Alþýðublaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1944, Blaðsíða 2
2 ALjÞYÐUBLAÐIÐ yimmtuðagu? 2T. Júií 1944 Gjaldeyrisráðsiefnan í Bandaríkjunum. FjármáíaráSSierra iandaríkjanna held- ur veizlu fyrir full- trúána. Fréttatilkynning frá ut- anríkisráðuneytinu. LAUGARDAGINN 22. júlí hélt Henry Morgenthau, fjármálaráðherra Bandaríkj- axma veizlu fyrir fulltrúa og starfsfólk ráðstefnunnar og að henni lokinni var lokafundur ráðstefnunnar settur, kl, tæp- lega 10 um kvöldið. Við það tækifæri 'hyllti fjármálaráðherr ann Keynes lávarð, aðalfulltrúa Breta og taldi hann aðaifrömuð ráðstefnunnar. Var Keynes lá- varði mjög innilega fagnað af viðstöddum. Þá tilkynnti Morgenthau einnig að Rússar hefðu aukið hlutafé sitt í alþjóðabankanum um 300000 milljónir dollara, og vakti það mikinn fögnuð. Hlutafé bankans er nú 9,1 billjón dollara. Hann kvað þetta mikilvæg- ustu ráðstefnu, sem haldin hefði verið, og hefði 44 þjóðum tek- ist þrátt fyrir mismunandi sjón- armið, að koma sér saman eft- ir ýtarlegar samæður. Þetta kvað hann hæfilegt svar til möndulveldanna, og lýsti styrk og eindregni hinna sameinuðu þjóða. Fór síðan fram undirskrift samninga og var hver þjóð um sig kölluð upp að háborði í stafrófsröð til undirskriftar. Síðan var fundi slitið með hátíðlegri athöfn og leikinn þjóðsöngur Bandaríkjanna. Hjónaband. Nýlega v-oru gefin saman í hjónaband ungfrú Inga Ingölfs- dóttir, Ránargötu 44 og Jón Ól- afsson stýrimaður, Grænumýri, Seltjarnarnesi. Heyrir landsíminn undir verðlagseftirlitið? • • ðll venjuleg sémföl milli Suöurlands og NorÖur- lands raunverulop afnumin. Aöeins hægt ai ná sambandi mei hraðsam- tölum eg forgangshraösamtöiuml NauðsynSegt að afnema með öllu hraðsamtöl. A LLT BENDIR til þess að fullkomin nauðsyn sé á því að landsíminn afnemi öll hraðsamtöl millí Suðurlands og Norðurlands að minnsta kosti á sumrum, og að sú regla verði tekin upp að aðeins vérði hægt að fá venjuleg samtöl eða forgangshraðsamtöl. Ástæðan fyrir þessu er sú að venjuleg samtöl eru nú þegar raunverulega afnumin og ómögulegt að fá samband við Norðurland — Siglufjörð og Akureyri, nema með því að panta hraðsamtöl. Má segja að öll samtöl séu nú komin yfir í hraðsamtöl og forgangshraðsamtöl, ef við- komandi getur ekki beðið eft ir samhandi í 1—2 og jafnvel 3 daga. / Með þessu fyrirkomulagi er alls ekki greitt fyrir samtölun- um milli Norður- og Suður- lands, því að þegar hraðsamtöl- in eru orðin föst regla er venjulegum samtölum útrýmt. En það hlýtur í þessu sam- bandi að vekja sérstaka at- hygli, að með þessu fyrir- komulagi eru tekjur land- símans margfaldaðar á kostn- að notendanna og virðfist það algerlega óþarft. Venjuleg samtöl milli Reykjavíkur og Siglufjarðar kosta nú kr. 3,50; hraðsamtöl kr. 10,50 og for- gangshraðsamtöl kr. 35,00. Venjul%g samtöl milli Reykja Hörmulegt slp á bamaheimiH hér í bænum á mánudaiinn _____/ ____ Tæplega tveggja ára telpa h.eiö hana á harna- heimilinu Suöurhorg viö Eiifíksgötu. HÖRMULEGT slys varð í fyrradag eftir hádegi, á barnaheimilinu Suðurborg við Eiríksgötu 37, er stúlku- barn á öðru ári varð undir leikfangaskáp, og beið þegar bana af. Eins og kunnugt er, rekur Barnavinafélagið Sumargjöf þarna barnaheimili, og eru þar 60 börn á dagheimili, 20 á vist- arheimili og 16 í vöggustofu. Börn þau, sem á vistarheim- inu dvelja eru á aldrinum eins til sex ára, og var barn það, sem fyrir slysinu varð eitt þeirra, sem á vistheimilinu var. Siys þetta vildi til í leik- stofunni á vistheimilinu, sem er á þriðju hæð hússins. Voru þar 8 börn að leika sér um há- degisbilið, er umsjónarkona deildarinnar sér út um glugg- ann. að börn frá heimilinu eru að fara út úr garðinum og út á götuna, en hliðið á garðinum var opið sökum þess, að verið var að. vinna í honum, og hleypur hún því niður, til þess að forða börnunum frá göt- unni og var rétt augnablik niðri, en er hún kemur upp aftur, hat'ði leikfangaskápur, sem stóð við einn vegginn í leikstofunni fallið fram á gólf- ið og eitt barnið orðið undir honum. Hafði efsta hilla skáps- ins lent á vinsM öxl og brjósti bamsins, og var það örent, er umsjónarkonan ásamt annarri starfsstúlku við heimilið kom inn í herbergið. Er næsta erfitt að gera sér grein fyrir hvernig þetta hef- ur atvikazt, þar sem skápur þessi má teljast stöðugur, og virðist þurfa nokkurt átak til þess að steypa honum, en í herberginu voru eingöngu börn á öðru ári. er slysið varð. En þessi sviplegi atburður ætti þó að verða til viðvörun- ar um að hafa ekki lausa skápa í herbergjum barnanna á dval- arheimilum þeirra, eða aðra þá hluti, sem þeim gæti stafað hætta af. Enda munu forráða- menn Suðurborgar gera víð- tækar ráðstafanir til þess að atburðir, sem þessi, endurtaki sfif'ekld. Barn þetta var hálfs annars árs að aldri og hét Ágústa Kolbrún. Móðir telpunnar heit- ir Guðbjörg Helgadóttir og er til heimilis á Hringbraut 33 hér í bænum. víkur og Akureyrar kosta nú kr. 4,00; hraðsamtöl kr. 12,00 og forgangshraðsamtö’i kr. 40, Q0. Almenningur hefir ekki ráð á því, jafnvel hversu nauðsyn- legt, sem honum er að ná sam- bandi, að kosta upp á hraðsam- tal, enda gengur honum ekki betur að ná sambandi með því. Alþýðublaðið hringdi í landsímann í gær og spurði hvenær það myndi geta náð sambandi við Siglufjörð með venjulegu samtali. „Við vitum það eklci,“ var svarið, „en von- andi einhvern tíma á morg- un.“ „En ef við pöntupi hrað- samtal?“ „Líkast til í kvöld — og ef ekki þá, þá fyrripart- inn á morgun.“ Að þessu var spurt fyrri hluta dags í gær. Þetta er vitanlega óþolandi ástand. Með þessu eru hin venjulegu samtöl afnUmin og hraðsamtölin, sem kosta þre- falt gjald, orðin að venjulegum samtölum, en þó með marg- földu gjaldi. Það getur ekki verið meining landsímans að þetta verði áð algildri reglu. Ef svo væri, þá er skylda hans að tilkynna að almenn samtöl væru afnumin og að framvegis yrðu menn að greiða brefalt gjald á við það, sem áður var fyrir venjulegt viðtalsb’l: Með því skipulagi, sem nú er, verð- ur gjaldskrá landsímans að skrítlu. Almenningur getur ekki þol- að það ástand, sem nú ríkir í þessum málum. Landsíminn er opinber stofnun — og þó að hann heyri að líkindum ekki undir verðlagseftirlitið, þá ber honum að láta það ekki við- gangast, að gjaldskrá hans sé algerlega breytt að ástæðu- lausu, svo að ekki sé komist óvægara að orði. N ÆSTI leikur handknatt- leiksmótsins, sem háð er í Hafnarfirði, fer fram á sýslu mannstúninu í kvöld kl. 8V2. Keppa þá Haukar og Ármann og Isfirðingar og K. R. Aheit til Slysavarnafélags íslands. Undanfarna daga hafa Slysa- varnafélagi íslands borizt eftirtal- in áheit: Frá N. N. kr. 100,00. Frá Vilborgu Vigfúsdóttur kr. 30,00. Frá E. Þ. kr. 20,00, Frá Jóni Guð- mundssyni, Munaðarnesi kr. 15,00. Frá Guðrúnu Þ. Jónsdóttur, Flat- eyri kr. 20,00. Frá Gísla Guðna- syni, Breiðdalsvík kr. 100,00. Frá Fanney Sigurðardóttur kr. 80,00. Samtals kr. 365,00. í Moskva haföi hoS 17. júní. BoSiS sátu ýmsir fuSifráar Rússa ©g margt aíinafS st©r» menni. A Ð tilhlutun ríkisstjórnar- •*■*■ innar hélt herra Pétur Benediktsson, sendiherra, mannfagnað í tilefni af gildis- töku lýðveldisstjórnarskrár og embættistöku fyrsta forseta íslands í Moskva 17. júní. Með- al innlendra gesta voru herra Vyshinsky,, varaforsætisráð- herra meðifrú og dóttur, herra Maisky, herra Dekanosov, herra Litvinov, herra Kavta- radze, herra Losovsky og herra Aliev, aðstoðarutanríkisþjóð- fulltrúar og frá þeirra. Utanrík isþjóðfulltrúinn, herra Molo- tov gat ekki komið því við að mæta, sökum anna. Frh. á 7. síðtj. Nýft fíefU af Vinnunni kofflfö úf. XJ INNAN tímarit Alþýðu- * sambands íslands júlí —ágúst hefti er komin út fjöl breytt að efni og fróðleg að vanda. Alf helzta efninu í ritinu má nefna: Föðurland var mér gefið, kvæði eftir Sigurð Einarsson 'kveðið ó Þingvelli 16.—17. júlí síðastliðinn. Lýðveldi íslands eftir Sæmund Ólafsson. Þættir úr Ibarláttu elleftu aldar, eftir Björn Sigfú-sson, þó er kvæði sem nefnist Sumarmíál 1944, eft ir Ei-nar Svein FrímiannsS-on, ■ Verkamaðurinn í siveitmnd, eftir Gunn-ar Benediktss-on, ísland — land alþýðusamtaka eftir Jón Raifnsson, Gamall í hettunni, saiga eftir Mikael Zostj-enkó, Ba-karas-veinafélag íslands eftir Ágúst H. Pétursson, grein þess ari fylgir fjöldi mynd-a meðal annars af formönnum félagsins frá stofnun þess 1908. Þá er grein, sem nefnist: Kjósið trún- aðarmenn á hverju-m vinnustað til lands og sjóvar, eftir Eggert Þoríþjarn-arson, afmælisgrein um Björn Jónsson frá Bala, umsagn ir u-m b-ækur -eftir ritstjórann Karl ísfeld, samibandstíðindi, frá Samibandsskrifstof-unni og margt fleira, auk þess er fjöldi m-yn-da í ritkiu, fyrir utan þær, sem áður eru taldar. Miklar endurbælur á sundlaug Keflavíkur Frá fréttaritara Alþýðublaðsins KEFLAVÍK, þriðjudag. FYRIR nokkru bauð stjórn og sundlaugarnefnd Ung- mennafélags Keflavíkur hrepps nefnd, fréttamönnum, kennur- um og formönnum ýmissa fé- laga í Keflavík að skoða þær breytingar og endurbætur, sem gerðar hafa verið á sundlaug félagsins frá því á síðastliðnu hau-sti. Sundlaugarbyggingin er hið glæsilegasta hús, ’aem mun, þeg- ar fullger er, skera mjög af við hið hrjóstruga umhverfi, þar sem hún stendur á brimsorfn- um klettum frammi við sjóinn. Þegar komið er inn úr aðal- dyrum byggingarinnar er til vinetri' stigi, er liggur upp á rúmgóða áhorfendapalla, þar er- einnig herbergi sundkennar- ans, en inn af aðaldyrum er gangur, er opnast í búningsher- hergi karla hægra megin og kvenna vinstra megin. Úr bún- ingsherbergjunum er farið í böðin, en þau eru heit og köld vatnsböð, þaðan er svo gengið í laugina, er þannig fyrirbyggt að óhreinindi berist í laugina, og er þetta mikil bót frá því, sem áður var. Allí er þarna mjög snyrtilegt og vel frá gengið eftir þvi sem kostur er á nú á tímum. Laugin er að stærð 10,33X 6,83 m. 1 'henni er sjór, sem er hitaður upp með kolum og koksi. í henni eru hreinsunar- tæki, sem halda sjónum í laug- inni hreinum. Er að þessu mik- ill þrifnaður og hollu.sta, einn- ig sparar þetta kyndingu, þar sem sjaldnar þarf að skiptsi um sjó í lauginni. Byggingin er 23x15 m. &ð stærð. Eru allir útveggir úr steinsteypu og einangraðir með vikri, nema norðurveggur, sem er úr timbri vegna fyrirhugaðr- ar stækkunar á lauginm og gufuhaðs, sem er ætlaður stað- ur við norðurenda lau^arinnar Trésmíði alla við endurbaitur laugarinnar vann Þorsteinn Árnaeon & Co. Ingvi Loftsson múrarameistari annaðist stein- steypu og múr'húðun, H.f. Ham- ar Reykjavík smíðaði hreinsi- tækin og setti þau upp og Sig- urður R. Guðmundsson setti upp miðstöðina og lagði vatns- lagnir. Byggingarkostnaiur varð um kr. 140 þús. á því, sem nú er gert, en þegar byggingin er fullgerð, er kostnaður áætlað- ur um kr. 200 þús. Af áfölln- um kostnaði hafa þegar verið greiddar kr. 102 þús., sem hafa safnazt þannig: Almenn samskot 1943 kr. 21 500,00. Styrkur frá Kefla- víkurhr. 6000,00. Styrkur frá Keflavíkurhr., sem greiðist á 5 árum 18 000,00. Frá Ung- mennafélagftiu 3000,00. Frá Ungmennafélaginu, lán 25 000,- 00. Styrkur frá ríkinu 25 000.0J Frá Kv®nnadeild Slysavarna- fél. Keflavík 3000,00. Ágóði af sjómannadegi 1944 13 000,00. Styrkur frá sýslusjóði Gull- bringusýslu 10 000,00. Áður en breytingin var gerð kostaði laugin úm kr. 32 þús. og er því kostnaðarverð bygg- ingarinnar nú um kr. 160 þús. Árið 1931 er fyrst kennt sund hér í Keflavík, kennt var í sjónum véstur í „Gróf“ og fór sú toennsla fram á vegum U.M.F.K. Mun þarna hafa var- ið kennt í þrjú sumur, einnig var eitt sumar kennt í svo- nefndum ,,íshústjörnum“. Jak- oh Sigurðsson var fyrsti sund- kennarinn. Voru skilyrði til sundkennslu þarna mjög slæm og lagðist þvi kennsla niður aftur og er dauft yfir þessum málum- hér, þar til Í937. Þá eru hafin almenn samskot til bygg- ingar sundlaugar hér í Kefla- vík fyrir forgöngu U.M.F.K. Sá maður, er ötulast beitii sér fyrir samskotunum og á- framhaldandi framkvæmdum var Krístinn Hákonarson, er hér var þá Qögregluþjónn. Vsk. á 7. ríðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.