Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 4
 ALPYQUBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. Júlí 1944 (Uþijðttblaðtó Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Gálgafrestur. FREGNIRNAR af þeim við- burðum, sem undanfarna daga hafa verið að gerast suð- ur á Þýzkalandi, á bak við stálvegg þriðja ríkisins, eru enn svo óljósar, að ekkert verður með vissu sagt um sjálfa við- burðarásina eða þá menn, sem höfuðpersónur hafa verið í henni. Það eitt virðist hafið yf- ir allan efa, að tilraun hafi verið gerð til þess að ryðja Hitler úr vegi og nokkur hluti herforingjastettarinnar gert uppreisn. En hvorttveggja hef- ir mistekizt, og Þýzkaland er eftir sem áður harðlokað land; engum fregnum er hleypt út þaðan öðrum en þeim, sem böð- ulsstjórn nazismans leyfir að ibirtar séu umheiminum. Og leynilögregla Himmlers hefir fengið œðstu völd í landinu til þess að gera upp reikninginn við uppreisnarmennina og bæla með (blóðugri hendi niður hverja þá hreifingu innanlands, sem vart kynni að verða í þá átt, að losa þjóðina undan oki hins óða manns í Rerchtesgaden og binda enda á ófriðinn. En isvo óljósar, sem allar fregnir eru af þessum viðiburð- um, þá dylst engum, að hér hefir verið um hreifinigu að ræða svipdða þeirri, sem varð Mussolini að falli á Ítalíu fyrir ári síðan. Það eru í bóðum til- fellum herforingjar af gamla skólanum, sem rísa upp til þess að reyna að losa .sig við harð- stjórann, þegar þeir sjá, að allt er komið í óefni, ef vera mætti, að þeir gætu með^ þyí bjargað sínu eigin skinni. Á Ítalíu tókst það; þar var þá þegar farið að losna svo um þrælatök fasism- ans á hernum og þjóðinni. En á Þýzíkalandi virðist það hafa mds tekizt, iþótt tilraunin sé gerð ári síðar þar; svo miklu ægi- legri er sú ógnarstjórn, isem þýzki nazisminn hefir á þjóð sinni. Þetta kemur engum, sem til þekkir, á óvart; enda hetfir oft verið á það bent, þegar bolla- leggingar ‘hafa verið uppi í löndum bandamanna eða hlut- lausra þjóða um bmðlega inn- anlandJs uppreisn í Þýzkalandi eins og þá, sem batt enda á síð- ustu heimsstyrjöld, hve varlega bæri að treysta á slíkt nú, svo blóðug sem ógnarstjórn naz- ismans væri einnig innanlands og vonlítið fyrir hina undirok- uðu þjóð, að rísa upp gegn böðl- um sínum fyrr en henni hefði borizt hjólp til þess utan að, annaðhvort frlá hernum á víg- stöðvunum eða frá bandamönn- um sjláifum. Þetta virðist nú líka vera komið á daginn. Jafnvel her- foringjarnir, sem þó frekast mátti ætla að einhver ráð hetfðu til þess, að steypa harðstjóran- um og' böðulsveldi hans, hatfa ekki reynzt þeiss megnugir, þrátt fyrir síversnandi horfur á öllum vígstöðvum ogivaxandi öngþveiti innanlands aíf völdum loftárásanna; og því verður Siðarl grein Brands Jónssonar: Hállejrsingjakennsla fjrrr og siðar. IÞýzkalandi var fyrsti al- menni skólinn stofnaður í Leipzig 1778, og er þar ennþá stærsti málleysingjaskóli lands- ins. Fyrsti skólastjóri hans var Samuel Heinicke. Hann for- dæmir kennsluaðferð de L’Epée og bendinga- og fingramál hans; en leggur alla áherzluna á að kenna nemendunum að tala. Heinicke' hélt kennsluað- ferð sinni stranglega leyndri, og er lítið vitað um hana ann- . að en það, sem nemendur hans hafa sagt, og svo úr bréfum, i sem hann og de L’Epée höfðu skipzt á. Heinicke taldi, að það væri því aðeins mögulegt að kenna heyrnarlausum börn- um að tala, að annað skilning- arvit gæti tekið við störfum heyrnarinnar, og til þess valdi hann bragðið, að við hvert hljóð, sem hann kenndi barn- inu, gaf hann því vökva með mismunandi bragði fyrir hvert hljóð. Aðférð Heinicke náði engri útbreiðslu, og þeir, sem komu eftir hann, notuðu aðferð de L’Epée, en þó hafði tilraun hans þau áhrif, að málleys- ingjakennarar fóru að athuga betur de L’Epée-aðferðina. í Englandi var fyrsti mál- leysingjaskólinn stofnaður skömmu eftir 1800. Frá því 1783 hafði maður að nafni Braidwood haft einkaskóla fyrir málleysingja og grund- vallað þá kennsluaðferð, sem síðar var notuð í fyrsta enska ríkisskólanum, sem stofnaður var í Englandi nokkru eftir i dauða Braidwood. Kennsluað- , ferð Braidwoods var alveg ólík de L’Epée-aðferðinni. Hann lagði aðaláherzluna á mál- kennslu, hafnaði alveg bend- ingamáli de L’Epée og áleit nemendurna því aðeins geta hugsað skýrt, að þeir þekktu orð og hugtök til að klæða hugsanir sínar í. í Þýzkalandi gerðú tveir menn í byrjun 19. aldar til- raun til að taka upp kennslu- aðferð svipaða Braidwoods, en tilraunir þeirra fóru út um þúfur. Þegar kemur fram und- ir miðja 19. öld, eru ríkisskól- ar fyrir málleysingja komnir á stofn í menningarlöndum og skoðanir manna á málleysingj- um mjög orðnar breyttar frá því, sem áður var. í Þýzkalandi var maður að nafni Friedrich Moritz Hill sérstaklega valinn af yfirvöldunum til að kynna sér kennslu málleysingja við málleysingjaskóla, sem þá hafði verið stofnaður í Berlín fyrir nokkrum árum. Hill var mjög vel til þessa starfs fall- inn, hann hafði fengið framúr- skarandi góða menntun í upp- eldisfræði hjá hinum fræga uppeldisfræðingi Pestalozzi. Hill helgaði upp frá þessu mál- efni málleysingjanna alla krafta sína og kennsluaðferð sú, sem hann grundvallaði, breiddist svo út um allt Þýzka- land, til Englands og víðar. Það má segja um kennsluað- ferð Hills, að hún hafi verið eins konar sambland af kennsluaðferðum þeirra de L’Epée og Heinicke. í byrjun kennslunnar notaði Hill það eðlilega bendingamál, sem málleysingjarnir höfðu bú- ið sér til sjálfir, áður en þeir komu í skóla, kenndi þeim svo eins fljótt og hægt var orð, sem þýddu það sama og bend- ingarnar, og lagði síðan bend- ingamálið smátt og smátt nið- ur og byggði kennsluna á tal- máli. Ritað mál notaði hann ekki fyrr en síðar, eða þegar hann taldi að nemendumir hugsuðu á því talmáli, sem þeir höfðu lært, en ekki á rit- málinu. Kill lagði mikla á- herzlu á að heyjrnarlausiý nem- endur lærðu málið á sem lík- astan hátt og barn lærir það, að svo miklu leyti, sem þess er kostur. Hann taldi, að mál- leysingjakennarar ættu að hafa hugfast, hvernig móðir kennir litlu barni sínu að tala, og taka sér það til fyrirmynd- ar (die Mutter Methode). Kennsluaðferð Hills tók þó síðar þeim breytingum, að bendingamálinu í byrjun kennslunnar var meira og minna hafnað. Þó að Braid- wood, sem áður er getið, og eftirmenn hans hefðu allmikil áhrif í Englandi, notuðu þó flestir þar aðferð de L’Epée langt fram eftir 19. öld, en 1866 var stofnaður skóli í London, og var þar notuð kennsluaðferð Hills. Fyrsti forstöðumaður hans hafði feng- ið kennaramenntun sína í mál- leysingjaskóla í Wien, en þar var notuð kennsluáðferð Hills. Kennsluaðferð þessi breidd- ist svo út til annarra skóla í Englandi, en þeim fjölgaði nú óðum. EinS' og ég gat um áður, barst kennsluaðferð de L’Epée til Bandaríkjanna, og fyrsti skólinn þar var stofnaður í Hartford í Connecticut 1817. < Um 1860 byrjaði kona að na|ni H. B. Roger einkakennslu með nokkur mállaus börn í Boston. Roger hafði enga kenn- aramenntun fengið, en bjó sér til sína eigin kennsluaðferð og kenndi riemendum sínum að tala. Þetta vakti mikla athygli, og árið 1867 gaf John Clarke, banlastjóri í Northampton, 300 000 dollara til stofnunar skóla þar’ í borginni, og skyldi Miss Roger veita honum for- stöðu. Hennar naut ekki lengi við, og lézt hún eftir fárra ára starf. Þá tók Miss Caroline Yaie við skólanum og veitti honum forstöðu í 40 ár með eindæma dugnaði. Fyrir áhrif frá Miss Yale og skóla hennar, sem ber nafn þess, sem gaf fé til stofnunar hans og heitir Clarke School for the Deaf, fóru menn að endurskoða kennsluaðferð de L’Epée, sem þá var eingöngu notuð í þeim málleysingjaskólum, sem stofn- aðir höfðu verið í Bandaríkj- unum, en það varð til þess, aö gamla aðferðin var tiltölulega fljótt lögð niður og kennsluað- ferð sams konar og í Clarke- skólanum tekin upp við flesta málleysingjaskóla Bandaríkj- anna, og var hún í aðalatriðum eins og kennsluaðferð Hills, sem áður er lýst. í Evrópu breiddist kennslu- aðferð Hills í lok 19. aldar út til flestra landa, og menn fóru að gefa kennslu og uppeldi málleysingjanna meiri gaum. Augu stjórnarvaldanná í flest- um menningarlöndum opnuð- ust fyrir þeim skyldum, sem þau höfðu við þessa bágstöddu þegna þjóðfélagsins. Um og eftir 19Q0 var skólaskylda lög- boðin fyrir þá víðast hvar og skólar settir á stofn til að mennta kennara þeirra. Hvað kennsluaðferð snertir hafa Danmörk og ísland enn nokkra sérstöðu. Danskur maður, dr. Forchammer, bjó til sérstakt kennslukerfi, sem enn er notað bæði hér og í Dainmörku. Kennsluaðferð dr. Forchammers er eins konar Auglýsingar, í sem birtast eiga Alþýðublaðicu, verða að vero ( komnar til Auglýs- j 'upaskrifstofunnar | í AlþýðuhúsirMj;, (gengið ii_ frá Hverfisgötu) fyrlr kg. 7 aH kvöSdB. / Sími 4906 sambland af fingra- og talmáli. Þegar kennarinn talar við nemandann, sýnir hann þau hljóð með vörunum, sem erfið- ast er að lesa af þeim. Aðferð þessi vakti nokkra athygli fyrst í stað, en hefir lítilli eða engri útbreiðslu náð utan Dan- merkur. Það, sem merkilegast hefir gerzt á sviði málleysingja- kennslunnar á síðustu 15 ár- um, er sú uppgötvun, að flestir málleysingjar eru ekki með öllu heyrnarlausir, þótt þeir hafi ekki lært að tala vegna heyrnarskorts. í Bandaríkjun- um og Englandi hafa menn gefið þessu meiri og meiri gaum, og þar sem stöðugt hafa verið búin til fullkomnari Framh. á 6. síðu. heimurinn nú að þola átfram allar hörmungar styrjaldarinn- ar, að minnsta kosti enn um stund. * ■Hitt er svo annað miál, hve lengi Hitler þarf að gera því skóna, að geta haldið áfram að vera ailvaldur yfir þjóð sinni og svipa allrar veraldarinnar eftir þá viðburði, sem gerzt hafa. Eða hvort sikyldi hami elkki skilja það „mene teke: ‘, sem með þeim hefir verið skritf- að á hallarvegg hans? Hingað til befir þýzki herinn barizt bæði af otfstæki og þrautseigju í trúnni á einingu forystunnar og óskeikulleiik foringjans, sem einnig herforingjarnir hafa ekki þorað annað en að viðurkenna, þó, að þeir hafi vafalaust fyrir löngu séð, að það var hálfsturl- aður maður, sem þeir höfðu svarið trú og hollustu. En hvað munu hinir óbreyttu hermenn á vígstöðvunum hugsa nú, þeg- ar þeir heyra, að trúin á for- ingjann sé svo gersamlega farin í þrengsta hópi hans sjálfs, að hepfiorinigjarnir sjái ekiki önnur úrræði, en að reyna að ryðja honum úr vegi hið allra fyrsta, ef vera miætti, að með því yrði einihiverju bjargað áður en allt er ihrunið? Hvort munu þeir verða óðfúsir til þess, að berj- ast átfram vonlausri baráttu gegn vaxandi oifureifli, eftir að sliíkar fregnir eru farnar að ber- ast að heiman? Gálgafrest virðist Hitler að vísu hafa fengið. En hve langur skyldi hann verða? LÖÐUNUM hefir að vonum verið tíðrætt um banatil- ræðið við Hitler undanfarna daga og urn þá viðburði, sem í sambandi við það hafa verið að gerast suður á Þýzkalandi. Vis- ir skrifar í ritstjórnargrein síð- astliðinn laugardag: „Væri hér ekki mikil alvara á ferðum myndi væntanlegja hafa verið þagað yfir atburði þessum í þýzkum blöðum og útvarpi, en all ar líkur benda til að hér sé um uppreisn að ræða af hálfu her- foringjanna og hersins gegn ráð- andi flokki í Þýzkalandi, — naz- istunum. Sé svo, er fullvíst að dag •ar flokksins eru senn taldir, j afn- vel þótt þessi fyrsta upreisnartil- raun fari út um þúfur. Fyrirfram var vitað að einn góðan veðurdag myndi að því reka að innra hrun yrði, en menn munu yfirleitt hafa talið, að það myndi dragast nokk- uð ennþá, með því að almenning- ur í Þýzkalandi væri bundinn í báða skó vegna kúgunar og eftir lits hins fjölmenna leynilögreglu- liðs, sem nazistaflokkurinn hefir komið sér upp innan lands og ut- an. Þegar slíkt tilræði er gert við ríkiskanzlarann er augljóst að ólg an er víðar en í næstá nágrenni við hann, og að stjórnarkerfi naz- istanna er stór hætt búin. Af því leiðir hins vegar að borgarastvrj- öld hlýtur þegar að hafa brotizt út í Þýzkalandi, — eða vera í þann veginn að gera það, en þá verður varla lengur um að ræða jafn harðvítuga mótspyrnu af hálfu þýzka hersins á vígstöðvunum út á við og verið hefir til þessa. Má þá gera ráð fyrir að styjöldinni ljúki bráðlega . . .“ MorgunblaðiS skrifar í rit- stjórnargrein á sunnudaginn: „Hvað sem sannleiksgildi fregn- anna líður, eru þær að öðru leyti táknrænar. Hitler ávarpar þýzku þjóðina í útvarpi eftir tilræðið. Hann segist gera það til þess að sanna þjóð sinni; að hann sé enn á lífi. Og hann þakkar hinni guð- legu forsjón fyrir að hafa staðið vörð um líf sitt, nú eins og alltaf áður. Hann er að vísu ekki þakk- látur sjálfs sín vegna fyrir lífgjöf- ina, þvert á móti, — líf hans er ekki nema áhyggjur og strit, — en þjóðarinnar vegna finnst hon- um ástæða til að þakka fyrir að lífi hans var þyrmt, það var henni fyrir öllu. Hugsum okkur nú þjóðhöfðingja eða pólitískan valdamann í lýð- ræðisríki þurfa að koma fram í útvarpi til þess að sanna þjóðinni hérvist sína á jarðríki! Þvílík fjar stæða! Og hugsum okkur enn pólitískan valdamann í lýðræðis- ríki tala eins og geðbilaður mað- ur um þá guðlegu forsjón, er sé svo miskunnsöm, allra vegna nema hans sjálfs, að vernda líf hans svo þjóðin ekki glatist!- Er það minni fjarstæða? En allt þetta er engin hégómi, heldur kaldhæðið tákn tímanna, þar sem veröldin hefir öðrum þræði umhverfst, glatað persónu- legum þroska einstaklinganna, er hefir sogast upp í sefjaða múg- hyggju, sem er eins óg reyr af vindi skekinn fyrir göldrumlíkri áróðurstækni." Já, er það ekki yon, að okkur, sem alin eru upp við lýðræði og málfrelsi, blöskri? Og hver á meðal okkar myndi þó hafa trú- að því fyrir þó ekki væri nema þremur árum, að önnur eir>s um mæli ættu eftir að sjást í Morg- uriblaðinu um Hitler og stjórn hans?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.