson frá Kirkjubélis núlifandi kynslóðar OÓÐIR íslendinigar! Vér höf- um nú istigið síðast'á og mik ilvægasta sporið í frelsisbaráttu vorri. Þann 17. júní var lokatak markinu n)áð; 17. júní var há- tíðisdagur allra íslendinga og í framtíðinni ætti hann að vera það. Þann dag rann sól frelsis og hamingju upp á himinn ís- lenzku þjóðarinnar eftir að hafa legið niðri um sjö alda skeið. Þann dag var það verk fullkomn að, sem þjóðin hefir þráð og barizt fyrir; þann daig var síð- ustu viðjum erlendra yfirráða kastað í haf hins örlagamikla tíma og nýtt og frjálst tímabil hafið í l'ítfi, sögu og starfi hinn- ar íslenzku þjóðar. Þjóðin hefir verið lengi á eyðimörk ófrels- is og hörmunga og er nú síðasta sporið stigið yfir til fyrirheitna landsins. Þann dag bjarmaði eld ur hinna fórnfúsu sona þjóð- arinnar, þeirra sem lögðu vinnu sína hug og lífsorku til að, skapa frjálsa og fullvaldja þjóð að nýju. Þjóðin er nú aftur orðin frjáls eftir sjö alda yifirráð Noregs- og Dana konunga og þjóðin hefir fundið sjálfa sig að nýju og end- urheimt isitt gamla frelsi að fullu og öllu. Kosningarnar sem fram fóru þann 20.—23. maí síðastliðinn sýndu bezt að ennþá, — ,,í sarna landi 'hinn sanni lifir frelsis- andi“, hinnar íslenzku þjóðar; óskertur og lábrotinn hefir kjarni þjóðarinnar staðið af sér allar hörmungar áfrelsisáranna, brotið af sér f jötra gamla sátt- mála, ónýtt aðgerðir Kópavogs- samningsins og öll Iþau höft, sem erlent vald hefir lagt á hana svo þær viðjar verða aldrei að eilífu endurnýjaðar. — „Aldrei, aldrei bindi þig bönd nema bláífjötur ægis við. klettótta strönd“ fcvað skáldið, og megi þær frelsis og manndóms hugsjónir lifa í hjarta og athöífnuim hvers ein- asta íslendings á komandi tím- um. Þjóðin hetfir lílka átt við hér- lenda ertfiðleika að stríða, nokkr ir synir hennar hafa reynst henni óþaríir eins og sagan bend ir á, ekki aðeins þeir ,,sem brátt við blóð og morð blettuðu sjálfs síns frægðar orð“ eins og Matt- hías Jocihumsson kveður um Gissur jarl, fyrsta og síðasta jarl ytfir íslandi, heldur hver sé, sem reynist sjálfum sér og þjóð sinni ótrúr, en sú iskáhnöld er liðin hjá svo etftir eru aðeins dökk- ir blettir sögunnar og daprar endurminningar fortíðarinnar. Gætu þeir þó ekki verið kom- andi kyn'slóð til aðvörunar? Þér, sem komuð saman þenn an dag, hvort sem það heldur var á Þinigvelli eða á fæðingar- stað Jóns Sigurðssonar, eins hins ibezta og fremsta frelsis foringja íslenziku þjóðarinnar, hljótið að eiga bjartar og ó- gleymanlegar minningar eftir hann og er ég viss um, að tár, sam blikuðu á hvörumum sumra þennan dag, er kirkjuklukkun- um var hrimgt, hafa borið vott um hreinan gróanda í íslenzku þjóðtífi. Vér, sem erfum landið, verðum að verja það, verja það með drengskap og dáð; það á að vera -manndómur vor, sem kemur þar til greina sem vörn, en e'kki istál og blý. Vér verð- um að gæta þess, að það er ekki aðeins vér, sem nú litfum, sem eigum að erfa landið, heldur sem meira er um vert, niðjar vorir hljóta það, hljóta. þann rétt og það frelsi, sem forfeður vorir skópu fyrir þúsund árum, það vou þeir, sem lögðu fyrstu hornsteina undir lýðveldið. Þó nokkrir ógæfusamir niðjar þeirra reyndu að kasta og köst- uðu þeim rétti fyrir fætur Nor- egs konunga og síðar Dana, hefir þriáðurinn haldist óslitinn, þó oft hafi á hann teigst, og ef vér Mtum yfir blöð sögunnar í heild og reynuni að vera réttsýnir, I þá sjáuim vér víti þau, sem eiga að vera hi'nu nýja lýðveldi til varnaðar. Það var ekki aðeins fyrir ásælni og brögð Hákonar gamla að máttarstoðir þjóðveld hins forna hrundu og hin svarta ófrelsisnótt lagðist yfir gamla Island; það var líka fyrir þrá- kelkni íslendinga sjálfra, að svo fór, fyrir þorsta þeirra í auð og völd, fyrir sundrung þeirra og minnimáttarkennd; þeir van treystu sjálfum sér og þjóðinni um leið, þeir köstuðu þeim dýr asta arfi, sem nokkur einstakl- ingur og þjóð getur átt, frelsinu. Það var dkki nema lítill hluti landsmanna sem var svo veill, en sá hluti réði þá, og ennþá lif- ir þó lítið sé, etftir atf þeim ó- heilla höggormium sem nöguðu rætur þjóðSveldisins forna, þó þeir reyndust nú máttvana. Hverjum er þessi sigur að j þakka? Er hann os-s, isem nú lif um, einum að þakka? Nei! Síð- ur en svo; þó landvættir væru þessari kynslóð siVo hliðhollir, að velja hana til að fullkomna þetta venk, er það ölum þeim að þakka sean á liðnum öldum hafa lagt hlekki í frelisismenið með störf- um sínum og fórnanvilja, þeim, sem skráðu bókmenntir vorar, því á þeim byggðu brautryðjend ur vorir rétt vorn, án þeirra hefði starfið orðið ókleift, án þeirra hetfði sverð tungunnar ekki getað höggvið þær viðjar sem um oss voru hnýttar. Er ekki ósérplægni þeirra manna eftirtektarverð? Ekkert hirtu þeir um að halda sér fram settu ekki n'öfn sín hvað þá meira, á þau verk, sem skapað hafa þjóð þeirra þann heiðurs- sess og þann 'frelsis krans, sem krýndi Fjallkonuna 17. júní. Þann dag hlutu allir að sjá bjarma fiyrir nýju tímabili í þjóð árætfinni. Ætti það ekki að vera metn- aður vor, sem lifum þessi merki legustu tímiamót, að vinna að því öll í bróðurhug, að tryggja og styhkja þetta óska barn vort — íýðveldið — svo því verði aldrei að eilífu kollvarpað í urn róti komandi alda? Jú vér ger- um það ibezt með því að elska, byggja og treysta á landið, auka og tendra trúna á það; oig það er verk hvers einasta íislendings og ef einstaklingurinn er sjátí- um sér og landinu trúr, er þjóð in það öll i heild. Þjóð er vitan anlega saimansafn margra ein- staklinga. Góðir íslendingar! Setjið þegn skap yðar og trúna á landið ofar öllu, þá mun nýja lýðveldinu vegna vel, þá mun andi' Jóns Sig urðssonar vaka, ríkja yfir hug- um og athöfnum. manna á kom- anidi tímum. Þá mun sól hins nýja lýðveldis, sem upp rann 17. júní, aldrei ganiga til viðar. tuttugu og fjóra menn um borð. Nokkrir ■ þeirra reyndust sárir og voru bornir inn í. salinn, þar sem ég lá, en þar var búið um sár þeirra og þeim veitt sú hjúkrun, sem auðið var. Strax og sár mín höfðu ver- ið hreinsuð og um þau búið, var ég fluttur inn í klefa inn af salnum og látinn vera í n^Ut, fötum einum fata. Það kom f ' ljós, að tuttugu og þriggja manna af hinni sextíu manna áhötfn var saknað. Nl. á morgun. Þnðjudagur 25. JaK 1944 . . . Það er það, sem þessi kvikmyndadís, Janis Carter heitir hún, er að hugsa um að notfæra sér sem bezt í hin- um létta baðbúningi sínum. Og það er nóg af hvoru- tveggja á strönd Kaliíorníu, en þar á hún heima. Gólfntði Íslands. GOLFMÓT íslands hófst síð astliðin laugardga með undirbúningskeppni. Sextán efstu keppendurnir í undirbún ingskeppninni, keppa síðan í meistaraflokki, en hinir í 1. fl. Golfmótið er að þessu sinni haldið í Skagafirði. í undirbúnmgskeppninni á laugardaginn varð Gunnar Hall grímsson frá Akureyri stig hæsti keppandinn, en næstur honum var Gísli Ólafsson nú- verandi Golfmeistari íslands. Fyrsta' umferð meistaramóts ins fór fram á sunnudaginn og báru þá sigur yfir keppinaut- um sírium eftirtaldir menn: Gunnar Hallgrímsson, Frímann Ólafsson, Jóhannes Helgason, Þórður Sveinsson, Sigtryggur Júlíusson, Sveinn Ársælsson, Helgi H. Eiríksson og Gísli Ó- lafsson, í gær fór svo 2. umferð móts ins i fram og kepptu, Gunnar Hallgrímsson, Frímann Ólafs- son, Jóh. Helgason, Þórður Sveinsson, Sigtr. Júl. og Sveinn Ársælsson og Helgi H. Eiríks- son og Gísli Ólafsáon. Um úrslit inn í gær er blaðinu ekki kunn ugt. Frh. af 4. síðu. heyrnartæki og hljóðmagnar- ar, hafa möguleikarnir aukizt á því að nota heyrnarleifar málleysingjanna við að kenna þeim að tala. Nú er svo komið, að í öllum málleysingjaskólum Bandaríkj- anna eru fullkomin tæki til að nota til hins ýtrasta við kennsl- una þær heyrnarleifar, sem hjá málleysingjunum kunna að finnast, og tæki til að mæla nákvæmlegci, rive miklar þær eru hjá hverjum einstaklingi. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.