Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. júlí 1944 ALÞYÐUBLAÐie s Sumardvöl barnanna og áhrif hennar — Það sem þau læra og það sem þroskar þau — Sveitamaður skrifar bréf um lundarfar íslendinga — Benzínlaust á benzín- stöðvum. LLAR FRÉTTIR, sem við fá- um af sumardvalarheimilun- um herma að börnunum líði mjög vei. Veikindi hafa ekki gert vart við sig á heimilunum í sumar svo að teljandi sé og börnin hafa í ríkum mæli getað notið hins á- gæta s fíiars cins cg við sem eldri erum. Ég hygg að þessi starfsemi verði s.:iní I»g :> niður fyrst að hægt var at' koma heitni á, encla liafa allir þeir itienii, sem starfað hafa að þessum málum, og þar á með- al margir kauplaust, unnið fram- úrskarandi gott starf. ÉG ER SANNFÆRÐUR um það að börnin, sem á undanförnum ár- um hafa notið sumardvalar á þess um heimilum muni njóta þeirra áhrifa s,em þau hafa orðið fyrir meðan þau lifa og ég veit að þau eru góð. Börnin hafa ekki einung- is komist úr bæjararginu, rykinu og þvarginu út í friðsæla nátt- úruna, heldur hafa þau einnig lært aga, og það sem er enn meira um vert, að jafnt sé látið yfir alla ganga. Það er mikið atriði fyrir framtíð þeirra og allt viðhorf til lífsins. Sumardvalarheimilin hafa getað uppfyllt nokkra vöntun í uppeldi heimilanna og er þetta ekki sagt foreldrunum til lasts, því að slíku er erfitt að koma fyr- ir í uppeldisaðferðum heimahús- anna. SVEITAMAÐUR skrifar mér dálítið bréf um lundarfar íslend- inga. Hann er dálítið hvatskeyts- legur í dómum sínum og segir þó margt gott. Ég er ekki alveg sam- miála honum um það, að þumbara- 'Og drumbs-hátturinn sé ráðandi svipur okkar, en hvað gerir það til. Bréf hans ei: áminning tjl okk- ar um að vera frjálsari í fram- göngu og alúðlegri í viðmóti og ef það gæti orðið til þess að létta yfir okkur, þá nær það tilgangi mínum með að birta það. Það er svona: „ÞAÐ MÁ SEGJA að lundarfar meiri hluta þjóðar vorrar sé drumbslegt. Oftast er fólkið með alvörusvip, fráhrindandi og ekki vingjarnlegt. Það þykir fínt að tala lítið og skemmta ekki náung- anum, t. d. á ferðalögum, er ó- ikunnugt fólk ferðast saman. „Hann er hægur“ þýðir hér á landi hól. En er það í raun og veru ekki. Því að margir hægir menn eru latir og engir áhlaupamenn við vinnu.“ . „VITANLEGA hafa erfiðleikar þeir, sem þjóðin bjó við öldum saman sett mót sitt á hana. Mest- ur hluti sögu vorrar er barátta mikilhæfrar þjóðar, er fór hnign- andi sökufn kúguáar veraldslegs og andlegs valds. En látum oss gleyma þessu. Förum að brosa eins og ánægðir menn. Vér óskum eft- ir góðri veðráttu. En vér þurfum einnig sólskin hið innra með oss. Vitanlega eru nú alvöru tímar. En mér virðist þeir sem heyja stríð vera sperrtari en við.“ „ÞEGAR ÉG VAR ungiingur þóttu aliir montnir sem. gengu uppréttir. Skólarnir hafa bætt göngulag margra meS leikfimi- kennslunni, og svo íþróttafélögin. Framkoma vor skal vera djarf- mannleg, en frekju skal ekki við- hafa nema þegar menn eru beitt- ir rangsleitni í orði eða verki. Lífs ánægja einstaklingsins er mjög háð þeim sem hann umgengst. Séu þeir ^leiðinlegir verður hann einnig óþjáll.“ „OSS VANTAR meiri kurteisi, meiri lipurð, minni týrfni og drumbshátt. í skólum ætti að flytja erindi um háttprýði, lífs- gleði, félagsanda, drengskap o. s. fr.v En all mörgu fólki er meðfædd prúðmennska og glaðværð. Kátir menn er viþa skemmta öðrum eru þó oft illa liðnir. Þeir eru nefndir framhleypnir, áberandi, frekir eða jafnvel vitlausir. Hinir þöglu vilja hafa frið til þess ,að hlúa að fýlu -sinni og mannhatri. Þegar vel ligg ur á oss, finnst oss allir vegir fær- ir. En er vér erum sorgmæddir, er sem andanslindir vorar frjósi.“ „MENN GERA SÉR ekki grein fyrir því hve framkoma þeirra hefir mikið að segja gagnvart þeim sem þeir umgangast. Tökum til dæmis yerzlunarfólkið. Það er gaman að kaupa af sumum, en leið irilegt að verzla við aðra. Opinber- ir starfsmenn ættu allir að vera þjálfaðir við að læra gott viðmót, sem kallað er. Þau námskeið þyrftu ekki að vera á Þingvelli, eins ög Vísi-Gísli vildi vera láta.“ „KIRKJUGÖNGUR bættu fram- ferði margra á meðan þær tíðk- uðust, því vitanlega breytir vel hugsandi fólk betur en hitt, sem er fullt af hatri, gremju og illgirni gagnvart náunganum. í erlendum tímaritum sjáum vér margt bros- andi manna. En hér er fátt um brosandi fólk. Það er einhver kergja 1 hinum íslenzku sálum, sem þarf að útrýma.“ BIFREIÐASTJÓRI spyr. „Eru olíuféliögin ekki skyldug til að geta selt ferðalöngum benzin? Ég kom að Gullfossi fyrir nokkru og ætlaði í langferð. Mig vantaði benzín en þar var ekkert benzín að fá. Þetta virðist mér vera ó- þolandi skeytingarleysi." Hannes á horninu. Á mynd þessari sést mikill fjöldi íbúa Rómaborgar, sem hefir safnazt saman framan við Péturskirkjuna til þess að fagna bandamönnum, er þeir héldu innreið sína í hina fornu, fögru og sögufrægu höfuðborg Ítalíu. Myndin var tekin hinn 4. júní, þegar 5. herinn lagði leiðir sínar um stræti Rómar. KLUKKAN ÁTTA kom brytinn og spurði, hvort ég vildi snæða morgunverð. Eg svaraði þeirri spurningu hans játandi. En raunin varð þó sú, að ég snæddi aldrei morgunverð um borð í skipi þessu. Um tíu mínútum síðar hrikti œgilega í skipinu af völdum mikillar sprengingar. Skipið var hlaðið járnmálmi og tók því þegar í stað að sökkva. Eg þaut út úr klefanum og fram í salinn. Þar blasti ógnlég' sjón við augum mínum. Sex eða sjö manns lá þar inni, flestir mik- ,ið sárir. Meðal þeirra var tuttugu og tveggja ára gömul stúlka. Hún hafði hlotið mik- inn áverka á kviðinn og gat ekki hreyft sig. Ungur maður hafði stórslasazt á höfði. Munn ur hans hafði rifnað upp að nösum, og sjúklingurinn gaf frá sér átakanleg hljóð. En þar eð sjórinn nam mér þegar í mjaðmir, hlaut ég að hraða mér út á þilfarið sem mest ég mátti. Mér auðnaðist að staul- ast upp á þilfarið og stökkva út fyrir öldustokkinn. Eg kom auga á léttbát, er var festur við hið sökkvai di skip, sem var að færast í kaf. Léttbátur þessi var yfirfylltur fólki, en hann hvarf í djúpið með skipinu ásamt allri áhöfn sinni. Mig bar allnærri skrúfunni, er snérist af fullri orku. Eg varð þess var, að hún $ró mig til sín. Eg þeyttist fram og aft- ur og í hring eins og hringekja. Eg reyndi að komast brott, en ég fann glögglega, að skrúfan dró mig jafnan nær sér. Skyndilega hætti áhrifa hennar að gæta. Þegar ég litað- ist um, sá ég, að skrúfan hafði lyfzt upp úr sjónum og snérist yíir höfði mér. Skipið sökk 1 þannig, að stafninn vissi nið- ur, en skuturinn upp. Eimpípa þess var þeytt þrem sinnum. Því næst hvarf það í djúpið. Með skipi þessu fórust hundrað og tíu manns. Eg var betur settur nú en í hiö fyrra sinni, þar eð mér hafði tekizt að komast höndum yfir björgunarbelti, sem mér auðnaðist að girða um mig. Eg synti að stórum fleka, sem mað- ur lá á, en annar hélt sér uppi með því að hafa tak á honum. Þegar ég kom að flekanurn, valt maðurinn, sem lá á hohum niður í sjóinn og sökk. Eg reyndi að kafa eftir honum, en var það ógerlegt, þar eð ég vav girtur björgunarbeltinu. Við biöum þess, að honum skyti upp, en sáum hann aldrei ait- ur. ir IÐ komum nú auga á eitt- * hvað, sem líktist timbur- fleka og tveir menn höfðu bú- izt um á. Við syntum þangað, ’en þegar þangað kom, sáum við, að farkostur þeirra voru tveir lestarhlerar, sem þeir höfðu lagt saman. Við skriðum upp á lestarhlerana. Þeir voru þó ekki stærri en það, að fætur okkar voru í sjó, en það var mér lítið fagnaðarefni, því að ég vissi, að mikið var um há- karla á þessum slóðum. Þegar ég hafði legið þarna góða stund og lcastað mæðinni,- ákvað ég að synda yfir aö timb- urfleka, er var skammt undan. Hinir þrír félagar mínir reyrdu að telja mér hughvarf og kváðu þetta óráð hið mesta. En þar eð ég var nú orðinn afþreyttur og taldi mér auðvelt að synda alllanga leið, lét ég af þessu verða. En þetta reyndist vera lengra sund en ég hafði hugað. Ég þreytti sundið svo knálega, sem mér var framast unnt, en þó virtist mér ekkert miða á- fram. Þegar ég hafði þreytt sundið í nær klukkustund, sá ég mér til mikillar skelfingar, að logandi olíubrák stefndi í áttina til mín. Ég breytti þegar um stefnu og freistaði þess að komast framhjá olíubrákinni. En mér tókst það ekki að öllu leyti, því að allt í einu var ég staddur í eldhafi og þreytti þar sundið. Það var ólýsanlega kvalafullt, og ég brenndist verulega. Þegar ég var kominn brott frá olíubrákinni, tók ég stefnu á timburflekann á nýjan leik, en mér reyndist engan veginn auðvelt að komast áfram. Ég gat ekki hreyft annan fótinn og gat lítið sem ekkert séð til, þar eð blóð draup í það auga mitt, sem ekki var reifað. Eft- ir þriggja klukkustunda bar- áttu komst ég þó í kallfæri við flekann. Ég sá, að maður sat á fleka þessum, en hann lét ekkert á sér bæra, þegar ég hrópaði til hans og bað hann að þrífa ár og róa í áttina til mín. Þegar ég náði til flekans, komst ág að raun um það, að brjóstkassi , hans var brotinn öðrum megin. Það hlaut að teljast kraftaverk, að hann skyldi Lera lífs. Hann kvaldist mjög og átti þess eng- an kost að hjálpa mér upp á flekann. Loks auðnaðist mér það þó og gat langzt fyrir og hvílt hiná þreyttu limi mína. Þegar ég hafði hvílt mig ör- skamma stund, þreif ég ár og tók að róa flekanum í áttina til hinna þriggja félaga minna, sem ég hafði yfirgefið. En ég kom hvergi auga á þá og sá þá aldrei framar. Það mun aldrei verða sannað, hvort hákarlar hafi orðið þeim að fjörtjóni eða þeir drukknað, er þeir hafi Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.