Alþýðublaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. Júlí 1944 ALÞYÐUBLAÐiP * Ekki veldur sá er varar — Umferðin um Ölfusárbrú og ráðstafanirnar, sem þarf að gera — Gamalt slysamál, sem hægt var að fyrirbyggja rifjað upp. AÐ EB SAGT að við íslend- ángar séum hugrakkir og stundum fífldjarfir. Þetta mun ®kki vera sleggjudómur. Við tefl- um oft á tæpasta vað, sjáumst ekki fyrir og höfum oft orðið að greiða fyrir það dýru verði. Var- úðarleysi og fyrirhyggjuleysi er eltki lmgrekki, heldur fiflska, sem er okkur til skammar. Þetta ættum við að hafa í huga — og hreyta um. AÐVÖRUNIN hér í blaðinu í gær viðvíkjandi ásigkomulagi Ölf- usárbrúar er, að því er kunnugir fullyrða, orð í tíma talað. Brúin er orðin ákaflega léleg og viðsjár- verð og þó förum við um hana eins og ekkert hafi breyst — al- veg eins og áður, allt að 30 sam- an í stórum flutningabifreiðum, fyrirhygjulausir og syngjandi eins og engin hætt sé framundan og allt. „í þessu fína lagi“ eins og strákarnir segja. BIFREIÐASTJÓRI, sem fór með fulla stóra farþegabifreið um brúna á sunnudaginn var, lét þau orð falla að hann hefði aldrei orð- ið eins hræddur eins og þegar hann var staddur á miðri brúnni með þennan dýrmæta farm. Brúin svignaði og það brakaði í henni. Hann sagðist hafa skolfið og titr- að af skyndilegum ótta. Hann fann hvað brúnni leið, en undir var grængolandi hringiðan með straumkasti og hömrum til beggja hliða. BANDARÍKJAMENN HÖFÐU verði ,við báða brúarsporða meðan þeir voru og hétu þarna eystra. í>að er ekki nóg að við tökum upp þá reglu. Meira þarf að fylgja. Það verður að setja verði við brú- arsporðana og það verður að fyr- irskipa að bifreiðarnar, sem flytja fólk í tugatali skuli fara tómar um brúna. Ég veit að ef þetta verð ur ekki gert, þá mun verða haldið uppteknum hætti. „Það voru að-. eins tveir úr minni bifreið, sem vildu ganga“, sagði bifreiðastjór- inn. Það vill enginn — eða sára- fáir — farþegi taka upp hjá sjálf- um sér að vilja ganga. Þeir ótt- ast að á það yrði litið af samferða fólkinu eins og hugleysi og ræfii- dóm. Það verður því að fyrirskipa þetta, leggja blátt bann við því að fólk sitji í bifreiðunum yfir brúna. SUMUM FINNST ef til vill að þetta sé of mikil hræðsla. Það er oft sagt við þá, sem vara við hætt- unni. Ég gleymi því aldrei, er ég skrifaði oft um þá hættu, sem staf aði hér um árið af hitaveitugryfj- unum. Maður sem ég mætti eitt sinn í Ingólfsstræti, sagði við mig að þetta væri allt of mikið „nerv- ösítet“ í mér. Börnin myndu aldrei fara í þessar gryfjur. ENDA VAR EKKERT ^ert til að verja gryfjurnar. Þær voru næstum því mannhæðardjúpar og stóðu fullar af vatni. Og næsta dag flaug sú fregn um bæinn, að lítill drengur hefði fundist liðið lík í grýfjunni, sem var við hornið á Hofsvallagötu og Hringbraut. Og þá urðu allir vitrir. Þá sögðu all- ir: Þetta er ekki nema eðlilegt, eins og búið hefir verið um þessar gjótur. Og þá var undir eins haf- ist handa með að byrgja holurnar. Litli drengurinn virtist þurfa að láta lífið til þess að menn sæju. EKKI VELDUR sá er varar. Það átti við um hitaveitugryfjurnar og i það á við um Ölfusárbrú. Vonandi verða þær ráðstafanir gerðar sem taldar eru bezta tryggingin gegn því að slys verði. En þessar ráð- stafanir þarf að gera strax í dag, á morgun getur það verið of seint. Hannes á horninu. vanfar okkur nú þegar fil bera út i nokkur kverfi í bænum. Hátt kaup. Aiþýðublaðið. — Sími 4900. Akranes -- Hreðavafn Áætlunarferðir heí ég 22. þ. m. alla daga eftir komu m/s Víðir kl. 12.30 frá Akranesi, — kl. 15,30 frá Hreðavatni, nema ipugardaga, þá 15,30 frá Akranesi og 18,30 frá Hreðavatni. Þ. Þórðars&n Sími 17 — Akranesi. Þetta er eftir af klaustrinu fræga á Cassinofjalli. Enn hefir hvergi verið barizt af annarri eins heift á Ítalíu og um bæinn Cassino og fjallið þar hjá með Benediktínaklaustrinu fræga, sem þar var stofnað árið 529 e. Kr., enda er lítið eftir af hinni fornfrægu byggingu, eins og myndin sýnir. Sigrid Undsef: Framtið Byðinga GREIN ÞESSÍ, sem er eftir hinn heimsfræga norska kven- rithöfund og Nobelsverðlaunahöfund, Sigrid Undset og hér er þýdd úr tímaritinu World Digest, fjallar um framtíð Gyðinga, en Sigrid Undset lætur mál þeirra sig miklu varða. Hún bendir á það, að þess megi vænta, að Gyðingaofsókn- irnar í Þýzkalandi haldi áfram eftir stríð og þess vegna beri nauðsyn til þess, að Gyðingar geti eignazt sérstakt ríki og unað því þjóðskipulagi, er hugur þeirra stefni til. Greinin var upphaflega rituð fyrir málgagn Gyðinga í Lundúnum, en er hér stytt. EG ER þeirrar skoðunar, að brýn nauðsyn beri til þess, að búið verði þjóðar- heimili hinum landalausu Gyðingum og öllum þeim Gyð- ingum, sem ekki kjósa að vera borgarar annarra ríkja að ráðnum úrslitum styrjaldar þeirrar, sem nú er háð. Ég ótt- ast sem sé, að eftir stríð muni kynflokkahaturs enn gæta og Gyðingar verða ofsóttir og hraktir, ef ekki verður efnt til aðgerða, er tryggja og treysta öryggi þeirra og líf. Hinar sameinuðu þjóðir eru þess fullvissar, að þær muni sigra í styrjöldinni. Sigur þeirra mun eigi aðeins þýða ósigur stríðsvélar Þýzkalands og naz- istaflokksins — hann mun og þýða sigur lífshugsjóna þjóða sem einstaklinga, sem eru ó- samrímanlegar þeim hugsjón- um, er Þjóðverjar hafa tamið sér um nokkurt skeið og hafa valdið því, að þeim hefir verið örðugt eða ógerlegt að finna nokkurt það, er gæti verið þeim fagnaðarefni í sögu sinni á liðn um árum og öldum. Því að skoðun okkar er sú, að lífshug- sjón Þjóðverja síðustu tvo ára- tugina hafi vitnað um van- sæmd og spillingu. Sú er að minnsta kosti skoðun hinna nor rænu þjóða — því að þær hafa ávallt talið réttlætið heilagt en hatað lögleysi, glæpi og grimmd. En allar þjóðir skyldu telja sér fagnaðarefni að minnast sögu sinnar. Raunar munu sögu spjöld allra þjóða vera að ein- hverju leyti flekkuð — það er okkur skylt að játa, og hafi þjóð okkar orðið eitthvað á, er okk- ur skylt að játa það hreinskiln- islega. En hafi einhver þjóð á- stæðu til þess að 'blygðast fyrir alla fortið sina, fyrir sögu sína og hugsjónir forfeðra sinna — þá hlýt ég að telja hlut hennar hinn dapurlegasta. Flestum okk ar mun það í blóð borið að elska og virða foreldra okkar. Við teljum minninguna um for- eldra okkar og bernskuheimili 'helgan dóm. Ef við ekki elsk- um og virðum mann þann, er gat okkur og konu þá, er fæddi okkur, hljótum við að vera | sem rótslitnir kvistir og aumk- 1 unarverðir. Sterkasta sönnunin t fyrir því, að þessi skoðun hafi við rök að styðjast, er sú að öll trúarbrögð heimsins leggja áherzlu á það að boða mönnum þessar dyggðir og hvetja þá til að rækta þær og varðveita af sem mestri kostgæfni. * r ,N í ÞÝZKALANDI munu •*-* verða milljónir æsku- manna, sem ekki geta virt og ólskað foreldra sína, þvi að það væri hið sama og minnast með hlýhug manna, er frömdu við- urstyggilega glæpi, virtu loforð að vettugi, forsmáðu sannleik og réttlæti, beittu hina sigruðu og þá, sem voru miður sín, miskunnarlausri grimmd og harðýðgi og kölluðu ógnir pynd inga og ofsókna yfir menn, kon- ur og börn, sem, ekkert höfðu til saka unnið. Hér á ég við syni og dætur liðsforingjanna og Gestapomannanna, mann- anna, sem pynduðu, ofsóttu og myrtu Gyðingana og frömdu aðra þá g\æpi, sem mannkyns- sagan mun fordæma sem hin svívirðilegustu óhæfuverk og niðingsbrögð. Ef lífshugsjónir okkar eiga að sigra, hljóta hinir þýzku æskumenn að hata og fyrirlíta feður sína og oft og tíðum mæð ur sínar einnig. Að minnsta kosti hafa Norðmenn, sem kom izt hafa af landi brott, haft þá sögu að segja, að fjölmargar þýzkar konur hafi setzt að í í- búðum norsks fólks, sem varð að flýja að heiman með ör- skömmum fyrirvara og gat að- eins haft örfáa eignarmuni á brott með sér. Konur þessar hafa hagnýtt sér eygur þessa fólks og fest kaup á eignarmun um þess, er sdldir voru fyrir gjafverð á upþboðum, er haldin voru af umboðsmönnum hinnar þýzku nýskipunarstefnu. Og við getum verið þess fullviss, að í Þýzkalandi, Póllandi og öðr- um hinna hernumda landa, er fjöldinn allur af slíkum þýzk- um konum, sem í dag una glað ar í húsakynnum Gyðinga, er myrtir hafa verið, og hagnýta sér búsáhöld þeirra, húsgögn og aðra eignarmuni. Og vissu- lega verður þeim mikill vandi á höndum, ef þeim verður gert að skila aftur cttlu þýfi sínu í stríðslok. Ég er þess fullviss, að þúsundir Þjóðverja munu telja sig píslarvotta, ef þeim verður gert að skila aftur, þótt ekki væri annað en títutprión- um úr fötum þeim, er þeir hafa rænt og áður voru í eigu fá- tækra Gyðingabarna. Þeir munu telja það óréttlæti og grimmd, því að þeim finnst þýfið réttmæt eign þeirra. * VIÐ SKULUM gera okkur glögga grein fyrir því í öndverðu, að milljónir Þjóð- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.