Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 6
*________________________________ALÞTÐUBLAÐIP Falleg áhöfn. Þessar, stúlkur eru að reyna nýjan björgunarbát úr gúmmí, sem gerður hefur verið fyrir flugvélar Bandaríkjahersins. — Björgunarbáturinn er búinn margvíslegum þægindum, þar á meðal útvarpi. Myndin var tekin á tjörn í Los Angeles. Þrír skipreisr á áffa fímum Svar Eimskipaféiagsins Frh. af 5. sí&u reynt að synda yfir að ein- hverjum fleka. ❖ BRÁTT tók sólar að njóta, og varmi var í lofti. Ég gat þurrkað þessar fáu flíkur, sem ég var í. Ég hófst nú handa um það að opna brauð- og vatnsgeymana og tókst það áð- ur en langt um leið. Loks fékk ég þá notið morgunverðar, sem ég hafði farið á mis við um morgunirín. Ég sá, að fleiri timburflekar voru þarna í kring, en skipið hafði sokkið í of mikilli skynd- ingu til þess að auðið væri að skjóta út björgunarbáti. Ég tók brátt að róa í áttina til þess flekans, sem næstur var. En brátt kom í Ijós, að við áttum ekki að verða hér lengi, því að skþmmu síðar bar flug- vél að, sem gaf okkur merki um það, að skip væri á leiðinni að bjarga okkur og myndi koma að klukkustund liðinni. Þetta varð til þess, að manni óx hugur og dugur, en ég vissi, að kafbáturinn var skammt undan. Vel gat svo farið, að hann biði eftir skipinu, er hygð ist bjarga okkur. Klukkan fimm kom svo stórt og hraðskreytt flutningaskip á vettvang. Það skaut út vélbáti, sem bjargaði okkur öllum. Þegar kom um borð í flutn- ingaskipið, var tekið á móti okkur af frábærri alúo og gest- risni. Okkur var gætt á rommi, sem kom sér næsta vel eftir alla þessa hrakninga og volk. Okkur varð þþ dálítið ónota- lega við þegar okkur var tjáð, að farmur skipsins væri sprengi efni. í sannleika sagt hygg ég, að ég hafi verið um of þreyttur til þess áð geta bjargazt úr þeirri mannraun, sem hefði beðið mín, ef þessu skipi hefði einnig verið grandað. Hrakningar þessir munu hafa orkað á taugakerfi mitt, því að mér varð ekki svefn- samt næstu nótt. Morguninn eftir var haldið með okkur til hafnar í Suður-Afríku. Ég var þegar lagður í sjúkrahús, og þar hefi ég dvalizt lengst af eftir að ég rataði í raunir 'þess- ar og hrakninga. En nú er ég kominn til fullrar heilsu að nýju og reiðubúinn til þess að hverfa aftur að fyrri starfa áð- ur en langt um líður. r Handknattleiksmót kvenna hófst í Hafnarfirði á sunnu- daginn var. Þátttakendur í mót inu voru flokkar frá fimm fé- lögum, Haukum og F. H. í Hafnarfirði, sinn flokkurinn frá hvoru félagi, þá var einn flokk ur frá Ármanni, einn frá KR. og einn flokkur frá íþróttaráði Vestfjarða. Á sunnudaginn fóru leikar þannig, að Ármann vann KR með 4 mörkum gegn einu. En síðari leikurinn var á milli stúlknanna Vestfirzku og stúlkna úr F. H. Fóru leikar þannig, að Vestfjarðastúlkurnar unnu með 6:1. Á mlánudgskvöld hélt svo mótið áfram, og kepptu þá Ár- mann og F. H. og unnu Ár- menningar með 4:1. Þá kepptu Haukar og KR, og unnu Hauk- ar með 3 gegn 2. í gærkvöldj var svo enginn leikur, en í kvöld keppa ísfirð- ingar og KR og Haukar og F.H. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags íslands nr. 6—7. 37 árg. er nýkominn út fræðandi og vandaður að efni. Af greinum ritsins má nefna: Síld og hungraðar þjóðir, Bretar undirbúa skipulagningu síldveiðiútvegsins, Sjómannadguinn 4. júní 1944, Ræða ..Kjartans Thors á sjómanna daginn, Stærsta síldarniðursuðu- verksmiðja heimsins, Um vélgæzlu Botnvörpuskip framtíðarinnar, Matsveinanámskeið á Norðfirði, og marg fleira smærri greina. Hjónaband í gær voru gefin saman í hjóna band á Akureyri ungfrú Ellen Guð mundsdóttir Reykjavík og Richard Ryel, Akureyri. Heimili ungu hjónanna verður á Akureyri. . Frh. af 4. síðu. fram pr. 8. maí f. á. og getið er hér að framan. En eins og að ofan er sagt, hefir Viðskipta ráðið í greinargerð sinni bein- línis viðurkennt að þær upp- lýsingar „sem fyrir hendi eru“ sé á þann veg að megi „full- yrða að reksturinn hafi á fyrstú mánuðum ársins gefið tilefni til hækkunar á flutningsgjöld- unum“. Með þessu liggur blátt áfram fyrir viðurkenning Viðskipta- ráðsins um það, að þær einu skýrslur, sem það fékk frá félagi voru, hafi ekki orðið til þess að blekkja ráðið né verið óábyggilegar, eins og ráðið svo samt segir í niðurlagi greinar- gerðar sinnar. Þá skulum vér nú snúa oss að ásökuninni um það, að vér höf- um leynt Viðskiptaráðið upp- lýsingum, sern það hafi átt rétt á að fá frá oss, og félag vort þá væntanlega ætti að hafa verið skyldugt til þess að iáta í té. Vér höfum frá upphafi reynt að gjöra Viðskiptaráðinu skilj- anlegt hversu afar erfitt það er fyrir félag vort að gjöra, á þessum styrjaldartímum, áætl- anir 'fyrir framtíðina, um rekst ur félagsins. Það yrði of langt máli að skýra hér nákvæmiega frá ástæðunum fyrir þessu, en vér viljum þó drepa á nokkur atriði. Eins og siglingum hefir verið- háttað á ófriðarárunum verður að fá frá New York og Halifax reikninga yfir mikinn hluta aí útgjöldum skipanna. En þessir reikningar fást ekki hingað fyrr en oft á margra mánaða fresti. Ennþá seinna berast reikningar yfir leigu, vátrygg- ingu, aukabiðdaga m. m. við- ivíkjandi leiguskipunum. Sem dæmi í því efni má nefna að ennþá eru ókomnir reikningar yfir aukabiðdaga skips, sem tekið var á leigu fyrir eina ferð 3. okt. 1942, en sá reikningur mun nema á annað hundrað þúsund dollurum (yfir 650 þús. kr.). a. m. k. Sama er að segja um skip, sem tekið var á leigu í Halifax í marz 1943 fyrir eina ferð. Ekkert Uppgjör hefir feng izt ennþá fyrir leigu E.s. „Sel- foss“, sem hófst í ágúst og var lokið í október 1943. Ófriðarástandið hefir haft í för með sér að mest allar vörur til landsins verður að afferma hér í Reykjavík, og flytja svo síðar út um land þær vörur, sem þangað eru sendar.1 Þenn- an framhaldsflutning út urn land, sem kostar stór-fé, annast félag vort að mestu leyti end- urgjaldslaust til hvaða staða sem er á landinu. En oft líða margir mánuðir áður en ákvarð anir eru teknar um það, hvað af vörunum skuli senda áfram héðan frá ReykjaVík. Er því lengi mjög óvíst um hvaða út- gjöldum félagið verður fyrir á þessu sviði. Þá má benda á hina miklu n- vissu, sem á þæsum tímum er um ýms útgjöld. Sérstaklegá viljum vér í því efni nefna hversu erfitt er að áætla út- gjöld til viðhalds og áðgerðs skipanna. Átakanlegt dæmi þess eru aðgerðir á e.s. „Goða- foss og e. s. „Lagarfoss“ síðastl. ár. Skipaskoðunarstjórinn áætl aði að þær mundu kosta kr. 1.004.000.00 og var sú upphæð sett sem áætlunarupphæð á reikninga félagsins fyrir árið 1942 og sum blöð landsins sök- uðu félagið um það að vilja með þessari upphæð leýna gróða félagsins. En reynslan varð sú að aðgerðinar kostuðu kr. 2.572.517.19. Svona mætti lengi telja, til rökstuðnings því hversu erfitt, eða í raun og veru ómögulegt er fyrir félag vort, að gjöra á- ætlanir fyrir ókomna tíð. Auk þess, sem nú er sagt, sendum vér Viðskiptaráðinu með bréfi voru dags. 8. des. f. á. ítarlegt yfirlit um rekstur félagsins eins og hann hafði orð ið árið 1942 til þess að sýna hversu allar áætlanir á því ári hefðu, ef gjörðar hefðu verið, orðið óábyggilegar samkvæmt því sem raun varð á. Er þannig að orði komist í téou bréfi voru til ráðsins að vér væntum þess að yfirlitið sýni: „að ekki er hægt að finna neinar þær tölur, hvorki beinar tölur né hlutfalls tölur, að því er snertir útgjöld eða ferðatíma skipanna, sem hægt er að byggja áætlanir á, sem talist geti nokkurn vegin á byggilegar11. í hinu sama bréfi íélags vors segir ennfremur m. a. á þessa leið: „Þegar öll aðstaða er slík, sem»nú á sér stað, og að frarn an er vikið að., má ekki ætl- ast til þess að vér sendum yð- ur áætlanir sem ný ákvörðun farmgjalda yrði byggð á. Ef vér gæfum nú upp tölur við- víkjandi afkomu félagsins á yfirst.andandi ári, sem vér teldum sem næst raunveru- legar, en svo kæmu reikn- ingar félagsins út á miðju næsta ári og sýndu þá aðrar niðurstöðutölur en þær, er vér hefðum áður gefið upp, eða áætláð sem nærri sanni, mætti líta þannig á, að vér hefðum gert slíka áætlun í blekkingarskyni. Slikt vilj- um vér ekki á nokkurn hátt eiga á hættu, og heldur láta hjá líða að gefa upp slíkar tölur“. „Það hefir einnig komið fram á opinberum vettvangi á síðari tímum að mikil á- hætta fylgir því fyrir at- vinnufyrirtæki hér á landi að gefa frá 'sér skýrslur og á- ætlanir, þar sem ekki bein- línis getur legið fyrir lögfuli sönnun“. Jafnframt var í þessu bréfi voru, dags. 8. des. f. á„ tekið fram að þar eð Viðskiptaráðið hafi farið svo að, eins og að framan er lýst, gagnvart upp- lýsingum frá félaginu í maí f. á„ og byggt á „öðrum upplýs- ingum, er aflað var sérstak- lega“, en ekki á áætlunurn og skýrslum vorum, þá telji félag- ið þýðingarlítið að láta ráðinu í té upplýsingar um málefni félagsins. , En þrátt fyrir það að málið lá þannig fyrir segist Viðskipta ráðið, í greinargerð sinni, hafa búizt við nýjum upplýsingum frá félagi voru og segir að félag inu hafi hlotið „að hafa verið orðin ljós afkoma ársins 1943 í aðalatriðum“ þegar fyrrgreint bréf var skrifað 8. des. síðastl. Jafnframt segir þó Viðskipta ráðið að það hafi ekki látið lög- giltan, endurskoðanda, eða ann- an trúnaðarmann „sækja um- beðnar upplýsingar í bækur“ félagsins — meðfram vegna þess að „myndi slík rannsókn hafa orðið ýmsum eríiðleikuin bundin meðal annars vegna þess, að nokkur hluti reiknings- halds fer fram á skrifstofu félagsins í New Ycrk“. Vi:'ðist ekki vera gott samræmi í þvi að átelja félagið fyrir aö leyna upplýsingum, sem ekki m'á bú- ast við ao löggiltur endurskoð- andi geti náð vegna þess að félagið hafi ekki upplýsingarn- ar. Ennfremur segir Viðskipta- ráðið í greinargerð sinni að „þær breytingar, sem lang mestu munu hafa valdið um hinn mikla óeðlilega ágóða 1943 urðu mjög seint á árinu“. Samt treystir Viðskiptaráðið sér til þess að saka félag vort Miðvikudkag'ur 26. Júlí 1944 Hún heitir Gerda Melind Saure og var trúlofuð Her- bert Haupt, Þjóðverja, sem nýlega var tekinn af lífi í Bandaríkjunum fyrir njósn- ir í þágu nazista. Nokkru seinna var hún kölluð fyrir rétt í Chicago til að bera vitni í landráðamáli gegn föður Herberts, Hans Max Haupt, og þar var þessi mynd tekin af henni. um vísvitandi launung á þess- um ágóða þegar bréfið var skrif að 8. des. síðastl., þó það jafn- framt, eins og að ofan segir, skýri frá því að nokkur hlutl reikningshaldsins væri í New York og því augljóst að ekki var hægt á þeirrí tíma að vit.a um ágóða, sem varð vegna breytinga, er „urðu mjög seint á árinu“. Þetta dæmir sig vitaniega sjálft. í greinargerð Viðskiptaráðs- ins segir m. a. á þessa leiö: „For ráðamönnum Eimskipaféiags- ins var vel kunnugt um þá skoðun ráðsins, enda hefir þeim verið tjáð hún, bæði munnlega og skriflega, að á slíkum tíffi- um sem þessum, eigi flutnings- gjöldin ekki að vera hærri en nauðsynlegt getur talizt, til þess að hægt sé að halda uppi flutningum til landsins, og þótt aukning skipaflotans sé vissu- Niðurlag á morgun. Tímarit verkfræðingafélags íslands 1. heft'i þessa árgangs er nýkomið út. Af efni ritsins má nefna: Virkj un jarðgufu til rafmagns og hita- notkunar. Ýmsar athuganir frétt- ir og íleira. Með þeim árgangi, sem nú er að hefjast, verður sú breyting á Tímariti Verkfræðinga fálags íslands, að það verður stækkað, hvert hefti verður tvær arkir, og árgangurinn því 12 ark- ir alls. Jafnframt verður það gert fjölbreyttara að efni. Er í ráði að birta sérs'taklega frásagnir og skýfslur um Öll helztu mannvirki, sem reist verða hér á landi, s'm að tímaritið geti í framtíðinni orð ið tæmandi heimild í því efni. Auk þess mun það flytja ýmsan annan fróðleik um verkfræðilega efni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.