Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.07.1944, Blaðsíða 8
i b alþtoublaðio Miðvikudagur 26. Júlí 1944 Kossaftens (Kisses for Breakfast) Bráðfjörugur gamanleikur Dennis Morgan Jane Wyatt Shirley Ross. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BJARNI var mikill drykkju- maSur oq m,erakónqur. Hann var heldur ekki talinn óþarf- lega frómur til orðs. Það urðu hans æfilok, að hann fór í lang ferð á rauðri mevi, sem hann kallaði Rauðku og lentu bæði í sandbleytu og. týndust. TJm þetta var kveðið af illyrtum ná- granna: „Syndum vafin sífelt klökk sálin kvaddi skrokkinn, er Bjarni Rauðku brá á stökk og barði fótastokkinn.“ * * * FORMAÐUR nokkur kom eitt sinn ofan í ‘hásetaklefa á skipi sínu, úti á sjó. En hann þótti nokkuð fljóthuga, og kom þar afleiðandi allt á afturfót- unum hjá honum. Þegar liann kemur ofan í lúkarinn (hásestaklefi), virðist honum sem allir skipsmenn séu þar saman komnir, segir hann: „Er meiningin að skilja bát- inn einan eftir uppi á dekki?“ V * * ÞAÐ var eitt sinn maður hér á suðurhesjum, er þótti nokk- uð mikill með sig. Eitt sinn var hann að segja frá áfalli, er þeir hefðu fengið, meðan hann var á togara: „Við fengum rosa hnút á okkur, og hann henti mér aft- ur i gang. En þegar ég ætlaði að standa upp aftur neitaði önnur helv.... löppin. Þegar ég fór að athuga, sá ég að hún var brotin fyrir ofan hné.“ þéss að skemmta sér. Allt, sem Carrie gerði, féll hcnum í geð og það var allt og sumt. „Sjáið þið,“ sagði hann og geymdi góðu spilin sín til þess að gefa Carrie tækifæri. „Þetta finnst mér vel gert af byrjanda.“ Og hún hló fjörlega, þegar hún tók til sín slaginn. Það var eins og hún væri ósigrandi, þegar tiurstwood hjálpaði henni. Hann leit ekki oft á hana. En þegar hann gerði það voru augu hans mild og hlý. í þeim var ekkert annað en vinátta , o'g einlægni. Hann leyndi hin- j um breytilega, kænskulega svip, sem gat búið í þeim og þau ljómuðu nú af sakleysi. Carrie grunaði ekki annað en hann skemmti sér af alhufí Hún fann, að hann áleit hana duglega. „Það er ósanngjarnt, að þér skulið spila svona vel og græða ekkert á því,“ sagði hann nokkru seinna og þreifaði nið- ur í vestisvasann. „Við skul- um spila upp á tíu centa seðla.“ „Já, það skulum við gera,“ sagði Drouet og stakk hend- inni í vasann. Hurstwood ^ var fljótari til. Hendur hans voru fullar af seðlum. „Gerið þið svo vel,“ .sagði hann og rétti þeim sinn ströngulinn hvoru. „Já, en þetta er fjárhættu- spil,“ sagði Carrie brosandi. „Það er syndsamlegt.“ „Nei,“ sagði Drouet, „þetta er bara til skemmtunar. Ef þú spilar aldrei um meira en þetta, þá kemstu áreiðanlega í himnaríki.“ „Þér skuluð ekki gera yður siðferðilegar grillur,“ sagði Hurstwood blíðlega við Carrie, „fyrr en þér sjáið, hver hlýtur peningana.“ Drouet brosti. „Ef maðurinn yðar vinnur, þá getur hann sagt yður, hversu syndsamlegt það er að spila fjái’hættuspil.“ Drouet hló hátt. Hreimurinn í rödd hans var svo ísmeygilegur, að jafnvel Carrie gat ekki stillt sig um að hlæja. .„Hvenær ferðu burtu?“ sagði Hurstwood við Drouet. ,,Á miðvikudaginn", sagði hann. „Er ekki hálf erfitt, begar maðurinn er alltaf í ferðalög- um?“ sagði Hurstwood við Carrie. „Hún kemur með mér i þetta skipti“, sagði Drouet. „Þið leyfið mér að bjóða ykk ur báðum í leikhúsið áður en þið farið.“ „Þakka þér fyrir“, sagði Drouet. „Hvað finnst þér Carrie?“ „Mér væri það sönn ánægja“, svaraði hún. Hur.stwood lagði sig fram við það að láta Carrie vinna pen- ingana. Hann gladdist yfir heppni hennar, taldi pening- ana og safnaði þeim loks sam- an og lagði þá í útrétta hönd hennar. Því næst báru þau fram dálítinn kvöldverð, þar sem Hurstwood tók upp vínflösk- una, og loks kvaddi hann þau með mikilli háttprýði. „Jæja“, sagði hann og leit fyrst á Carrie og síðan á Drouet. „Þið verðið að vera til- búin klukkan hálfátta. Ég sæki ykkur hingað.“ Þau fylgdu honum til dyra, og þar beið vagn hans og hin rauðu ljósker Ijómuðu glaðlega í rökkrinu. ,,Jæja“, sagði hann við Drouet með vingjarnlegri röddu. „Þegar þú skjlur kon- una þína eina eftir heima, þá verður þú að leyfa mér að skemmta henni lítið eitt. Hún verður ekki eins einmana.“ ,,Já“, hvort þú mátt“, sagði Drouet, hreykinn af þessari stimamýkt. „Þetta er fallega gert af yð- ur“, sagði Carrie. „Alls ekki“, sagði Hurstwodd. „Þetta myndi maðurinn yðar gera fyrir mig.“ Hann brosti og fjarlægðist þau léttilega. Carrie var heill- uð. Hún hafði aldrei verið i návist slíks manns. Drouet var einnig mjög ánægður. ..Þetta er nú maður í lagi“, sagði hann við Carrie, þegar þau genga aftur inn í herberg- in sín. ,.Hann er einn albezti vinur minn.“ „Það lítur út fyrir það“, sagði Carrie. ELLEFTI KAFLI. Falleg föt verkuðu á Carrie eins og áhrifamiklar fortölur. Þau töluðu sínu máli á blíðleg- an og ísmeygilegan hátt. Þeg- ar hún var komin inn á hið lokkandi áhrifasvæði þeirra, lagði löngun hennar fúslega við • hlustirnar. IJinir dauðu hlutir töluðu. En hver getur þýtt fyr- ir okkur mál steinanna? „Vina mín“, sagði kniplinga- kraginn, sem hún keyþti hjá Partridge. „Ég fer þér mæta- vel. Þú mátt ekki svikja mig.“ „En hvað þetta eru smáir fætur,“ sagði leðrið í mjúku, nýju skónum hennar. „En hvað ép á vel við þá. Hvaða vandræði, að ég skuli ekki allt- af geta hlíft þeim.“ ”“í NVJA BiÖ Eg á þig einn (“You belong to me”) Rómantísk og fyndin hjú skaparsaga. Henry Fonda, Barbara Stanwyck. Sýnd kl. 9. C ©g (“How’s about it.”) Skemmtilcg söngvamyndj með Andrews-systrum. Sönd kl. 5 og 7. Þegar hún 'hélt 1 á þessum hlutum, eða var í þeim, þá gat hún ef til vill hugsað sér aö leggja þá til hliðar. Hún gat ekki varizt því að hugsa um, á hvern hátt henni hefði hlotn- azt þetta allt, og það kvaldi liana, að hún skyldi ekki geta losnað við þessar hugsanir, en hún vildi ekki missa af fallegu fötunum. „Farðu í gamla kjól- inn — settu upp gömlu, skökku skóna“, sagði samvizka henn- ar árangurslaust. Hún hefði ef- SSGAK9LA (SSÖ ILeyndarmál Rommels (Five Graves to Cairo) Franchot Tone Anne Baxter Akim Tamiroff, Erich von Stroheim (sem Rommel). Sýnd kl. 7 og 9 Börn innan 14 ára fá ekki aðgang. IYsigiss¥eigíar (Little Men). Jack Oakie, Kay Francis. Sýnd kl. 5 tsMwmMBZMmmmwmsímsssBS laust getað sigrazt á ótta sín- um við sultinn og farið burt; hugsunin um , hina erfiðu vinnu og hin hörðu kjör hefði getað látið undan oki samvizk- unnar, en hún gat ekki vanrækt útlit sitt -— gengið í gömlum kjólum og litið tötralega út — aldrei! Drouet styrkti hana í skoð- unum hennar á þessu og ýmsu öðru, svo að hún missti alveg máttinn til að standast áhrifa- vald þess. Þetta er auðvelt, BJÖRNINN eftir HENRIK PONTOPPIDAN væri orðinn nokkuð við aldur, heimili það, sem hann hafði larið á mis við í barnæsku sinni, vinina, er hann hafði farið á mis við í uppvexti sínum, og vann verk þau, sem voru skilin og færðu honum vinsæidir að höndum. Hann varð að lokum faðir allra þessara náttúrubarna, ráðgjafi þeirra og huggari. Og þegar hann safnaði fólkinu saman í grjótkirkj- anni á vetrum eða undir berum nimni á sumrum og reyndl að svipta huiunni frá gácum lífsins og dauðanis með sínum sérkennilega og djarflega hætti, gat hann fengið hjörtun undir skinnúlpunum til þess að slá hraðar, því að hann var sjálfur svo aitekinn þakklæti og lofsöng til herra lífsins, að orðin komu eins og ósjálfrátt fram á varir honum. — Þarna, í hinni auðnarlegu byggð Grænlands, varð Þorkell gamall maður. ÞRIÐJI KAFLI. ' Hvers vegna hann ekki dvaldist á Grænlandi til ævi- loka? Hvers vegna hann fór heim til Danmerkur að lokum? Ja, vissi hann það sjálfur? Sumar nokkurt, þegar hann var á hreindýraveiðum uppi á öræfunum, varð hann þess var, að hann var tekinn að eldast. Þetta hafði verið óvenjulega harður og erfiður vet- ur. Snjórinn huldi klettana langt fram á sumar, og rsinn lá m SA ÞÝZKI LEÐSFlOíRINGINN: „Hvað heitið þið? “ — Hvað heitið þið, svínin ykfear? Svarið þið/mér!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.