Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. }úií 1944 Ai^YÐUBJLAÐIÐ Bœrinn í da™ Næturlæknir er í Læknavarð- stofuni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkm- apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, sími 1633. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30-—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Hljómplötur: Öperusöngvar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Silfurnælan eftir Þórunni Magnúsdótt ur (höfundurinn les.) 21.00 Hljómplötur: íslenzkir ein- söngvarar og kórar. 21.20 Kveðjur frá íslenzkum stú- dentum í Vesturheimi (plöt ur). 21.35 Hljórnplötur: Hugsmíð um þjóðsöng Brasilíumanna eft ir .Burle Marx. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Ferðafélag ísiands foiður þátttakendur í 4 daga ferð inni austur á Síðu og Fljótshverfi er hefst 1. ágúst um að taka far- miða á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs fyrir kl. 4 á fiöstudag 28. þ. m. annars seldir þeim næstu á biðlista. Ferðafélag íslands foiður þátttakendur í skemmti ferðunum yfir næstu helgi (2% dags ferðir), hringferðina um Borgarfjörð og ferðirnar austur að Landmannahelli og í Laugar um að taka farmiða á skrifstofu Kr. Ó. Slcagfjörðs, fyrir kl. 6 á fimmtu- dag þ. 27. þ. m., annars seldir þeim næstu á biðlista. 75 ára í dag: Falkenhorsl, yfirmaður þýzka hersins í Hor- egi, þykir viðsjáll 1? réttastofan Svensk-Norsk Pressbureau hermir, aS hollustuyfirlýsing von Falken- horsts, til Hitlers, en hann stjórnar þýzka setuliðinu í Nor egi, hafi vakið illan kurr með- al þýzkra herforingja í Noregi, sem munu álíta, að herlið Þjóðverja þar eigi að reyna að komast a ðsérfriði. Þó hefur það almennt verið álitið, að von Falkenhorst, sem annars er kunnur að varfærni, hafi eitt- hvað verið viðriðinn uppreist þýzku hershöfðingjanna. Hvernig, sem þessu kann að vera háttað, er víst, að SS- menn Rediess lögregluforingja í Noregi hafa gert margháttað- ar varúðarráðstafanir að undan förnu. T. d. eru varðsveitirnar Waffen SS og ýmsar aðrar SS- deildir við öllu búnar, að því er fréttir herma frá Noregi. Vitað er, að Falkenhorst hers höfðingi hefur jafnan verið mótfallinn stefnu nazista í Noregi og verið á öndverðum meið við Terboven, landstjóra Hitlers. (Frá skrifstofu norska blaðafulltrúans). fiussar Frh. af 3. aáöu. hafa birt áskorun í rússneska útvarpinu til þýzka hersins, þar sem skorað er á hermenn- ina að hætta baráttu, sem sé algerlega vonlaus. Nú sé um að gera að losa sig við Hitler og binda enda á styrjöldina. Björn Jónsson netageröarmaöur. Astyrjaldarárunum 1914— 1918 hófst merkur kapítuli í sögu þjóðarinnar og nýir straumar bærðu á sér í íslenzku þjóðlífi, þegar verkalýðshreyf- ingin hóf göngu sína og almenn vakning varð meðal hins vinn- andi fólks um nauðsyn samtaka til aukins lifsöryggis í lífsbar- áttunni. Það má segja, að fæð- ingarhríðir hins nýja tíma, boð- un jafnaðarstefnunnar hafi þá hafizt hér á landi. Þó nokkrir víðsýnir menn hefðu gert nokkrar tilraunir í þá átt fyrir þann tíma, þá hafði það ekki fest verulegar rætur meðal aL- þýðu. Margir af beim. mönnum, ér gerðust merkisberar hinnar nýju stefnu eru fallnir í val- inn. Allmargir eru þegar aldn- ir menn og nokkrir eru á bezta skeiði. Flestir þeirra manna, er tóku þátt í baráttu fyrstu ár- anna hafa fram á þennan dag reynst hinir tryggustu og fórn- fúsustu liðsmenn í flokks- og félagsmálabaráttu liðinna ára. Einn þessara manna er Björn Jónsson netagerðarmaður, nú til heimilis á Bárugötu 30 A, sem er 75 ára í dag. „Björn á Bala,“ en undir því nafni er hann kunnastur meðal félags- brseðra sinna, er einn af stofn- endum Sjómannafélags Reykja víkur og var hann 43. í röð- inni meðal þeirra, sem skráðir voru sem stofnendur félagsins, þá 46 ára gamall. Frá þeirri stundu, að félagið var stofnað, hefur hann starfað að félags- og flokksmálum fram á þennan dag. Lengst af hefur hann verið fulltrúi félagsins í fulltrúaráði verklýðsfélaganna og á sambandsþingum öll þessi ár. Formaður í skemmtinefnd félagsins hefur hann verið um tvo tugi ára og er það enn. —- Hefur hann leyst þau störf af hendi ásamt meðnefndarmönn- um sínum með þeim ágætum, að fáum mun koma til hugar, að hann víki af þeim „pósti“, þótt fullorðinn sé, s,vo mikið er fjörið og áhuginn fyrir því, að skemmtanir félagsins megi takast sem bezt. Um eitt skeið var hann í stjórn félagsins. Auk þessa hefur hann starfað í ýmsum nefndum varðandi inn- anfélagsmál og flokksmál. Björn er einn meðal hinna skylduræknustu manna, sem ég hef orðið samferða. Þetta kem- ur jafnt fram í hans daglegu störfum, sem félagsstörfunum. Fáir munu þeir fundir, sem haldnir hafa verið, jafnt félags- fundir sem flokksfundir, að „Björn á Bala“ sé ekki einn af þeim'fyrstu á fundarstað. Hann er gjörhugull um menn og mál- efni, skoðanafastur og trygg- lyndur og lætur ekki hlut sinr. fyrir einum né neinum, ef deilt er á þá rnenn eða málefni, sem hann veitir stuðning. Hann er enginn málrófsmaður, en fram- kvæmir störf sín þeim mun betur en ýmsir aðrir sem há- værari eru. Björn ann sjó- mannastéttinni af heilum hug. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn, og sótti hann að stað- aldri fram að fimmtugsaldri. — Þótti rúm hans ávalt vel skipað, því Björn var fjörmaður og kappsamur við öll störf og trú- mennskan viðurkennd af öllum hans yfirboðurum. Þessir eigin- leikar hafa fyglst að við öll hans störf á landi. Enn þann dag í dag vinnur hann að neta- gerð ,en það hefur verið aðal- starf hans hin síðari ár. Á af- mælisdaginn er hann að störf- um norður á Djúpuvík við nóta- viðgerðir. Það eru menn með skapgerð og trúmennsku „Björns á Bala“, sem eru stoðir hvers félagsskapar, menn, sem Björn Jónssön. þora að troða nvjar gctur og styðja góð mál til sigurs. Ungu mennirnir, sém taka við af hin- um eldri í stéttarfélögunum gætu á margan hátt tekið „Björn á Bala“ sér til fyrirmyndar um það, hvernig góður félagsmað- ur á að vera. Oll þau mál, sem sjómannastéttina varða og sam- tök þeirra beita sér fyrir, lætur hann sér ekki óviðkomandi. — Hann hefur áhuga fyrir slysa- vörnum og öryggismálum sjó- mannastéttarinnar. Þá er mér kunnugt um, að ekki mun hann gleyma þeim, sem eftir langt og mikið starf á sjónum, þarfnast góðs og rólegS samastaðar og styðja þá hreyfingu að koma upp dvalarheimili sjómanna. Björn er fseddur á Lykkju á Kjalarmesi 26. júlí 1869, sonur ! þeirra hjóna, Jóns Jónssonar frá Hofi og Hólmfríðar Magn- úsdóttur frá Lykkju. Fram um þrítugt dvaldi hann á Kjalar- nesinu, en árið 1900 flutti hann til Reykjavíkur og hefur átt hér heima óslitið síðan. Björn byrjaði strax og kraftar leyfðu að stunda sjó, á árabátum, þil- skipum og síðast á togurum. Lengst var hann í skiprúmi með Birni Ólafssyni í Mýrarhúsum, bæði á kútterum og togurum. í lok fyrri stríðsáranna hætti hann sjósókn, og vann að ýms- um störfum í landi. Björn er kvæntur Ingu Þorkelsdóttur frá Álfsnesi á Kjalarnesi, ágætri konu. Eignuðust þau einn son, Hafstein, isem er skrifstofumað- ur við Ihiéildverzlun hér í bænum Björn er hinn ernasti, kvik- ur á fæti, íullur af starfsáhuga og lífsfjöri. Við félagsbræður Skrifétofa flokksins á efstu hæð Alþýðuhússins Sími i>020. Skrifstofutími kl. 9—12 og 3—7 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—12 f. h. &I£2ýCK.fS©kksfó!k‘ ulan af landi, sem til bcBjsrlsis kermir, er vinsamiega bsSi® zM kcnsa tiS viðtais á fiokks- sfcrSfsfefnoa. hans óskum þess, að „Elli kerling“ sjái hann í friði næstu árin, svo að hann geti fórnað fé- laginu sínu af tömstundavinnu sinni nokkur árin enn. Sigurjón Á. (Ííafsson. Frh. af 2. síðu. þar sem fram á þennan tíma hafa t. d. mjög víða verið not- aðar sömu aðferðirnar við land búnaðarstörfin og tíðkuðust fyr ir einni og jafnvel tveimur öld um. Verst er að útflutningsvand ræðin í Bandarikjunum skuli vera svo mikil að ekki er hægt að fullnægja þörfum hins ís- lenzka landbúnaðar, einmitt nú þegar afkoman er sæmileg og bændastéttin þorir að ráðast í umbætur á búnaðarháttum sín um. Stórárás á Sfuttgart. FYRRINÓTT fóru fjöl- margar brezkar Halifax og Lancasterflugvélar til árása á Stuttgart í SV-Þýzkalandi. Var varpað niður um 40 þús. íkveikjusprengjum á 15 mín. — Einnig var ráðizt á svifsprengju stöðvar Þjóðverja í St. Nazaire í Frakklandi og við Calais. í öllum þessum leiðangrum mistu Bretar samtals 25 sprengju- flugvélar. . . . tók Pius páfi tólfti á móti blaðamönnum frá þeim og veitti þeim viðtál. Þessi mynd var tekin af bonum við það tækifæri. Frh. af 2. síðu. og þá var hún byggð fyrir hest vagna. Þá dreymdi engan um þau þungu og miklu farartæki sem nú tíðkast. Að vísu hefir brúin verið styrkt oft síðan, en vitanlega er brúin alls ekki bvggð fyrir þann flutning sem nú á sér stað. Auk þess ber að gæta þess að á undanfcrnum ár um hafa hergögn á herflutninga tækjum verið flutt um brúna og hefir þyngd þeirra oft verið miklu meiri én þyngd hinna stóru farþegabifreiða okkar, sem nú eru notaðar. Þetta hefir vitanlega slitið öllum innviðum brúarinnar, undirstöðum, vír- um o. s. frv. og brúin þyí geng- ið ákaflega mikið úr sér. Það er því einnig þess vegna ekkert vit í þvi að halda uppteknum hætti og leggja þar með líf tuga manna í bráða hættu. Það liggur við borð að byggja nýja brú. Fjárveiting mun vera fyrir util hygg- ingarinnar. T kert verið hafist 1 efni- og hugmyndin að eins til á papp irnurn. Það verður að hraða framkvæmdum málsins, en það er ekki nóg. Það verður að gefa nú þegar fyrirskipanir um það að fart- þegabifreiðamar skuli fara tóm ar um brúna. Ef það verður ekki gert — og bifreiðaeigendur taka ekki upp hjá sjálfum sér að láta fólk ganga um brúna, þá ættu farþegar að neita að fara um brúna í bifreiðunum. Frh. af 2. síðu. helgidagavinna skuli greiðast með 100% álagi. Við smjörlíkisgerðirnar hefir Iðja sérstakan samning. Þar er kaupið það sama hvprt sem um byrjenda er að ræða eða van- an mann, 275 kr. fyrir konur og 480 kr. fyrir karla. Þeim samningi hefir Iðja einnig sagt UPP °» farið fram á hlutíalls legar grunnkaupshækkanir. Kaffibollar, Djúpir diskar, Steikarföt, Kartöfluföt, Sósuídinnur, Kaffikönnur e. fl. Héðinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. — Sími 4958

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.