Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.07.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. Júlí 1944. ALÞYÐUBLAÐiÐ i Hrakspárnar rætast ekki. — Almenningur og fegurSar- tilfinning hans. — Samtal við litla stúlku snemma morg- uns. „Ef blómin eru skemmd þá fara þau og verða ekki meira hérna“. VG HEF OFT hér í pistlum mín- u m á undanfc(rnum árum verið að biðja um og heimta ýms- ar umjætur. Ég hef bent á margt sem betur mætti fara og farið fram á að ýmsar misfellur vævu lagaðar. Ákaflega oft hef ég feng- ið þaö syár, að Jþetta þýddi ekki neitt, þáð væri þýðingarálaust að vera að kosta upp á fegrun hæjar- ins, þv5 á'ð almenningur væri svo mennii grarsnavður að liarm eyði- legði a’lt jgfnharðaii. ÉG HEF ÞÓ EKKI látið þetta á mig fá og bæði végna nöldurs míns og vaxandi skilnings yfir- valda bæjarins hefir ákaflega margt verið gert á undanförnum tíu árum til að fegra bæinn. Trjám hefir verið plantað víða, barnáléik vellir hafa verið skrýddir, löðir hafa oft verið hreinsaðar. — Marg ir hafa verið ánægðir með árang urinn, margt hefur verið v eyðílagt jafnharðan, en allt af hefur verið ’hafist handa að nýju og ég er álveg sannfærður um að iþað sækir vél 'í áttina, ekki aðeins með bætt út- lit borgarinnar heldur og um um- ;gengnismenningu bæjarbúa. GRASBLETTIRNIR við Hring- braut, bæði að austan og vestan háfa verið hálfgerð sársaukabörn okkar. Þeir voru gjörðir rétt fyrir stríðið. En svo kom herinn inn í landið, gerði borgina að iðandi mauráþúfu, setti allt á annan end ann, svipti menn svefni vegna of mikillar atvinnu og' jók hraðann um allan helmíng. Grasblettirnir við Hringbraut að austan voru gerðir ;að bílastæðum til mikillar sorgar og armæðu fyrir mikinn fjölda af bæjarbúa, en af knýjandi nauðsyn var sagt og grasblettirnir að vestan voru meira og minna •eyðilagðir. (Ég vil þö skjóta því ihér inn til gamans, að þeir eru beztir framundan þar sem ég á heima!) fEN NÚ ER verið aS laga gras- ‘fclettina hér að vestanverðu. Þetta er vjrðingarverð viðleitni og nú skora ég á alla að ganga vel um þá. Eins verður .að laga grasblett- ina að austanverðu, útrýana bíf- reiðunum af þeim, þekja þá að nýju og friða þá. Þó að margir komi kannske ekki auga á það nú, þá er ég alveg sannfærður um það, að þessir grasblettir, og ann- að það, sem gert er tíl fegrunar í bænum, bætír svip okkar og fas í framtíðinni. Fólk kann fyrst að meta fegurðina, þegar það fær að kynnast henni! OG NÚ SKAL ég segja ykkur 'ástæðuna fyrir því að ég skrifa þetta í dag: Hér fyrir framan hef- ur nýlega verið fullgerður einn af beztu og fegurstu barnaleikvöllum bæjarins. Umhverfis sjálfan völl- inn, innan veggja, var snemma í vor grafinn skurður, fylltur síðan af mold og útbúið fyrir gróðpr- svæði. Það stóð nokkuð á því að plantað væri í þetta svæði og börn in tróðu niður moldina og gengu yfir beðin og það þýddi ekker.t að biðja þau að gera þetta ekki, því að þáu gleymdu því alveg í gleði og kátínu leiksins. EN í SUMAR einu sinni voru blóm sett umhverfis sjálfan völl- inn í þessar „rennur“, eða hvað ég á að kalla það, og nú eru þau blömstrandi með marglitar krónur og breyta útlitinu svo að ótrúlegt er. Ég var nú hræddur um að all- ar hrakspár myndu rætast, að börriin myndu troða niður blóm- in, slíta þau upp og eyðileggja þau. En þau gera það ekki, þau forðast að koma nærri þeim, en staðnæmast stundum við þau, horfa þögul á þau og hlaupa svo aftur í leikinn. EINN MORGUNINN fór ég snemma á fætur og gekk yfir völl inn. Þar var þá ein lítil telpa, á að giska 5—6 ára. Ég spurði hana hvort henni þættu ekki blómin falleg. Hún kom til mín, horfði á rauða rós, brosti og sagði: „Jú, þau eru voða falleg.“ ,Eru ekkki krakk arriir alltaf að skemrna þau?“ sagði ég. „Nei“, var svarið, „því þá fara blómin:“ „Fara?“ sagði ég. ,,Já, iþá fara- þau og verða ekki meira hérna.“ ÞAÐ ER GAMAN að fá svona svar. Þetta var hennar mál. Þessá litlu, hrokkinhærðu stúlku leiði ég sem vitni. Skoðun hennar á blómunum er sönnun þess, að ef fólkið fær að kynnast fegurðinm, þá fer því að þykja vænt um hana. Útliti bæjarins má líkja við föt, sem við klæðumst í. Éf það batnar finnst okkur meira til ,okkar koma. Ef fegurðin vex' vaknar fegurðar tilfinning okkar, Litla stúlkan er merkisberí þessarar skofSu iar. Og við skulum öll halda merki henn- sr hátt á loít. Hannes á horriinu. V * vasifar okðuir nú þegar ti§ að bera úf í nokkur hverfi í bænum. Hátt kaup. ' álþýðublaðið. — Sími 4fö0. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLÁDINU A leið til Frakklands. Mynd þessi var tekin um borð í brezku strandvarnaskipi og sjást á henni skip, er flytja hermenn og‘ hergögn frá Bretlandi til Frakklands. Alf Btasmussen: GEIEíN ÞESSI er eftir danskan sjómann og þýdd úr Frit Danmark, málgagni frjálsra Dana, [sem gefið er út í London. Lýsir greinin á glöggan og áhrifaríban hátt raunum þeim, sem fjölmargir Danir, er starfa .í verzlunarflotanum og vinna í þágu bandamanna, hafa í ratað í styrjöld þeirri, sem nú er háð. En frásögn greinarhofundar um hina ógn- legu baráttu hans og félaga hans við Jsjávarganginn, logandi olíu og hákarla eftir lað skip þeirra hafði ,'verið hæft þýzku íundurskeyti og sökkt, vitnar glögglega um hug og dug hinna hugprúðu sjómanna, sem leggja allt í isölurnar og hika aldrei við að þrauka til þrautar þótt við ólýsanlegar ógnir sé að stríða. \T 19 LÉTUM í haf frá Höfða ® borg skömmu eftir hádegi dag nokkurn árið 1942. Þegar vaka mín hófst klukkan átta um .kvöldið, var skollið á niða- myrkur. Svali hlés af norð- vestri og olli nokkrum sjógangi, svo að allmikið gaf á framþilj- ur skipsins. Ég'varð þess var- mér til mikillar undrunar að kveikt hafði verið á ljóskerun- um. Ég hugði, að hér myndi vera um misskilning að ræða og aðvaraði því þriðja stýri- mann, sem var yfirmaður á stjórnpalli á þessari vöku. En hann skýrði mér frá því, að fyr irmæli héfðu borizt úr landi um það, að ljós skyldu vera höfð uppi, unz skipið væri komið tvö hundruð brezkar míl ur burtu frá Höfðaborg. Klukkan um tuttugu og tvö, varð ég var við ljós á stjórn- borða. Ég aðvaraði þriðja stýri mann og skipherrann þegar í stað. Hvorugur þeirra gat greint ljós þetta, en ég hefði treyst mér til þess að vinna eiði að því, að eitthvað var þarna á ferð í sjóskorpunni, sem olli því, að maurildin leiftruðu. Síðar sá ég ljós þetta færast fram með skipshliðinni. Klukkan tólf á lágnætti var ég leystur af verði, og ég var- aði þann, sem við tók af mér við því, að það væri ljós á stjórnborða. Nú bar ljós þetta við nær því miðskips. Sá, sem leysti mig af, gat ekki heldur komið auga á Ijós þetta. Ég gekk niður í borðsalinn ásamt hinum þrem vökufélög- um mínum til þéss að fá mér kaffi’bolla, áður en við gengjum til náða. Það lá ekki fyrir okkur að liggja að ganga oftar til náða í þessu skipi. Við vorum ný- byrjaðir að drekka kaffið, þeg- ar ógnleg sprenging kvað við. Það hrikti í skipinu, ljósið slokknaði og glös, bollar og disk ar þeyttust í loft upp. Ég spratt á fætur og hraðaði mér til björg unarbáts míns. Ég hófst handa um það að undirbúa það að hleypa bj örgunarbátnum í sjó- inn, en það var- engan veginn auðvelt vegna þess, að skipið hallaðist mjög á aðra hliðina. Þegar ég hafði leyst bátinn og var reiðubúinn til þess að hleypa honum niður í sjóinn, blasti hræðileg sjón við augum mér. Hásetinn, sem hafði leyst mig af verði, kom upp á báta- þilfarið stórskaddaður í andliti. Ég hrópaði til hans, að hann skyldi hraða sér að komast um borð í björgunarbá'tinn, en hon- um reyndist það eigi auðið. Hann 'hné dauður niður við fæt- ur mér. Skipherrann bar nú að og fól mér yfirstjórnina í björgunar- báti þessum. Hann hvatti mig til þess að hleypa bátnum nið- ur hið fyrsta og hraða mér sem mest ég gæti brott frá hinu sökkvandi skipi. * F-j EGAR ÉG- kom niður í björgunarbátinn, komst ég að raun um það, að þar var, auk . mín, aðeins fyrir einn reyndur háseti. Hitt voru véla- menn, þjónar og hermenn, sem ekkert kunnu með björgunar- bát að fara. Við urðum því að' annast hin nauðsynlegu verk tveir saman. Þegar við vorum tilbúnir að leggja frá skipshlið- inni, settist ég við stýrið og gaf fyrirskipun um það að leysa festar. En áður en þessi fyrirskipun mín hafði verið framkvæmd, hæfði tundurskeyti björgunar- bátinn og olli geysilegri spreng ingu. Ég fékk þungt' höfuðhöggg. Þó missti ég ekki meðvitund- ina. Hinn há'setinn, sem sat við hlið mér, missti hægri handlegg inn, er sprengingin varð, en þreif í mig með vinstri hend- inni. Þegar við þeyttust út úr bátnum, varð honum að orði: „Það er úti um mig, en þér verður bjargað. Berðu konu minni kveðju mína'. Vertu sæll“. Eftir það sleppti hann taki sínu, og ég sá hann ekki framar. Sjálfur lyftist ég æ hærra og hærra. Mér var næst að ætla, að ég væri dáinn og á leið til himna. En þar að kom þó, að ég tók að falla og lenti í sjóinn til allrar liamingju. Ég sökk næsta djúpt áður en ég tók að synda upp á yfirborðið. Ég synti fram og aftur og hrópaði á hjálp, ef einhver kynni að vera í námunda við mig. Þegar ég hafði þreytt sundið í klukkutíma, heyrði ég áraglamm skammt frá mér. Ég var sannfærður um það, að björgunarbátur myndi vera skammt undan og hrópaði til hans. Þeir í björgunarbátnum náðu þó ekki til mín, því að í sömu andrá heyrðist mikill niður og hávaði. Þetta var kafbáturinn, sem var að koma upp á yfir- borðið. Þeir í björgunarbátnum óttuðust, að kafbátsmennirnir Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.